Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1989, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1989, Blaðsíða 48
48 MÁNUDAGUR 20. MARS 1989. Lífestm Niðurstöður úr könnun á gæðum nautahakks og kjötfars, sem Neyt- endasamtökin framkvæmdu í liðinni viku, hafa vakið mikla athygli. Ekki síst fyrir þær sakir aö fjórðungur af kjötfarsinu reyndist ósöluhæfur vegna of mikils fjölda kólígerla og saurkólígerlar voru í of miklum mæli í átta sýnum af 32. Neytendur Nautahakkið kom heldur skár út en þar reyndust aðeins sex af 32 sýn- um vera ósöluhæf og þar af fjögur vegna kólígerla. í skýrslu Hollustuverndar ríkisins, sem framkvæmdi rannsóknina fyrir Neytendasamtökin, segir: „Tilvist kóhgerla er talin óæskileg í flestum matvælum þar sem þeir gefa til Gerlarnir geta komist í vöruna strax í sláturhúsinu. Hollustuvemd ríkisins: Saurkólígerlar benda til saurmengunar kynna mengun sem ýmist er af saur- uppruna eða frá umhverfmu. Þeir benda einnig til hugsanlegrar meng- unar af völdum sjúkdómsvaldandi gerla sem tengdir eru saur manna og dýra.“ Um saurkólígerla, sem fundust í átta sýnum af kjötfarsi, segir í skýrslu Holiustuverndar: „Saurkólí- gerlar eru greindir frá öðrum kólí- gerlum þar sem mengun af þeirra völdum er yfirleitt mun alvarlegri en af völdum annarra kólígerla.“ Ennfremur segir í skýrslunni að þar sem fjöldi kólí- og saurkólígerla fer yfir leyfileg mörk gefi það vísbend- ingu um mjög lélegt hreinlæti og jafnmvel sóðaskap við vinnslu, dreif- Vestmannaeyjar: Ekki rétt staðið að sýnatökunni - segir verslunarstjóri Kaupfélagsins „Eg hef mjög miklar efasemdir um að rétt hafi verið staðið að sýna- tökunni hér í VesGnannaeyjum“ sagði Jón Karlsson, verslunarstjóri í Kaupfélagi Vestmannaeyja við Goðahraun, í samtali viö DV. „Hingaö kemur heilbrigöisfuU- trúi reglulega og gerir engar at- hugasemdir og ég veit ekki annað en þessi mál séu í góðu lagi hér innanhúss. Það var ekki kvittað fyrir neinni sýnatöku hér og við vitum ekkert hvemig sýnin voru meðhöndluð, við hvaða aðstæður þau voru geymd þar til þau komust í rannsókn og hvort þau uröu fyrir skemmdum á leiðinni. Hér verður ekki selt kjötfars fyrr en það er komiö á hreint hver er skýringin á þessari slæmu útkomu," sagði Jón aö lokum. Fyrirtækið Matargæöi framleiðir kjötfars fyrir aQar verslanir í Vest- mannaeyjum og er það rekiö af Magnúsi Bragasyni kjötiðnaðar- manni. Magnús sagöist í samtali við DV vera mjög óánægður með að engin sýni voru tekin hjá hon- um. Hann lét í ljósi efasemdir um að rétt hefði verið að sýnatökuhni staðiö. „Ég vil benda á að allar verslanir hér fá kjötfars úr sömu lögun á hverjum degi. Síöan kemur í ljós í könnuninni aö í Tanganum er allt í lagi en á fjórum öðrum stöðum í ólagi. Þetta fmnst mér benda til þess að annaöhvort hafi veriö fariö illa með sýnin eða þá að þetta sé innanhússmál hjá þessum verslun- um.“ Magnús sagðist fa regluiegar heimsóknir frá heilbrigðisfulltrúa og hefði ávabt fengiö gott eða mjög gottfyrirhreinlæti. -Pá Jóhannes Gunnarsson: ingu og sölu vörunnar. Saurkólígerlar geta komist í kjöt- vöru hvar sem er á leiðinni frá slát- urhúsi og þar til hún lendir í kæli- borði verslana. „Hér er um grafalvarlegt mál að ræða,“ sagði Jón Magnússon, stjórn- armaður í Neytendasamtökunum, þegar niðurstöður von’ kynntar fréttamönnum. Jón taldi að sú stað- reynd að kannanir af þessum toga kæmu yfirleitt illa út sýndi að mikil þörf væri á að leggja meira fé í kann- anir af þessu tagi. Hann taldi að nauðsynlegt væri að fylgjast mun betur með ástandi almennra neyslu- vara hér á landi en gert er í dag. -Pá Þrjú af fjórum sýn- um frá Sambandinu í fjórum verslunum á höfuðborg- arsvæðinu dæmdist kjötfars ýmist gallað eða ósöluhæft vegna hás inni- halds saurkólígerla. Þrjár af þessum fjórum verslunum fá kjötfars sitt frá Afurðasölu Sambandsins. „Þessi tíðindi komu eins og reiðar- slag fyrir mig,“ sagöi Skæringur Sig- uijónsson, kaupmaður í Brekkuvali í Kópavogi, í samtah við DV. „Ég hlýt að telja að þessar niðurstöður megi rekja til framleiðanda. Ég vil benda á að nautahakkið, sem ég sel og framleiði sjálfur, er haft í bakka við hhðina á kjötfarsinu. Ef um væri að ræða sóðaskap hér innanhúss þá hefði það komið fram í nautahakkinu sem það geröi ekki“. Skæringur sagði að hann væri hlynntur könnunum af þessu tagi en átaldi það að ekki skyldu hafa verið tekin sýni frá framleiðendum sama dag og sýnin voru tekin úr verslun- unum. Neytendasíðan veit dæmi þess að yfirborðssýni, sem tekin voru af nautakjöti frá Sambandinu við af- hendingu í verslun, reyndust vera ósöluhæf. „Við erum hér með rannsóknar- stofu þar sem vinna tveir matvæla- fræðingar og dýralæknir. Það er fylgst með öllu hráefni og sérstaklega kjötfarsi og tekin sýni af því að jafn- aði tvisvar th þrisvar í viku,“ sagði Kristján Kristjánsson, framleiðslu- stjóri hjá Afurðasölu Sambandsins, í samtali við DV. Hann taldi þetta eftirht fullnægjandi auk þess sem fylgst væri með niðurstöðum af eftir- liti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur í verslunum. Miðað við umsagnir allra sem mál- ið varðar þá verður ekki annað séð en það sé nokkur gahi á margum- ræddri könnun Neytendasamtak- anna að ekki voru tekin sýni frá framleiðendumkjötfars. -Pá Vísa þessu algjörlega á bug - verða að leysa málin heima hjá sér „Eg visa þessu algjörlega á bug,“ sagði Jóhannes Gunnarsson, for- maöur Neytendasamtakanna, í sam- tah við DV um aðfmnslur Vest- mannaeyinga varðandi sýnatöku í kjötfars- og nautahakkskönnun Neytendasamtakanna. „Sýnin frá Vestmannaeyjum fengu nákvæmiega sömu meðferð og sams konar sýni annars staðar af landinu. Sýnin voru tekin og sett í kæli og síðan send í kæhboxi daginn eftir til Reykjavíkur og þetta er vel að merkja nákvæmlega sams konar meðferð og þau sýni, sem heilbrigðis- fulltrúar taka úti á landi, fá. Ef eitt- hvað væri athugavert við meðferðina á sýnunum þá hefðu öll sýni frá Vest- mannaeyjum verið í ólagi en svo var ekki. Þeir verða að leysa þetta vanda- mál heima hjá sér, það þýöir ekki að benda á sökudólg hjá okkur,“ sagði Jóhannes. Könnunin sýnir að aðrir staðir úti á landi, sem búa við svipaðar aðstæð- ur og Vestmannaeyjar hvað varðar samgöngur, komu mun betur út og sums staðar vavástand^ýnanna með því besta semn gerðist. í samtali DV við framleiöanda kjöt- farsins í Vestmannaeyjum kom fram að verslanir, sem ekki selja upp dag- skammt sinn af kjötfarsi, blanda gamla kjötfarsinu saman við nýtt aö morgni. Þessi staðreynd ásamt því að kjötfarssýni úr Vestmannaeyjum komu misvel út bendir ótvírætt til þess aö hér sé um skort á hreinlæti hjá einstökum verslunum í Vest- mannaeyjum að ræða. -Pá Mengun frá framleiöanda Kjötfarssýni úr Miklagaröi, sem tekið var th rannsóknar í margum- ræddri könnun Neytendasamtak- anna, var pakkað og verðmerkt hjá Afurðadehd Sambandsins. Bakkar með kjötfarsi koma inn í Miklagarð á hverjum morgni og eru settir beint í kæliborð í lokuðum ílátum. Þvi virðist óyggjandi að saurkóh- gerlamengun, sem fannst í sýninu, megi rekja beint th framleiöand- ans. Hiö sama á viö um sýni frá fleiri verslunum sem skipta við Sam- bandiö og reyndust vera með hátt gerlainnihald. Hið góöa innra eftir- lit þess sem framleiöslustjórinn lýsir hér annara staöar á síðunni virðist því hafa brugðist. -Pá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.