Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1989, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1989, Blaðsíða 30
30 MÁNUDAGUR 20. MARS 1989. • islandsmeistarar ÍBK: Altarl rö6 frá vinstri: Freyr Sverrisson þlálfari, Áslaug Thelma Einarsdóttlr, Sigrún Haraldsdóttir, Hlldur Sölvadóttir og Lilja Sæmunds- dóttir. Fremrl röð frá vinstri: Lóa B. Gestsdóttir, Anna Marla Siguröardóttir, Sunneva Sigurðardóttir, Maria Rut Reynisdóttir og Ásdis Þorgilsdóttir. DV-mynd Ægir Már 4 flokkur kvenna: ÍBK vann eftir framtengingu Ægir Máx Kárasan, DV, Suöumesjum: Keílavík varð í gær íslands- meistari í 4. flokki kvenna í handknattleik eftir sigur á Breiðabliki, 8-7, í úrslitaleik, en lokaumferðin fór fram í Kefla- var framlengt og þá náðu Kefla- víkurstúlkurnar að skora tvö mörk gegn einu og tryggja sér sigurinn. Leikurinn var spenn- andi og skemmtilegur, og mjög vel leikinn af beggja hálfu. Ásdís Þorgilsdóttír skoraðl 4 ardóttir 1. Fyrir Breiðablik skoraði Rósa Brynjóifsdóttír 4, Elísabet Sveinsdóttir 2 og Hrafnhildur Gunnlaugsdóttir 1. Fram og KR léku um brons- verölaunin og þar sigruðu Framstúlkumar, 8-5, eför aö staöan hafði veriö 3-3 í báifleik. vík í gær. mörk fyrir Keflavík í úrslita- Staðan i hálfleik var 6-3 en leiknum, María Rut Reynis- Breiðablik jafiiaði, 6-6. Siðan dóttír 3 og Anna Marfa Sigurð- ‘•'o * Æ 1 JS 3 ¥f HMXÍ Éf f Iv® 1Y t.’ I • íslandsmeistarar KR í 4. flokki karla. DV-mynd GS 4. flokkur karla: KR hafði betur qeqn Frömurum Það voru KR-ingar sem tryggðu sér íslandsmeistaratitilinn í 4. flokki karla í gærdag, eftir úrslitaleik við Fram. KR-ingar byrjuðu leikinn af miklum krafti og komust strax yfir í leiknum. Þeir spiluðu mjög sterka vörn framan af fyrri hálfleik en Framarar spiluðu sína vöm að sama skapi illa. Staðan í hálfleik var 12-7 KR í vil. En Framarar vom ekki búnir aö segja sitt síðasta orð. Þeir komu gríð- arlega ákveðnir til leiks í síðari hálf- leik og tókst aö jafna leikinn, 16-16. Þannig var staðan þegar tíu mínútur voru til leiksloka. En á lokamínútum leiksins fóru Framarar mjög illa með upplögð marktækifæri, þar á meðal tvö vítí. KR-ingar spiluðu hins vegar mjög skynsamlega og tryggðu sér kærkominn sigur. Markahæstir í liði KR voru Páll Beck meö 6 mörk, Einar Árnason með 5 mörk og Þórhallur Flosason 4 mörk. Hjá Fram voru Arnar Arnarsson og Friðrik Nikulásson markahæstir, báðir með 5 mörk og Valtýr Gauti Gunnarsson með 3 mörk. Haukar tryggðu sér sigur gegn FH í baráttunni um þriðja sæti, 14-11. -HR/BS 6. flokkur karla: FH-strákar unnu HK í úrslitunum fram úrslit í 6. flokki og bar FH og HK sig- ur úr býtum í sínum riðlum eftir haröa bar- áttu viö KR og Fylki er léku um 3. sætið. Leikur FH og HK var jafn og spennandi all- an leikinn og bar leikurinn þess merki að mikið var í húfi. Vörn og markvarsla beggja liða var mjög góð á meðan sóknarleikur virk- aði oft ráðleysislegur. FH-ingar náðu forskoti með marki Egils Sigurjónssonar og var staðan i hálfleik 1-0. í upphafi seinni hálfieiks byrjuöu FH-ingar á því að auka munixm i tvö mörk, 2-0, en góður sprettur leit þá dagsins fjós hjá HK og náðu þeir að jaftia leikinn, 2-2, með mörkum Halldórs Guömundssonar og Þórðar Guö- mundssonar. FH náði þá að skora tvö mörk í röð og gerði þar raeð út um leikinn en loka- tölur leiksins uröu 4-3, FH í vil, og hömpuðu FH-ingar því íslandsmeistaratitiinum í 6. flokki í ár. Sverrir Þórðarson var markahæstur hjá FH með tvö mörk en flóröa mark þeirra gerði Jóhann Pálsson. Þriðja mark HK gerði Pálm- ar Sigurgeirsson. Fylkir tryggði sér 3. sætið með sigri á KR, 9-6. -HR/BS DV-mynd GS • Islandsmeistarar FH i 6. flokki karla. 2. flokkur kvenna: Sterkar varnir og Stjörnusigur Það er óhætt að segja að úrshtaleikurinn í 2. flokki kvenna hafi veriö leikur hinna sterku vama. Víkingur og Stjaman léku til úrslita og vora vamir liðanna og mark- varsla eins og best gerist. Víkingar byrjuðu leikinn með miklum látum og komust í 5-1. Stjaman náði ekki að skora mark fyrr en 8 mínútur vöra Mðn- ar af leiknum og náöu Stjömustúlkurnar að rétta úr kútnum fyrir leikhlé með því að gera tvö síðustu mörkin í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik var því 5-3 Víkingum í vil. Síðari hálfleikur var mjög skemmtilegur og var baráttan í liðunum mikil. Með miklu harðfylgi tókst Stjömunni að jafna leikinn, 6-6. Jafnt var síðan með liðunum í 8-8 en þá skoraði Stjaman tvö mörk í röð og urðu lokatölur leiksins, 10-8. Stjarnan er því is- landsmeistari í 2. flokki kvenna og var Vík- ingur eina hðið sem veitti þeim einhverja mótspymu undir lok mótsins. Best í hði Stjömunnar var Ragnheiður Stephensen. Hjá Víkingum bar mest á markverðinum Hjördísi Guðmundsdóttur. Grótta vann ÍBV í leik um þriðja sætið. -HR/BS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.