Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1989, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1989, Blaðsíða 52
52 MÁNUDAGUR 20. MARS 1989. Menning Sálumessa Mozarts í Kristskirkju „Getur þú sagt mér hvar Mozart endar og Sussmayr byrjar?" Þann- ig sþurði Jón Leifs einu sinni. Og víst hafa margir spurt með honum og hefur þó engum tekist að svara með vissu. Það er vitað að Mozart lauk að fullu aðeins við Kyrie og Introitus. Hann gerði einnig kór- raddir og tölusettan bassa að Host- ias og átta fyrstu taktana í Lac- rimosa. Uppkast samdi hann að öðrum köflurn, mismikið að hverj- um. En fjóra kafla vantaði alveg. Sanctus, Benedictus, Agnus Dei og Communio. Við texta þess síðasta notaði Sussmayr tónlist Mozarts úr Introitus og Kyrie. En Sanctus, Benedictus og Agnus Dei segist hann hafa samið algjörlega sjálfur. Það vilja ýmsir draga í efa. Sérstak- lega eiga menn erfitt með að trúa því að hann hafi lokið Lacrymosa og samið Agnus Dei með þessu dularfulla og magnaða tema í bass- anum. En Sussmayr hefur einnig verið borið á brýn að hljómsveitar- útsetningin sé ekki í stíl Mozarts. Músíkin sé of leikhúsleg. „í seinni hlutanum er eitthvert óperettu- hugarfar, sem er í rauninni óþol- andi þrátt fyrir yfirlýsta alvöru," sagði Jón Leifs. En hvað sem þessu líður er allur fyrri hluti Sálumess- unar meistaraverk og í seinni hlut- anum glampar víða fram óvaent snilld gegnum meðalmennskuna. Söngsveitin Fílharmonía flutti Sálumessuna um helgina í Krists- kirkju undfr stjórn nýs stjórnanda. Það er Úlrik Olason sem tók við söngsveitinni síðastliðið haust. Kammersveit Jék með og var kon- Fílharmóníukórinn syngur Sálumessu. Myndin er tekin á æfingu. Tónlist Sigurður Þ. Guðjónsson sertmeistari Szymon Kuran. Ein- söngvarar voru Signý Sæmunds- dóttir sópran, Þuríður Baldurs- dóttir alt, Jón Þorsteinsson tenór og Guðjón Grétar Óskarsson bassi. Raddþjálfarar kórsins voru Margr- ét Pálmadóttir og Sigurður Braga- son, en píanóleikarar á æfingum Vilhelmína Ólafsdóttir og Þóra Fríða Sæmundsdóttir. Því miður sat ég á mjög vondum staö í kirkjunni. Ég var í hliðarsæt- um bak við fagottleikarana í hljóm- sveitinni. Þangað bárust hljóðin öll einhvern veginn á skakk og skjön. Einkanlega var erfitt að átta sig á kórnum. Þó heyrði ég ekki betur en hann væri býsna hljómfagur og í ágætu jafnvægi. Einsöngvararnir stóðu sig líka prýðilega nema hvað samræmi raddanna í samsöngvum þeirra var ekki alveg hnökralaust á einstaka stað. En allar sólóstrófur voru fyrsta flokks. Hljómsveitin spilaði líka vel. Þetta var reyndar ekki sérlega dramatískur flutningur en mjög vanvirknislegur og innilegur, lát- laus og skýr. Og kom fallega frá hjartanu. Áf þeim ástæðum skap- aðist mikil andakt á tónleikunum. Áheyrendur voru greinilega djúpt snortnir. Ég óska Úlrik Ólasyni og hans liði til hamingju. Og megi verða framhald af svo góðu. Sigurður Þór Guðjónsson Andlát Guðný Sigmundsdóttir lést í Borgar- spítalanum 17. mars. Björn Guðmundsson, Klapparstíg 9, Reykjavík, er látinn. Una Guðmundsdóttir, Barmahlíð 53, Reykjavík, lést föstudaginn 17. mars. Jarðarfarir Gunnar Gestsson pípulagninga- meistari lést 11. mars sl. Hann var fæddur í Reykjavík 7. ágúst 1921, son- ,wr hjónanna Helgu Loftsdóttur og Gests Guðmundssonar. Gunnar starfaði lengst af við pípulagnir, ýmist sem sjálfstæður atvinnurek- andi eða hjá öðrum. Eftirlifandi eig- inkona hans er Rósa Guðmunds- dóttir. Þau hjónin eignuðust flögur börn. -Þuríður Sigmundsdóttir lést 13. mars sl. Hún var fædd 1. mars 1922. For- eldrar hennar voru hjónin Svava Björnsdóttir og Sigmundur Jóhanns- son. Áriö 1973 réöst hún til starfa á fóðurdeild Globus hf„ því starfi gegndi hún í um það bil 5 ár eða þangað til Globus hætti sölu og dreif- ingu á fóðurvörum. Þá tók hún að sér símavörslu fyrir fyrirtækið, sem hún gegndi allt til dauðadags. Hún giftist Þóri Högna Bergsteinssyni en hann lést árið 1980. Þau hjónin eign- uðust þrjú börn. Útfór Þuríðar verð- ur gerð frá Dómkirkjunni í dag kl. 13.30. Hún var fædd 29. september 1895 að Brimnesi í Ólafsfirði. Foreldrar hennar voru Björn Hafliðason og Engilráð Einarsdóttir. Ólöf var tví- gift. Fyrri maður hennar var Guð- mundur Jónsson en hann lést áriö 1927. Síðari maður hennar var Haf- liöi Eiríksson en hann lést fyrir nokkrum árum. Ólöf lætur eftir sig Qögur börn á lífi, auk fóstursonar. Útfór hennar verður gerð frá kirkju Fíladelfíusafnaðarins í dag kl. 13.30. Rósa Kolbeinsdóttir, Hjaltabakka 30, verður jarösungin frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 21. mars kl. 13.30. Útfór Maríu Magnúsdóttur, Lindar- braut 45, Seltjarnarnesi, sem lést í Borgarspítalanum 12. mars, fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðju- daginn 21. mars kl. 10.30 f.h. Áslaug Guðjónsdóttir, Hrafnistu, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 21. mars kl. 15. Þuríður Guðjónsdóttir, sem lést 15. þ.m., verður jarðsungin frá Akranes- kirkju þriðjudaginn 21. mars kl. 11. Guðmundur Kjartansson lést laugar- daginn 11. mars. Jarðarfórin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Stefán Jónsson arkitekt verður jarð- sunginn frá Dómkirkjunni í Reykja- vík þriðjudaginn 21. mars kl. 13.30. Ulla-Lill Skaptason, Snekkjuvogi 17, verður jarösungin frá Langholts- kirkju miðvikudaginn 22. mars kl. 10.30. Útför Arndísar Stefánsdóttur, Stóra- gerði 38, fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 22. mars kl. 13.30. Þorgeir Þorleifsson frá Þverlæk, Byggðarholti 21, Mosfellsbæ, verður jarðsunginn frá Lágafellskirkju þriðjudaginn 21. mars kl. 14. Ingibjörg Ásmundsdóttir, Kleppsvegi 6, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag, 20. mars, kl. 13.30. Tórúeikar Gítartónleikar í íslensku óperunni Mánudaginn 20. mars kl. 20.30 verða haldnir gítartónleikar í íslensku óper- unni í tilefni af sextugsafmæli Gunnars H. Jónssonar, gítarleikara og kennara. Flytjendur á tónleikunum eru Arnaldur Amarson, Einar Kr. Einarsson, Erik Júl- íus Mogensen, John Speight, Kristinn H. Ámason, Robyn M. Koh og Símon H. ívarsson. Leikin veröa verk eftir Hróð- mar Sigurbjörnsson, John Speight, Mario Castelnuovo-Tedesco, John Dowland, Manuel Ponce, Vicente Sojo, Fernando Sor, Joaquin Turina og Hector Villa- Lobos. Fundir Kvenfélagið Seltjörn verður með páskafund í félagsheimilinu á Seltjarnarnesi á morgun, þriðjudag 21. mars, kl. 20.30. Kristín Gestsdóttir heim- ilisfræðikennari verður með sýni- kennslu. Fyrirlestrar Háskólafyrirlestur Dr. Frederic Amory, prófessor í ensku og almennum málvísindum við Háskól- ann í San Fransisco í Kaliforníu, flytur opinberan fyrirlestur í boði Heimspeki- deildar Háskóla íslands mánudaginn 20. mars kl. 17.15 í stofu 101 í Odda. Fyrirlest- urinn nefnist: „Loaded Words, Ominious Silences, and Violence in the Sagas“, og verður fluttur á ensku. Fyrirlesturinn er öllum opinn. Námskeiö Nýtt námskeið fyrir ungt fólk Ákveðið hefur verið að halda í Kennara- skóla íslands námskeið í stærðfræði þar sem notuð verða tölvuforrit, forritunar- málið Logo og vasareiknar. Námskeiðið er fyrir nemendur í 5.-7. bekk gmnn- skóla. Kennsluna annast nemendur í stærðfræðivah við skólann í samvinnu við Önnu Kristjánsdóttur dósent. Þeir sem áhuga hafa skrái sig hið allra fyrsta á skrifstofu Kennaraháskólans, sími 688700, þar sem einnig eru gefnar nánari upplýsingar. Kennt verður í tveimur hóp- um og verður annar á mánudögum og miðvikudögum frá kl. 17-19 en hinn á sama tíma á þriðjudögum og fimmtudög- um. Smáaug/ýsingadei/d verður opin um páskana sem hér segir: Miðvikudag 22. mars kl. 9-18. Mánudag 27. mars (annan í páskum) kl. 18-22. LOKAÐ Skírdag, föstudaginn langa, laug- ardag 25. mars og páskadag. ATHUGIÐ Síðasta blað fyrir páska kemur út miðvikudaginn 22. mars. Fyrsta blað eftir páska kemur út þriðjudaginn 28. mars. GLEÐILEGA PÁSKA SMÁ -augiýsingadeild, Þverhoiti 11 - Sími 91-27022. Hugsum f ram - -- /'V'U.- í./Æ sv m £ Mff ^ /if/'i> >¥'-■ á veginn! Hraðakstur er orsök margra slysa. Miðum hraða alltaf við aðstæður, m.a. við ástand vega, færð og veður. Tökum aldrei áhættu! ||umferðar Hámarkshraði er ávallt miðaður við bestu aðstæður í umferðinni. yUMFERÐAR RÁÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.