Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1989, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1989, Blaðsíða 28
28 MÁNUDAGUR 20. MARS 1989. íþróttir Frétta- stúfar Frosttapaði Kínverski heims- meistarinn Yang Yang sigraöi Danann Morten Frost í úr- slitaleik á opna All England mót- inu í badminton sem lauk í Lon- don i gær. Yang sigraði af öryggi, 15-6 og 15-7, en Frost var þarna að leika til úrslita á þessu móti áttunda árið í röð. Þar af hefur hann sigrað flórum sinnum, en Yang hefur áður lengst náð í 8- manna úrsht á mótinu. Leikur- inn þótti óvenjustuttur en Yang var aðeins 37 mínútur að afgreiða Danann. Kínverjar hrepptu einnig gullið í einliðaleik kvenna en þar vann Li Iingwei sigur á Susi Susanti, heimsmeistara unglinga frá Indó- nesíu, 11-8 og 11-4 í úrslitaleik. Afríkubúar fljótastír Afríkubúar hrepptu í gær tvenn gullverð- laun af flórum á heimsmeistaramót- inu í víöavangshlaupi sem fram fór í norska bænum Stavanger. John Ngugi frá Kenýa sigraði í karlaflokki og Addis Abebe frá Eþíópíu í piltaflokki, en í síðar- nefnda flokknum röðuðu Kenýa- menn sér í sæti tvö til fimm. í kvennaflokkum voru sigurvegar- ar hins vegar evrópskir. Annette Sergent frá Frakklandi vann í eldri flokknum og Malin Ewerlo- es frá Svíþjóð i þeim yngri. Breti vann á Spáni Breski kylfmgurinn Mark Roe vann um helgina sinn fyrsta sig- ur á stórmóti í Evrópu þegar hann varð hlutskarpastur á opna katalónska meistaramótinu. Hann háði einvígi við Spánveij- ann kunna, Jose-Maria Olazabal, og lék á 279 höggum en sá spænski á 280. Gordon Brand og Colin Montgomerie frá Bretlandi náöu einnig að leika á 280 högg- um. Kvalfoss meistari Erik Kvalfoss frá Noregi tryggði sér um helgina heimsmeistaratit- ilinn í tvíþraut norrænna skíöa- íþrótta, þrátt fyrir heldur slaka frammistöðu á tveimur síðustu mótum vetrarins sem haldin voru í heimalandi hans. Hann varð sjöundi á því fyrra en var dæmdur úr leik á þvi síðara eftir að hafa skipt um byssu á miðri leið. Elena Golovina frá Sovét- ríkiunum varö heimsmeistari í kvennaflokki en hún hafði haft svipaða yfirburði og Kvalfoss í stigakeppninni í vetur. Atvinnuknattspyrna »Rúmeníu í ár? Rúmenar hafa hug á JP. að taka upp atvinnu- mennsku knatt- spymu í sumar, eða áður en næsta keppnistímabil gengur i garð. Til þessa hefur áhugamennska verið ríkjandi í landinu, að nafninu til, en sterk- ustu liðin hafa þrátt fyrir það æft tvívegis á dag og leikmenn 1. deildar hafa fengið aukagreiðslur frá ríkinu, til viöbótar við þau laun sem þeir hafa haft fyrir sína hefðbundnu atvinnu. Hátt setfur maður í knattspyrnuforystu landsins sagði um heigina að ástæðan fyrir breytingunni væri sú að landsliðsmaöur frá Steaua Búkarest hefði í desember flúið til Belgrad og gerst þar atvinnu- maður hjá Rauðu stjömunni. Rúmenar hefðu ekkert getað gert í málinu þar sem leikmaöurinn, Miodrag Belodedic, befði sam- kvæmt þeirra bókum verið áhugamaöur í heimalandinu. • Júlíus Jónasson freistar þess aö koma boltanum framhjá Peter Pysall, hinum öfluga varnarmanni Magdeburg. Júlíus skoraði tvö mikilvæg mörk fyrir Val seint í leiknum í Magdeburg á laugardaginn, en í lokin voru það Pysall og félagar sem hrósuðu happi og sæti í undanúrslitum keppninnar. Stórleikur Óla Ben ekki nóg - Valur úr leik eftir hræðilegar lokaminútur í Magdeburg Vonir Valsmanna um að komast í undanúrslit Evrópukeppni meistara- hða í handknattleik uröu aö engu á örlagaríkum þremur mínútum í Magdeburg á laugardaginn. Þeir virtust hafa leikinn í hendi sér, stað- an var 18-15, heimamönnum í hag, þegar aðeins þijár mínútur voru til leiksloka, en á þeim skamma tíma gerði Magdeburg þrjú mörk, vann leikinn, 21-15, og þar með var marka- tala liöanna jöfn. Valur hafði unnið heimaleikinn, 22-16, en Magd.eburg kemst í undanúrslitin á því að hafa skorað fleiri mörk á útivelli. Magdeburg skoraöi tvö fyrstu mörk leiksins en Siguröur Sveinsson hafði jafnað, 2-2, á 5. mínútu. Heima- menn komust í 5-2 en síðan mátti sjá á töflunni 6-4, 7-5 og 8-6. Þá 10-6 og 11-7, en Valdimar Grímsson minnk- aði muiúnn í 11-8. Á lokasekúndum hálfleiksins fékk Valur gullið tæk- ifæri til aö laga stöðuna enn frekar en þá skaut Sigurður Sveinsson í stöng úr vítakasti. Martröð í byrjun síðari hálfleiks Fyrri hluti síðari hálfleiks var hrein martröö fyrir Valsmenn. Magdeburg skoraði fimm mörk gegn einu og staðan var skyndilega orðin 16-9. Austur-Þjóðverjarnir höfðu þar með náð eins marks forskoti saman- lagt. Skömmu síðar stóð 18-11 en þá gerðist það að Ólafur Benediktsson kom í mark Valsmanna. Óli Ben varði af snilld Óli sýndi strax gamla takta, varði hvert skotiö á fætur öðru og Valur gerði íjögur mörk í röö. Staðan 18-15 og útlitið orðið gott. En þá gerðist það undir lokin að dæmd voru fjögur sóknarbrot í röö á Valsmenn. Fjögur hraðaupphlaup Magdeburg með Hol- ger Winselmann i fararbroddi, og þrjú þeirra skiluðu mörkum. Það síð- asta, á síðustu mínútunni, eftir að dæmdur hafði verið mjög umdeildur ruðningur á Theodór Guðfinnsson. Sex sekúndna sókn í lokin Valur fékk boltann þegar 6 sekúnd- ur voru eftir og þá var enn von. Sókn- inni lyktaði með aukakasti og úr því skaut Sigurður Sveinsson í varnar- vegg Þjóðverjanna. Leikurinn var úti, Valsmenn höföu fallið fyrir einu frægasta félagsliði Evrópu með minnsta hugsanlega mun. Sigurður Sveinsson var atkvæða- mestur Valsmanna og skoraði 6 mörk, 3 þeirra úr vítaköstum. Valdi- mar Grímsson skoraði 4, Jón Kristj- ánsson 3 og Júlíus Jónasson 2. Hol- ger Winselmann, hornamaðurinn eldfljóti, var í aðalhlutverki hjá Magdeburg og skoraði 8 piörk. -VS Vítaköi réðu úi - sagði Stanislav Mo „Við töpuðum þessum slag ekki hérna í Magdeburg, heldur í Laugardalshöllinni með því að skora ekki þar úr fimm víta- köstum. Síðan mistókust tvö í síðari leikn- um, og þessi 7 víti réðu úrslitum um að Magdeburg kemst í undanúrslitin en ekki Valur. Ég kenni ekki dómurunum um úrslitin,“ sagði Stanislav Modrowski, hinn pólski þjálfari íslandsmeistara Vals í handknattleik, í samtali við DV eftir tap Valsmanna í Magdeburg. „Valsliðið lék alls ekki illa, allir börðust vel og við höfðum góð tök á leiknum í fyrri hálfleik, hleyptum þeim aldrei langt fram- úr okkur. í síðari hálfleik datt þetta nokk- uð niður, Magdeburg skoraði nokkur ódýr mörk, en þegar Ólafur Benediktsson kom í markið fór allt að ganga. Við vorum orðn- ir sjö mörkum undir og menn gerðu sér grein fyrir því að engu var að tapa og þaö losnaði um pressuna sem hvíldi á liðinu. Magdeburg missti tökin á leiknum, þau voru komin í okkar hendur." Valur betri en Magdeburg „Þegar dæmt var á Theodór á síðustu mínútunni héldu allir leikmenn Vals að dæmt yrði aukakast eða vítakast og stopp- uðu alveg. Á meðan brunuðu Þjóðveijarn- ir upp völlinn og skoruðu úrslitamarkið. Ég er sannfærður um það eftir þessa leiki aö Valur er með betra lið en Magde- Vendipi kringum - sagði Pétur Guðmu „Vendipunkturinn í. leiknum var sitt hvoru megin við leikhléið. Á síðustu sek- úndu fyrri hálileiks skaut Sigurður Sveinsson í stöng úr vítakasti, og í byrjun þess síðari var varið frá okkar mönnum úr dauðafæri af línu. Staðan breyttist í 12-8 í staðinn fyrir 11-10 og þetta réði úr- slitum að mínu mati,“ sagði Pétur Guð- mundsson, liðsstjóri Vals, í samtali við DV um Evrópuleikinn í Magdeburg. „Það er hrikalegt að falla út úr keppn- inni á þennan hátt, jafnri markatölu, ekki síst þegar möguleikarnir í stöðunni voru svona miklir. Það sem geröist á lokamín- útunum var að Þjóðverjarnir tóku Júlíus og Sigurð úr umferð, hinir fóru of nálægt vörninni og fengu dæmt á sig sóknarbrot. Þau voru þó vafasöm, í eitt skiptið var slegið á hönd Jóns og þegar Theodór fór inn af línunni á síöustu mínútunni héngu tveir Þjóðverjar í honum. Annar dómar- Hef ak annai - sagöi Stefán Carlssi „Að mínu mati var hér um hreint dóm- arahneyksli að ræða. Dómararnir hol- lensku dæmdu Val í óhag allan leikinn, tóku af liðinu ein sjö vítaköst, og það gróf- asta var á síðustu mínútunni þegar brotið var á Theodóri, einn Þjóðveiji stóð inni í vítateignum og annar lamdi í höndina á honum, og þeir dæmdu ruðning á Theod- ór. Eg hef upplifað margt i ferðum með íslenska landsliðinu en hef aldrei séð ann- að eins,“ sagði Stefán Carlsson, læknir Valsliðsins, í samtali viö DV. „Fyrrverandi formaður vestur-þýska handknattleikssambandsins, Bemard
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.