Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1989, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1989, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 20. MARS 1989. Stálhusgögn í úrvali SteíS'' • Borðstofuhúsgögn • Stakir leðurstólar • Stök borð m. glerplötu #ALFABORG" BYGGINGAMARKAÐUR SKÚTUVOGI 4- SlMI 686755 Rafkaup SUÐURLANDSBRAUT 4 — SÍMI: 681518 KLUKKU LAMPAR TIL FERMINGARGJAFA Imonza Rúmgóöur og sterkbyggður bíll, sérsmíöaður fyrir íslenskar aðstæður. Mjög vandaður og þægi- legur fjölskyIdubíll á verði sem fæstir geta keppt við. Verð frá kr. 725.000,-. Ert þú í bílahugleiðingum? Reyndu þá bíl frá General Motors og finndu muninn! «muiur( BíLVANGURsf HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300 I1 ._. .....r Utlönd Sósíalistar sigruðu Rocard forsætisráðherra Frakklands hrósar nú sigri þvi það hefur ekki gerst í marga áratugi að stjórnarflokkur nái svo góðum árangri í bæjarstjórnar- kosningum. Símamynd Reuter Bjarni Hinriksson, DV, Bordeaux: Sósialistar eru óumdeilanlega sigur- vegarar bæjarstjórnarkosninganna í Frakklandi en seinni umferö þeirra fór fram i gær. Eftir fyrri umferðina var ljóst aö einvígi vinstri og hægri manna yrði jafnt í mörgum stærri borgum landsins og góöur árangur græningja var talinn geta sett sósíal- ista í vanda auk þess sem samvinna hinna síðarnefndu og kommúnista var ekki snurðulaus. En þrátt fyrir þetta unnu sósíalist- ar um tuttugu stórar borgir í viðbót við þær sem þeir stjórnuðu fyrir. í mörgum borganna voru framboðs- listar þeirra reyndar samansettir af mönnum og konum sem koma ann- ars staðar aö úr stjórnmálunum og má segja að nú sé aftur talað um samfylkingarhugmyndir Mitter- rands forseta og Rocards forsætis- ráðherra sem svo mikið voru á döf- inni fyrst eftir forsetakosningarnar í fyrrasumar. Sósíahstar vinna á um allt land en þó sérstaklega á Bretagneskaga og í Alsacehéraði auk borga í Suður- Frakklandi. Óvæntastur er líklega sigur Trautmanns í Strasbourg en borgarbúar þar hafa árum saman kosið miðjumenn. Og Trautmann, sem var eitt af nýju andlitunum í stjórnmálunum eftir kosningarnar í fyrrasumar, hafði farið illa út úr þingkosningunum í kjölfar forseta- kosninganna. Missti hann bæði þing- sæti og ráðherrastól. Kommúnistar tapa Amiens, einni af stærstu borgunum sem þeir stjórnuðu og eins konar flaggskipi sem þeir hafa ráðið yfir í átján ár, og eru kosningarnar núna enn eitt áfallið fyrir flokkinn og staðfesting á versnandi stööu hans. Leiðtogar kommúnista veittust harkalega að sósíalistum og töldu þá ekki hafa virt samninga sem gerðir voru á milli umferðanna tveggja og fólust í gagn- kvæmum stuðningi gegn hægri vængnum. Gaullistar og miðjumenn tapa nokkrum borgum, sérstaklega þeir síöarnefndu, en gaullistar geta hugg- að sig við yfirburðasigur í París og Lion, tveimur stærstu borgum lands- ins. Græningjar staðfesta og auka í mörgum tilvikum fylgi sitt og geta ekki lengur talist ómerkilegur smá- flokkur. Markmið þeirra var að taka þátt í hinum hefðbundna flokkaleik og fá inn menn í bæjarstjórnirnar og því markmiði hefur verið náð. Þjóðfylking Le Pens kemur ekki svo illa út úr seinni umferðinni og nær sér niður á stóru hægri flokkunum sem ekki vildu neitt samstarf. Fyrir utan sigur sósíalista og hug- myndir þeirra um samfylkingu ein- kennir úrslit kosninganna viss end- umýjun í frönskum stjórnmálum. Kjósendur hafa í mörgum tilvikum tekið yngri frambjóðendur fram yfir gamla jálka og ný kynslóð borgar- stjóra er komin fram, bæði til hægri og til vinstri, sem leggur meiri áherslu á góða stjórnun en hug- myndafræði. Rocard forsætisráð- herra hrósar sigri, það hefur ekki gerst í marga áratugi að flokkur við stjórn nái svo góðum árangri í bæjar- stjómarkosningum. Aðgerðir ríkis- stjórnarinnar síðustu mánuði voru um ótalmargt háðar væntanlegum kosningum og staða Rocards oft erf- ið, sérstaklega í samskiptum við op- inbera starfsmenn, en nú ætti stjórn- in að geta verið ákveðnari. Ósigur miðjumanna í UDF-samtökunum gæti einnig ýtt þeim til einhvers kon- ar samstarfs við sósíalista. Konur mótmæla á Kýpur Tyrkneskir hermenn hindra grísku konurnar frá því að komast lengra inn i norðurhluta Kýpur er þær mótmæltu skiptingu eyjarinnar. Simamynd Reuter Rúmlega þrjú þúsund konur fóru yfir grænu línuna á Kýpur í gær og voru fimmtíu og fjórar þeirra hand- teknar. Þetta voru konur sem búa á griska svæðinu við línuna og var þeim mætt með köllum frá tyrkneska hlutanum um að þær skyldu hypja sig heim. Með grísku konunum gengu konur frá Bandaríkjunum, Ástralíu og Evr- ópu og meðal þeirra var Margaret Papandreou, eiginkona Andreas Papandreou, forsætisráðherra Grikklands. Sjónarvottar segja aö nokkrar kvennanna, sem handteknar voru, hafi veriö dregnar burtu öskrandi og hefðu þær hlotiö meiðsli. Að minnsta kosti fjórar blaðakonur og tvær bandarískar konur voru meðal þeirra sem handteknar voru. Þeim var sleppt í gærkvöldi. Mótmælagangan var sú þriðja á þremur árum sem konur efna til. Voru göngumenn að mótmæla skipt- ingu eyjarinnar en um tvö hundruð þúsund Grikkjum er meinað að snúa aftur til heimkynna sinna á noröur- hluta Kýpur sem þeir urðu að flýja þegar Tyrkir gerðu innrás árið 1974. Reuter Afganskir skæruliðar virða fyrir sér lík tveggja stjórnarhermanna við Jal- alabad sem enn er barist um. Simamynd Reuter Pakistanskir fangar Yfirvöld í Afganistan sýndu í gær íjölmiðlum tvo fanga sem þau sögðu að væru Pakistanar. Með því vildu yfirvöld færa sönnur á þær fullyrð- ingar sínar að Pakistan veiti skæru- liðum hjálp. Nærvera fanganna þótti hins vegar ekki sanna neitt þar sem hvorugur þeirra haföi barist við skæruliða né verið nálægt Jalalabad sem aðalbar- áttan stendur nú um. Yfirvöld í Kabúl sögöu í gær að sýndir stjórnarhermenn hefðu fellt tvö hundruð og fimmtán skæruhða um helgina en leiðtogi skæruliða hvatti stjórnarherinn til að gefast upp. Út- varpið i Kabúl greindi frá því að sjö óbreyttir borgarar hefðu látist í árás- unum á Jalalabad og tvær aörar borgir um helgina. Afganskur þing- maöur var einnig sagður hafa látiö lífiö af völdum jarðsprengju í borg- inni Herat. Reuter
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.