Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1989, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1989, Side 10
10 MÁNUDAGUR 20. MARS 1989. HREINSIÐ UÓSKERIN REGLULEGA. DRÚGUM ÚR HRAÐA! || UMFERÐAR HJOLBARÐAR þurfa að vera með góðu mynstri allt árið. Slitmr hjólbarðar hafa mun minna veggrip og geta verið hættulegir - ekki sist í hálku og bleytu. DRÚGUM ÚR HRAÐA! yUMFERÐAR RÁO Varmi BlLASPRAUTUN / BllARÉTTINGAR AUÐBREKKU 14. KÖPAV., SlMI 44250 P 4 VESTUR ÞYSK URVALSVARA 400 hr./MÍN. 2,2 KW • 40 og 90 Itr. kútur • TURB0 KÆLING/ÞRÝSTI - JAFNARI • ÖFLUGUSTU EINS FASA PRESSURNAR Á MARKAÐNUM | I I I I GREIDSLUKJ0R MARKAÐSÞJÓNUJTAN j Sldphohi 19 3. hæð | t(fyrir ofan Radíóbúdina) ■ l sími; 2 6911 Einhell vandaðar vörur <m\, M$m> ARGON- SUÐUVÉLAR Á GÓÐU VERÐI Skeljungsbúðin Síöumúla 33 símar 681722 og 38125 Útlönd Blóöugar forsetakosn- ingar í El Salvador Þrír fréttamenn urðu fórnarlömb bardaganna í El Salvador um helgina og sést hér lík eins þeirra. Simamynd Reuter Hægri maðurinn Alfredo Cristiani, forsetaframbjóðandi Lýðræðis- bandalags þjóðernissinna í E1 Salvador, tók snemma forystuna í forsetakosningunum í E1 Salvador í gær sem einkenndust af bardögum milli skæruliða og stjórnarher- manna. Þrír blaðamenn voru meðal þeirra sem biðu bana í átökunum. Mörgum kjörstöðum var lokað fyrr en áætlað var vegna bardaga, sprenginga og skemmdarverka skæruliða sem ollu rafmagnsleysi um nær allt land. Skæruliðar Fara- bundo-hreyfmgarinnar, sem viður- kenna ekki kosningarnar, segjast hafa drepið hundrað og fimmtíu her- menn í bardögum víðs vegar um landiö um helgina en yílrvöld segja aö fjórtán skæruliðar og tveir her- menn hafi látið lífið. Varnarmálaráðherra E1 Salvador, Eugenio Vides Casanova, hefur lofað rannsókn á 'dauöa fréttamannanna þriggja en einn þeirra var hollenskur sjónvarpsmaður. Hann var skotinn til bana af hermönnum í austurhluta landsins þegar þeir réðust á skæru- liða, að því er félagar sjónvarps- mannsins segja. Bandarískur ljós- myndari segir að herþyrla hafi skotið á tvo bíla, sem greinilega hafi verið merktir sem fréttamannabílar, þegar þeir voru á leið meö Hollendinginn á sjúkrahús. Á laugardaginn skutu hermenn til bana ljósmyndara og særðu annan þar sem þeir ferðuðust um á mótorhjóli. Báðir voru þeir í þjónustu Reuterfréttastofunnar. i gær var sjónvarpsmaður frá E1 Salvador skotinn tO bana. Alls hefur rúmur tugur fréttamanna látið lífið í borgarastyrjöldinni í E1 Salvador sem staðið hefur i níu ár. Skæruliðar hvöttu almenning til að fara ekki á kjörstaði og settu á samgöngubann í síðustu viku í mót- mælaskyni við það sem þeir kalla afsökun stjórnarinnar til að halda borgarstyrjöldinni áfram. Áætlað er að rúmlega 60 prósent atkvæðabærra manna hafi farið á kjörstað. Lýöræðisbandalag þjóðernissinna, sem mannréttindasamtök hafa sagt vera í tengslum við dauðasveitir hægri manna, hefur lofað hörðum aðgerðum til að binda enda á borg- arastyrjöldina í E1 Salvador sem alls hefur krafist 70 þúsund mannslífa. Frambjóðandi demókrata, Guillermo Ungo, taldi í gær ekki víst að Lýðræö- isbandalagið næði hreinum meiri- hluta. Sigurvegari kosninganna í gær þurfti meira en 50 prósent at- kvæða til að sleppa við úrslitakosn- ingar í næsta mánuði um það hver veröi eftirmaður Duartes en stjórn hans fær rúmlega milljón dollara á dag í aöstoð frá Bandaríkjunum. Tal- ið er að frambjóðandi flokks Duart- es, KristOega demókrataflokksins, Fidel Chavez Meria, verði í ööru sæti íkosningunum. Reuter Frambjóðandi Lýðræðisbandalags þjóðernissinna í El Salvador, Alfredo Christiani, var sigurviss í gær eftir að kjörstöðum var lokað. Simamynd Reuter Hermenn á leið eftir skæruliðum sem gert höfðu árás nálægt kjörstað. Símamynd Reuter Fréttamenn leita skjóls i bardögum stjórnar- hermanna og skæruliða. Simamynd Reuter Stjórnin viður* kennir mistök Talsmenn breska Verkamanna- flokksins sögðu í gær að þeir hefðu grun um að rfkisstjórn Margrétar Thatcher væri að reyna að breiða yfir staðreyndir varðandi spreng- ingu Pan Am júmbóþotunnar yfir Lockerbie í Skotlandi í desember eft- ir að uppskátt varð að aðvörunarbréf var sent of seint. Ríkisstjórnin viðurkenndi í gær að bréf, sem var dagsett 19. desember, tveimur dögum fyrir slysið, hefði ekki verið sent fyrr en í janúar. Talsmaður samgönguráðuneytis- ins sagði að bréfið heföi tafist vegna þess að þurft hefði að útbúa litmynd- ir af kasettutæki sem taliö var að sprengja væri í. Ileuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.