Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1989, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1989, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 20. MARS 1989. HREINSIÐ UÓSKERIN REGLULEGA. DRÚGUM ÚR HRAÐA! || UMFERÐAR HJOLBARÐAR þurfa að vera með góðu mynstri allt árið. Slitmr hjólbarðar hafa mun minna veggrip og geta verið hættulegir - ekki sist í hálku og bleytu. DRÚGUM ÚR HRAÐA! yUMFERÐAR RÁO Varmi BlLASPRAUTUN / BllARÉTTINGAR AUÐBREKKU 14. KÖPAV., SlMI 44250 P 4 VESTUR ÞYSK URVALSVARA 400 hr./MÍN. 2,2 KW • 40 og 90 Itr. kútur • TURB0 KÆLING/ÞRÝSTI - JAFNARI • ÖFLUGUSTU EINS FASA PRESSURNAR Á MARKAÐNUM | I I I I GREIDSLUKJ0R MARKAÐSÞJÓNUJTAN j Sldphohi 19 3. hæð | t(fyrir ofan Radíóbúdina) ■ l sími; 2 6911 Einhell vandaðar vörur <m\, M$m> ARGON- SUÐUVÉLAR Á GÓÐU VERÐI Skeljungsbúðin Síöumúla 33 símar 681722 og 38125 Útlönd Blóöugar forsetakosn- ingar í El Salvador Þrír fréttamenn urðu fórnarlömb bardaganna í El Salvador um helgina og sést hér lík eins þeirra. Simamynd Reuter Hægri maðurinn Alfredo Cristiani, forsetaframbjóðandi Lýðræðis- bandalags þjóðernissinna í E1 Salvador, tók snemma forystuna í forsetakosningunum í E1 Salvador í gær sem einkenndust af bardögum milli skæruliða og stjórnarher- manna. Þrír blaðamenn voru meðal þeirra sem biðu bana í átökunum. Mörgum kjörstöðum var lokað fyrr en áætlað var vegna bardaga, sprenginga og skemmdarverka skæruliða sem ollu rafmagnsleysi um nær allt land. Skæruliðar Fara- bundo-hreyfmgarinnar, sem viður- kenna ekki kosningarnar, segjast hafa drepið hundrað og fimmtíu her- menn í bardögum víðs vegar um landiö um helgina en yílrvöld segja aö fjórtán skæruliðar og tveir her- menn hafi látið lífið. Varnarmálaráðherra E1 Salvador, Eugenio Vides Casanova, hefur lofað rannsókn á 'dauöa fréttamannanna þriggja en einn þeirra var hollenskur sjónvarpsmaður. Hann var skotinn til bana af hermönnum í austurhluta landsins þegar þeir réðust á skæru- liða, að því er félagar sjónvarps- mannsins segja. Bandarískur ljós- myndari segir að herþyrla hafi skotið á tvo bíla, sem greinilega hafi verið merktir sem fréttamannabílar, þegar þeir voru á leið meö Hollendinginn á sjúkrahús. Á laugardaginn skutu hermenn til bana ljósmyndara og særðu annan þar sem þeir ferðuðust um á mótorhjóli. Báðir voru þeir í þjónustu Reuterfréttastofunnar. i gær var sjónvarpsmaður frá E1 Salvador skotinn tO bana. Alls hefur rúmur tugur fréttamanna látið lífið í borgarastyrjöldinni í E1 Salvador sem staðið hefur i níu ár. Skæruliðar hvöttu almenning til að fara ekki á kjörstaði og settu á samgöngubann í síðustu viku í mót- mælaskyni við það sem þeir kalla afsökun stjórnarinnar til að halda borgarstyrjöldinni áfram. Áætlað er að rúmlega 60 prósent atkvæðabærra manna hafi farið á kjörstað. Lýöræðisbandalag þjóðernissinna, sem mannréttindasamtök hafa sagt vera í tengslum við dauðasveitir hægri manna, hefur lofað hörðum aðgerðum til að binda enda á borg- arastyrjöldina í E1 Salvador sem alls hefur krafist 70 þúsund mannslífa. Frambjóðandi demókrata, Guillermo Ungo, taldi í gær ekki víst að Lýðræö- isbandalagið næði hreinum meiri- hluta. Sigurvegari kosninganna í gær þurfti meira en 50 prósent at- kvæða til að sleppa við úrslitakosn- ingar í næsta mánuði um það hver veröi eftirmaður Duartes en stjórn hans fær rúmlega milljón dollara á dag í aöstoð frá Bandaríkjunum. Tal- ið er að frambjóðandi flokks Duart- es, KristOega demókrataflokksins, Fidel Chavez Meria, verði í ööru sæti íkosningunum. Reuter Frambjóðandi Lýðræðisbandalags þjóðernissinna í El Salvador, Alfredo Christiani, var sigurviss í gær eftir að kjörstöðum var lokað. Simamynd Reuter Hermenn á leið eftir skæruliðum sem gert höfðu árás nálægt kjörstað. Símamynd Reuter Fréttamenn leita skjóls i bardögum stjórnar- hermanna og skæruliða. Simamynd Reuter Stjórnin viður* kennir mistök Talsmenn breska Verkamanna- flokksins sögðu í gær að þeir hefðu grun um að rfkisstjórn Margrétar Thatcher væri að reyna að breiða yfir staðreyndir varðandi spreng- ingu Pan Am júmbóþotunnar yfir Lockerbie í Skotlandi í desember eft- ir að uppskátt varð að aðvörunarbréf var sent of seint. Ríkisstjórnin viðurkenndi í gær að bréf, sem var dagsett 19. desember, tveimur dögum fyrir slysið, hefði ekki verið sent fyrr en í janúar. Talsmaður samgönguráðuneytis- ins sagði að bréfið heföi tafist vegna þess að þurft hefði að útbúa litmynd- ir af kasettutæki sem taliö var að sprengja væri í. Ileuter
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.