Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1989, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1989, Síða 6
6 MANUDAGUR 20. MARS 1989. Fréttir NeyðarútkaUstæki fjarlægt á Höfn: lega rökhyggju“ Júlía Imsland, DV, Höfn: „Þetta er ósigur fyrir mannlega rökhyggju," sagði Hallgrímur Guö- mundsson, bæjarstjóri á Höfn, „og málið er allt hið furðulegasta. Við erum búnir að reka þetta mál við Póst og síma í nálega ár og síðustu 2-3 mánuði í harðri deilu og þar höf- um viö lagt áherslu á að loftskeyta- stöðin, sem er hér á staðnum með vakt allan sólarhringinn, eigi að taka við þessum örfáu neyðarsímtölum sem hér koma á landi. Hún á hvort sem er að sinna þessu á sjó og þarf að kalla upp nákvæmlega sömu aðila og þegar um vá á sjó er að ræða. Teljum við að eölilegast sé að stöðin sinni þessu og ekki þurfi aö hafa tvö- falda vakt fyrir neyðarútköll á svæð- inu." Sl. miðvikudag var fjarlægt af Loft- skeytastöðinni á Höfn neyðarútkalls- tæki fyrir slökkvilið, lækna, sjúkra- bíl, björgunarsveit og lögreglu þar sem starfsmenn Pósts og síma neita að sinna þessari þjónustu lengur. Talsmenn Pósts og síma héldu að að ekki væri nokkur vandi að koma þessu upp með farsímakerfi en þeir hafa sennilega gleymt okkar stórgall- aða símakerfi og að enginn hér í þess- um landshluta mundi treysta á far- símann. Þar næst ekki samband nema annað slagið og það væri held- ur nöturlegt á neyðarstöð að fá hið sígilda svar farsímans þegar hringt er. Því miöur næst ekki í þetta núm- er sem stendur. Gerið svo vel að hringja seinna. Aftur á móti virðist ekki vera nein vandkvæöi á því hjá Pósti og síma að veita þá þjónustu að hringja í Pétur og Pál úti í bæ til að vekja þá en ef um er að ræða neyðarþjónustu þá er svarið samkvæmt þessu nei. Ef einhver skyldi halda að hér væri verið að biðja um ókeypis þjónustu þessara aðila er það misskilningur. Það stendur ekki á að greiða fyrir þessa þjónustu en það virðist nú vera þannig meö þessa blessaða stofnun, Póst og síma, að eftir því sem gjöldin hækka dregur úr þeirri þjónustu sem ekki getur verið algjörlega sjálfvirk. Og meðan ekki finnst viðunandi lausn á þessu neyðarsímamáli verð- ur vakt á bæjarskrifstofunni allan sólarhringinn sem sinnir þessu og svarar í símann 81919. Ekið á sex ára dreng Ekið var á sex ára dreng um sex- leytið á laugardag á móts við Rauðar- árstíg 41. Drengurinn hljóp út á göt- una og fyrir bifreiðina og náði öku- maður hennar ekki að stöðva í tæka tíð. Litli drengurin'n liggur nú á sjúkra- húsi, handleggsbrotinn, viðbeins- brotinn og kjálkabrotinn. -ELA Bjórinn róar menn Lögreglumenn um allt land voru sammála um það að helgin hefði ver- ið ein sú rólegasta í manna minnum. Lögreglumenn töldu að ölvun myndi aukast samfara bjórkomu en sú hef- úr ekki oröið raunin. Einn lögreglumaður úti á landi sagði að svo virtist vera að menn heföu róast niöur eftir að bjórinn var leyfður. Hins vegar var lögreglumaður í Kópavogi viss um að þetta væri ein- ungis lognið á undan storminum. „Menn halda í við sig fyrst um sinn til að koma ekki óoröi á þennan nýja mjöð. Sennilega á þetta eftir að breyt- ast þegar fram í sækir." Aðeins á Selfossi urðu lögreglu- menn varir við talsverða ölvun og átti það einnig við um Hveragerði. A þeim slóðum voru fimm manns tekn- ir ölvaðir undir stýri. Lögreglumaö- ur á Selfossi sagöi það þó ekkert meira en stundum hefði verið áður. -ELA Sjómannslífið er ekki alltaf ástir og ævintýr. Þegar stund gefst irá aðgerðinni þarf oft að grípa til verkfæra og ráðast gegn ísingunni. Það eru skipverjar á Stakfelli ÞH sem þarna berja is af skipi sínu. DV-myndir Halldór E. Guðnason Togað í ísnum fyrir vestan Stakfellið togar innan um ísinn. Eins og sjá má eru fleiri togarar að veiöum á Barðagrunni - þrátt fyrir ísinn. Þegar togarinn Stakfell ÞH 360 frá Þórshöfn var aö veiðum á Baröa- grunni, um 40 sjómílur út af Barða, var þar nokkuð um hafís. Þrátt fyrir ísinn var talsverður íjöldi togara þar að veiðum. Samkvæmt upplýsingum frá Veð- urstofu eru siglingaleiðir færar vegna íss þó er nauðsynlegt að vera vel á verði, sérstaklega í myrkri. Eitt- hvað mun vera um ís á djúpmiöum. -sme Starfsemi Byggðastofhunar á Akureyri: Þetta var heppilegt skref - segir Valtýr Sigurbjamarson Gylfi Knstjánsson, DV, Akureyii: „Það er ekki nokkur vafi í mínum hug að það var rétt og heppileg ákvöröun að stofna útibú frá Byggða- stofnun hér á Akureyri, það hefur sýnt sig á þeim mánuöum sem stofn- unin hefur starfað hér,“ segir Valtýr Sigurbjamarson, forstöðumaður úti- bús Byggðastofnunar á Akureyri, sem tók til starfa í október á síöasta ári. Valtýr sagði að á þessum mánuö- um hefði það sýnt sig að næg verk- efni væru fyrir útibú sem þetta, og þaö myndi að sínu mati ýta undir það aö útibúum stjórnsýslumiðstöðva yrði komið á fót víöa um landið eins og fyrirhugað er. „Það má segja að viö höfum veriö að fást við öll almenn verkefni," seg- ir Valtýr. „Hingaö berst mikið af lánsumsóknum sem eru skoðaðar og meðhöndlaðar á sama hátt og gert er hjá Byggöastofnun í Reykjavík, og stjórn stofnunarinnar tekur síðan ákvörðun um framhald mála eftir að við höfum afgreitt þessar umsóknir frá okkur. Þá höfum við verið að vinna við stórt verkefni sem er byggðaáætlun í N-Þingeyjarsýslu og á Bakkafiröi og við erum að vinna í þessu verk- efni ennþá. Við skoðum uppbyggingu atvinnulífsins og hvaöa leiðir eru æskilegastar til aö viöhalda byggð- inni og atvinnulífinu á þessu svæði. Síðan verður það stjórnvalda aö taka ákvarðanir í ljósi niðurstaða okkar og tillagna." Valtýr sagöi einnig að Byggða- stofnun á Akureyri hafi fengist við málefni ullariðnaðar, loðdýrarækt- ar, fóðurstöðva og saumastofa af öllu landinu, enda væri augljóst að allt eins væri hægt að vinna að málefn- um þessara atvinnugreina úti á landi eins og í Reykjavík. Fastir starfsmenn Byggöastofnun- ar á Akureyri eru 4 talsins. „Viö er- um þó í sambýli með fleiri aðilum eins og Iðnþróunarfélagi Eyjafjarðar, starfsmanni atvinnumálanefndar Akureyrar og manni sem vinnur aðallega aö samnorrænu verkefni fyrir Island, Grænland og Færeyjar á sviði ferðamála. Þetta sambýli er mjög gott og æskilegt aö mínu rnati," sagði Valtýr Sigurbjarnarson. Sandkom dv Jóðlað í sjónvarpssal Þá hafa landsmenn fengiðaðheyra lögin seni til greinakoma semfrímiiagts- lands isöngva- keppnisjón- varpsstöðva í Evrópu og umraeðan er hafin í þjóðfélaginu ef að líkum lætur. Fyrsta lagið, sem kynnt var, var eflir Geirmund Valtýsson frá Sauðárkróki og er óhætt að segja að þar hafi grallaramir í Bítlavinafélag- inu notið sín við flutninginn. Lagið yrði hið kostulegasta framlag í Evr- ópu ef svo færi aö það sigraði í for: ‘ keppninni, cn aldrei reis flutningur þess þó hærra en þegar Eyjólfúr Kristjánsson söngvaii hóf að j óðla af krafti ílokin. Það væri vissulega skemmtilegt að bera þetta á borð í úrslitakeppninni í Sviss. Hlaðnírgjöfum Sovésku liandboltaris- amiríliðinu Krasnodar gorðusér lítiö fyrirog„tóku FH-inga í nef- _____________ íð“ádögunum eins og kunnugt er. Þegar leiknum var lokiö og FH-mgar fóm að hugsa til síðari leiks liðanna ytra fór heldur betur um þá og varð úr að þeir báðu þá sovésku um að leika síðari leikinn í „brandarabænum". Samningarum það tókust en þó að sögn ekki fyrr en FH-ingar buðust til að greiða250 þúsund krónur, kaupa lopapey sur fyrir eiginkonur leikmanna, búninga á liðið og fjóra tennisspaða! Slök frammistaða FH í fyrri leiknum var því heldur betur hvalreki fyrir þá so vésku sem héldu heim hlaðnir gjöf- um. Ekkierhins vegarhægtaðhrósa FH-ingum fyrir kjarkley sið, að þora ekki öl Sovétríkianna i síöari leikinn. Trektin í ; Umræðuþátí- urinn í sjón- viirpssaleftir sýningu mynd- arinnar„Lífs- björgíNorður- höfum“vará _______viðbestaára- raótaskaup ög þátttaka jarðfræðings- ms Þorleifs Einarssonar mun lengi í minnum höfð. Maðurinn mætti greinilega í þáttinn viti sínu fjæraí bræði út í allt og alla og hafði alit á homum sér. Fréttamenn og stjórn- málamenn vora að hans mati letingj- ar og lygarar, my nd Magnúsar þjóð- arskömm og Jakob Jakobsson virtist íaugumjarðfræðingsinsmeiriháttar sökudólgur varðandi fiskveiðarís- lendinga undanfama áratugi. Jarð- fræöingurinn reiði setti svo þunktinn yfir i-ð þegar hann tók upp trekt eina mikla og hélt smásýningu frammi fyrir alþjóð, sýmngu sem ekki mun gleymast. Ævar reiðurlíka Þeirsem hringduí „Meinhom" rásar2á fimmtudag vorunærund- antekningar* iaustaðhringja til að lýsa ánægju sinni með myndina og jafhffamt óánægju meö ffamkomu Guðrúnar Helgadóttur og Þorleifs Einarssonar í umræöuþættinum sem var á eftir myndinni í sjónvarpssal og margir vora óánægöir með ffammistöðu Helga Jónssonar, stjómanda umræðnanna. Þaðkom í hlut Ævars Kjartanssonar að tala við þetta fólk og er skemmst frá því að segja aö viöbrögð Ævars minntu að nokkra leyti á framkomu jarðfræð- ingsins í umræöunum. Ævaræstisig upp hvað eftir annað við þá sem hringdu og var greinilega ekki á sama máli. Einn sem hringdi og sagðist heita Jónas reyndi að sýna ffam á hvað hvalir éta mikið magn af fiski úr sjónum og virtist setja mál sitt nokkuð skipulega fram. Ævar var æstur og greip ífamífyrirmannin- um: „Og svo éta þeir alla Jónasa líka..." sagði Ævar efnislega við aum- ingja manninn. Gáfúlegt innlegg stjómanda. Ætli hann sé félagi Imr- leifsfLandvemd? Umsjón: Gylll Krlstjánsaon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.