Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1989, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1989, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 20. MARS 1989. Frjálst.óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11. 105 RVlK, FAX: (1 )27079, SlMI (1)27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 900 kr. Verð i lausasölu virka daga 85 kr. - Helgarblað 100 kr. Kröfur til stjórnvalda Vinnuveitendur og launþegar beina nú kröfum sínum til ríkisvaldsins, eigi kjarasamningar að nást. Staðan er þröng. Þorri fyrirtækja berst í bökkum. Þar er fyrst og fremst átt við fiskvinnsluna. En það gildir einnig um iðnaðinn, útflutnings- og samkeppnisiðnað. Þetta á einn- ig við ýmsar þjónustugreinar. Samdráttarskeið ríkir í þjóðfélaginu. Augljóst er, að ekki yrði stætt á að auka kaupmátt launa frá því sem hann var til dæmis undir lok síðastliðins árs. Yrði reynt að ganga lengra, mundi slíkt einungis koma fram í vaxandi verðbólgu og gengis- fellingum. En margir beggja vegna samningaborðsins vilja nú freista þess að semja til skamms tíma. Rætt hefur verið um 6-7 prósent launahækkun fram til fyrsta september. Þetta gæti dugað til að halda kaupmætti launa nokkuð óbreyttum. En menn mæna til ríkisvalds- ins og vonast til, að ríkisstjórnin megni að gera eitthvað afgerandi til að greiða fyrir samningunum. Stór hluti atvinnulífsins er kominn í þrot. Fiskvinnslan lendir í vaxandi vanda, þegar greiðslum á verðuppbótum á frystan fisk lýkur í lok maí. Fiskverð hefur verið hækk- að í samkomulagi. En eftir stendur, að í fiskvinnslunni býr hallarekstur. Auðvitað sjá frystingarmenn til dæm- is ekki, hvernig þeir geti greitt nokkra kauphækkun, án þess að um verði að ræða baksamninga við stjórn- völd. Fiskvinnslumenn vilja til dæmis semja við stjórn- völd um vaxtamál og eflingu atvinnulífs. Þetta er að mörgu leyti hið sama og launþegasamtökin vilja semja um við stjórnvöld. En hvar á að taka á? Rétt er, að fisk- vinnslufyrirtæki týni tölunni. En augljóst virðist að gera má þær kröfur til stjórnvalda, að þau búi fyrirtækj- um eðlilegan rekstrargrundvöll. Það er ekki svo nú. Til dæmis er greinilegt, að gengið er enn of hátt fyrir út- flutninginn og samkeppnisiðnaðinn. Því þurfa stjórn- völd að koma til skjalanna. Til viðbótar þeim, sem nefnd- ir hafa verið, er rétt að lita á, að Vinnumálasamband samvinnufélaga er tregt til samninga vegna bágrar stöðu fyrirtækja Sambandsins. Stjórnvöld hafa því skyldum að gegna við þjóðfélagið að koma inn í samninga nú til að koma samningum úr sjálfheldu. Afskipti stjórnvalda eiga ekki að byggjast á því að bjarga SÍS eða öðru slíku. Afskiptin eiga að grundvallast á því, að stjórnvöld skapi atvinnugreinunum viðunandi rekstrargrundvöll með því að hætta að spilla fyrir með röngum ákvörðunum. Við skulum skoða fleiri aðalatriði. Hið rétta er að öðru jöfnu, að svonefndir aðilar vinnumarkaðarins, at- vinnurekendur og launþegar, semji og beri ábyrgð á samningum. En viðurkenna verður, að stjórnvöld komi þar víða inn í. Á stefnu stjórnvalda veltur, hvernig samningarnir haldast. Stjórnvöld eru sjálf stór samn- ingsaðili, að því er tekur til opinberra starfsmanna. Fyrst og fremst verðum við að líta á, að á stjórnvöldum nú veltur, hvort mörg fyrirtæki fá rekstrargrundvöll til að geta yfirleitt greitt einhverjar kauphækkanir eða ekki. Viðurkenna verður, að einhverjar kauphækkanir verða að koma til. Kaupmátturinn er orðinn óeðlilega litill, nú eftir áramótin, þótt rétt sé að ekki verði unnt að jafna metin frá allri lækkun síðustu mánaða. Fram- leiðsla í landinu minnkar líklega um þijú prósent eða svo, þegar tekin eru árið í ár og síðastliðið ár. Þessa skerðingu verða landsmenn að bera. En krefjast verður, að hið opinbera bákn verði líka skert og ríkið láti þegnana hafa eitthvað til baka. Haukur Helgason Sumir úr '68 kynslóðinni rákust á veggi kerfisins - ekki sist forystumenn hennar í Evrópu. - Frá mótmælum stúdenta í Paris. Stjórnmál, brennivín og rónar í þeim samtíningi, sem er tveggja binda ritverk Matthíasar Johann- essen ritstjóra um höfðingjann Ólaf Thors, getur aö finna óskáldlega samlíkingu um foringja Sjálfstæö- isflokksins sem líkt er viö brenni- vín en sósíalistum jafnað til róna. Segir svo á einum stað: „Sósíalist- ar hafa löngum reynt að koma óorði á forystumenn Sjálfstæðis- flokksins eins og Árni Pálsson sagði að rónamir gerðu við brenni- vinið... “ (2. bindi, bls. 344). Að þessum orðum rituðum er mér ekki ljóst hvort ég ætla að skrifa um brennivín eða Sjálfstæð- isflokkinn. Matthías hefur alltaf skrifað um sjálfan sig svo ég þarf ekki að hafa áhyggjur af honum. Ég býst þó við aö það sem ég vildi ritað hafa sé þetta: Ef maður tekur Sjálfstæðisflokkinn eða brennivín- ið hrátt þá er það vont en ef maður tekur þaö besta og elsta þá er það gott. Veit ekki... Ég varö nefnilega samferða ung- um manrd á dögunum og við rædd- um Sjálfstæðisflokkinn. Svo skildi leiðir en við hittumst aftur stuttu síðar og þá sagði hann á þessa leið: „Þú spurðir hvar ég stæði í Sjálf- stæðisflokknum. Veistu, ég bara veit það ekki.“ Þaö er nú einu sinni svo að fólk er í flokkum án þess að vita alltaf af hverju. Og þaðan af síöur veit fólk alltaf um hugmyndafræðilegar rætur eða helstu markmið hinna ýmsu afla eða foringja þeirra. Hrundir menn Viðmælandi minn er hámenntað- ur maður á besta aldri og ég er sannfærður um að hugmyndafræði er ekki hans sterka hlið þótt hann yrði fljótur að átta sig ef hann færi að kynna sér máhð. Ungt fólk í mörgum löndum, sem dreymdi vinsamlegra umhverfi á sjöunda áratugnum og framtíð friö- ar og framfara, botnar ekkert í því að viðleitni þess virtist stöðvast við vegg sem var naumast sýnilegur. Eg hef það fyrir satt að einstaka forystumenn ’68 kynslóöarinnar í Evrópu hafi einfaldlega hrunið sál- KjaUarinn Ásmundur Einarsson útgáfustjóri arlega þegar þeim varð ljóst að þeir komust hvorki lönd né strönd fyrir kerfisveggjum allt í kring. Hérlendis breyttust frjálslynd- ustu menn í hreina einræðissinna eftir því sem á leið. Aðrir sættu sig við að setjast að í kerfinu sem þeir höfðu ætlað aö brjóta niður og enn aðrir hurfu frá stjómmálum fyrir fullt og allt. Sú endurnýjun, sem flestir bjugg- ust við i stjómmálaflokkunum, hefur ekki átt sér stað. Þar sitja áfram gamlir fulltrúar sem einu sinni vom ungir og hafa svo sem ósköp lítið að segja viö þjóð sína, hvorki um hana sjálfa né í þágu hennar. Stúdentar sýnast vera þeirrar skoðunar að stjórnmálamenn stundi aðallega hagsmunagæslu og svo mikið er víst að þeir gera htið til aö verja stöðu sína á Alþingi, nema skrifstofuaöstöðuna! Kerfið blómstrar Hafi menn reiknað með því að kerfið féhi saman fyrir sókn æsk- unnar þá hefur það ekki gerst. Kerfið hefur aldrei lifað blómlegra lífi. Meira að segja hefur kerfunum Qölgað og þau hafa stækkað og það er ekki annað að sjá en að náðar- faðmur kerfisins þyki hinn huggu- legasti. Þótt allir flokkar hafi staðið sam- an að myndun kerfisins, sem einu sinni átti að bijóta niður, hefur enginn nýr ilokkur myndast sem snúist hefur gegn kerfinu, að því undanskildu aö fulltrúi litla mannsins, Borgaraflokkurinn, eignaðist á sínum tíma sjö þing- menn, en fæstir vilja nú kannast við flokkinn, sennilega af ótta við að verða kallaðir litlir. Bandalag jafnaðarmanna leystist upp á tiltölulega stuttum tíma vegna þess að fjórir þingmenn töld- ust ekki hafa afl í átök við kerfið og ákváðu einfaldlega að ganga í kerfið. Flokkur mannsins segir að kerfið sé svinslegt en á svoleiðis orðbragð vill enginn hlusta. Ruglaðfólk Svo mjög er búið að rugla fólk í ríminu í hugmyndafræðilegum efnum að samhking Matthíasar rit- stjóra gæti verið viðeigandi vegna þess hve ruglingsleg hún er sjálf. Menn nota orðið hugtök eins og frelsi um einræði og því ekki að líkja Sjálfstæðisflokknum við brennivín og sósíalistum við róna? Ég er alveg viss um að einræðis- sinnaðir frelsendur þjóðfélagsins yrðu því fegnastir ef þeir mættu hkja öllu við brennivin, bara ef þeir fengju að stjórna, hundar þeirra að gelta og málpípur að pípa í sína flautu. Ásmundur Einarsson „Hafl menn reiknað með því að kerfið félli saman fyrir sókn æskunnar þá hefur það ekki gerst.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.