Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1989, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1989, Blaðsíða 26
26 MÁNUDAGUR 20. MARS 1989. íþróttir ¥ Körfuboltí * staðan J l.deild karla Laugdælir-Léttir.........71-47 Víkverji-Skallagrímur....82-77 Reynir-UBK...............52^19 Snæfell-Skallagrímur.....78-65 UBK-Laugdælir............61-71 Skallagrímur-Reynir......70-74 UÍA-Víkverji.............69-47 UBK-Vikverji.............79-59 Lokastaðan: Reynir.....14 13 1 955-756 26 Laugdælir... 14 10 4 961-799 20 UÍA.........14 9 5 970-845 18 UBK.........14 8 6 966-923 16 Snæfell....14 7 7 1023-1044 14 Léttir.....14 4 10 895-1032 8 Skallagr...14 4 10 889-1011 8 Víkverji....14 1 13 783-1032 2 1. deild kvenna KR-Haukar..................54-51 Keflavík-ÍR ...71-62 ÍS-Grindavík ...55-24 Haukar-ÍR ...52-68 Njarövík-ÍR ...53^2 KR-Keflavík ...55-57 Niarðvík-fS ...43-53 Keflavík..18 16 2 981-744 32 ÍR........18 12 6 1032-908 24 KR.......18 11 7 '901-901 22 ÍS.......18 11 7 869-797 22 Njarðvík.18 7 11 724-762 14 Haukar....17 5 12 719-810 10 Grindavík.17' 0 17 642-945 0 Þórhélt sæti sínu - vann Laugdæli, 89-53 Þórsarar tryggðu sér áfram- haldandi sæti í úrvalsdeildinni í körfuknattleik í gær þegar þeir sigruðu Laugdæli, 89-53, í úrslita- leik liöanna í Hagaskólanum í Reykjavík. Úrslitin opinbera glögglega muninn á deildunum tveimur en Þór tapaði 23 af 26 leikjum sínum í úrvalsdeildinni í vetur. Laugdælir náðu öðru sæti 1. deildar á föstudagskvöldið þegar þeir unnu Breiðablik í Kópavogi, 71-61, en það var hreinn úrslita- leikur um hvort liðið skyldi mæta Þór. Tapið þýddi hins vegar fyrir Blikana að þeir enduðu í fjórða sæti. -VS KR-ÍBK í kvöld Annar úrslitaleikur Keflvík- inga ogKR-inga um íslandsmeist- aratitilinn í körfuknattleik fer fram á heimavelli KR í Hagaskól- anum í kvöld og hefst kl. 20. Kefl- víkingar geta tryggt sér titilinn með sigri en vinni KR-ingar eig- ast liðin við í þriðja skipti í Kefla- vík á miðvikudagskvöldið. Bikarinn kom einn Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum: Reynismenn úr Sandgerði tóku við sigurlaunum 1. deUdar karla í körfuknattleik á laugardaginn, eftir að hafa sigrað SkaUagrím, 74-70, í síðasta leU( sínum. Þeir unnu 13 leUd af 14 og hlutu sex stigum meira en Laugdæiir sem hrepptu annað sætið. En heldur þótti Sandgerðingtun sem Körfuknattieikssamband ís- lands sýndi þeim iitla virðingu viö afhendingu bikarsins. Enginn frá KKI kom tU að afhenda hann, bikarinn var einfaidlega sendur á staöinn! Þetta er vafaiítið eins- dæmi þegar um er að ræöa sigur- laun á ísiandsmóti. • Guðjón Skúlason, Keflvíkingur, lék stórt hlutverk að vanda þegar lið hans vann KR á laugardaginn. Hér skorar hann körfu og ívar Webster, KR-ingur, kemur ekki neinum vörnum við þótt stærðarmunurinn á þeim sé Guðjóni mjög í óhag. DV-mynd GS Sagt eftir leikinn Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum: „Áhorfendur voru stórkostlegir og eiga þakkir skildar og þeir eiga svo sannariega sinn þátt í þessum sigri. Það sannaðist enn einu sinni, þegar við misstum Guðjón af leikvelli, að það kemur maöur í manns stað. Við ætlum okkur að klára dæmið á mánudags- kvöldið. Sá leikur verður erfiður en það mun takast," sagði Jón Kr. Gíslason, þjálfari Keflvík- inga, í samtali við DV eftir úr- siitaieikinn á laugardag. Axel Nikulásson „Við gáfúmst aldrei upp þó við værum undir. Það er mjög góð stemmning í liðinu, ef einhverj- um leikmanni gengur flla er hann hvattur áfram. KR-ingar press- uðu mjög illa, þeir voru kannski hræddir við villur, en þeir munu örugglega pressa okkur stíft í leiknum í Hagaskóia,“ sagöi Axel Nikulásson, leikmaður Keflavík- ur. Birgír Mikaelsson „Viö töpuðum boltanum of oft til þeirra, vorum klaufar í leikn- um. Það var mjög svekkjandi að tapa þar sem við vorum yfir mest- an hluta leiksins, en viö gefumst ekki upp - seijmi leikurinn verð- ur mjög erfiður en við erum mjög sterkir á heimavelli, ætlum okk- ur að sigra og ná fram þriðja leiknum," sagði Birgir Mikaels- son, fyrirliöi og stigahæsti leik- maður KR-inga. Laszlo Nemeth „Viö misstum boltann of oft, þar af leiðandi skoruðum viö ekki dýrmæt stig úr þeim sóknum. En Keflvíkingar standa mjög vel að vígi því þeir fá þriöja leikinn á heimavelli ef við sigrum þá næst. Leikurinn í Hagaskóla verður erfiður en það ætti að takast að sigra og því verður hreinn úr- slitaleikur á miðvikudaginn,“ sagði Laszlo Nemeth, þjálfari KR-inga. KR-ingar þoldu ekki pressuna undir lokin - og Keflavlk hefur undirtökin 1 einviginu eftir sigur, 77-74 Ægir Már Kárason, DV, Suöumesjum: Keflvíkingar sigruðu KR-inga í æsispennandi úrslitaleik um íslands- meistaratitilinn sem fram fór í Kefla- vík á laugardaginn. Leikurinn end- aði 77-74, eftir aö staðan hafði verið 33-37, KR í hag, í hálfleik. Liðin leika öðru sinni í Hagaskólánum í kvöld og sigri Keflvíkingar aftur hafa þeir tryggt sér meistaratignina í fyrsta skipti. Annars verður þriðji leikur í Keflavík á miðvikudagskvöldið. KR-ingar fórum hamförum í byrj- un og voru komnir í 10-20 þegar tíu mínútur voru liðnar. Fjórum mínút- um síðar, þegar staðan var 18-26, fóru Keflvíkingar að pressa stíft og stálu boltanum hvað eftir annað af KR-ingum. Þeir skoruðu tíu stig í röð og sneru leiknum sér í hag, 28-26. En á lokakaíla hálfleiksins náðu KR-ingar að skora 11 stig gegn fimm stigum heimamanna og ná foryst- unrú á ný. Á fyrstu mínútum síöari hálfleiks náðu Keflvíkingar að jafna, 39-39. Eftir það voru KR-ingar með 4-6 stiga forystu þar til á 8. mínútu. Þá var staðan 49-55 en heimamenn skoruðu þá sex stig í röð og jöfnuðu. Þeir kom- ust síðan yfir í fyrsta skipti í hálf- leiknum, 59-57, og leikurinn var hálfnaður. Guðjón meiddist Fimm mínútum fyrir leikslok var staðan 68-68. Þá náði Guöjón Skúia- son aö skora þriggja stiga körfu en í næstu sókn uröu Keílvíkingar fyrir því áfalli að missa hann meiddan út af. KR jafnaði, 71-71, þegar tvær mín- útur voru eftir. Axel kom Keflavík yfir, 73-71, og síðan misstu KR-ingar boltann. Falur Haröarson, sem kom inn á fyrir Guðjón og var að leika sinn 100. leik fyrir félagið, jók mun- inn í fjögur stig, 75-71. Enn misstu KR-ingar boltann og aftur var það Falur sem skoraöi, 77-71, og ein mín- úta eftir. Þá geröi Birgir þriggja stiga körfu, 77-74, en Keflvíkingar náðu að halda boltanum til leiksloka, við mikinn fögnuð áhorfenda. Keflavík vann á liðsheildinni Keflvíkingar unnu þennan leik fyrst og fremst á liðsheildinni. Þeir spiluðu mjög skynsamlega og vel, mikil barátta og leikgleði færði þeim þennan sigur. Allar innáskiptingar voru mjög vel skipulagðar af Þor- steini Bjarnasyni liðsstjóra. Jón Kr. og Axel náðu ótrúlega vel saman og allir áttu sinn þátt í sigrinum. KR-ingar eru með mjög gott og sterkt lið en þoldu greinilega ekki pressuna á lokamínútunum og misstu boltann oft klaufalega. Bestir voru þeir Birgir Mikaelsson og Matt- hías Einarsson og Guðni Guðnason átti ágæta spretti. Einnig var ívar Webster sterkur í vörninni en það er galli fyrir iiðið hve seinn hann er í sóknina og nær þess vegna ekki eins mörgum sóknarfráköstum og skyldi. Kristinn enn á KR-leik Dómarar voru þeir Leifur Garðars- son, sem stóð sig mjög vel, og Krist- inn Albertsson. Það verður að segjast eins og er að það er einkennilegt að Kristinn skuli áfram vera látinn dæma leiki KR-inga þegar margoft hefur komið fram að tengsl hans við leikmenn liðsins séu meiri en svo að vel geti verið. Þetta hlýtur að skemma fyrir Kristni sjálfum því hann er að öilu jöfnu mjög góður dómari. Stig Keflavíkur: Axel Nikulásson 24, Guðjón Skúlason 23, Jón Kr. Gíslason 8, Sigurður Ingimundarson 8, Nökkvi Jónsson 6, Falur Harðar- son 4, Magnús Guðfinnsson 4. Stig KR: Birgir Mikaelsson 26, Matthías Einarsson 20, Guðni Guðnason 16, ívar Webster 7, Jó- hannes Kristbjörnsson 3, Hörður Gauti Gunnarsson 2.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.