Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1989, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1989, Blaðsíða 14
14 Merming MÁNUDAGUR 20. MARS 1989. Stíft hár-gel hentar fyrir allar hártegundir RAKARASTOFAN KLAPPARSTÍG SÍMI 12725 FÓSTURHEIMILI 10 ára dreng með geðræn vandamál vantar heimili í Reykjavík eða nágrenni. Fósturheimilið þarf að hafa reynslu af börnum, vera barnlaust eða eingöngu unglingar á heimil- inu. Fyrst um sinn er um að ræða samvinnu milli með- ferðaraðila drengsins og væntanlegra fósturfor- eldra. Nánari upplýsingar gefur Áslaug Ólafsdóttir fé- lagsráðgjafi, Félagsmálastofnun Reykjavíkurborg- ar, í síma 685911 milli kl. 9.00 og 12.00 alla virka daga. Vökvamótorar = HÉÐINN = VÉLAVERSLUN SÍMI 624260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA - LAGER Siðumúla33 símar 681722 og 38125 Á eigin vegum Þaö er stundum látiö í veðri vaka að mikil gróska sé í ljóðlist um þessar mundir hér á landi, svo sem reyndar öllu mögulegu öðru, og til marks um það er þá gjama vísað til fjölda þeirra ljóðabóka er út koma, því auðvitað er magnið, mælt í tölum og einingum, hinn eini mælikvarði sem nútíminn vill þekkja og taka gildan. Vera má þó að stöðug fjölgum bókartitla verði ekki einungis rakin til sívaxandi andríkis, heldur kunni að eiga þar sinn stóra þátt sú þróun í prent- tækni sem gerir höfundum kleift að koma hugverkum sínum á fram- færi á eigin vegum án þess að þurfa að ganga með þau áður útgefenda í millum, enda leynir sér ekki að drjúgur hluti ljóðabóka er nú gef- inn út af einkaforlögum höfund- anna sjálfra sem heita hinum og þessum kostulegum nöfnum. Pasturslítil skyndiforlög Þetta er vitaskuld gott og blessað, en hættan er hins vegar sú að öll þessi skyndiforlög reynist pasturs- lítil í slagnum mikla um athygh neytenda og þeir sem róa einir á báti muni kaffærast í auglýsinga- fárviðri nútímans án þess að ná til þeirrar hafnar lesendahóps eða að því hásæti gagnrýnenda sem þeir hljóta að stefna til á endanum. En takist það hins vegar gætu hinir síðarnefndu átt í vök að verjast gegn öhum þeim fjölda, því enginn má við margnum, eins og þar stendur. Nema að það verði þeim til bjargar að hér eru yfirleitt ekki á ferðinni neinir risar, Ulir viður- eignar, eða með öðrum orðum þykkir og tyrfnir doðrantar heldur þunn kver með stuttum og einfóld- um ljóðum í sem krefjast engan veginn langrar og tvísýnnar hólm- göngu hvert um sig. Ég á leiðtil þín Ætlun okkar hér er því sú að fá fremur yfirsýn yfir nokkra en að einblína á einstaka, sem leiðir óhjá- kvæmilega til flokkunar þeirra innbyrðis eftir samkennum er kynnu að greina þá frá öðrum. Þar verður fyrst fyrir okkur hin gamai- kunna skipting í tvö kyn, án þess að við viljum á nokkurn hátt að- hyllast þá apartheid-stefnu sem felst í hugtakinu „kvennabók- menntir“. Hinu verður þó ekki neitað að það sem við getum kahaö persónulega tilfinningatjáningu er miklu ríkari þáttur í verkum skáld- kvenna en skáldkarla og eru skýr dæmi um þaö ljóðabækumar ör- ugglega ég eftir Önnu S. Björns- dóttur og Á leið til þín eftir Guð- rúnu Guðlaugsdóttur sem eru fyrstu ljóðabækur hvorrar um sig. Það sjálfsöryggi sem fyrri titillinn virðist benda th er þó engin venju- leg sjálfsvíma heldur skilyrt og háð því sem er nefnt „örugglega þú“ eða þeirri stöðugu leit út fyrir sjálf- an sig sem ástarljóð einmitt kvikna af. Fersk og einlæg Ljóð Önnu eru fersk og einlæg í umbúðaleysi sínu og einna best tekst henni að miðla hugarástandi sínu th lesanda í ljóðum þar sem bregöur fyrir tónmáh eins og í Tangó eða myndmáh eins og í síð- asta ljóöinu, Haust, þar sem við sjálf verðum eins og fagurrauð haustlaufm með „litla ósýnhega vængi" og „rauðglóandi af ástríðu haustsins". Eins og nafnið bendir th eru ljóð Guörúnar á mjög svip- uðu róh en hins vegar yfirvegaðri og fjölbreytilegri á ýmsan hátt, enda getur hún beitt viðteknum Guðrún Guðlaugsdóttir Bjarni Bjarnason. ljóðsth, t.d. Heine-stíl í Veiðimaður, og einnig ljóðrænu táknmáh, svo sem í kvæðinu Ástarfundur, þar sem brúin verður býsna sterkur miðpunktur og í senn tákn hins varanlega sem stendur kyrrt og Bólmienntir Kristján Árnason hins sem er á stöðugri ferö og hefur skamma viðdvöl. Húsvagn og húseign Hjá karlhöfundum kveður aftur við annan tón sem einkennist meir af hálfkæringi en einlægni, anda meir skírskotað th hugsunar en th- finningar. Þetta ghdir a.m.k. um Stefán Snævarr sem í Stefánspost- illu (Útgefandi: Greifmn af Kaos) segist hafa komist í tæri við heim- spekina og ekki orðið samur maður eftir fremur en þeir sem hafa með álfum búið. En heimspekipælingar Stefáns felast þó fremur í útúr- snúningúm og háðfærslum þeirra merku heimspekinga er hann vísar til en aö miðla lesanda af lífssýn þeirra, enda líkir Stefán eigin lífs- skoðun eða lífsskoðunarleysi við „húsvagn" fremur en hús og lýsir yrkingum sínum sem „samræði við máhð“. Posthla þessi hefur því ekki þann uppbygghega thgang sem heitið gæti bent th nema þá helst þann að koma mönnum í gott skap sem er jú uppbygging út af fyrir sig. Oröleikni og fyndni af svipuðu tagi er einnig borin á borð í kveri Eiríks Brynjólfssonar, Dagar sem enda, sem er íjórða bók höfundar en fær kannski aukið vægi við það að hér er tekist á við veruleikann sjálfan í sinni fúlustu mynd: raunir íslenskra húsbyggjenda sem eiga „við lán að stríða" svo „vaxtar- broddamir stingast á hol“, enda Eiríkur Brynjólfsson. Sveinbjörn Þorkelsson. ber húseignin með sóma réttnefnið Skuld og á líkan hátt er högum skúringakvenna lýst með þeim orðum að þar sé „líf í tuskunum". Rök tilverunnar Það má hins vegar sjá alvarlegri ghmu við lífið og thveruna og jafn- vel hinstu rök hinnar síðamefndu í ljóöum Bjama Bjarnasonar í kverinu Upphafið, enda lætur sá tithl hreint ekki htið yfir sér. Það er þó fremur í smærri ljóðum í fyrri hluta bókarinnar en í titihjóðinu sem finna má góða skáldlega spretti þar sem blandast tilfinn- ingakvika og áleitin, spuml hugs- un, þótt nokkuð skorti sums staðar á ljóðræna fágun og hnitmiðun. í ljóðinu Upphafið hefði höfundur mátt taka sér th hstrænnar fyrir- myndar lýsingu hins sama í Móse- bók hinni fyrstu en samþjöppun gæti hann svo sem einnig lært af Sveinbirni Þorkelssyni í bókinni Perast sem dregur nafn sitt af „bæ“ hinna dauðu skipstjóra" í Svart- fjahalandi og hefur aö geyma eins konar leifturmyndir í orðum, flest- ar „teknarí' í fór höfundar til Litlu- Asíu. Hinn samþjappaði sthl Svein- bjamar gerir ýtmstu kröfur til hvers einstaks orðs, sem þau standa ekki alltaf undir, en þar sem honum tekst að tvinna saman í knappri mynd tvö ólík en hliðstæð svið að hætti imagista eða jap- anskra hæku-skálda, svo sem mannlíf og náttúm eða lífrænt og ólífrænt, getur orðiö úr því eitthvað sem ghtrar eins og perla: Á haf- fletinum glitra þúsundir smáfugla, deyja þegar sólin sest.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.