Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1989, Blaðsíða 8
8
MÁNUDAGUR 20. MARS 1989.
Viðskipti____________________________________________
Aðstoðin við lagmetisfyrirtækin:
Veðhæfni birgða
er talin óljós
Á vegum afuröadeilda bankanna
er nú verið að meta birgðastööu lag-
metisfyrirtækja til að kanna hvernig
þær geti staðið undir veðum fyrir
þeim auknu afurðalánum sem veita
á til þeirra. Þessi lán eru að upphæð
6 til 7 milljónir króna og eru hugsuö
sem aðstoð af hálfu ríkissjóðs vegna
tjóns af völdum hvalveiðideilunnar.
Að sögn Halldórs J. Kristjánsson-
ar, yfirlögfræðings iðnaöarráðuneyt-
isins, er hér ekki um að ræða ný lán.
Það sem ríkið ætli að gera sé að
greiða fyrir því að lagmetisfyrirtæk-
in þurfi ekki að greiða vexti af þeim
lánum sem þegar hafa verið veitt til
fyrirtækjanna. Auk þess verða af-
uröalán hækkuð.
Þau afurðalán, sem þegar hafa ver-
ið veitt, eru að upphæð 75% af mark-
aðsverði vörunnar en ríkið ætlar að
beita sér fyrir því að þetta verði
hækkað upp í 100%. Nú munu vera
til birgðir upp á 190 milljónir króna
sem þarf að veita lán til í 6 mánuði
að því er talið er. Kostnaður vegna
framlengingar afurðalána fellur að
öllum líkindum á ríkissjóð, Seðla-
banka og viðskiptabankana.
Ekki allt söluhæf vara?
Þær birgðir sem á að lána út á eiga
að verá seljanlegar á V-Þýskalands-
markaði. Samkvæmt heimiidum DV
er á reiki hvort allar þær birgðir, sem
veita á lán út á, séu söluhæf vara.
Sumt sé varla vara sem hefði getað
farið á þennan markað. Halldór var
spurður um þetta.
„Það er nákvæmlega þetta sem
bankamenri’ áttu að gera. Þeir áttu
að kanna hvort ekki væri allt í sam-
ræmi við það sem við höfum haldið.
Ef það væri ekki áttu lánin að
minnka sem því næmi. Við ætlum
ekki að láta fyrirgreiðslu til annars
en þess sem sannanlega hefði verið
selt til V-Þýskalands,“ sagði Halldór.
Hann sagði að ekkert hefði komið
upp sem staðfesti slíkan grun. Það
væri hins vegar eðlilegur máti að
kanna vel slíkt áður en til aðstoðar
kemur.
Halldór sagðist vita til þess aö ein-
staka fyrirtæki væru með „eríiðar
vörur“ sem erfitt væri að markaðs-
setja. Ef þessar vörur hafa hins vegar
fengið afurðalán til þessa þá eiga þær
að fá fyrirgreiðslu áfram.
Tökum ekki upp dósir og
smökkum
Már Hallgrímsson, yfirmaður af-
uröalánadeildar Landsbankans,
staðfesti að á vegum bankans væri
verið að kanna birgðir sem stæðu að
baki afurðalánum. Hann sagði hins
vegar að þaö væri hefðbundið eftirlit
af hálfu bankans en ekki nein sérstök
skoðun vegna nýrrar lánafyrir-
greiöslu.
Már sagði að skoðunarmenn bank-
ans gerðu lítið af því að meta sölu-
hæfni vöru á tiltekna markaði.
„Okkar menn fara ekkert í það að
taka upp dósir og smakka. Þaö eru
aðrir aðilar sem gera það. Okkar
menn telja bara birgðir og kanna
hvort allt sé í lagi hvað það varðar,“
sagði Már. Hann sagði hins vegar að
í þessari viku yrði fariö í það að
meta stöðu birgða með iðnaðarráðu-
neytismönnum.
- SMJ
Lára hæHir hjá Stjórnunarfélaginu
Lára Ragnarsdóttir, framkvæmda-
stjóri Stjómunarfélags íslands, lætur
af því staifi í sumar eftir næstum
fjögurra ára starf hjá félaginu. „Þetta
hefur verið ákaflega skemmtilegur
tími en ég ákvað þegar ég tók starfiö
að mér að gegna því ekki lengur en
þrjú til fjögur ár,“ segir Lára.
Lára var forstöðumaður Áætlana-
og hagdeildar ríkisspítalanna áöur
en hún hóf að vinna hjá Stjómunar-
félaginu. Hún er hagfræðingur að
mennt með sjúkrahússrekstur sem
sérsvið.
„Það er ekki klárt hvert ég fer. Það
em nokkrir kostir núna sem ég er
að skoða.“
Ekki er búið aö ráða í starf Lára
hjá Stjórnunarfélaginu en verið er
að ræða viö nokkra um starfið.
Af fyrirrennurum hennar má
nefna Áma Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóra Fóðurblöndunnar,
Þórð Sverrisson, framkvæmdastjóra
hjá Eimskip, og Friðrik Sophusson,
alþingismann og fyrmm ráðherra.
Þeir gegndu allir starfi fram-
kvæmdastjóra félagsins í þijú ár
þannig að segja má að hefð sé fyrir
því að sami maður gegni starfmu
ekki lengur.
-JGH Lára Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri Stjórnunarfélagsins. Hún lætur af þvi starfi í sumar
Skemmdi 900 þúsund
króna bfl í reynsluakstri
- hver borgar brúsann?
Maður á fertugsaldri, sem var að
reyna bfl á Bilasölu Brynleifs í
Keflavík, skemmdi bflinn, sem er
af gerðinni Toyota Celica og kostar
900 þúsund krónur, þegar hann ók
honum á rútu frá Sérleyfisferðum
Keflavíkur. Þetta gerðist laugar-
daginn 11. mars. Snjór var úti en
bfllinn var á sumardekkjum.
Hver borgar brúsann í svona til-
vikum? Að sögn Andra Ámasonar
lögfræðings ber sá sem er að
reynsluaka bílnum ábyrgð á þvi ef
hann skemmir bflinn. Það er sam-
kvæmt lögunum um ábyrgð á láns-
hlut.
Bílasölur em ekki ábyrgar fyrir
bílunum þrátt fyrir að þær láni bfl-
ana til reynsluaksturs.
Vegna sumardekkjanna á bílnum
1 vetrarfærð segir Andri Ámason
ennfremur aö í málum sem þessum
geti bflsljórar tæplega skellt skuld-
inni á bflasöluna eða eiganda bils-
ins því samkvæmt umferðarlögum
eigi bílstjórar ekki aö leggja af stað
á bíl ef þeir tefja að hann sé van-
búinn.
„Sé bfllinn á hinn bóginn á ein-
hvem hátt i því ólagi sera ökumað-
urinn í reynsluakstrinum getur
ekki vitaö fiyrir og veldur árekstr-
inum þá tel ég að hann sé í miklum
rétti að neita að borga. Ég minnist
þess til dæmis eitt sinn að bensín-
gjöf á bíl, sem var verið að selja,
festist annað slagið vegna bilunar.
Þetta leiddi til árekstrar í reynslu-
akstrinum og ökumaöurinn neitaði
að borga og gat staðið á því,“ segir
Andri Ámason.
Og jafnvel þótt bfllinn sé í kaskó
er hæpið að ökumaöurinn í
reynsluakstrinum sleppi við að
borga tjóniö. Kaskótryggingin nær
nefnilega fyrst og fremst til fjöl-
skyldumeðlima sem eru á bílnum.
___________________________-JGH
Rýmra um skip SÍS
Skipadeild SÍS hefur fengið stærra
athafnasvæöi í Holtagörðum. Nú er
mun rýmra um SÍS-skipin og er
bryggjupláss fyrir tvö skip en fljót-
lega verður rými fyrir þrjú. Reykja-
víkurborg stendur að hafnarmann-
virkjunum.
Skipadeildin hefur hert öryggis-
gæslu sína við höfnina í Holtagörð-
um og dregiö mjög úr umferð á svæö-
inu. Á verkefnaskrá skipadeildar-
innar em frysti- og kæligeymslur við
höfnina.
-JGH
Höfn Skipadeildar SÍS fyrir neöan Holtagaróa stækkar sífellt. Brátt verður
rými fyrir þrjú skip i einu viö bryggjuna. DV-mynd Brynjar Gauti
DV
Tollskýrslur
á disklingi
Fyrirtæki geta brátt í auknum
mæli sent tollskýrslur sínar á
disklingi til tollstjóra. Senda þau
þá útprentaða tollskýrslu ásamt
disklingnum sem upplýsingamar
em á, að sögn Sigvalda Friögeirs-
sonar, skrifstofustjóra embættis
tollstjóra.
Fyrirtækin Tollmeistarinn og
Tollarinn eru þessa dagana að
ljúka við gerð forrita sem geta
gert þessa tækni mun almennari
í notkun en hingað til hefur veriö.
„Forritin em búin að vera á til-
raunastigi en þau veröa senn til-
búin,“ segir Sigvaldi.
Mikill spamaður fylgir því að
fyrirtæki sendi tollskýrslu sínar
á disklingi til tollstjóra og þá er
mun minni hætta á vitleysum.
„Þetta er mikill tímaspamaður.
Fyrirtæki meö tollskýrsluforrit
fyllir það út hjá sér og prentar
það út. Ef það sendir síðan diskl-
inginn meö skýrslunni er hægt
að afgreiöa skýrsluna mun fyrr
þar sem tollstjóraembættið losn-
ar við að setja allar upplýsingar
upp á nýtt í tölvukerfið." -JGH
Peningainarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggð / %
Sparisjóösbækurób. 8-10 Bb.Sb
Sparireikningar
3jamán.uppsögn 8-11 Vb.Sb
6mán. uppsögn 8-13 Vb.Sp
12mán.uppsögn 8-9,5 Ab
18mán. uppsögn 20 Ib
Tékkareikningar, alm. 2-4 Ib.Sp,- Vb.Lb
Sértékkareikningar 3-10 Bb.Sb
Innlán verðtryggð Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 1-2 Vb
6mán. uppsögn 2-3,5 Sp.Ab,- Vb.Bb
Innlán með sérkjörum 18 Sb
Innlángengistryggð
Bandarikjadalir 8,25-8,5 Bb.Vb,- Sb.Ab
Sterlingspund 11,5-12,25 Ab
Vestur-þýsk mörk 5-5,5 Bb.lb,- Vb.Sb,- Sp
Danskarkrónur 6,75-8 Vb.Ab
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
Útlán óverðtryggð
Almennirvixlar(forv.) 14-20 Lb
Viðskiptavíxlar(forv.)(1) Almennskuldabréf kaupgengi
14,5-20,5 Lb
Viöskiptaskuldabréf (1) kaupgengi Allir
. Hlaupareikningar(yfirdr.) 17,5-25 Lb
Utlán verðtryggð
. Skuldabréf 7.75-9.25 Lb
Utlán til framleiðslu
Isl. krónur 14.5-20,5 Lb
SDR 10 Allir
Bandarikjadalir 11.25 Allir
Sterlingspund 14,5 Allir
Vestur-þýskmörk 8-8,25 3.5 Úb
Húsnaeðislán
Lifeyrissjóðslán 5-9
Dráttarvextir 24
MEÐALVEXTIR
överðtr. mars89 16,1 8.1
Verðtr. mars89
VÍSITÖLUR
Lánskjaravísitala mars 2346 stig
Byggingavisitalamars 424 stig
Byggingavisitala mars 132,5stig
Húsaleiguvisitala Hækkar i apri
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa verðbréfasjóða
Einingabréf 1 3,601
Einingabréf 2 2,020
Einingabréf 3 2,355
Skammtímabréf 1.248
Lífeyrisbréf 1,811
Gengisbréf 1.641
Kjarabréf 3.586
Markbréf 1,897
Tekjubréf 1,621
Skyndibréf 1,092
Fjölþjóðabréf 1,268
Sjóösbréf 1 1,732
Sjóðsbréf 2 1.419
Sjóðsbréf 3 1.229
Sjóðsbréf 4 1,017
Vaxtasjóðsbréf 1,2198
HLUTABRÉF
Söluverð aö lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.:
Sjóvá-Almennar hf. 274 kr.
Eimskip 380 kr.
Flugleiöir 292 kr.
Hampiðjan 157 kr.
Hlutabréfasjóður 151 kr.
Iðnaðarbankinn 177 kr.
Skagstrendingur hf. 205 kr.
Útvegsbankinn hf. 137 kr.
Verslunarbankinn 148 kr.
Tollvörugeymslan hf. 128 kr.
(1) Viö kaup á viðskiptavíxlum og viö-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki
kaupa viðskiptavíxla gegn 31% ársvöxt-
um og nokkrir sparisj. 30,5%.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb= Búnaðarbankinn, lb = lönaðar-
bankinn, Lb= Landsbankinn, Sb =
Samvinnubankinn, Úb= Útvegsbankinn,
Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð-
irnir.
Nánari upplýsingar um peningamarkað-
inn birtast i DV á fimmtudögum.