Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1989, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1989, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 20. MARS 1989. Fréttir Þorsteinn Þorsteinsson: Sinnuleysið er algert í Fríkirkjunni „Viö höfum gert ótal tilraunir til aö ná eyrum stjómarmeðlima undanfama sex mánuði án nokk- urs árangurs. Sinnuleysiö er yfir- gengilegt og manni finnst eins og að stjórn Frikirkjunnar, eöa leif- amar af henni, hafi hafnað allri kristni. Dregiö er aö halda aðal- fund og visaö til fyrri aðalfunda sem hafa dregist fram á sumar. Nú er mikil þörf á aðalfundi til að koma hlutunum á hreint í söfiiuöinum,“ sagöi Þorsteinn Þorsteinsson, formaður Safnaö- arfélags Frikirkjunnar, við DV. Þorsteinn var, ásamt nokkrum stuðningsmönnum séra Gunnars Bjömssonar, mættur í messu í Fríkirkjunni í gær. Eftir messuna stóö Þorsteinn upp og las yfirlýs- ingu frá safnaöarfélaginu. Að sögn Þorsteins urðu engin við- brögð viö tölu hans þar sem áskorun um aö safnaðar- og aðal- fundur skuli haldnir var ítrekuö. „Það er kominn tími tii að eitt- hvað gerist. Við höfum margoft beðið um safhaðarfund en verið neitað í hvert skipti. Stjórnin hundsar að hafa samband við söfnuðinn í lengstu lög og snýr út úr safnaðarlögunum eftir þvi hvernig vindamir blása. Þetta er eins og þaulskipulegt valdarán." -hlh Skattlagning dagblaöa: Fráleit hugmynd - segir Indriði G. „Það er nú ósköp mikið fár að fara að leggja 12% skatt á dag- blöðin sem hafa verið skrifuð á íslensku frá upphaf. Þessi hug- mynd er í raun fráleit og sérstak- lega af þvi að maður finnur svo- litla lykt af þessu,“ sagði Indriði G. Þorsteinsson ritstjóri þegar hann var spurður álits á drögum að nýjum útvarpslögum sem hef- ur nú verið skilað til mennta- málaráðherra. Indriði sagöist tefja út í hött að vera úthluta blööunum styrkjum um leið og þau væru skattlögð með þessum hætti. „Það er Ijóst að þessi skattlagn- ing verður aldrei heimiluð. Það er ekki um þaö að ræða fyrir þessa menn aö ætla að koma með svona tillögur. Þó að mennta- málaráöherra sé afskaplega hrif- inn af þessu þá ræður hann engu um úrsht þessa máls. Annars er þetta allt saman út úr kú. Það getur vel verið aö það fólk sem vinnur á ljósvakafjöl- miðlunum og telur þá nafla al- heimsins geti lagt eitthvað til mála þar. En að ætla aö verðjafna við dagblöð á þeirri forsendu að það geti styrkt íslenSkuna er fár- ánlegt,“ sagöi Indriði. -SMJ Norðurland: Snjókoma og ófærð Gylfi Knstjánsson, DV, Akureyn; Snjókoma og skafrenningur var á Norðurlandi í morgun og mikil ófærð. Segja má að flestar leiðir út frá Akureyri hafi verið ófærar og ekki útht fyrir það'í morgtm að mikil breyting yrði þar á í dag. Þá leit illa út meö flug vegna veðursins. Flugleiðir áformuöu fimm ferðir milh Reykjavíkur og Akureyrar í dag og má segja aö páskaferðalög heföu hafist fyrir alvöru í dag ef gefiö hefði til flugs. Spáð er norðan- og norðaustanátt á Norðurlandi í dag og á morgun og útht varðandi ferðalög því slæmt framundan. Kj arasamningarnir: Öllu velt yfir til ríkisstjórnarinnar - útflutningsgreinamar vilja fá gengisfellingu Segja má að flest varðandi kjára- samningana sé nú í höndum ríks- stjómarinnar. Atvinnurekendur eru ekki einhuga varðandi samninga nú, hvorki iðnrekendur og fiskvinnslan treysta sér til samninga eins og staða þeirra er. í viðræðum talsmanna iiskvinnslunnar og ráðherra um helgina hefur komið fram krafa fisk- vinnslumanna um gengisfelhngu þegar verðjöfnunargreiðslum til frystingarinnar lýkur í vor. Atvinnu- rekendur hafa sett fram ýmsar fleiri kröfur á hendur ríkisstjórninni en það er krafan um gengisfellingu sem er mestur þrándur í götu eins og er. Menn eru enn að tala um skamm- tímasamninga og hvað varðar verka- lýðshreyfmguna vill hún fá trygg- ingu fyrir því að það sem samiö verði um fari ekki beint út í verðlagið. Eins benda talsmenn hennar á að boðuð hafi verið vaxtahækkun í ríkisbönk- unum og að von sé á enn frekari hækkun landbúnaðarafurða. Með þetta yfir höfði sér og án nokkurra trygginga um að þaö haldi sem samið verði um eru margir verkalýðsfor- ingjar tregir til samninga. Þá hefur verkalýðshreyfmgin sett fram kröfur um hækkun skattleysismarka og hækkun barnabóta og fengið mjög dræm svör frá ríkisstjórninni, sem segir slíkt kosta 1 til 2 mihjarða króna. Eins og máhn standa nú eftir fundahöld helgarinnar eru samning- amir á mjög viðkvæmu stigi, eins og einn samningamanna orðaði það í samtali við DV. Þá gerðist það á stjórnarfundi Dagsbrúnar um helgina aö ákveðið var að ef ekki yrði gengið að ákveðn- um skilyrðum félagsins í hugsanleg- um samningum myndi félagið kippa fohmanni sínum, Guðmundi J. Guð- mundssyni, út úr samninganefnd- inni og ekki taka þátt í samningun- um. Kröfur Dagsbrúnar eru meðal annars að trygging fáist fyrir því aö landbúnaðarafurðir hækki ekki, vextir hækki ekki og að full trygging fáist fyrir því að því sem samið verði um verði ekki velt út í verðlagið. Fundur stóru samninganefndanna hófst klukkan 10.30 í morgun og voru menn almennt ekki bjartsýnir á ár- angur og sögðu að framhaldið væri í höndum ríkisstjómarinnar. Ráð- herrar vom fámálir um stöðuna og sagði Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra til að mynda að þetta mál yrði ekki leyst með samtölum í gegnum fiölmiðla. S.dór Harður árekstur varö á móts við Alaska i Breiðholti um klukkan 21 á laugar- dagskvöidið. Ekið var aftan á Daihatsu bifreið og skemmdust báöir bilarnir talsvert. Ökumaður annars bilsins var fluttur á slysadeild en meiðsl hans voru ekki talin alvarleg. DV-mynd S. Gæðavandamál í íslenska lagmetinu Leiöari Jyllands Posten um Greenpeace: Gaf Kohmeini tóninn? Leiðari danska dagblaðsins Jyl- lands Posten, undir nafninu „Det grönne ridderskab" eða „hinir grænu riddarar", fiallar í gær um Greenpeace. Leiðaraskrifarinn byrj- ar að fialla um hvernig Greenpeace hafi árum saman slegiö sig til riddara í baráttunni gegn kópadrápi. Sá hængur var hins vegar á þessari bar- áttu Greenpeace að Grænlendingar geta ekki drepið kópa þar sem selirn- ir kæpa ekki við Grænlandsstrendur. Þaö vissi áróðursmaskína Greenpe- ace ekki. Fyrst eftir að heimastjórn Grænlendinga hafði lesið yfir þeim svaraði Greenpeace með því að biðj- ast afsökunar. Það gerðist þó í hljóði og án nokkurra bóta. Grænlenskir veiðimenn sátu eftir með sárt ennið meðan Greenpeace hrósaði sigri á vettvangi fiölmiðlanna. Annað dæmi sem leiðaraskrifari fiallar um er dómur yfir skipstjóra frá Esbjerg sem reyndi að hindra starfsemi úrgangsbrennsluskipsins Vulcanus 2 í Norðursjó. Skipstjórinn stendur frammi fyrir refsingu fyrir skemmdaverk og allt aö 80 milljón króna bótakröfu. í þessu tilfelli hafði Greenpeace náð upp stemningu með- al fiskisjómanna í Esbjerg og leitt þá til brennsluskipsins með hjálp flug- vélar. „Við spyrjum aftur: Hver fékk fiölmiðlavinninginn? Það gerði Gre- enpeace! Hver borgar reikninginn? Örugglega ekki Greenpeace!" Loks kemur leiðarinn að mynd Magnúsar Guðmundssonar og hvernig Greenpeace reyndi að fá sýningu hennar bannaða hér heima, hvemig Greenpeace vinnur gegn sölu íslenskra afurða í Bandaríkjun- um og hvernig hótanir um máls- höíðun hanga yfir sjónvarpsstöövum er voga sér að sýna myndina. „Skyldi Kohmeini hafa gefið tóninn?" spyr leiðarinn. „Það er ástæða til að vara sig á þessari tælandi grænu bókstafstrú. Hún er oft ekki í takt við lífið á jörð- inni. Það vita grænlenskir veiöi- menn. En þessi bókstafstrúarfiöl- miðiamaskína rúllar yfir þá sem vita eitthvað um hlutarins eðli og læðir boðskapnum um eigin trýuverðug- heit inn í vitund þeirra sem ekki vita betur. Þegar þeim boðskap er mót- mælt er gripiö til hótana. Það er ekki allt sem sýnist með riddaramennsk- unaogfrelsið." -hlh „Það var röð af gæðavandamálum frá því í ágúst og fram í október auk nýs tilfellis sem kom upp í janúar og er enn í gangi sem olli því að þýska verslunarkeðjan Aldi suður ákvaö að hætta að kaupa rækjur af íslend- ingum,“ segir Jón Sæmundur Sigur- jónsson alþingismaður en hann er nýkominn heim frá Þýskalandi þar sem hann ræddi við forráðamenn þýskra fyrirtækja sem hafa verið í viðskiptum við Islendinga. „Innkaupastjóri Aldi suður hélt því fram í samtali við mig að þeir hefðu hætt við alla sölusamninga við ís- lendinga eingöngu vegna gæða- vandamála en ekki vegna hvalveiða íslendinga eins og hingað til hefur verið látið liggja að. Ég átti hálftíma samtal við inn- kaupastjóra Aldi suður þar sem þetta kom fram. Það voru ekki lagðir fram neinir pappírar eða fyllilegri upplýs- ingar. Þaö var þrennt sem ég vildi frá fram áður en ég hélt til Þýskalands; í fyrsta lagi að Aldi hefði keypt rækju eftir að þeir heföu rift samningunum, í öðru lagi að þeir myndu standa við samninga fram í maí og að birgðir af rækju hér á íslandi væru ekki eins miklar og menn vilja vera láta hér á landi. Þegar ég spurðist fyrir um birgð- irnar þá sagðist innkaupastjórinn ekkert vita um þær, annars vegar gæti verið um vöru aö ræða sem hefði verið endursend eða það sem lagmetisframleiðendur hefðu tekið áhættuna á að framleiða rækju með tilliti til þess að þeir gætu selt hana síðar.“ Það kom einnig fram hjá Jóni að það væri ekkert í vegi þess að Aldi keypti rækju af íslendingum í fram- tíðinni svo framarlega sem gæði rækjunnar væru viðunandi. -J.Mar Mörg innbrot og líkamsárás Helgin var mjög annasöm hjá lög- reglunni. Fjöldi innbrota var fram- inn og eins var kærð líkamsárás að- faranótt laugardags. Ráðist var að manni í Lækjargötu og hann sleginn í andlit. Maöurinn netbrotnaði og eins brotnuðu tennur. Lögreglan hef- ur handtekiö árásarmanninn. Meðal þeirra innbrota, sem framin voru, var innbrot í verslunina Ama- son. Þaðan var fugli ef tegundinni caccatou stolið. Fuglinn, sem er hvít- ur með gula fiöður upp úr höfðinu, er metinn á um 35 þúsund krónur. -sme Færeyjar: Mjög góðar viðtökur Heimildakvikmyndin Lífsbjörg í noröurhöfum var sýnd í færeyska sjónvarpinu á fóstudagskvöld. í við- tali við DV sagði talsmaður færeyska sjónvarpsins að myndinni hefði verið mjög vel tekið. „Það er fullur stuðn- ingur viö það sem fram kemur í myndinni af hálfu Færeyinga," sagði talsmaöurinn. Hann sagði ennfrem- ur að engin viðbrögð hefðu enn kom- ið frá Greenpeace. Færeyska sjónvarpið auglýsti myndina ekki sérstaklega fyrir sýn- ingu hennar. Tilkynning um sýning- una kom fyrst fram í kvöldfréttum á fóstudagskvöld. Var það gert til að losna við mögulegar aðgerðir af hálfu Greeenpeace. Talsmaðurinn sagði ekki loku fyrir það skotið að myndin yrði sýnd aftur innan skamms. -hlh „Lífsbjörg“ sýnd í TV-2: Greenpeace fær ekki að birta yfirlýsingu Myndin Lífsbjörg í norðurhöfum veröur sýnd í danska sjónvarpinu, TV-2, annað kvöld. í samtali DV við við dagskrárdeild TV-2 kom fram að Greenpeacemenn hafa beðið um tíma eftir sýningu mmyndarinnar til að lesa upp yfirlýsingu. Var þeim neitað um það. Ekki er gert ráð fyrir um- ræðuþætti eftir myndina. Sýningar hennar mun vera beðið með talsverðri eftirvæntingu. Var dagskrá TV-2 annað kvöld hliðrað til svo hægt væri að sýna myndina um tíuleytiö. Eins og hér á íslandi hafa Green- peacemenn hótað málssókn á hendur TV-2 vegna sýningarinnar. Þeir munu ekki hafa reynt að fá bann fógeta við myndinni þar sem sú til- raun mistókst hjá borgarfógetanum í Reykjavík. -hlh
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.