Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1993, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1993, Blaðsíða 41
LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1993 49 Beiskur og hálfíimmtugur í miðaldurs- kreppu Heimir Kjagan, ljóðskáld og emb- ættismaður, varð 45 ára í byrjun jólafostu. Að lokinni hefðbundinni afmælisveislu fylltist Heimir þung- lyndi og horfði dapur um öxl á liöna ævi. Síðan leit hann fram á veginn fullur vonleysis. Draumar löngu hðinna áratuga rifjuðust upp, framtíðaráætlanir og stórhuga vonir voru að engu orðnar og hon- um rann til riija tilgangsleysi eigin lífs. Háleitar hugsjónir höfðu týnst í brauðstriti og brennivíni. Lífsbar- áttan hafði ekkert sagnfræðilegt gildi. Byltingareldurinn hafði týnst eins og hvert annað áttunda afrit af eyðublaði númer tíu. Hann sat gneypur yfir kaffibolla og hlustaði á gamlar plötur með Leonard Co- hen. Beiskjan fyllti hann ólýsanleg- um kvíða enda hafði miðaldurs- kreppan læst örmunum utan um Heimi Kjagan, skáld og embættis- mann lýðveldisins. Miðaldurskreppan Á enskunni er talað um midlife crisis eða miðaldurskreppu. Höf- undur þess hugtaks er tahnn vera breskur geðgreinir, Elhot Jaques. Árið 1965 skrifaði hann grein sem kallaðist Dauðinn og miðaldurs- kreppan. Hann hafði lesið ævisög- ur og frásagnir um fjölmarga hsta- menn; rithöfunda, tónskáld, ljóð- skáld og myndhöggvara, s.s. Rafa- el, Shakespeare, Mósart, Göthe og Michelangelo. Elhot komst að raun um að á skeiðinu 35-40 ára breytt- ist sköpunarhæfni þessara hsta- manna mikið. Sumir hættu alveg að skapa eitthvað nýtt. Snilhgáfan týndist eins og ijúpnaskytta í stór- hríð. Aðrir fóru í gang og byijuðu að skapa og enn aðrir bættu sig mjög. Sköpunargáfa ungs fólk (17-35 ára) er bæði lífleg og hrað- skreið og oft ómeðvituð. Hún er full orku eins og jökulá sem streymir óbeisluð yfir eyðisanda. Sköpunargáfan eftir miðaldurs- kreppuna er hins vegar meðvituð og mótast af þroska og reynslu fólks. Fljótið hefur verið virkjað og orka þess beisluð. Æskufólk hefur hugsjónir og vonir og trúir á hið góða í heiminum. Um miðjan aldur mótast viðhorfin af raunsæi og ákveðinni bölsýni. Hugsjónaeldur- Álæknavaktiimi inn hefur kulnað. Endalok sjálfsins eru ekki eins langt undan og áður og trúin á ódauðleika og eilíft líf er horfm veg allrar veraldar. Flest- ir telja miðaldurskreppuna stafa af sársaukafuhum uppgötvunum sem gerðar eru á árunum í kring- um fertugsafmæhð. Kvíðinn stafar af of miklum kröfum sem gerðar hafa verið til eigin lifs. Margir vænta sér eilífs heilbrigðis og ahs- nægta en uppgötva smám saman aö lífið er að hða hjá án þess að óskimar rætist. Heimi Kjagan fannst eins og hann sæti á lestar- stöð og horföi á eftir síðustu lest- inni hverfa út við sjóndeildar- hringinn. Andlegur þroski og heilbrigði' Sagt er að 80% fólks finni fyrir vandamálum sem tengjast eigin lífi á þessum aldri. Það hræðist hrað- fara atburðarás og dregur í efa rétt- mæti ákvarðana sem teknar hafa verið. Flestir telja að þessar áhyggjur séu eðlilegar og heilbrigö- ar. Eina leiðin til að komast heih út úr miðaldurskreppunni er að efla anda sinn og þroska sig tilfinn- ingalega. Dante sleppur frá helvíti og hreinsunareldum í Divinu Comedíu með því að öðlast fyrir- heit um ást og þekkingu. Gera þarf upp sakimar við fortíðina og sætt- ast við lífið og thveruna. Róttækar breytingar Heimir Kjagan ákvað skyndhega aö gera róttækar breytingar á eigin lífi til að ná í skottið á draumunum. Hann skhdi við konuna sína og kvæntist vinkonu elstu dóttur sinnar. Hann skipti um útht og hárgreiðslu og hehti sér út í óhemju mikla vinnu. Honum fannst klukkan vera að falla á hann svo aö hann hljóp æ hraðar riæstu árin. En regnboginn virtist ávaht jafnlangt undan hversu hratt sem hlaupið var. Beiskjan óx í takt við vonbrigðin. Ljóðabækumar urðu fleiri og verri, myndimar tryhtari og klæðnaðurinn htríkari. Hann hætti hjá því opinbera en hóf inn- flutning á undirfatnaöi, nektar- dansmeyjum og indverskum miðl- um. Einhvers staðar á þessum hlaupum týndist Heimir Kjagan. Hann brann upp eins og kerti sem logar í báða enda. Miðaldurskrepp- an varð að sálarkreppu sem breytt- ist í sálarkrabba sem saug úr hon- um aha lífslöngun og þrótt. Börn xiáttúrunnar Rokk í Reykjavík LOKSINS KOMNAR Á MYNDBANDALEIGUR j ÍSLENSKA KVIKMYNDASAMSTEYRVN HF. I SUOUROðni 14» 121 REYKIAVK^SM621860 Baráttu Sigurpáll er 19 ára og býr mcð afa sinum á stóru kúabúi hans. En nú kemur vofa fortíðarinnar og heimtar uppgjör við gamla manninn. Líf gamla mannsins er að veði. Hann hafði með lífsvilja og krafti sínum sem ungur maður snúið i dauöaálögin. Nú þarf hann meira cn kraftar hans megna. Hvaö geta ást og kraftar mannsins áorkað miklu, þcgar allt er lagt undir i baráttu upp á líf og dauða. M. rafti ið á spennu- og œvintýrasaga. Þessi hók cr fyrir ungt fólk á öllum aldri, sem hefur gaman af átakanlcgum, spennandi og ævintýralegum söguþræði, í flóknu samspili sem gerist i heimi manná og álfa. Símar Isey útgáfan 985-f 34078 & 96-23445 .GpGN RAKAOG FUKKALYKT......... í KJALLARANN, ÞVOHAHÚSIÐ, BAÐHERBERGIÐ, GEYMSLUNA, VÖRUHUSIÐ, SUMARBUSTAÐINN, HJOLHÝSIE), TJAUDVAGNINN, BATINN, BATASKYLIÐ OFI OFI R/WGLEYPIR HÚSASMIÐJAN SKÚTUVOGI i§*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.