Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1989, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1989, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 20. MARS 1989. 13 Utlönd Roh Tae-Woo, forseti Suður-Kóreu, tilkynnti i morgun að hann hefði ákveð- ið að hætta við atkvæðagreiðslu sem fara átti fram í næsta mánuði um frammistöðu hans frá því hann tók við embætti. Símamynd Reuter Aflýsir þjódarat- kvæðagreiðslu Roh Tae-Woo, forseti Suður-Kóreu, tilkynnti í morgun að þjóðarat- kvæðagreiðslu um hæfni hans, sem fara átti fram í næsta mánuði, yrði frestað um óákveðinn tíma. í sjónvarpsávarpi sagði Roh að „bráðabirgðamatið" myndi ekki eiga sér stað vegna hættunnar á því að róttæklingar myndu misnota það til að valda stjórnmálalegum og félags- legum óróa. „Ég tel að þjóðaratkvæðagreiðsla núna geti ekki hjálpað þjóðinni," sagði forsetinn. Roh sagði að róttæklingar væru að reyna að misnota atkvæðagreiðsluna til þess að velta stjórn hans af stóli með ofbeldi. Roh lofaði þegar hann stóð í kosningabaráttu fyrir forseta- kosningarnar 1987 að mat færi fram á frammistöðu hans eftir eitt ár í embætti. Hann sagðist skyldu íhuga ein- hvers konar mat á frammistöðu sinni síðar. Roh sagði að annað atriði, sem hefði fengið hann til að taka þessa ákvörðun, væri óeining og missætti meðal stjómarandstöðunnar sem heíði ekki getaö komið sér saman um hvenær atkvæðagreiðslan ætti að fara fram. Sumir leiðtogar stjórnarandstöð- unnar vildu láta fresta atkvæða- greiðslunni þar til Roh hefði alger- lega hreinsað burt leifarnar frá ein- ræðisstjóm Chun Doo Hwan, fyrir- rennara hans. Chun er nú í útlegð innanlands í búddahofi eftir að hafa beðist opin- berlega afsökunar á spilhngu og mannréttindabrotum sem áttu sér stað á þeim átta árum sem hann var við stjórnvöhnn. Stjórnarandstaðan hafði haft áhyggjur af því að Roh gæti notað atkvæðagreiðsluna sem stuðnings- yfirlýsingu við sig og gjörðir sínar frá því að hann tók við embætti í febrúar 1988. Þannig gæti hann hætt að rann- saka misgjörðir Chuns. Roh sagðist óttast alvarlegan óróa í landinu ef atkvæðagreiðslan færi fram nú þegar deilur eru á vinnu- markaði og mótmælaalda ríður yfir háskóla landsins. „Ég mun reyna að koma á félags- legum stöðugleika með því að ráðast fyrst til atlögu gegn ólöglegum of- beldisaðgerðum sem ógna lýðræði," sagði hann. Mikil mótmæh hafa að undanfomu verið gegn „Liðsandaleikunum", sem eru sameiginlegar heræfingar Suður-Kóreumanna og Bandaríkja- manna. Róttækhngar segja að verið sé að æfa innrás í Norður-Kóreu. í morgun hrapaði bandarísk her- þyrla í fámennu fjallahéraði í Suður- Kóreu. Fómst með henni tuttugu og tveir bandarískir sjóliðar og fimmtán slösuðust. Sumir hinna slösuðu vom í mjög alvarlegu ástandi, að sögn talsmanns sameiginlegs herafla Suður-Kóreu- manna og Bandaríkjamanna. Þyrlan tók þátt í „Liðsandaleikunum". Slysið í morgun var annað þyrlu- slysið sem varð á Liðsandaleikunum að þessu sinni. Síðastliðinn föstudag hrapaði önnur þyrla og með henni fórust fjórir Bandaríkjamenn. Sameiginleg yfirstjórn herafla beggja ríkjanna segir að Liðsanda- leikarnir séu varnaræfing til að verj- ast því ef Norður-Kóreumenn geri aðra árás í hkingu við þá sem þeir gerðu 1950 og hratt Kóreustríðinu af stað. Reuter Um helgina þurfti lögregla í Suður-Kóreu að beita táragasi gegn mótmæl- endum sem mótmæltu Liðsandaleikunum. Simamynd Reuter Hiisgagna-jiöllin REYKJAVIK «0-50% AFSlÁTfUR SÓFASETT RÚM KLÆÐAS SÓFAB ELDH ST TOLAR * SÓFAR ABORÐ FLEIRA OG FLEIRA seljum við með afslætti Sumt eru húsgögn sem hafa orðið fyrir hnjaski í flutningi - annað eitthvað lítið útlitsgallað - og einnig húsgögn sem ekkert er að. KOMDU STRAX i DAG - ÞAÐ BORGAR SIG!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.