Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1989, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1989, Blaðsíða 19
MÁNUDAGUR 20. MARS 1989. 19 Um ofurvald bankanna Eitt þeirra mála, sem lengi hafa veriö ofarlega á baugi, eru vaxta- málin. Rætt er um hvort ekki sé rétt að afnema þá okurvexti sem lögleiddir voru á tímum upplosn- aðra og lofsamlega afdankaðra rík- isstjórna. Meginorsök þess að síð- asta ríkisstjórn hrökklaðist frá völdum er sú að af stefnu hennar í vaxtamálum leiddi svo yfirþyrm- andi kostnað við allar lántökur að flestum fyrirtækjum, sem á slíku þurftu að halda - og þau fyrirtæki voru mörg - reyndist það ofviða með öllu. Það var talað um ýmsar stofnan- ir, sem höfðu talsverð mannaforr- áð, að fjármagnskostnaður væri orðinn verulega meiri en vinnu- launin. Hefur þeim þó af mörgum veriö blygðunarlaust kennt um verðbólguna. Okurvextirnir héldu þó áfram og náðu að sliga næstum allt atvinnulíf í landinu áður en stjómarskipti urðu. Stærðarfyrir- tæki fóru á hausinn og önnur rétt börðust í bökkum eða urðu að minnka við sig og segja fjölda fólks upp vinnunni. Ofríki bankavaldsins Það sem ráðið getur úrslitum um hvemig núverandi ríkisstjórn tekst að finna leið út úr þessum ógöngum fjárhags- og atvinnumála er hversu til tekst glíman við pen- ingavaldið, þ.e. banka og íjár- magnseigendur í landinu. Það gengur bersýnilega ekki lengur að bankamir séu ríki í ríkinu og setji ríkisstjórnum stóhnn fyrir dyrnar ef þeim býður svo við að horfa. Alþingi verður greinilega að KjaUarinn Guðsteinn Þengiisson læknir grípa til sinna ráöa og tryggja það að ríkisbankar heyri beint undir stjórnvöld, einkabönkum verði settar strangar reglur og skilyrðis- laus lög. Það er með öllu óviðun- andi að einhverjir „kommissarar" úr hópi bankamanna geti rifið sig upp úr öllum veðrum og sagt að þeir ætli að hafa tilmæli ríkis- stjórnar að engu heldur stjórna málum að sínum eigin geðþótta. Peningarnir eru afar sterkt stjómtæki og vafasamt er að sú ríkisstjóm geti fullkomlega starfað samkvæmt sínum áætlunum eða fyrirætlunum né haldið sinni stefnu ef hún hefur ekki fulla stjórn á peningamálum landsins. Vald banka og auðmanna er því gífur- legt og getur með engu móti sam- rýmst því lýðræði sem okkur er talin trú um að við njótum. Vissulega hefur þjóðin ekki kjörið þessa aöila til að fara með þetta vald. Ég held að það geti skipt sköpum um hf eða dauða þessarar ríkis- stjórnar hvort henni tekst að halda hinu ægilega bankavaldi í skefjum. Ef það er ekki með neinu móti hægt, samkvæmt þeim lögum sem til eru, verður að sjálfsögðu að virkja alla góða menn á Alþingi til að gæta sæmdar þeirrar stofnunar og setja bönkum svo skýlaus lög að þeir verði ekki að krabbameini í þjóðarlíkamanum, eins og nú sýn- ist ætla að verða. Hvenær brunnu upp fjár- munir gamla fólksins? Það vekur manni vissulega klígju þegar talsmenn peningavaldsins eru að ræða það hve mjög sé verið að þrengja kosti sparifjáreigenda, aldraðs fólks og ráðdeildarmanna, með því að lækka vexti, fólks sem ætlar að spara sér til elliáranna. Þessar athugasemdir áttu heima á sínum tíma þegar verðbólgan var að eyða öllu úr vösum hinna eigin- legu sparifjáreigenda. En þá var ekkert gert í málunum, engin verð- trygging til verndar þessu sparifé, ekki fyrr en verðbólgan hafði geis- að í áratugi. Hver íhaldsstjórnin fram af ann- arri sat að völdum og ekki var ýjað að neinum úrbótum þótt verðbólg- an væri að brenna fjármuni spari- fjáreigenda upp til agna. Aðeins stöku nöldrari lét aðeins í sér heyra en þar við sat. Ekkert var gert í þessum málum áratugum saman og loks hættu allir að leggja sparifé inn á bækur heldur keyptu fast- eignir og verðtryggð spariskírteini ríkissjóðs þóttu allgóð Qárfesting þegar þau komu. Nú er öldin önnur Síðasta áratuginn virðist hafa runnið upp ný gullöld fiármagns- eigenda. Alls konar kynleg fyrir- bæri hafa komið fram á sjónarsvið- ið og kallast peningamarkaður eða verðbréfamarkaður og svo ávöxt- unarfyrirtæki af ýmissi gerð og keppast við að bjóða peningaeig- endum gull og græna skóga. Það eru ævintýraleg kostakjör sem fjársterku fólki er boðið upp á. Þetta er ný kynslóð því sparifjár- eigendurnir, sem misstu ailt sitt á verðbólguárunum fyrri, eiga sér fæstir viðreisnar von. Nú eru það verðbréfaeigendurnir sem blómstra. Og nú er loksins runnið upp nýtt ljós fyrir þeim sem þögðu meðan spariféð var að renna út úr bókum gamla fólksins. Nú er það allt í einu orðinn glæp- ur gagnvart því ef á að lækka vext- ina. - Nú eru það hinir fjársterku viðskiptavinir peningamarkað- anna sem krefjast hárra vaxta und- ir sauðargæru sparifjáreigandans. Nú á fjármagnið að blómstra og nærast á okurvöxtunum sem þrengdu hvað mest að atvinnuveg- unum á síðastliðnu ári. Á dögum skuldaskila Mér virðist að núverandi rikis- stjórn vilji í einlægni stöðva þann óheillaferil að lifa stöðugt á erlend- um lánum. Margt bendir til að hún vilji að ekki aðeins að launamenn taki á sig byrðarnar heldur einnig milhliðir og atvinnurekendur. Það hefur orðið vart raunverulegra til- burða í þá átt. Það eru vissulega erfiðir tímar framundan, e'n við vitum það öll að lengur verður ekki gengið eftir braut undanfarinna ára. Það kem- ur á herðar okkar allra að greiöa allt gjaldþrotasvindlið sém virðist orðinn eins konar atvinnuvegur. Við þurfum að standa straum af okri braskaranna og starfsemi þeirra sem lifa sem afætur í þjóð- félaginu. Við þurfum að taka á okk- ar herðar afleiðingarnar af ýmsum misheppnuðum Qárfestingum (t.d. Leifsstöð). En síðast en ekki'síst verður að stöðva hin hömlulausu yfirráð bankanna yfir fjármagti- inu. Guðsteinn Þengilsson ,,Eg held aö það geti skipt sköpum um líf eða dauða þessarar ríkisstjórnar hvort henni tekst að halda hinu ægilega bankavaldi í skefjum.“ Sviptum hulunni af svívirðunni ,Hver er réttur lítilla varnarlausra barna í þjóðfélaginu?" Kvenréttindafélag íslands hélt fund 15. febr. sl. um kynferðisleg afbrot á börnum. Fundurinn var öhum opinn. Tilgangurinn með þessum fundi var fyrst og fremst sá að halda umræðu opinni um þau skelfilegu mál sem kynferðisleg misnotkun á börnum er og ef hægt væri með því móti að hafa áhrif á að einhverjar afgerandi aðgerðir verði gerðar til að hraða þeim mál- um í réttarkerfinu. Sannleikurinn leiddur í Ijós Það má segja að þessi fundur hafi markað tímamót fyrir það að þarna mættu konur sem opnuðu sig í fyrsta sinn á opnum fundi og töluðu út frá eigin reynslu um þá skelfingu sem þær höfðu upplifað í bernsku en allar höfðu þær verið beittar kynferðislegu ofbeldi sem börn. Ég dáist að þessum konum fyrir það áræði og þann kjark sem þær sýndu með því að koma fram úr myrkrinu út í dagsljósið og ryðja þannig til hjálpar braut þeirra fjöl- mörgu sem orðið hafa fyrir svip- aöri reynslu. ísland alltaf besta landið Eftir að hafa horft á norsku heim- ildarmyndina, sem sýnd var í sjón- varpinu síðastliðið haust, um sví- virtu börnin varð ég skelfingu lost- in. Eftir þáttinn hugsaði ég: Svona skeður bara í útlandinu. Ég rauk í símann, hringdi í son minn sem búsettur er í Finnlandi og á börn. Ég bað hann í öllum guðanna bæn- um að gæta barnanna vel. Ég keypti eintök af litlu kveri, sem heitir „Þetta er líkami minn" og er gefiö út af Kvennaathvarfinu, og sendi til Finnlands. Nú fannst mér ég hafa gert skyldu mína og mínum þætti væri hér með lokið. Mér létti. Ég taldi mig lánsama að búa á KjaUarinn Kristín Karlsdóttir húsmóðir og í stjórn KRFÍ Islandi því ég hélt að hér þrifust ekki svona níðingsverk sem mynd- in sýndi. Þar var sýnt það mesta miskunnarleysi og grimmd sem mannskepnan býr yfir:.að leggjast svo lágt að beita lítil, saklaus og varnarlaus börn kynferðislegu of- beldi. Þvílík lágkúra, þvílík mann- vonska. Maður, líttu þérnær Getur verið ef vel er að gáð að rotnunin og spillingin sé engu minni hjá bjartsýnustu og ham- ingjusömustu þjóðinni en svívirð- an sé þar betur falin? Og í skjóli þagnarinnar, já í skjóh þess að þessi skelfilegu mál séu svo við- kvæm að ekki megi opinbera þau, þrífist máhn og grasseri hindrun- arlaust í íslensku þjóðfélagi. Hvorum megin er samúðin -rétturinn? Er það ekki einmitt þarna sem hundurinn liggur grafmn? í skjóli þagnarinnar og hve viðkvæm mál- in eru, í skjóli seinvirks réttarkerf- is sem eftir hegðan sinni virðist hafa meiri meðaumkun með níð- ingum, sem fremja glæpina, en sak- lausum fórnarlömbum? Með því að láta mál sakleysingjanna velkjast í kerfinu svo mánuðum og árum skiptir? Loksins, þegar þau eru tekin fyr- ir, eru málin annaðhvort fyrnd eða litla varnarlausa barnið, sem hefur orðið fyrir svívirðunni, komið á þann aldur að það er talin meiri hegning fyrir barnið að málið sé gert opinbert og níðingurinn sýkn- aður á þeim forsendum. Talað er um að menn, sem fremji kynferðis- glæpi á börnum, séu geðbilaðir. Ef svo er því eru þessir menn ekki téknir úr umferð eða lokaðir inni á þar til gerðum stofnunum? Hver er réttur lítilla varnarlausra barna í þjóðfélaginu? Þjóðfélagi, sem miklar sig af menningu, fræðslu og velmegun. Er hann enginn eða er rétturinn afbrotamannsins meg- in? Þetta eru mál sem ekki á að taka á með silkihönskum heldur með festu. Bregðumst ekki börnunum Af þeim sem verða fyrir þessum níðingum eru sennilega 99% konur og börn og eru þau framin af körl- um. Við búum í samfélagi sem er að mestu stýrt af körlum. Hvort orsakanna er að leita þarna læt ég ósagt. Er ekki tími til kominn að konur, já, ég sagði konur, gangi fram fyrir skjöldu og knýi á í þess- um alvarlegu málum. Við skulum hafa það hugfast að lítil saklaus varnarlaus börn setja allt sitt traust á þá fullorðnu, því trausti megum við ekki undir neinum kringumstæðum bregðast. Ef við gerum það erum við orðin samsek níðingunum sem fremja ódæðin og seinvirku réttarkerfi sem okkur ber skylda til að hafa áhrif á til batnaðar. Sýnum mildi og mannúð Við íslendingar erum frægir fyrir margt, þar á meðal hve mikið hefur áunmst í baráttunni við alkóhól- ismann og er það vel. Hefur þeim sem þjást af honum veriö sýnd mildi og mannúð. Alkóhólistar hafa fullan rétt hjá Tryggingastofn- un. Þeir sem hafa orðiö fyrir kyn- ferðislegu ofbeldi þarfnast örugg- lega í öllum tilfellum langrar með- ferðar, bæði innan og utan sjúkra- húsa, því líf margra þessara ein- staklinga hefur verið lagt í rúst. Þetta fólk á því að eiga rétt í trygg- ingageiranum engu síður en alkó- hólistar. Tökum höndum saman Annars eru þessi mál engin einkamál kvenna. Þau varða alla réttsýna og heilsteypta landsmenn hvar í stétt sem þeir eru. Tökum því höndum saman um aö vinna að því að eitthvað afgerandi verði gert í þessum alvarlegu málum sem kynferðisleg aíbrot á börnum eru. Það er ekki nóg að fyllast skelfingu vegna ljótra mála og loka síðan augunum fyrir þeim. Nei, þarna er á ferðinni ihgresi sem rtfa á upp með rótum. Það þarf að halda fundi um allt land, svipaða þeim sem Kvenréttindafé- lagið hélt, en þar komu karlar jafnt sem konur og sögðu áht sitt á þess- um málum. Kristín Karlsdóttir „Getur verið ef vel er að gáð að rotnun- in og spillingin sé engu minni hjá bjart- sýnustu og hamingjusömustu þjóðinni en svívirðan sé þar betur falin?“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.