Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1989, Blaðsíða 23
Ia*§§a
setti
sexmet
Ragnheiöur Runólfsdóttir frá Akranesi setti sex íslandsmet á innan-
hússmeistaramótinu í sundi sem fram fór í Sundhöll Reykjavíkur um
helgina. Þá gerði Birna Björnsdóttir úr Sundfélagi Hafnarfjarðar sér
lítið fyrir og sló fimm met í unglingaílokki.
Sjá bls. 32
Tiede-
mann
kemur
ekki
. Nú þykir fullljóst að austur-þýski
handknattleiksþjálfarinn Paul Tie-
demann muni ekki koma til starfa á
íslandi. Samkvæmt heimildum, sem
DV hefur aflað s'ér frá Austur-Þýska-
landi, á Tiedemann við veikindi aö
stríða og ólíklegt er talið að hann
snúi sér aftur að þjálfun.
Tiedemann þjálfaði landslið Aust-
ur-Þjóðverja í tæpa tvo áratugi, áöur
en hann hætti störfum á síðasta ári.
Sem kunnugt er hefur Handknatt-
leikssamband íslands um nokkurt
skeið sótt þaö fast að fá hann sem
landsliðsþjálfara en líkurnar á að af
því verði hafa minnkað jafnt og þétt
síöustu vikurnar.
-VS
Gullið til
Guðjóns
- sjá bls. 34
Úrslitin í
unglinga-
handbolta
- sjá bls. 30
Valur féll
á víta-
keppni
- sjá bls. 28-29
Geir setti
heimsmet
- í 200 metra bringusundi í flokki A-8
Heimsmet var sett á innanhúss-
meistararaóti íslands í sundi um
helgina. Metið setti Geir Sverrisson
úr Njarðvík er hann synti 200
metra bringusund karla á tímanum
2:49,03 mínútum.
Aö sögn Guðmundar Ámasonar
hj á sundsambandinu átti Geir sjálf-
ur eldra metið og var það 2:52,25
mínútur.
Guðmundur kvað heimsmetið
sett í flokki A-8, í Qokki hreyfi-
hamlaðra, en Geir er fatlaður
íþróttamaöur.
Þjálfari Geirs er Noröurlanda-
methafinn Eðvarð Þór Eðvarðsson
úr. Njarðvík.
Þess má geta að Geir vann til
verðlauna á ólympíuleikum fatl-
aðra sem fram fóru í Seoul í haust.
Hann vann þar silfurverðlaun i 100
metra bringusundi, kom þá í mark
á 1:21,25 mínútum.
-JÖG
Tómas Holton á
förum til Noregs?
- leikur aö öflum likindum ekki meö Val á næsta tímabifl
Miklar líkur eru á aö Tómas Hol-
ton, landsliðsmaður í körfuknattleik,
yfirgefi herbúðir Vals fyrir næsta
leiktímabil.
Tómas, sem hefur verið burðarás-
inn í liði Valsmanna undanfarin ár,
stefnir út en hann hefur nú sótt um
skólavist í íþróttaháskólanum í Osló
í Noregi.
„Ég er fastákveðin að fara ef ég fæ
skólavist og stefni líklegast aö því aö
komast að hjá einhverju liði þarna
úti,“ sagði Tómas í samtali við DV í
gærdag.
„Ég hef enn ekki fengið svar frá
skólanum en á von á því um miðjan
apríl," sagði Tómas í samtalinu.
Tómas Holton hóf að leika með
meistaraflokki Vals árið 1983. Á
hann nú ríflega 200 leiki að baki í
meistaraflokki.
Ef fer sem horfir má ætla að áfallið
verði gríðarlegt fyrir Valsmenn en
erfitt verður fyrir félagið að fylla
skarð þessa skemmtilega leikmanns.
-JÖG
Öruggt að ég fer í vor
- Sigurður Jónsson settur út úr liöi Sheff. Wed.
„Það má heita öruggt að ég fari frá
Sheffield Wednesday eftir þetta
keppnistímabil. Það hafa nokkur fé-
lög haft samband við mig nú síðustu
dagana en ég á þó ekki von á að neitt
gerist fyrir fimmtudaginn, en þá
verður markaðnum hér í Englandi
lokað til vorsins," sagði Sigurður
Jónsson, knattspyrnumaður hjá
Sheffield Wednesday, í samtali viö
DV í gær.
„Ég hef áhuga á að leika áfram hér
í 1. deildinni en er einnig spenntur
fyrir því að þreifa fyrir mér á megin-
landi Evrópu og sjá hvað er þar 1
boði,“ sagði Sigurður.
Siguröur var settur út úr liði Sheff.
Wed. fyrir leikinn við Luton í 1. deild
ensku knattspyrnunnar á laugardag-
inn. Ron Atkinson lét liðið leika stíf-
an varnarleik og það vann þar dýr-
mætan útisigur, 0-1, og bætti með
því veruléga stöðu sína í fallbarátt-
unni.
„Gegn Everton um síðustu helgi
var ég settur í stöðu hægri útherja,
og fékk nánast aldrei boltann. Síðan
breytti Ron Atkinson um leikaöferð
og valdi mig ekki í liðið fyrir leikinn
gegn Luton. Ég fór þó með liðinu en
var ekki varamaður. Atkinson gerir
alltaf 2-3 breytingar á hðinu milli
leikja og hann hefur staðið sig mjög
vel síöan hann tók við af Peter
Eustace sem framkvæmdastjóri, -
hann er toppmaður í sínu fagi,“ sagði
Sigurður Jónsson.
-VS
Júgóslavl meö Hæðargarðsflðinu í 1. defldinni:
Micic spilar með Víkingi
„Við erum ánægðir með þennan
leikmann. Hann virðist í mjög góðu
líkamsformi og hefur staðið sig eink-
ar vel með Víkingsliðinu á æfingum.
Það er búið að ganga frá félagaskipt-
um, það var gert á fimmtudag. Júgó-
slavinn verður því orðinn löglegur
með Víkingsliöinu um miðjan maí.“
Þetta sagði Sigurður Ingi Georgs-
son, einn ráðamanna knattspyrnu-
deildar Víkings, í samtali við DV í
gær.
Var hann spurður hvort félagið úr
Hæðargarðinum hefði fengið til sín
júgóslavneska leikmanninn, Goran
Micic, sem æft hefur með liðinu að
undanfórnu.
Að sögn Sigurðar Inga, er Júgó-
slavi þessi mjög fjölhæfur og hpur
sóknarmaður:
„Hann hefur verið duglegur við að
skora mörk og við munum reyna.
hann í æfingaleik gegn Val á mið-
vikudag."
Micic, sem er 27 ára gamall, lék
með 1. deildar liðinu Radnicki í
heimalandi sínu að sögn Sigurðar
Inga. Það félag er nú um miðja deild
í Júgóslaviu en hafnaði í 7. sæti á
síðasta vori.
-JÖG