Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1989, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1989, Blaðsíða 36
36 MÁNUDAGUR 20. MARS 1989. Fréttir Islandsmeistaramótið í vaxtarrækt „Þetta útlit er mér að skapi,“ segir Valbjörn Jónsson vaxtarrækt- armaður sem hefur nú unnið af hörku í þijá mánuði að lokaundir- búningi sínum fyrir íslandsmeist- aramótið í vaxtarrækt. Mótið verður í Háskólabíói laugardaginn 25. mars og hefst forkeppnin klukkan 9 um morguninn. Lokaundirbúningur Valbjarnar hefur fahst í því að skafa sem mest af fitu af líkamanum til að vöðvamir njóti sín sem best í sjálfri keppninni. Álagið við lokaundirbúninginn segir hann vera gífurlega mikið og er hann vart viðmælandi þann tíma. Þegar Valbjöm var spurður að því hvort það væri rétt að vaxtarræktar- menn sveltu sig fyrir keppni sagði hann að það væri alrangt. Sagðist hann hafa neytt um 3600 hitaeininga á dag þessa þrjá mánuði sem loka- undirbúningurinn hefur staðið yfir en vanalega neytir hann 5000 til 6000 hitaeininga á dag þegar hann er ekki að búa sig undir keppni. „Við keppn- isundirbúninginn reyni ég að velja fæðuna vel og forðast ailan óhollan mat,“ segir Valbjöm. „Ég borða mest soðinn fisk, hýðishrísgrjón, gróft brauð, ferskt grænmeti og ávexti og örlítið af kartöflum. Auk þess drekk ég 7 til 10 lítra af vatni á dag. Ég reyni að halda hlutfalli fæðunnar þannig að 65% hennar séu kolvetni, 30 til 35% séu eggjahvítuefni og 5 til 10% fita, til að fæðan nýtist líkamanum sem best.“ Valbjörn byrjaði að æfa vaxtar- rækt fyrir átta árum og þá vó hann 72 kg. Árið 1983 setti hann sér það markmið að keppa í vaxtarrækt inn- an þriggja ára og má e.t.v. segja að við þá ákvörðun hafi undirbúningur hans undir keppni hafist. Það var svo á íslandsmeistaramótinu, sem haldið var í Broadway 1986, sem hann keppti í fyrsta sinn og lenti þá í + 90 kg flokki, þá 100 kg þungur, reynd- ar segist hann hafa verið illa skafinn í þeirri keppni. Þar keppti Valbjörn á móti Jóni Páh Sigmarssyni og varð að láta sér lynda annað sætið. 1987 keppti Valbjöm aftur á íslandsmeist- aramótinu, sem þá var haldið á Ak- ureyri og varð þar íslandsmeistari í + 90 kg flokki. I fyrra varð Valbjörn hins vegar að hætta við keppni stuttu fyrir íslandsmeistaramótiö þar sem hann sleit hluta vinstri brjóðstvöðv- ans í sundur og varð að hætta æfing- um um tíma. íslandsmeistaramótið núna verður þriðja íslandsmeistaramótið sem Valbjörn tekur þátt í og þegar þessar myndir vom teknar af honum, hálf- um mánuði fyrir mótið, var hann 107 og Vi kg og taldi þá að hann ætti eft- ir að léttast um eitt tii tvö kíló fram að mótinu. Valbjörn æfir að jafnaði eina og hálfa til tvær klukkustundir á dag, sex daga vikunnar, allan ársins hring. Hann segir að allt lífið gangi út á vaxtarræktina og hann fómi öllum öðram áhugamálum fyrir hana. Aðspurður hvers vegna hann legði á sig alla þessa vinnu og það harð- ræði sem fylgdi vaxtarræktinni, svaraði Valbjörn því til að það væri til að fullnægja áhugamáli sínu. Hann sagði að hann fyndi hvað skrokkurinn hefði gott af þessu og vellíðanin eftir erfiða æfingu væri mikil. „Því fylgir líka mikil ánægja að hta betur og öðruvísi út en annað fólk og er þetta útht mér að skapi.“ Þá segist Vaibjörn vera sannfærður um að hann eigi eftir að stunda vaxt- arrækt það sem eftir er enda setur vaxtarræktin mönnum engin aldurs- mörk og eru margir bestu vaxtar- ræktarmenn heimsins mihi 50 og 60 ára gamhr. -J.A.K. Valbjörn Jónsson tók vel á lóðunum þar sem hann var við æfingar í World Class heilsustúdíóinu en segja má að undirbúningur hans fyrir íslandsmeistaramótið hafi tekið átta ár. Á þessum átta árum sem Valbjörn hefur lagt stund á vaxtarrækt hefur hann þyngst um 35 kg enda er hann orðinn, eins og vaxtarræktarmenn segja, „alveg hrikalegur". „Ég er mjög ánægð með hann svona,“ segir Margrét Ástrún Einarsdóttir, eiginkona Valbjarnar, sem hann hefur hér snarað, án nokkurrar fyrirhafnar, upp á öxlina. DV-myndir Jóhann A. Kristjánsson Englakroppar á Selfossi Kristján Einaisson, DV, Selfoesi: Á Selfossi er ekki slegið slöku við að rækta hkamann og ýmis brögð notuð í þeim tilgangi. I glugga í húsi við Eyrarveg 27 stendur skýram stöf- um „Englakroppar" og þetta skilti vakti áhuga fréttaritara DV. Hann knúði dyra. Fyrir hitti hann Nönnu Finnbogadóttur sem rekur þama lík- amsræktarstöð. „Ég sá tæki fyrir þessa leikfimi auglýsta í blaði og fékk áhuga. Þetta er það sem ég hef gaman af. Hús- næði fékk ég leigt á góðum stað og lán til tækjakaupa og skellti mér út í þetta,“ sagöi Nanna. „Slender yöu“ heita þessir bekkir og sex slíkum hefur Nanna komið fyrir í vistlegu umhverfi. Bandarísk- ur maður fann þá upp til að styrkja lamaða dóttur sína. Árangurinn þótti' svo góður að hafist var handa við fjöldaframleiðslu. Bekkimir vinna þannig að að hinir ýmsu vöðvar vinna á móti vélknúnum hreyfingum bekkjarins. Leikfimin er jafnt fyrir konur sem karla og er hver þátttak- andi 10 mínútur í hveijum bekk. Nanna Finnbogadóttir við vélknúnu bekkina. DV-mynd Kristján „Nafnið kom að himnum ofan,“ englakroppar, bara örlítið mismun- sagði Nanna, „eram við ekki öll andi í laginu.“ Bifreiðaskoðun í Borgarnesi Steíán Haialdsson, DV, Borgamesi: Bifreiðaskoðun íslands opnaöi skoðunarstöð í Borgarnesi 3. mars og er hún í bráðabirgðahúsnæöi í byggingu BTB í Brákarey. Áætlað er að stöðin verði flutt í annað hús- næði á næsta ári þar sem komið verður upp fullkomnum skoðunar- tækjum. Kristján Björnsson hefur verið ráöinn forstöðumaður stöðv- arinnar og mun hann sjá um skoð* un bíla fyrir Mýra-og Borgarfjarð- arsýslu. Kristján mun einnig fara vestur á Snæfellsnes og víðar með sérút- Krlstján Björnsson í skoöunar- búna skoðunarstöð en stefnt er aö stöðinni í Borgarnesí. þvi að hafa skoðunarstöðina í Borg- DV-mynd Stefán arnesi opna minnst 1-2 daga í viku meðan á þessum ferðum stendur. til kynna skoðunarmánuð bílsins Upplýsingar um hvenær opið er að viðbættum 4 mánuöum sem eig- era gefnar í stöðinni eða í síma endur hafa til skoðunar bíla sinna. hennar. Til dæmis M 916 er júní + 4 mánuð- Hvað skoðun snertir má geta þess ir. Október er þá síðasti skoðunar- að síðasti stafur í númeri bils gefur mánuður M 916.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.