Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1989, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1989, Blaðsíða 34
34 MÁNUDAGUR 20. MARS 1989. íþróttir Guðjón Guðmundsson tekur á f hringjunum. Hann fékk ágætar einkunnir i þessu áhaldi. Fyrst 9,50 i skylduæfingum en síðan 8,30 í þeim frjálsu. DV-mynd GS Linda Steinunn Pétursdóttir sýnir hér kúnstir á gólfinu. Hún fékk þar 8,8 i einkunn í skylduæfingum en bætti sig i þeim frjálsu og fékk þá 8,837. DV-mynd GS Guðjón og Linda hrepptu gullverðlaun - uröu íslandsmeistarar í fimleikum í Laugardalshöll Þau Guðjón Guðmundsson úr Ár- manni og Linda Steinunn Péturs- dóttir úr Björk, urðu í gær íslands- meistarar í fimleikum í keppni í frjálsum æfmgum annars vegar og skylduæfingum hins vegar. Guðjón vann með umtalsverðum yfirburðum í karlaflokki, fékk 103,55 stig en keppni í kvennaflokki var mun tvísýnni og stóð Linda Steinunn best að vígi er upp var staðið með 71,712 stig. Næst henni var Norður- landameistárinn Fjóla Ólafsdóttir með 69,275 stig en næstur Guðjóni í flokki karla var Jóhannes Níels Sig- urösson með 98,20 stig. Linda Steinunn varði með sigri sín- um íslandsmeistaratitilinn í kvenna- flokki en hún varð einnig hlutskörp- ust í fyrra. Guðjón átti þá hins vegar að eigin sögn við slæm meiðsl að stríða og gat því ekki keppt. Hann varð á hinn bóginn íslandsmeistari árið 1987 og endurheimti því titilinn í gær. Linda Steinunn fékk þessar eink- unnir í gær (skylduæfingar á undan): Stökk....................9,7 / 8,975 Tvíslá..:..................9,1 / 8,7 Slá........................8,7 / 8,9 Gólf.....................8,8 / 8,837 Guðjón Guðmundsson, íslands- meistari í karlaflokki. Samtals 36,300 / 35,412 Guðjón fékk þessar einkunnir (skylduæfingar á undan): Gólf ■ qo (10 Bogahestur 8,5 / 7 3 Hringir / 8.S Stökk Q R / R as Tvíslá 8,05 / 7 85 Svifrá 9 R 1 8 4 Samtals 54,35 'l 49,20 Röð efstu karla: 1. Guðjón Guðmundsson......103,55 2. Jóhannes N. Sigurðsson...98,20 3. Guðmundur Brynjólfsson...85,05 4. Jón Finnbogason..........83,80 Röð efstu kvenna: 1. LindaSt. Pétursdóttir...71,712 2. Fjóla Ólafsdóttir.......69,275 3. Bryndís Guðmundsdóttir..69,013 4. Ingibjörg Sigfúsdóttir..63,437 Þess má geta að í kvöld verður ís- landsmótinu í flmleikum framhaldið en þá reynir fimleikafólkið með sér í keppni á einstökum áhöldum. Mótið fer fram í Laugardalshöll og hefst klukkan 19. -JÖG Stórkostlegt að verja titilinn - sagöi Iinda Steinunn, íslandsmeistari kvenna 1 fimleikmn „Það er stórkostlegt að veija íslandsmeistaratitilinn. Ég náði góðri forystu eftir skylduæfing- amar og gat þvi keppt undir minna álagi í ftjálsu æfingun- um." Þetta sagði Linda Steinunn Pét- ursdóttir við DV í gær en þá hafði þessi 14 ára gamla fimleikakona nýlokið síðustu æfingum sínum sem tr,'ggðu henni íslandsmeist- aratitilinn annað árið í röð. Linda Steinunn átti viö alvarleg meiðsl að stríða framah af hausti. Hún ökklabrotnaði þá en er nú gróin sára sinna og virtist áfall hennar i upphafi vetrar ekki há henni á neinn hátt á íslands- meistaramótinu. „Ökklabrotið setti strik í reikn- ingin á þann veg aö ég hefði getað gert erfiðari æfingar en það hafði hins vegar engin úrslitaáhrif," sagði hinn ungi íslandsmeistari við DV. Linda Steinunn, sem er úr Björk, var vel að sigrinum komin en hún hefur æft af kappi fyrir íslandsmótið. í samtalinu við DV kvaðst hún sinna íþrótt sinni sex sinnum í viku og þá tvo til sex tima í senn. „Ég hef æft fimleika frá sex ára aldri,“ sagði hún í samtalinu við blaðið og bætti því við að oft væri nauðsynlegt að skipuleggja tíma sinn til hins ýtrasta svo að námið sæti ekki á hakanum. Linda Steinunn er í áttunda bekk í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði. Verulega ánægjulegt - sagði Guöjón Guömundsson „Það var verulega ánægjulegt að endurheimta titilinn." Þetta sagði Guðjón Guðmundsson, nýbakáöur íslandsmeistari í fimleikum í karlaflokki, í gær. Hann hafði þá tekið við íslandsbikarnum eftir aö hafa látið hann af hendi í eitt ár en hann keppti ekki á íslandsmótinu í fyrra vegna meiðsla. Guðjón sagðist í samtali við DV hafa undirbúið sig völ fyrir íslandsmótið nú. „Eg æfi yfirleitt á hverjum degi, um það bil 30 klukkustundir í heildina í hverri viku. Það gengur vitanlega misjafnlega aö samræma námið og æfing- arnar en ég er í Verslunarskólanum. Þar nýt ég hins vegar góðs skilnings og stuðnings," sagði Guðjón í spjallinu við blaðið. Guðjón, sem er 18 ára Ármenningur, hefur æft undir stjórn sænska þjálfar- ans Jörgen Tellnor og sagði hann Svíann hafa strykt lið Ármenninga mjög mikið. „Að íslandsmótinu loknu stefni ég á boðsmót sem verður haldið hér í Reykjavík á næstunni. í raun er tímabiliö nú í hámarki því að þoðsmótinu loknu tekur Norðurlandamótið við og síðan Evrópumeistaramótið. Þaö verð- ur því erfitt að finna tíma fyrir námió, ætli ég lesi ekki undir prófin í páska- fríinu,“ sagði íslandsmeistarinn. -JÖG Af kylfingum: Tom Kite sigraði Bandaríski kylfmgurinn góð- kunni, Tom Kite, fékk dágóöan skilding er hann varð hlutskarp- astur í golftnóti í Ponte Vedra um helgina. Fór kylfingurinn fióra hringi á 279 höggum en næstur honum kom landi hans, Chip Beck, á 280 höggum. Heildarverðlaunafé á þessu sterka móti, þar sem margir af þekktustu kylfingum heims voru meðal þátttakenda, nam 1,35 mifljónum Bandríkjadala. Röð efstu manna var þessi: 279TomKite (Ban.).... 69 70 69 71 280ChipBeck(Ban.)..71 68 68 73 281 Br. Lietzke (Ban.), 66 69 74 72 282 Gr. Norman (Ást.) 74 67 69 72 282 F. Couples (Ban.) ..68 70 71 73 -JÖG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.