Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1989, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1989, Blaðsíða 29
MÁNUDAGUR 20. MARS 1989. 29 stin sjö rslitum drowski, þjálfari Vals • Stanislav Modrowski. burg og heföi átt skilið að komast áfram. En það hefur verið mikið álag á leikmönn- um Vals að undanförnu og við veröum að sætta okkur við þessi úrslit. Nú er fram- undan baráttan um íslandsmeistaratitil- inn og þar stöndum við vel að vígi,“ sagði Stanislav Modrowski. -VS iinktur í hálfleik ndsson, liðsstjóri Vals inn dæmdi á Þjóðverjana, hinn dæmdi ruðning á Theodór." Hreinn þjófnaður í lokin „Ég vil ekki kenna dómurunum um hvernig fór, við töpuðum leiknum sjálfir, en samt fannst mér þetta vera hreinn þjófnaður í lokin. Þessi leikur verður sýndur í sjónvarpinu heima og þá ætti að sjást hvað þarna gerðist. Ég tel að leikmenn Vals hafi haft nægi- lega mikla trú á sjálfum sér og því hafi þetta farið svona. Þeir voru óöruggir og óstyrkir, ætluðu að spila rólega og af ör- yggi en hugsuðu of mikið um það. Ólafur Benediktsson gjörbreytti öllu þegar hann kom í markiö, hann lokaði því hreinlega og hafði mjög jákvæð áhrif á strákana. Ef Valur hefði komist áfram, væri nú talað um meiri háttar „come-back“ hjá Óla eftir átta ára hvíld,“ sagði Pétur Guðmundsson. -VS Irei séð 1 eins Dn, læknir Valsmanna Thiele, var eftirlitsdómari á leiknum. Hann gat ekkert sagt eftir leikinn þegar við spurðum hann um dómgæsluna - hann átti engin svör við spurningum okk- ar. En það er staðreynd að leikur Valsliðs- ins var stórgallaður að mörgu leyti, sér- staklega sóknin, eins og sést á skorinu. Vörnin var góð, Páll Guðnason varði bæri- lega og Óli Ben stóð sig frábærlega, varöi 8 skot á þeim 15 mínútum sem hann spil- aði,“ sagði Stefán Carlsson. -VS íþróttir Jón Arnar jaffnaði metið - vann 4 greinar Jón Arnar Magnússon úr HSK jafnaði íslandsmetið í 50 metra hlaupi karla innanhúss á meist- aramóti unglinga sem haldið var í Baldurshaga og á Laugarvatni um helgina. Hann hljóp vega- lengdina á 5,7 sekúndum og deilir nú metinu með fjórum öörum. Árangur hans er jafnframt ís- landsmet unglinga. Jón Arnar var í miklum ham á mótinu því hann sigraði einnig í langstökki, þrístökki og 50 metra grindahlaupi. í langstökkinu náði hann þriðja lengsta stökki íslend- ings frá upphafi, 7,30 metra, og átti ógilt stökk sem mældist um 7,50 metrar, í þrístökkinu stökk hann 14,42 metra, sem einnig er þriðji besti árangur íslendings innanhúss og Skarphéðinsmet. Þá náöi Súsanna Helgadóttir úr FH góðum árangri í langstökki og hjó nærri íslandsmeti Bryn- dísar Hólm. Súsanna stökk 5,88 metra en met Bryndísar er 5,99 metrar. -ÓU/VS sigraði Eristján Bemburg, DV, Belgíu: Knattspyrnulið Tindastóls, sem nú er á keppnisferð í Belgíu, lék á móti Lokerse um helgina. Lo- kerse leikur í 4. deild í Belgíu en Tindastóll í 2. heima á íslandi. Leikmenn Tindastóls kunnu vel að meta að vorveðrið í Belgíu og unnu þeir leikinn, sem fór fram á fallegum grasvelli, 6-1. Sögðu menn eftir leikinn að Tindastólsmenn heföu spilaö jafnvel og gegn KR í bikamum hér um árið. Mörkin skoruðu Eyjólfur Sverrisson 2, Sverrir Sverrisson 2 og nýliðarnir, Magnús Jóhann- esson og Marteinn Guögeirsson, gerðu hvor sitt markið. Tindastóll leikur næst gegn St. Niklaas, sterku hálfatvinnuliði sem er efst í 3. deildinni. HM-fyrirliði Alsír með íslensku liði? - Mohamed Gouendouz hjá ÍR og Fylki Fyrrum fyrirliði Alsírbúa í knattspyrnu, Mohamed Gouendo- uz, hefur dvalið hér á landi að und- anförnu og sýnt áhuga á að leika með íslensku félagshði á komandi sumri. Gouendouz hefur æft með 2. deildar liði ÍR, sem hefur mikinn hug á að fá hann til sín, og á dögun- um spilaði hann með Fylkismönn- um er þeir báru sigurorð af KA í æfmgaleik á gervigrasinu, 2-0. í gær stóð til að Alsírbúinn léki með Islandsmeisturum Fram gegn KR en hann þurfti að fara af landi brott og því varð ekkert af þeirri ætlun. Samkvæmt heimildum DV hefur Gouendouz fullan hug á að koma aftur innan skamms. Gouendouz, sem er fæddur árið 1953, lék lykilhlutverk í liði Als- írbúa á tveimur heimsmeistara- mótum, á Spáni 1982 og í Mexíkó árið 1986. Var hann ein kjölfestan í vörn liðsins í báðum mótunum og var fyrirliði er Alsír lagði lið Vestur- Þýskalands á Spáni, 2-1 og síöan Chile, 3-2. Alsír tapaði þá 0-2 fyrir Austurríki og komst ekki í 8 liða úrsht vegna svonefnds „svika- leiks“ Austurríkis og Vestur- Þýskalands en viðureign þeirra kom báðum hðum áfram. Gouendouz var síðan einn allra reyndasti leikmaöur Alsírbúa í úr- slitum HM í Mexíkó og þar lék hann alla leikina, gegn Norður- írlandi, Brasilíu og Spáni. Gouendouz hefur spilað með fé- lagsliðinu IR EL Biar í heimalandi sínu en síðast mun hann hafa leik- ið með frönsku liði. íslandsáhugi hans mun tilkominn vegna þess aö franskur vinur hans er nú búsettur hér á landi og hefur æft með liöi ÍR undanfarnar vikur. JÖG/JKS/VS Tvö mörk frá Sævari og Valsmenn lögðu ÍR - í fyrsta lelk Reykjavlkurmótsins Valsmenn hófu knattspyrnuvertíð- ina með því að sigra IR-inga 2-0 í kaldri kvöldstillu á gervigrasinu í Laugardal í gærkvöldi. Þetta var fyrsti leikur Reykjavíkurmótsins og knattspyrnan, sem liðin sýndu, bar nokkum keim af árstímanum. Valur hafði heldur betur allan tím- ann en fátt gerðist þar til um miöjan síðari hálfleik. Þá brá Sævar Jónsson landsliðsmiðvöröur sér ítrekað í sóknina með þeim árangri að hann náði að senda boltann tvivegis með stuttu milhbili í mark ÍR-inga. Litlu • Sævar Jónsson - tvö mörk. í gærkvöldi munaöi að ÍR lagaði stöðuna seint í leiknum þegar Jón G. Bjarnason átti hörkuskot í stöngina á Valsmarkinu. Bjarni Sigurðsson og Halldór Áskelsson léku sinn fyrsta leik með Val en hins vegar vantaði þá Sigur- jón Kristjánsson, sem er nýbyrjaður að æfa eftir stutt frí, og Lárus Guö- mundsson, sem ekki er oröinn lög- legur með hðinu. Mótið heldur áfram annað kvöld en þá leika Fram og Þróttur á gerv- igrasinu kl. 20.30. -VS Grótta, Stjarnan og Haukar - í 8 liða úrslit bikarkeppninnar í handknattleik Grótta, Stjarnan og Haukar tryggðu sér í gærkvöldi sæti í 8 liða úrslitum bikarkeppni karla í hand- knattleik. Grótta sigraði ÍBV á Sel- tjarnarnesinu, 27-22, Stjarnan vann Víking í Digranesi, 29-22, og Haukar unnu öruggan sigur á Ármanni, 27-19. Leikurinn á Nesinu einkenndist af mikilli baráttu allan tímann. Grótta var með undirtökin, 11-8 í hálileik, og hélt þeirri forystu að mestu leyti. Halldór Ingólfsson átti stórleik með Gróttu og skoraði 9 mörk en Páh Björnsson og Stefán Arnarson 5 hvor. Fyrir Eyjamenn skoraði Sig- urður Friðriksson 7 mörk og Sigurð- ur Gunnarsson 5. KR komst í 16 liða úrslitin á föstu- dagskvöldið, fór þá á Selfoss og hafði sigur, 38-29. KR mætir KA í 16 hða úrslitum. -VS Fyrsta tap KA-manna - fáUnir úr bikarkeppninni í blaki eftir ósigur gegn Þrótti Á laugardag voru leiknir þrír leikir í undanúrslitumbikarkeppni Blaksambands íslands. Tveir leikir voru í karlaflokki og einn í kvenna- flokki. Niðurstaða þessara leikja varð sú að til úrshta þann 15. aprfl munu leika: Víkingur og HK i kvennaflokki og Þróttur og ÍS í karlaflokki. Ætlunin er að sjón- varpa karlaleiknum beint og má búast við æsispennandi viðureign þar. En nánar um leikina á laugar- dag. ÍS ekki í vandræðum Fyrst léku karlalið ÍS og HK. Þeir fyn-nefndu áttu ekki í miklum vandræðum með að knýja fram sig- ur í þessari viðureign þó svo aö þriðja hrinan hafi verið tvisýn. Tvær fyrstu hrinumar unnu ÍS- ingar vandræðalítið 15—11 og 15-6. Þriðja hrinan gat hins vegar farið á hvom veginn sem var og áttu HK-menn góðan möguleika á að vinna hana þegar staöan var 14-13 þeim í vil og uppgjöfin var þeirra. En klaufaskapur þeirra varð til þess að ÍS vann þessa hrinu og kemst því í bikarúrshtaleflónn. Hjá ÍS vom bestir miðjumennirnir Sig- urður Þráinsson og Gunnar Svan- bergsscm. Leikinn dæmdu þeir Ól- afur Árni Traustason og Guð- mundur E. Pálsson þokkalega en heföi þó mátt dæma harðar á slög. Fyrsta tap KA í vetur Næst áttust við karlalið Þróttar og KA í æsispennandi firam hrinu leik, Leikurinn var ekkert sérstak- ur framan af, fremur illa leikinn af báðum liðum og greinilegt að leikmenn voru spenntir. FjTstu hrinuna vann KA auðveldlega, 15-7, og var eins og Þróttarar væru ekki almennilega vaknaðir. En í næstu hrinu snerist dæmið við og KA-memi vora skildir eftir með undmnarsvip á andlitinu og ekki nema fimm stig á móti fimmtán hjá Þrótti. Þriðju hrinu keyrðu Þróttarar á fuhu og gerðu út um hana, 15-11, með góðum uppgjöfum sem KA- ingar áttu fátækleg svör við. Fjórðu hrinu byijuöu Þróttarar af krafti og komust strax yfir, 9-5, þá tóku KA-menn við sér og náðu foryst- unni, 12-9. Þróttarar komust aftur yfir, 14—13, og höfðu góða mögu- leika á að gera út um leikinn en gerðu mistök og töpuöu hrinunni, 14-16. Fimmta hrinan var líklega ein sú mest spennandi sem leikin hefur verið hérlendis. Liðin vora jöfn á svo að segja öllum tölum upp í 11-11 en þá náðu KA-menn tveimur stig- um og staðan 13-11 fyrir þá. Þá tók Leifur Harðarson af skarið og laumaði tveimur boltum í gólf hjá KA þannig að nú fengu Þróttarar aftur trú á sigur og imnu hrinuna, 16-14, eftir mikið streð. Bestir Þróttara vora kantmennimir Ja- son ívarsson og Hreinn Sveinsson sem fengu óvenjumikiö af boltum. Einnig sýndi Jón Árnason góða takta í vöm. Hjá KA voru það Haukur Valtýsson uppsphari og Stefán Magnússon sem spiluðu best en aht kom fyrir ekki og KA tapaði sínum fyrsta leik í vetur. Leikinn dæmdu þeir Björn Guð- björnsson og Björgúlfur Jólianns- son nokkuð vel. Auðvelt hjá Víkingi A Seinasta viðureign dagsins var milli kvennaliða Víkings A og Vík- ings B. Þetta var ansi ójafn leikur og vann Víkingur A leikinn i þrem- ur hrinura á 37 mínútum, Víkingur B, sem er í raun öldungahð, hafði lítið að segja í spræka deildarmeist- arana sem tóku á það ráð að leika sér með uppstihingar til að krydda leikinn. Fyrsta hrinan fór 15-1 en sú næsta 15-9 eftir að B-liðiö hafði komist í 0-6. í þriðju hrinu var kæruleysið ahs ráðandi hjá A-hð- inu sem þó vann hrinuna, 15-11. Hjá B-hðinu var það Lára Syeins- dóttir sem bar af og myndi hún sóma sér í hvaða 1. deildarhði sem er. Kjartan Páll Einarsson og Frið- rika Marteinsdóttir dæmdu auð- veldan leik. •gje
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.