Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1989, Blaðsíða 50
50
MÁNUDAGUR 20. MARS 1989.
Sviðsljós
Ólyginn
sagði...
Margt var um manninn á Hótel Borg siðastliðið miðvikudagskvöld en
þá stóðu Samtök íslenskra listanema fyrir skemmtikvöldi.
DV-myndir S
A dagskra Sali-kvoldsins var mikið um tónlist. Þrir ungir menn skemmtu
áhorfendum með tónlist. Þeir eru Sigurbjörn Bernharösson, Haildór Hauks-
son og Stefán Örn Arnarsson.
Stefanía
prinsessa
Stefanía prinsessa af Mónakó,
sem er kaþólskrar trúar, hyggst
taka gyöingatrú. Ástæöan ku
vera sú að tilvonandi eiginmaður
prinsessunnar, hljómplötufram-
leiöandinn Ron Bloom, er gyðing-
ur. Stefania er aö sögn kunnugra
haröákveöin í aö giftast Bloom,
jafnvel þó aö þaö kunni að leiða
til þess aö hún verði að afsala sér
öllu tilkalli til krúnunnar í Món-
akó.
Madonna
Söngkonan Madonna hefur nú
tekið eiginmanninn, Sean Penn,
í sátt á nýjan leik. Fyrir aðeins
þremur vikum kom til handalög-
mála milli þeirra hjóna meö þeim
afleiöingum að Penn batt Ma-
donnu fasta við stól og skildi
þannig við hana í níu klukku-
stundir. Kunnugir segja aö ástin
blómstri nú sem aldrei fyrr og er
aldrei að vita nema fjölgi í þeirri
fjölskyldu fljótlega.
Brooke
Shields
Brooke Shields hefur harðneitað
að koma fram í kvikmynd með
hjartaknúsaranum Mickey Ro-
urke. Ástæðan er sú að hún þyrfti
að fækka fótum. Margir, þar á
meðal hin stranga móðir hennar,
hafa reynt að tala stúlkuna til þar
sem hlutverkið gæti fært Shields
sömu frægð og kvikmyndin Níu
og hálf vika færði kynbombunni
Kim Basinger. En þrátt fyrir mik-
inn þrýsting verður Shields ekki
hnikað.
Sali-
skemmt-
un lista-
skóla-
nema
Listaskólarnir á Reykjavíkursvæð-
inú héldu svokallað Sali-skemmti-
kvöld á Hótel Borg síðastliðið mið-
vikudagskvöld. Tilgangur þessa
kvölds var að efla samstarf á milli
hinna ýmsu listaskóla og kynna
starfsemi þeirra. Það er Samband
íslenskra listanema sem stóð fyrir
þessu kvöldi og er ætlunin að endur-
vekja þessa gömlu hefö.
Það voru fjórir listaskólar á
Reykjavikursvæðinu sem stóðu að
Sali-kvöldinu á Borginni: Tónlistar-
skólinn í Reykjavík, Leiklistarskóli
íslands, Myndlista- og handíðaskóli
íslands og Söngskólinn í Reykjavík.
Mikil og góð stemning varð hjá
áhorfendum sem fylltu hvert sæti á
samkomunni. Svo góö aðsókn var að
margir urðu að láta sér nægja sæti á
gólfi salarins.
Hver skóli stóð fyrir uppákomum
á skemmtikvöldinu og mátti heyra
og sjá ljóðalestur, söng, myndlistar-
sýningu, tónlist og dans. Þá var einn-
ig á dagskrá frumsamiö efni, tangó-
leikþáttur sem saminn var og fluttur
í samvinnu listanemenda úr öllum
skólunum.
Nemar úr Leiklistarskóla Islands fluttu stuttan leikþátt frá „dada-timbilinu“ viö mikinn fögnuö áhorfenda. Fremst
á myndinni er Christine Carr, þá kemur Steinunn Ólafsdóttir og Helga Braga Jónsdóttir.
Hin opinbera útvarpsstöð í íran
hefur harðlega gagnrýnt ferðalag
Karls Bretaprins og ektakvinnu
hans, Díönu prinsessu, um Samein-
uðu furstadæmin og fleiri arabalönd.
í frétt útvarpsins var sagt að ferðalag
hjónanna væri móðgun við múham-
eðstrúarmenn þar sem það kæmi í
kjölfar útgáfu bókarinnar Sálmar
Satans eftir bresk-indverska rithöf-
undinn Salman Rushdie.
Ferðalag breska krónprinsins
hundsar kröfur múhameðstrúar-
manna í þessum efnum sagði í frétt
útvarpsins. Leiðtogi írana hefur
dæmt Rushdie til dauða vegna þess
sem múhameðstrúarmenn segja
vera móðgun við Múhameð spá-
mann.
En prinsinn og prinsessan hans
Karl Bretaprins og Díana prinsessa virða hér fyrir sér hefðbundna arabíska máltíð í veislu sem haldin var þeim viröast ekki hafa litið þessa gagnrýni
til heiðurs í Sameinuðu furstadæmunum. Simamynd Reuter mjög alvarlegum augum. Reuter
Prinsinn
gagnrýndur