Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1989, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1989, Blaðsíða 35
MÁNUDAGUR 20. MARS 1989. 35 Kvikmyndir Dirty Harry enn á ferð I djörfum leik (The Dead Pool) Aðalhlutverk: Clint Eastwood, Liam Nee- son Leikstjóri: Buddy Van Horn Handrit: Steve Sharon Sýnd i Bíóhöllinni Harry Callahan (Clint Eastwood) hefur tekist að' koma stórkrimma einum á bak við lás og slá. Fyrir vik- ið er hann mikið í fjölmiðlum og fær lof frá þeim í þetta sinn. Lögreglan vill nota þessar vinsældir Harrys til að bæta ímyndina en Harry er ekki mikið gefinn fyrir fjölmiðla. Krimm- inn sendir morðingja á Harry en hahn hefur níu líf og með hjálp Smith og Wesson hólksins tekst honum að ráða niðurlögum þeirra. Peter Swan (Liam Neeson) leikstýrir hryllings- myndum og þegar aðalstjarna nýj- ustu myndar hans finnst myrt bland- ast Harry og nýi félaginn hans, A1 Quan (Evan C. Kim), í málið. Enn á ný er fjölmiðlafólk að angra Harry við rannsókn málsins og hann lendir upp á kant við fréttakonuna Sam- öntliu Walker (Patricia Clarkson). Hún hótar málsókn á hendur lögregl- unni en fellur frá henni gegn máls- verði með Harry. Hún hefur áhuga á að skrifa sögu „Skítuga" Harrys en áhuginn er ekki gagnkvæmur. Fyrir slysni komast Harry og A1 að því að leikur er í gangi sem kallast dauðapotturinn (The Dead Pool). Peter Swan og fleiri hafa búið til lista yfir frægar persónur sem þeir telja að muni deyja innan ákveðins tíma. Á þessum lista voru meðal annarra hinn látni leikari og Harry Callahan. Fjölmiðlar fá listann sendan og nöfn- in á honum eru kunngerð. Harry kemst að því hverjir standa að þess- um leik og fer að þjarma svolítið að Peter. Fyrr er varir bætast ný fórn- arlömb í hópinn og Peter liggur und- ir grun þrátt fyrir að hann hafi fjar- vistarsönnun. Harry fær sent bréf þar sem stendur að hann sé næstur. Eftir æsilegan eltingarleik tekst hon- um aö sleppa en A1 særist. Nú stytt- ist í að upplýsist hver morðinginn er en þá er eftir að ná honum. Harry grunar hvar hann er og leggur af stað í lokauppgjörið. Clint Eastwood (Sudden Impact, Pale Rider) leikur hér „Skítuga" Harry í fimmta sinn. Þrátt fyrir að hafa elst um 17 ár frá fyrstu mynd- inni háir aldurinn honum ekki mikiö og hann er jafnvel enn grimmilegri svona gamall. Frethólkurinn frægi fylgir honum sem fyrri daginn og er óspart notaður. Aðrar persónur eru meira til uppfyllingar og veldur hlut- verk Liam Neeson (The Mission, Suspect) svolitlum vonbrigðum. Buddy Van Horn leikstýrir mynd- inni af fagmennsku en án nokkurrar áhættu. Helsti veikleiki myndarinn- ar er handritið. Þegar um „fram- haldsmyndir" er að ræða er erfiðara að koma með eitthvaö nýtt. Handrit- ið hefur yfir sér einkenni sjónvarps- þáttar og á eiginlega betur við Hunt- er en „Skítuga" Harry. Það vantar ekki hasar, spennu og skotbardaga heldur heilsteyptara yílrbragð, en hver er að fárast yfir því þegar horft er á „Skítuga" Harry taka til hend- inni. Mynd fyrir unnendur hasarmynda. Stjörnugjöf: ** 1/2 Hjalti Þór Kristjánsson % o Á 1 0 Maana s r bœtiefni velliðan og styrkur ■ ......■ ~. Á O mm kvöldvonusíii10'10 too töfKi, 60 hylki /Magna kvöldvorrósarolía Óæskilegt matar- æði, áfengisneysla, kvef og streita geta skért hæfni líkamans til að umbreyta línól- sýru í gammalínólen- sýru, GLA. Skammtur af Magna-kvöldvor- rósarolíu hjálpar lík- amanum til að hann geti starfað eðlilega. c /Hagna mk Konur á með- göngutíma eða með barn á brjósti þurfa ríf- legan skammt af kalki. Einnig fólk um og yfir. fimmtugt, einkum kon- ur, til að hamla gegn beinþynningu. Best er að viðhalda kalkforð- anum alla ævina. Magna B Finnurðu til þreytu eða sljóleika? Magna- B gæti gefið þér styrk til að standast erfiða daga, vegna þess að það inniheldur öll þau B-vítamín sem líkam- inn þarfnast. Nauð- synlegt er að taka Magna-B reglulega. Vörn gegn kvefi og smitsjúkdómum í skammdeginu. Skort- ur á C- vítamíni stuðl- ar að eirðarleysi, blæðingum I gómi og tannlosi. Ef þú reykir, þarftu meira af C-víta- míni til að fullnægja dagsþörfinni. Magna- C er lausnin. /Hagna Það verndar önnur vítamín og fjölómett- aðar fitusýrur líkam- ans og eykur þannig vellíðan þína. Skortur á E-vítamíni orsakar eyðingu blóðkorna og getur valdið blóð- leysi. Láttu ekki deigan síga. Taktu Magna-E. Lýsi hf. Grandavegi 42, Reykjavík. L HVERGI MEIRA URVAL AF LJÓSMYNDAVÖRUM f Tihalin erniingargjöf LJÓSMYNDAÞJÓNUSTAN HFl Laugavegi 178 - Reykjavík - sími 685811 rm D1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.