Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1993, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1993, Blaðsíða 43
LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1993 51 Heima í tveim - ur tungum - spjallað við Sigurð Pálsson í París um tvityngda útgáfu á ljóðum hans Kaííihús í París fara Sigurði skáldi Pálssyni furðu vel og hann þeim: klæddur í fot frá Michel Axel á búllu- varði Saint-Germain, með haustlita- bindi frá Ungaro, sægræna skjala- tösku og ullartrefil í stíl, tálgaðan vangasvip og sóttheit augu - fransk- ari en franskur - lika í tungulipurð og fasi. Mér hefur löngum þótt hann falla betur að frönsku umhverfi en íslensku, bæði í efni og anda. Og nú sitjum við yfir kafíibolla á Montpam- asse, hvar annars staðar en Closerie des Lilas, sem hefur verið einn helsti samkomustaður hsta- og mennta- manna í París í ein 120 ár. í borð og skenk greyptar plötur með nöfnum þeirra snillinga sem hafa átt þar fastan samastað. Á okkar borði er plata með nöfnum súrrealistapáfans André Breton, stahbróður hans Max Jacob og sænsku eldtungunnar Ág- ústs Stringberg. Bara tímaspursmál hvenær nafni Sigurðar Pálssonar verður bætt við því skáldhróður hans fer ört vaxandi í fósturlandinu Frans. Varla hður svo ár að honum sé ekki boðið að lesa hér úr verkum sínum og spjaha um íslenska menn- ingu. Sigurður hefur þekkst tvö slík boð það sem af er þessum vetri. Er nýkominn ásamt skáldbróður sín- um, Jóni Óskari, frá Caen í Norm- andí þar sem árlega er haldin norræn bókmenntahátíð. Þar vakti málflutn- ingur Sigurðar og „performans" slík- an fógnuð að fjölmiðlafólk og um- boðsmenn rithöfunda (sem eru óþekktar skepnur á íslandi) eltu hann á röndum. „Mestur snill- ingur ..." Þetta þykja tíðindi en stórtíðindin eru hins vegar þau að út var að koma hjá forlaginu Orphée - La Différence tvítyngt úrval ljóða Sigurðar - á ís- lensku og í franskri þýðingu Régis Boyer prófessors við Sorbonne sem er aldeihs ófeiminn við efsta stígið. í formála segir hann Sigurð „óumdeh- anlega einn mestan snilhng íslenskra rithöfunda af eftirstríðsárakynslóð". Og íslendinga segir hann „mestu bókmenntaþjóð í heimi“. „Þetta heitir víst oflof,“ segir Sig- urður. „En íslendingar standa orðið í mikilli þakkarskuld við Boyer sem þýðanda og talsmann íslenskra bók- mennta í Frakklandi. Þetta ljóðaúr- val hafði lengi verið í bígerð en ég hef þagað um það því ég vh sjá hlut- ina fuhgerða, samanber grísku sögn- ina poiein sem merkir bæði að yrkja og skapa, búa th. Orphée er merkhegt forlag sem gefur aðeins út ljóð. Umsjónarmaður útgáfunnar er ljóðskáldið Cluny. Margir voru vantrúaðir á að hægt væri að reka útgáfu með ljóðum ein- um saman. Hann hafði hins vegar tröhatrú á ódýrri útgáfu á úrvah ljóða. Nú eru titlamir orönir 160 og um 30 titlar í undirbúningi." Aht öndvegishöfundar af ýmsum þjóðemum og frá ýmsum tímum. Franski títillinn á bók Sigurðar er Poémes des hommes et du sel - Ljóð af mönnum og salt - trónir á meðal höfunda á borð við Lorca, Rimbaud, Catuhus, Goethe... „Og hinn mikla unnanda kven- kynsins, D.H. Lawrence," skýtur Sig- urður inn í. „Ég er nokkuð ánægður með það. Ég er í hópi með þeim látnu merldsmönnum Lawrence og Sartre að þvi leyti að ég hef fyrst og fremst áhuga á konum. Þær hafa ahtaf gefið Sigurður fyrir utan kaffihúsið Select á Montparnasse, einn helsta samkomustað Islendinga á árum áður. Sigurður áritar Ijóðabók sína fyrir listmálarann Chambas (lengst t.h.) sem ásamt félögum sínum lét hlýtt desemberloftið leika um lærin fyrir framan Closerie des Lilas. tíu árum en þá framleiðir það hka samþjappaöa næringu í margar ald- ir. Allir hlutir þurfa sinn meðgöngu- tíma en íslendingar þráast viö sínar dapurlegu tilraunir th töfraraunsæis í póhtík og efnahagsmálum. Þrátt fyrir það er einhver von í hstalífinu, á nánast öhum sviðum. Ég fagna aðhd okkar að Evrópska efnahagssvæðinu og vona að hún dragi úr þeirri heimóttarlegu minni- máttarkennd og spéhræðslu smá- þjóðarþegnsins sem inér hefur fund- ist ríkjandi á fiestum sviðum í sam- skiptum okkar við erlendar þjóðir.“ - Og ef ekki? „Si non, þá mun ísland hða undir lok sem þátttakandi í og erfingi að menningarlegu ævintýri. Ef við er- um þeir aumingjar að láta það hða undir lok verður dómur sögunnar ansi harður.“ Tvíbakanútþrá- heimþrá Sigurður hefur einmitt, bæði í Ijóð- um sínum og á öðrum vettvangi, velt mikið fyrir sér hinni díalektísku tvi- böku útþrá-heimþrá. Honum virðist útþrá vera miðlæg í þroskasögu hvers einstaklings og forsenda þess að hann sé tekinn alvarlega sem fuh- orðinn maður. Síðan er bara tíma- spursmál hvenær kemur að heim- þránni. Og Sigurði er máhð skylt. Sjálfur hélt hann til Frakklands tví- mér meira af því að þær eru annaö en ég er. Karlmenn eru einhvem veginn takamarkaöri. C’est tout.“ Sigurðurog Véfréttin í Delfí Nú í desember gaf Orfeus líka út Véfréttina í Delfí. Þeim Sigurði verð- ur hins vegar ekki dreift í bókaversl- anir fyrr en eftír áramót. Þetta þættu undarlegir viðskiptahættir í landi jólabókaflóðs. „Já. Lífið tekur sinn tíma en kemur heim og saman að lokum,“ segir Sig- urður eins og sú í Delfi. „Menn á ís- landi skhja ekki að hlutimir þurfa að þroskast. Ólífutréð þroskast á sjö- Við skenkinn á Closerie des Lilas þar sem Hemingway var vanur að drekka alla á fjóra fætur. tugur og dvaldist þar alls í tæpan áratug, við nám í leikhstar- og kvik- myndafræðum og sem fréttaritari RUV. Ég spyr hann um ghdi þess að eiga heima í tveimur menningarsam- félögum. „Einæðið, einhæfnin er hin dæmi- gerða heimska og stórhættulegt hat- ur, á sjálfum sér og öðrum. Sjálfs- hatrið sem endar í allsherjar hatri á öhu sem lífsanda dregur og kristah- ast í þessari hatursfuhu hrohvekju- setningu smámennisins: „Hvað held- ur hann að hann sé?“ Að eiga heima í tveimur tungumálum er þjálfun í að forðast shkt. Rétt eina ferðina er hræðslan við Hinn að taka á sig al- varlegar myndir, í Sarajevo, Kákas- usríkjunum, Miðausturlöndum og miklu víðar. Það er nauðsynlegt að viðurkenna Hinn sem er ekki þú. Karlmaður verður aö skhja aö konan er ekki eins og hann. Grundvöhur stærðar mannsins er að viðurkenna Hinn í öðrum og Hinn í sjálfum sér. Maðurinn er ekki úr graníti, sem betur fer. Hann hefur margar innri raddir, sumar hræðhegar - vissulega - en það er þeim mun nauðsynlegra að takast á við þær, ekki síst fyrir hstamenn. Ég er stöðugt minntur á þetta þar sem ég er mótaður af tveimur menn- ingarheimum. Frakkar eiga eðlhega mikið í mér en það gerir mig von- andi líka að meiri íslendingi. Mikh- vægur þáttur í því að vera íslending- ur er að geta horft á ísland með fjar- lægum augum, ekki erlendum. Og það getur maður fyrst eftir að hafa kynnst öðrum th þess að kynnast sjálfum sér og koma sér upp öðrum augum innan í sínum eigin.“ Berlæraðir málarar á bekk Áður en við yfirgefum Closerie des Lhas mynda ég Sigurð spámannsleg- an uppi við skenkinn þar sem Emest Hemingway var vanur að standa á sinni síð, sá mikh unnandi kvenna og karlmannlegra íþrótta: veiða og víndrykkju. „Hemingway var svo mikih macho, skipherrann sem hafði það að markmiði að drekka aha á fjóra fæt- ur. Hann hafði þessar sprenghlægi- legu unaðslega gamaldags hugmynd- ir um karlmenn. Skaut ahtaf stærri og stærri dýr: byijaði á kanínum, endaöi á fílum. Þá var aðeins efttr hann sjálfur: the biggest animal of- them all.“ Matseðh staðarins prýðir einmitt mynd af Hemingway sem einn af fastagestunum, suður-franski málar-4' inn Chambas, gerði. Og þegar við Sigurður göngum út í mht desember- rökkrið, hver situr þar berlæraður á bekk ásamt þremur félögum sínum annar en sjálfur Chambas! Sigurður krýpur óðar á kné til að árita bók handa Chambas sem er góðvinur Errós og hélt sýningu í Reykjavík fyrir nokkrum árum. Gangandi veg- farendur brosa undantekningarlaust við þessum fahegu * berleggjuðu mönnum því á Montpamasse er löng hefð fyrir því að listamenn séu með kyndug uppátæki. Og við Sigurður skiij um við Chambas og félaga þrum- andi Sigurð tvítyngdan: Tout nous est amour Sous cet éclat de soleh inflexible aht verður okkur að ást í þessu stælta sólskini Texti og myndir: Jóhanna Sveinsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.