Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1989, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1989, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 20. MARS 1989. Spumingin Ertu félagi í Neytendasam- tökunum? Inger Friðriksson húsmóðir: Nei, ég var einu sinni félagi en er hætt því. Aðalheiður Þráinsdóttir kjötvinnslu- maður: Nei, ég er ekki félagi en fylg- ist samt með þeirra góöa starfi. Unnsteinn E. Kristinsson jámsmíða- meistari: Nei, ég hef ekki gengiö í þau samtök en myndi þiggja boð um þátt- töku. Soffía Guðmundsdóttir hjúkrunar- kona: Nei, en mér finnst aö ég ætti að vera það. Sólrún Gunnarsdóttir verslunarmað- ur: Nei, það er ég ekki en þetta eru góð samtök og flestir ættu að ganga til liðs við þau. Guðmundur Jóhannsson, starfsmað- ur Heklu: Nei, ég er það ekki og hef sáralítið velt því fyrir mér. Lesendur Drepum hvalinn, drengir Á.R.H. skrifar: Er ekki kominn tími til að hrista af sér sleniö í hvalamálinu og hætta aö láta alheimsálitið kúga okkur til hlýðni? Fylgjum fordæmi Suður- Ameríkuþjóðanna sem eiga land að Amasonsvæðinu. - Ekki láta þær builið í Grænfriðungum hafa áhrif á sig. Nei, íslands hraustu halir, þeir í Suöur-Ameríku höggva skóginn á báða bóða og hlusta ekki á röfl um landeyðingu, veðurfarsbreytingar og röskun á súrefnisframleiðslu. Eru þetta ekki þeirra skógar? - Er þessu ekki eins farið með hvaiinn? Það kann vel að vera að hvalurinn syndi um öll heimsins höf og að stofninn deyi út ef allar þjóðir heims fara að veiða úr honum þegar dýrin fara um þeirra hafsvæði. En við get- um ekki látið slíkt hafa áhrif á okk- ur, við eigum hvalinn þegar hann álpast inn á okkar yfirráðasvæði. Einn öflugur grænfriðungur reyndi að telja mér trú um það fyrir nokkru að hvalastofninn gæti hrunið eins og spilaborg vegna of mikils skyldleika ef hann færi niður fyrir sextíu af hundraði af upprunalegri stærð. Þetta kann vel að vera rétt. En hver veit hvað stofninn er stór í upphafi? Lærum af Frökkum drengir. - Hvað gerðu þeir þegar Grænfriðung- ar fóru að berjast gegn kjarnorku- sprengingum þeirra? - Þeir fóru og sökktu flaggskipi samtakanna. Að vísu lést einn Uðsmanna Grænfrið- unga í „aðgeröinni". En bjóða menn- irnir ekki slíku heim? Svo geta fylgis- menn Grænfriðunga kallað frönsku ríkisstjómina hryðjuverkamenn ef þeim sýnist og skýlt sér bak við það að Grænfriðungar hafa aldrei haft uppi ofbeldi í aögerðum sínum! - Ég læt hér að lokum fljóta með lítið hvatningarljóð. Höldum út til veiða, hraustir sveinar, hátt við reisum manndómsgreinar beinar oddhvassir fleinar. Út á miðin íslands hraustu halir höldum okkar striki verum svalir þetta eru okkar hvalir. Heimsbyggðinni allri birginn bjóö um blásum létt á röfl í öðrum þjóðum skerum og sjóðum. Stöndum ekki sljó og hristum hadd inn hann étur okkur bráðum út á gadd inn hefjum upp naddinn. Plastpokar, merktir eða ómerktir! - Gróðinn á einn stað? Hvaðer „Landvemd“? Páll hringdi: Okkur stendur nú til boöa að kaupa merkta plastpoka með auglýsingum á frá hinum ýmsu fyrirtækjum. Mér finnst, úr því verið er að innheimta greiðslu fyrir pokana, að gróðinn ætti að renna til „landgræðslu" - ekki „Landverndar". - Því hvað er „Landvemd"? Svo eru einnig ómerktir plastpokar seldir í sumum verslunum. Hvert fer ágóðinn fyrir þá poka - kannski líka til Landvemdar? - Eða kaupmanna sjálfra? Eftir aö hafa horft á sjónvarps- þáttinn í gærkvöldi (14. mars) um hvalveiðimálið vaknar líka spurn- ingin hjá mörgum hvað átt sé við með því dularfulla orði „landvernd"! - Þetta og ýmislegt annað tengt þess- um plastpokamálum er þess virði að hinn almenni neytandi hugi að áður en hann lætur plokka af sér 5 krónur fyrir hvem plastpoka sem hann fær afhentan. - Eða eru neytendur kannski orðnir ónæmir fyrir hvers konar álögum og greiða bara það sem upp er sett hveiju sinni? Takk, Hemmi Gunn! Kristín Gunnlaugsdóttir skrifar: Viö emm hér nokkur sem langar að koma á framfæri þakklæti til Hemma Gunn fyrir alveg frábæran þátt hinn 15. mars sl. Sá þáttur var einn hinn allra besti. Viö erum stolt- ir, Vestfirðingar, af okkar fólki sem kom fram í þættinum, stúlkunni frá Súðavík og Rokkbændunum frá Ön- undarfirði. Okkur fannst hin stúlkan sem söng einnig vera mjög góð. Það er mikið tilhlökkunarefni að sjá þá sem koma fram í næstu þáttum. Þaö er von okkar að Hemmi haldi áfram með þessa þætti. Leiguhúsnæði fyrir atvinnustarfsemi: Autt eður ei? „Atvinnumaður“ skrifar: Stendur húsnæöi autt eða ekki? í allri umræöunni um offramboð á iðnaðarhúsnæði er með ólíkindum hve illa gengur að fá ca 30 fermetra húsnæði til leigu. Ég auglýsti nýlega eftir slíku húsnæði en fékk sama og engin viöbrögð. Ef það er vegna þess að húsnæðið er ætlað til æfingaaðstöðu fyrir hljómsveit er óttinn á misskilningi byggður vegna þess að aðstaðan verður eingöngu notuð á kvöldin og um helgar, þ.e.a.s. þegar önnur starf- semi liggur niðri. Ég og samstarfsmenn mínir í hljómsveitinni höfum viljað skoða alla möguleika, reyndar er rafmagn og hiti nánast eina skilyrðið fyrir utan þaö að húsnæðið sé það fjarri íbúðahverfum að starfsemin valdi ekki ónæði. í von um betri viðbrögð. Mynd Magnúsar og Eddu: Umræðan gleymdist Á.J. skrifar: Ég vil þakka Magnúsi Guömunds- syni og Eddu Sverrisdóttur fyrir vel gerða og fræðandi mynd sem sýnd var í Sjónvarpinu sl. þriöjudags- kvöld. Þetta framtak þeirra er lofs- vert. Myndin er greinargóö úttekt á málstaö okkar. íslenska ríkisstjórnin ætti að sjá til þess að myndin verði sýnd sem víð- ast. Svona mynd hefðum við (þjóðin) átt að gera áriö 1986 þegar hvalveið- amar voru stöðvaðar. í leiðinni langar mig að kvarta yfir slælegri stjórnun á umræðuþætti sem fylgdi á eftir sýningu myndar- innar í ríkissjónvarpinu. Stjómand- inn hafði enga stjórn á umræðunum og úr þessu varð hálfgerður skrípa- leikur. Ég skil ekki hvemig Magnús Guð- mundsson hélt ró sinni. Þama þessu fólki fannst um myndina. Hvalamynd og umræður Kjartan Guðjónsson hringdi: Mér fannst Hjörleifur Guttorms- Ég hringi til að koma nokkrum son vera ágætur í málflutningi sín- orðum að vegna sýningar myndar- um eins og hans er von og vísa, innar Lífsbjörg í Norðurhöfum en bæði rökfastur og frambærfiegur í þó einkanlega til að láta i ljósi skoð- tali. Það var hins vegar hvorki nátt- un mína á umræðunum á eftir úrufræðingurinnnéveðurfræðing- myndinni því myndina sjálfa ætla urinn. Þaö er eftirtektarvert aö ég ekki að ræða að sinni. Hún var margir menntamenn og langskóla- eflaust góð efnislega og tæknilega gengnir eru illa máli famir. en á því hefi ég ekki næga þekk- Forseti sameinaös Alþingis, Guð- ingu. rún Helgadóttir, hneykslaði mig Eg vil byrja á þvi aö geta þess aö með tali sínu á margan hátt. Hún ég hafði alltaf veriö andsnúinn þvi sagðist t.d. hafa veriö komin i þátt- aö íslendingar fæm í þessar vís- inn tfl að ræða myndina en kom indaveiðar. - Mér finnst samt nú svo sjálf allri ringulreiðinni í um- að það sé hrein fjarstæða aö hætta ræöunum af stað með þvi að fara þeim úr þvi sem komið er og ljúka sífellt út í aðra sálma. Hún virtist eigiþeimrannsóknumsemveiöun- furða sig á því aö „flokksbróöir“ um fylgja. hennar, Hjörleifur Guttormsson, Varöandi umræðumar eftir sýn- eins og hún orðaði það, væri henni ingu myndarinnar vil ég segja ekki sammála! Auövitað bar hon- þetta: Ég varö fyrir vonbrigðum um engin skylda til þess. með stjóm þáttarins, fannst hún Ef viö eigum mikið af svona alls ekki vera eins hlutlaus og þurft framámönnum sem koma fram heföi að vera, fannst stjórnandinn fyrir hönd þjóðarinnar, og sem ekki ráða við verkefnið. virðist vera raunin á, þá undrar Fiskifræðingurinn fékk t.d. ekki mig ekki þótt viö séum komin í þá að tala nóg og þar var stjórnandi aöstööu sem viö erum í gagnvart þáttarins að verki. Ég hefi mikið grænfriðungum. álit á Jakobi Jakobssyni í þessum En ef við hefðum aldrei boriö málum. NáttúrufTæðingurinn kom hönd fyrir höfuö okkar í ásælni hinsvegarfyrirsjónirsemeinhver erlendra þjóða værum við ekki illskupúki. Slíkir menn eiga að komin undan yfirráðum Dana enn vera einir sér úti í horni meö sín þann dag í dag. áhugamál. Magnús Guðmundsson, annar höf- undur myndarinnar Lifsbjörg i Norð- urhöfum. gleymdist algjörlega um hvað um- ræðan átti að vera, nefnilega hvað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.