Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1989, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1989, Blaðsíða 33
33 ví - c .r v ( i r “ / ,ir n4 í 1 / MÁNUDAGUR 20. MARS 1989. Iþróttir • Erlendur Hermannsson sést hér í kunnuglegri stellingu í Vfkingspeysunni fyrir nokkrum árum í leik gegn KR. Erlendur stýrði Kyndli til meistaratitils i færeyska handboltanum. Handknattleikur 1 Færeyjum: íslenskir þjálf- arar gera það gott í Færeyjum - Erlendur, Egill og Axel mitóð í sviðsljósinu HandknattleiksvertíðinniíFærcyj- um er nú lokið og y erður ekki an n- að sagt en að íslenskir i þjálfarar hafi komið þar mikið við sögu. Þrir íslenskir þjáifarar voru við stjórn- völinn hjá færeyskum 1. deíldar 1 iðum í vetur og náðu allir ágætis- árangri með lið sín. Erlendur Hermannsson, sem lék áður með VíkingiogÞór frá Akur- eyri, þjálfaði í vetur lið Kyndils og varð liðið færeyskur meiatarieftir mikla baráttu við Vostmanna. í síð- asta leiknum gerðu Kyndill og Vestmannajafntefli. 17-17, í hörku- leik. Erlendur lék með í þessum leik og skoraði 4 mörk en hann hafði ekki leikiö áöur meö liöinu. Með þessu jafntefli náöi Kyndill 20 stigttm en Vestmanna sat eftir með sárt ennið og 19 stig. Egill í 3. sæti Egill Steinþórsson, fyrrum' Ár- menningur-og Þróttari, lék með og þjálfaði lið STÍF í vetur og varö lið- ið í þriðja sæti í 1. deild. Egill sagði í samtali við DV: „Þetta var skemmtilegt keppnistimabil og ég er nokkuð ánægður meö árangur- inn. Færeyskur handbolti er í ein- hverri sókn en lið Kyndils og Vest- manna eru áberandi sterkust um þessar mundir.“ Axel hefur einnlg náð góðum árangri Axel Axelsson, fyrrverandi leik- maður með Fram og íslenska landsliðinu, auk þess sem liann lék í Vestur-Þýskalandi um tíma með Dankersen, hefur einnig veriö aö gera góða hluti í Færeyjum í vetur. Axel þjálfaði liö Neistans og varö liöið í 6. sæti í 1. deild. Einnig þjálf- aði Axel kvennalið félagsins sem varð bæði færeyskur meistari og færeyskur bikarmeistari. Forráða- raenn Neistans voru mjög ánægðir raeð störf Axels og hann hefur nú þegar skrifað undir nýjan samning við liðið og mun þvi þjálfa áfram í Færeyjum næsta vetur. „Tek mér nú kærkomið frí frá þjálfun" Egill Steinþórsson hefur verið í Færeyjum síðan í febrúar 1986. Egill sagði í samtali við DV: „Ég hef verið í Færeyjum síðan í febru- ar 1986 ,og hef þjálíað undanfarin 5 ár. Nú er kominn tími til að slaka á og í sumar ætla ég bara að leika með liði VB frá Vogi. Danskur þjálfari, Palle Larsen frá Esbjerg, hefur verið ráðinn þjálfari liðsins. Ég er nú búinn að æfa í rúma viku. Hér er ágætisveður og við höfum getað æft á óupphituðu gervigrasi. 011 liðin, sem leika í 1. deildinni í knattspyrnunni, hafa yíir að ráöa gervigrasvelli.“ „Hér er ákaflega gotl að vera“ Egill er ánægður með lífið í Færeyj- um: „Það er mjög gott að búa hér. Mikill friður og ekki eins mikúl æsingur og stress og heima á ís- landi. Auðvitað fær maður heim- þrá öðru hverju en ég á von á því að ég verði hér eitthvað átram,“ sagði Egill Steinþórsson. -SK Egill Steinþórsson þjálfaði STÍF og varð i þriðja sæti í 1. deild. ^ —....... ..O-- • Axel Axelsson þjálfaði Neist- ann. Kvennaliðið varð deildar- meistari og bikarmeistari og karla- liðið varð i 6. sseti í 1. deild. VBSLUSMIR OE VHT1NGAR Viö höfum vistlega og þægilega. veislusali fyrír 10-120 manns. Salirnir henta vel fyrír rádstefnur og hvers konar samkvæmi, t.d. árshátídir, hrúdkaupsveislur o.fl. Allar veitingar. Vcitingohú/id GAFt-mn V/RE YKJA NESBRA U T, HA FNA RFIRÐI SÍMAR 54477, 54424 Andnews hitablásarar fyrirgaseðaolíu eru fáanlegir í fjölmörgum stærðum oggerðum Algengustu gerðireru nú fyrirliggjandi Skeljungsbúðin / Síðumúla 33 símar 681722 og 38125 FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Vonarstræti 4 - simi 25500 Félagsráðgjafar Lausar eru til umsóknar eftirfarandl stöður félagsráð- gjafa hjá Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar: 1. Staða félagsráðgjafa í móttökuhópi viö hverfis- skrifstofu fjölskyldudeildar í Breiðholti, Álfabakka 12. Um er að ræða nýja stöðu. Verksvið er mót- taka og greining á nýjum erindum og vinnsla á beiðnum um fjárhagsaðstoð. Upplýsingar veitir yfirfélagsráðgjafi, Gunnar Klængur, í síma 74544. Umsóknarfrestur er til 1. apríl nk. 2. Laus er 50% staða yfirfélagsráðgjafa í meðferðar- hópi við hverfisskrifstofu fjölskyldudeildar í Breið- holti, Álfabakka 12. Verksvið er vinnsla og með- ferð í barnaverndarmálum og langtímastuðningur við bamafjölskyldur. Upplýsingar veitir yfirfélags- ráðgjafi, Gunnar Klængur, í síma 74544. Umsókn- arfrestur er til 1. apríl nk. 3. Félagsráðgjafa vantar til sumarafleysinga við Fé- lagsmálastofnun Reykjavíkurborgar. Upplýsingar veitir yfirmaður fjölskyldudeildar í síma 25500. Umsóknum skal skila til starfsmannahalds Reykjavík- urborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð, á eyðublöðum sem þar fást.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.