Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1989, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1989, Page 28
28 MÁNUDAGUR 20. MARS 1989. íþróttir Frétta- stúfar Frosttapaði Kínverski heims- meistarinn Yang Yang sigraöi Danann Morten Frost í úr- slitaleik á opna All England mót- inu í badminton sem lauk í Lon- don i gær. Yang sigraði af öryggi, 15-6 og 15-7, en Frost var þarna að leika til úrslita á þessu móti áttunda árið í röð. Þar af hefur hann sigrað flórum sinnum, en Yang hefur áður lengst náð í 8- manna úrsht á mótinu. Leikur- inn þótti óvenjustuttur en Yang var aðeins 37 mínútur að afgreiða Danann. Kínverjar hrepptu einnig gullið í einliðaleik kvenna en þar vann Li Iingwei sigur á Susi Susanti, heimsmeistara unglinga frá Indó- nesíu, 11-8 og 11-4 í úrslitaleik. Afríkubúar fljótastír Afríkubúar hrepptu í gær tvenn gullverð- laun af flórum á heimsmeistaramót- inu í víöavangshlaupi sem fram fór í norska bænum Stavanger. John Ngugi frá Kenýa sigraði í karlaflokki og Addis Abebe frá Eþíópíu í piltaflokki, en í síðar- nefnda flokknum röðuðu Kenýa- menn sér í sæti tvö til fimm. í kvennaflokkum voru sigurvegar- ar hins vegar evrópskir. Annette Sergent frá Frakklandi vann í eldri flokknum og Malin Ewerlo- es frá Svíþjóð i þeim yngri. Breti vann á Spáni Breski kylfmgurinn Mark Roe vann um helgina sinn fyrsta sig- ur á stórmóti í Evrópu þegar hann varð hlutskarpastur á opna katalónska meistaramótinu. Hann háði einvígi við Spánveij- ann kunna, Jose-Maria Olazabal, og lék á 279 höggum en sá spænski á 280. Gordon Brand og Colin Montgomerie frá Bretlandi náöu einnig að leika á 280 högg- um. Kvalfoss meistari Erik Kvalfoss frá Noregi tryggði sér um helgina heimsmeistaratit- ilinn í tvíþraut norrænna skíöa- íþrótta, þrátt fyrir heldur slaka frammistöðu á tveimur síðustu mótum vetrarins sem haldin voru í heimalandi hans. Hann varð sjöundi á því fyrra en var dæmdur úr leik á þvi síðara eftir að hafa skipt um byssu á miðri leið. Elena Golovina frá Sovét- ríkiunum varö heimsmeistari í kvennaflokki en hún hafði haft svipaða yfirburði og Kvalfoss í stigakeppninni í vetur. Atvinnuknattspyrna »Rúmeníu í ár? Rúmenar hafa hug á JP. að taka upp atvinnu- mennsku knatt- spymu í sumar, eða áður en næsta keppnistímabil gengur i garð. Til þessa hefur áhugamennska verið ríkjandi í landinu, að nafninu til, en sterk- ustu liðin hafa þrátt fyrir það æft tvívegis á dag og leikmenn 1. deildar hafa fengið aukagreiðslur frá ríkinu, til viöbótar við þau laun sem þeir hafa haft fyrir sína hefðbundnu atvinnu. Hátt setfur maður í knattspyrnuforystu landsins sagði um heigina að ástæðan fyrir breytingunni væri sú að landsliðsmaöur frá Steaua Búkarest hefði í desember flúið til Belgrad og gerst þar atvinnu- maður hjá Rauðu stjömunni. Rúmenar hefðu ekkert getað gert í málinu þar sem leikmaöurinn, Miodrag Belodedic, befði sam- kvæmt þeirra bókum verið áhugamaöur í heimalandinu. • Júlíus Jónasson freistar þess aö koma boltanum framhjá Peter Pysall, hinum öfluga varnarmanni Magdeburg. Júlíus skoraði tvö mikilvæg mörk fyrir Val seint í leiknum í Magdeburg á laugardaginn, en í lokin voru það Pysall og félagar sem hrósuðu happi og sæti í undanúrslitum keppninnar. Stórleikur Óla Ben ekki nóg - Valur úr leik eftir hræðilegar lokaminútur í Magdeburg Vonir Valsmanna um að komast í undanúrslit Evrópukeppni meistara- hða í handknattleik uröu aö engu á örlagaríkum þremur mínútum í Magdeburg á laugardaginn. Þeir virtust hafa leikinn í hendi sér, stað- an var 18-15, heimamönnum í hag, þegar aðeins þijár mínútur voru til leiksloka, en á þeim skamma tíma gerði Magdeburg þrjú mörk, vann leikinn, 21-15, og þar með var marka- tala liöanna jöfn. Valur hafði unnið heimaleikinn, 22-16, en Magd.eburg kemst í undanúrslitin á því að hafa skorað fleiri mörk á útivelli. Magdeburg skoraöi tvö fyrstu mörk leiksins en Siguröur Sveinsson hafði jafnað, 2-2, á 5. mínútu. Heima- menn komust í 5-2 en síðan mátti sjá á töflunni 6-4, 7-5 og 8-6. Þá 10-6 og 11-7, en Valdimar Grímsson minnk- aði muiúnn í 11-8. Á lokasekúndum hálfleiksins fékk Valur gullið tæk- ifæri til aö laga stöðuna enn frekar en þá skaut Sigurður Sveinsson í stöng úr vítakasti. Martröð í byrjun síðari hálfleiks Fyrri hluti síðari hálfleiks var hrein martröö fyrir Valsmenn. Magdeburg skoraði fimm mörk gegn einu og staðan var skyndilega orðin 16-9. Austur-Þjóðverjarnir höfðu þar með náð eins marks forskoti saman- lagt. Skömmu síðar stóð 18-11 en þá gerðist það að Ólafur Benediktsson kom í mark Valsmanna. Óli Ben varði af snilld Óli sýndi strax gamla takta, varði hvert skotiö á fætur öðru og Valur gerði íjögur mörk í röö. Staðan 18-15 og útlitið orðið gott. En þá gerðist það undir lokin að dæmd voru fjögur sóknarbrot í röö á Valsmenn. Fjögur hraðaupphlaup Magdeburg með Hol- ger Winselmann i fararbroddi, og þrjú þeirra skiluðu mörkum. Það síð- asta, á síðustu mínútunni, eftir að dæmdur hafði verið mjög umdeildur ruðningur á Theodór Guðfinnsson. Sex sekúndna sókn í lokin Valur fékk boltann þegar 6 sekúnd- ur voru eftir og þá var enn von. Sókn- inni lyktaði með aukakasti og úr því skaut Sigurður Sveinsson í varnar- vegg Þjóðverjanna. Leikurinn var úti, Valsmenn höföu fallið fyrir einu frægasta félagsliði Evrópu með minnsta hugsanlega mun. Sigurður Sveinsson var atkvæða- mestur Valsmanna og skoraði 6 mörk, 3 þeirra úr vítaköstum. Valdi- mar Grímsson skoraði 4, Jón Kristj- ánsson 3 og Júlíus Jónasson 2. Hol- ger Winselmann, hornamaðurinn eldfljóti, var í aðalhlutverki hjá Magdeburg og skoraði 8 piörk. -VS Vítaköi réðu úi - sagði Stanislav Mo „Við töpuðum þessum slag ekki hérna í Magdeburg, heldur í Laugardalshöllinni með því að skora ekki þar úr fimm víta- köstum. Síðan mistókust tvö í síðari leikn- um, og þessi 7 víti réðu úrslitum um að Magdeburg kemst í undanúrslitin en ekki Valur. Ég kenni ekki dómurunum um úrslitin,“ sagði Stanislav Modrowski, hinn pólski þjálfari íslandsmeistara Vals í handknattleik, í samtali við DV eftir tap Valsmanna í Magdeburg. „Valsliðið lék alls ekki illa, allir börðust vel og við höfðum góð tök á leiknum í fyrri hálfleik, hleyptum þeim aldrei langt fram- úr okkur. í síðari hálfleik datt þetta nokk- uð niður, Magdeburg skoraði nokkur ódýr mörk, en þegar Ólafur Benediktsson kom í markið fór allt að ganga. Við vorum orðn- ir sjö mörkum undir og menn gerðu sér grein fyrir því að engu var að tapa og þaö losnaði um pressuna sem hvíldi á liðinu. Magdeburg missti tökin á leiknum, þau voru komin í okkar hendur." Valur betri en Magdeburg „Þegar dæmt var á Theodór á síðustu mínútunni héldu allir leikmenn Vals að dæmt yrði aukakast eða vítakast og stopp- uðu alveg. Á meðan brunuðu Þjóðveijarn- ir upp völlinn og skoruðu úrslitamarkið. Ég er sannfærður um það eftir þessa leiki aö Valur er með betra lið en Magde- Vendipi kringum - sagði Pétur Guðmu „Vendipunkturinn í. leiknum var sitt hvoru megin við leikhléið. Á síðustu sek- úndu fyrri hálileiks skaut Sigurður Sveinsson í stöng úr vítakasti, og í byrjun þess síðari var varið frá okkar mönnum úr dauðafæri af línu. Staðan breyttist í 12-8 í staðinn fyrir 11-10 og þetta réði úr- slitum að mínu mati,“ sagði Pétur Guð- mundsson, liðsstjóri Vals, í samtali við DV um Evrópuleikinn í Magdeburg. „Það er hrikalegt að falla út úr keppn- inni á þennan hátt, jafnri markatölu, ekki síst þegar möguleikarnir í stöðunni voru svona miklir. Það sem geröist á lokamín- útunum var að Þjóðverjarnir tóku Júlíus og Sigurð úr umferð, hinir fóru of nálægt vörninni og fengu dæmt á sig sóknarbrot. Þau voru þó vafasöm, í eitt skiptið var slegið á hönd Jóns og þegar Theodór fór inn af línunni á síöustu mínútunni héngu tveir Þjóðverjar í honum. Annar dómar- Hef ak annai - sagöi Stefán Carlssi „Að mínu mati var hér um hreint dóm- arahneyksli að ræða. Dómararnir hol- lensku dæmdu Val í óhag allan leikinn, tóku af liðinu ein sjö vítaköst, og það gróf- asta var á síðustu mínútunni þegar brotið var á Theodóri, einn Þjóðveiji stóð inni í vítateignum og annar lamdi í höndina á honum, og þeir dæmdu ruðning á Theod- ór. Eg hef upplifað margt i ferðum með íslenska landsliðinu en hef aldrei séð ann- að eins,“ sagði Stefán Carlsson, læknir Valsliðsins, í samtali viö DV. „Fyrrverandi formaður vestur-þýska handknattleikssambandsins, Bemard

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.