Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1993, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1993, Page 2
2 LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1993 Fréttir Þorsteinn Pálsson um nefnd sem gerir tillögur að breytingum á lögum um úthafsveiðar: Línur verða lagðar í Ijósi nýrra aðstæðna - íslenskur sjávarútvegur leggi áherslu á að auka tekjur sínar „Eg var út af fyrir sig ekki andvíg- ur veiðum í Smugunni heldur var spuming um hvemig að þessu yrði staðið. Staðan er óbreytt að því leyt- inu,“ sagði Þorsteinn Pálsson sjávar- útvegsráðherra aöspurður um af- stöðu sína gagnvart veiðum í Smug- unni í ljósi upplýsinga um verulega bætta afkomu þjóðarbúsins eftir að veiðar hófust í Barentshafinu. „Við tókum þá ákvörðun í kjölfar þess að veiðamar hófust að setja nið- ur nefnd allra helstu hagsmunasam- taka í sjávarútvegi og allra þing- flokka til að móta afstöðu til úthafs- veiðanna og leggja til breytingar á lögum sem gilda um veiðar utan landhelgi.Þessi nefnd er nú að störf- um undir stjórn Geirs Haarde. Þar verða línumar lagðar í ljósi nýrra aðstæðna," sagði Þorsteinn. Ráðherra sagði að hver íslendingur hljóti aö fagna þvi að tekjur þjóðar- innar aukist og aðspurður hvort auk- in áhersla verði lögð á að íslensk skip stundi úthafsveiðar í Ijósi hinn- ar jákvæðu niðurstöðu úr Smug- umrni sagði Þorsteinn: „Ég held aö íslenskur sjávarútveg- ur muni leggja áherslu á að auka tekjur sínar.“ Þorsteinn sagði að við- ræður myndu hefjast eftir áramótin viö Norðmenn og Grænlendinga um framlengingu á samningi um skipt- ingu á loðnustofninum. Þeir sem skipa nefndina sem sett var til að endurskoða lög um veiðar íslenskra skipa utan fiskveiðiland- helgi íslands era: Með formanni nefndarinnar Geir H. Haarde, em tveir frá Sjálfstæðisflokki en auk hans er Matthías Bjamason í nefnd- inni, frá Framsóknarflokki HaUdór Ásgrímsson, frá Alþýðuflokki Rann- veig Guðmimdsdóttir, frá Alþýðu- bandalagi Steingrímur J. Sigfússon og frá Kvennalista Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Óskar Vigfússon er í nefndinni af hálfu Sjómannasam- bands íslands, Guðjón A. Kristjáns- son frá FFSÍ, frá LÍÚ er Kristján Ragnarsson og frá Samtökum fisk- verkenda Amar Sigurmundsson. -Ótt Hafskip: Kröf uhaf ar f á 65 prásent kraf na Kröfuhafar í gjaldþroti Hafskips fá greitt upp í 65 prósent af samþykkt- um almennum kröfum í þrotabúinu og hafa því samtals nimlega 700 milljónir króna verið greiddar til kröfuhafa þegar skiptum verður lok- iö. Skiptastjórar greiða 162 mfiljónir króna í byrjun janúar, eða mn 15 prósent krafna, en þegar hafa verið greiddar rúmar 560 miUjónir í al- mennar kröfur og forgangskröfur. Þetta kom fram á síðasta skiptafundi í þrotabúi Hafskips sem fram fór í gær. Með þessum skiptafundi er upp- gjöri í þrotabúinu lokið enda sjö ár frá því Hafskip var lýst gjaldþrota. Ríflega 900 kröfur bámst upphaf- lega í þrotabú Hafskips en skipta- stjórar samþykktu aðeins um 300 þeirra. Forgangskröfur námu rúm- um 32 mifijónum króna á verðlagi árið 1986 og vom þær greiddar þegar sama ár. Þá greiddu skiptastjórar rúmlega 530 milijónir á skiptafundi árið 1989 eða um helming almennra krafna. Kröfumar sem greiddar vom í gærmorgun verða greiddar af fé sem kom í þrotabúið eftir að allar kröfur fyrirtækisins höfðu verið inn- heimtar svo og fé sem kom inn að loknum málaferlum i tengslum við þrotabúið. „Þetta er óvenjulega mikið sem fæst upp í kröfur hjá gjaldþrota fyrir- tæki, oftast fæst miklu minna. Menn hafa dregið þær ályktanir að fyrir- tækið hafi ekki verið gjaldþrota en mér finnst óvarlegt að draga slíkar ályktanir. Ef upphæðimar væm uppreiknaðar yrði hlutfallið ekki jafnhátt auk þess sem þetta háa hlut- fall gefur bara til kynna að eignir fyrirtækisins hafi ekki verið mikið veðsettar,“ segir Jóhann Níelsson hrl. Jóhann var skiptastjóri í þrota- búinu ásamt Gesti Jónssyni hrl. -GHS Sameinlng sveitarfélaga: Viðræður fyrir vestan Sveitarstjómir á ísafirði, Flateyri, Suðureyri og í Mosvaílahreppi hafa samþykkt að hefja nú þegar viðræð- ur um sameiningu þessara sveitarfé- laga og bjóða öðrum sveitarstjómum í Isafjarðarsýslu að taka þátt í við- ræðunum. Sveitarstjómimar eiga aö kjósa tvo fulltrúa hver í samstarfs- nefnd og skal tilnefningunni komið á framfæri við Smára Haraldsson, bæjarstjóra á ísafirði. Samstarfs- nefndin á aö koma saman ekki síöar en um miðjan janúar. -GHS „Það gekk erfiðlega að koma þvi inn með handafii og við ætlum að verka þaö sem fyrst til þess að slárnar hreinlega bogni ekki,“ sagði Jónas Þór kjötverkandi eftir aö stærsta ungnaut á íslandi barst til hans ( vikunni frá Kristni Guðnasyni á Þverlæk. Nautið vó 370 kg en meðalþyngd slíkra nauta er i kringum 210 kg. Jónas vildi meina að hugsað hefði verið vel um nautið frá upphafi, þaö fengið vel af mjólk og verið alið innandyra. Fremst á myndinni heldur Jónas í stóra skrokkinn en samstarfsmaöur hans í meöal- skrokk til samanburðar. DV-mynd BG Stjómarfundur Dagsbrúnar: Skorar á sjóði að kaupa bréf á 5% vöxtum - skilyrði að Seðlabankinn komi inn sem viðskiptavaki, segir Hrafn Magnússon Stjóm Dagsbrúnar skorar á lífeyr- issjóðina í landinu að kaupa bréf húsnæðismálastjómar á fimm pró- senta vöxtum eða boðuðum há- marksvöxtum á slíkum skuldabréf- um. Stjómin telur að bankamir muni nota afstöðu lífeyrissjóðanna til að hækka vextina og þráast við vaxtalækkanir kaupi lífeyrissjóðim- ir ekki bréf með fimm prósenta vöxt- um. Stjóm Dagsbrúnar skorar á Seðlabankann aö veija umtalsverðri upphæð til kaupa á húsbréfum þar sem það muni lækka ávöxtun hús- bréfa í fimm prósent. Þetta var ákveðið á fundi í stjóm Dagsbrúnar í gær. I ályktuninni segir að óeðlilega háir vextir hafi átt verulegan þátt í atvinnuleysinu imdanfarin ár og því fagni stjóm Dagsbrúnar því þegar Sighvatur Björgvinsson viðskipta- ráðherra knýr fram vaxtaLækkun. Stjómin skorar á viöskiptaráðherra að knýja fastar á um nafnvaxtalækk- un bankanna. Þaö sé „með öllu óþol- andi að bönkunum skuli líöast að halda uppi þeim nafnvöxtum sem þeir nú taka“, segir í ályktuninni. Vextimir haldi niðri launum og lífs- kjörum verkafólks. „Skilyrði þess aö lífeyrissjóðimir geti boðið fimm prósenta vexti í hús- bréfin er aö Seðlabankinn komi inn sem öflugur viðskiptavaki á húsbréf- unum þannig aö þau lækki niður í fimm prósent og þaö sé samsvörun milli vaxta húsbréfanna og hús- næðisbréfanna. Frumskilyrðið er aö húsbréfin lækki umtalsvert. Þaö er mikilvægt að ná húsbréfavöxtunum niður og aö Seðlabankinn og lífeyris- sjóðimir komi með ákveðnari hætti ■ inn í kaup á húsbréfum. Almenning- urinn í landinu á húsbréfin og fyrir hann skiptir það miklu máli að ávöxtunarkrafa húsbréfanna fari niður,“ segir Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Sambands al- mennra lífeyrissjóða. Ekki náöist í Jón Sigurðsson seðla- bankastjóra í gær. -GHS Stuttar fréttir Aukidatvinnuleysi Atvinnulausum á landinu fiölg- aði um 28% í nóvember miðað við mánuðinn á undan. Miðaö við nóvember í fyrra Qölgaöi at- vinnulausum um41%. Aö jaíhaði vom 6.027 án vinnu í nóvember semjafngi!dir4,7% atvinnuleysi. ABteðaekkert Flestir íbúar í Grafningi, Grímsnesi og Laugardalshreppi vftja sameina alla Ámessýslu í eitt sveitarfélag en halda ella óbreyttu ástandi. Þetta er niður- staða skoðanakönnunar sem RÚV greindi frá. Getanekkikönnuð Þrír aöilar munu fá afhent út- boðsgögn vegna sölu ríkisins á SR-mjöli, þar á meðal Akureyrar- bær. Sérstakt mat á getu þeirra til kaupanna verður ekki fram- kvæmt þar $em fleiri hafa ekki sýnt áhuga. Nafhverð hlutabréf- anna er 650 milljónir. Ríkisstjómin ætlar að leggja fram frumvarp um húsaleigu- bætur eftir áramót. Skv. frétt RÖV á húsnæðiskerfið að fjár- magna bæturaar fyrstu tvö árin. SJómennsvarafyrúsicf Sjómemi vísa á bug ásökunum um að boðaö verkfali sé ólöglegt. Þeir segjast hafa fyrirvara á um framhald samningaviöræöna láti vinnuveitendur veröa af þeirri hótun að leita til Félagsdóms. ForiMðinkarfasisling Tollayfirvöid hafa fyrirskipað að 100 tonnum af ísuöum karfa frá Samhetja á Akureyri skuli snúið til heimahafnar. Aflamiöl- un hafði áður hafhað sölu á fisk- inum í Hamborg. Samkvæmt RÖV hefhr ákvörðun Aflamiðl- unar verið kærð til utanríkis- ráðuneytis. HSÍfærstyrk Ríkisstjómin hefur ákveðið að styrkja Handknattleikssamband íslands um 3 milijónir. HSÍ hafði óskaö eftir 14 miftjóna króna styrk en skuldir þess eru um 30 milJjónir. RÚV greindi frá þessu. Sterar í hellsurækt RLR hefur lagt haid á tæplega sex þúsund steratöflur og talsvert af öðrum hormónalyfjum til aö setja í sprautur. Lyfin fundust á heilsuræktarstöð í Reykjavík og samkvæmt RÚV er eigandinn grunaöurumsölu. -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.