Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1989, Page 33

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1989, Page 33
33 ví - c .r v ( i r “ / ,ir n4 í 1 / MÁNUDAGUR 20. MARS 1989. Iþróttir • Erlendur Hermannsson sést hér í kunnuglegri stellingu í Vfkingspeysunni fyrir nokkrum árum í leik gegn KR. Erlendur stýrði Kyndli til meistaratitils i færeyska handboltanum. Handknattleikur 1 Færeyjum: íslenskir þjálf- arar gera það gott í Færeyjum - Erlendur, Egill og Axel mitóð í sviðsljósinu HandknattleiksvertíðinniíFærcyj- um er nú lokið og y erður ekki an n- að sagt en að íslenskir i þjálfarar hafi komið þar mikið við sögu. Þrir íslenskir þjáifarar voru við stjórn- völinn hjá færeyskum 1. deíldar 1 iðum í vetur og náðu allir ágætis- árangri með lið sín. Erlendur Hermannsson, sem lék áður með VíkingiogÞór frá Akur- eyri, þjálfaði í vetur lið Kyndils og varð liðið færeyskur meiatarieftir mikla baráttu við Vostmanna. í síð- asta leiknum gerðu Kyndill og Vestmannajafntefli. 17-17, í hörku- leik. Erlendur lék með í þessum leik og skoraði 4 mörk en hann hafði ekki leikiö áöur meö liöinu. Með þessu jafntefli náöi Kyndill 20 stigttm en Vestmanna sat eftir með sárt ennið og 19 stig. Egill í 3. sæti Egill Steinþórsson, fyrrum' Ár- menningur-og Þróttari, lék með og þjálfaði lið STÍF í vetur og varö lið- ið í þriðja sæti í 1. deild. Egill sagði í samtali við DV: „Þetta var skemmtilegt keppnistimabil og ég er nokkuð ánægður meö árangur- inn. Færeyskur handbolti er í ein- hverri sókn en lið Kyndils og Vest- manna eru áberandi sterkust um þessar mundir.“ Axel hefur einnlg náð góðum árangri Axel Axelsson, fyrrverandi leik- maður með Fram og íslenska landsliðinu, auk þess sem liann lék í Vestur-Þýskalandi um tíma með Dankersen, hefur einnig veriö aö gera góða hluti í Færeyjum í vetur. Axel þjálfaði liö Neistans og varö liöið í 6. sæti í 1. deild. Einnig þjálf- aði Axel kvennalið félagsins sem varð bæði færeyskur meistari og færeyskur bikarmeistari. Forráða- raenn Neistans voru mjög ánægðir raeð störf Axels og hann hefur nú þegar skrifað undir nýjan samning við liðið og mun þvi þjálfa áfram í Færeyjum næsta vetur. „Tek mér nú kærkomið frí frá þjálfun" Egill Steinþórsson hefur verið í Færeyjum síðan í febrúar 1986. Egill sagði í samtali við DV: „Ég hef verið í Færeyjum síðan í febru- ar 1986 ,og hef þjálíað undanfarin 5 ár. Nú er kominn tími til að slaka á og í sumar ætla ég bara að leika með liði VB frá Vogi. Danskur þjálfari, Palle Larsen frá Esbjerg, hefur verið ráðinn þjálfari liðsins. Ég er nú búinn að æfa í rúma viku. Hér er ágætisveður og við höfum getað æft á óupphituðu gervigrasi. 011 liðin, sem leika í 1. deildinni í knattspyrnunni, hafa yíir að ráöa gervigrasvelli.“ „Hér er ákaflega gotl að vera“ Egill er ánægður með lífið í Færeyj- um: „Það er mjög gott að búa hér. Mikill friður og ekki eins mikúl æsingur og stress og heima á ís- landi. Auðvitað fær maður heim- þrá öðru hverju en ég á von á því að ég verði hér eitthvað átram,“ sagði Egill Steinþórsson. -SK Egill Steinþórsson þjálfaði STÍF og varð i þriðja sæti í 1. deild. ^ —....... ..O-- • Axel Axelsson þjálfaði Neist- ann. Kvennaliðið varð deildar- meistari og bikarmeistari og karla- liðið varð i 6. sseti í 1. deild. VBSLUSMIR OE VHT1NGAR Viö höfum vistlega og þægilega. veislusali fyrír 10-120 manns. Salirnir henta vel fyrír rádstefnur og hvers konar samkvæmi, t.d. árshátídir, hrúdkaupsveislur o.fl. Allar veitingar. Vcitingohú/id GAFt-mn V/RE YKJA NESBRA U T, HA FNA RFIRÐI SÍMAR 54477, 54424 Andnews hitablásarar fyrirgaseðaolíu eru fáanlegir í fjölmörgum stærðum oggerðum Algengustu gerðireru nú fyrirliggjandi Skeljungsbúðin / Síðumúla 33 símar 681722 og 38125 FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Vonarstræti 4 - simi 25500 Félagsráðgjafar Lausar eru til umsóknar eftirfarandl stöður félagsráð- gjafa hjá Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar: 1. Staða félagsráðgjafa í móttökuhópi viö hverfis- skrifstofu fjölskyldudeildar í Breiðholti, Álfabakka 12. Um er að ræða nýja stöðu. Verksvið er mót- taka og greining á nýjum erindum og vinnsla á beiðnum um fjárhagsaðstoð. Upplýsingar veitir yfirfélagsráðgjafi, Gunnar Klængur, í síma 74544. Umsóknarfrestur er til 1. apríl nk. 2. Laus er 50% staða yfirfélagsráðgjafa í meðferðar- hópi við hverfisskrifstofu fjölskyldudeildar í Breið- holti, Álfabakka 12. Verksvið er vinnsla og með- ferð í barnaverndarmálum og langtímastuðningur við bamafjölskyldur. Upplýsingar veitir yfirfélags- ráðgjafi, Gunnar Klængur, í síma 74544. Umsókn- arfrestur er til 1. apríl nk. 3. Félagsráðgjafa vantar til sumarafleysinga við Fé- lagsmálastofnun Reykjavíkurborgar. Upplýsingar veitir yfirmaður fjölskyldudeildar í síma 25500. Umsóknum skal skila til starfsmannahalds Reykjavík- urborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð, á eyðublöðum sem þar fást.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.