Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1993, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1993, Blaðsíða 8
LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1993 Vísnaþáttur______ Ennþá manég augun þín Gísli Brynjúlfsson, dósent í ís- lenskum fræðum við Kaupmanna- hafnarháskóla, þótti heldur tyrfið skáld en varð eigi að síður tíðorkt um meyjablóma, yndi hans og tál. Þessa vísu orkti hann um stúlku: Augu glettin gaf henni guð, en prettin heldur. Eg hef frétt það af henni að engum rétt hún geldur. í ljóðaflokki um ástir kvenna eru þessar stökur. Nú er fullnuð Freyju skál, flöktir önd á hjörum, mín er dauða-drukkin sál, drakk ég af svanna vörum. Eins og vindur svífi um sund svo er um ástir meyja, tíðin rósa stutt er stund storöarblómin deyja. Svo er fullnað Freyju tál. Fölna ei skal af harmi, þó dauðans stundum drekkum skál af dýrum svanna harmi. Guðlaugur Guðmundsson frá Níp, bóndi í Ytri-Fagradal á Skarð- strönd (1870-1912), bjó í Akureyjum 1904-06. Ekki veit ég með neinni vissu hver sú kona var uppi sem fékk þessa einkunn hjá honum: Fríð er haka, fógiu- kinn, fyrirtak af meyjum. A ei maka margan sinn Maja í Akureyjum. Langt er síðan ég lærði stökuna sem fer hér á eftir en man ekkert hver höfundur hennar er, hafi ég einhvem tíma heyrt hans getið, og mér hefur ekki, enn sem komið er, tekist að hafa uppi á honum: Eitt mér fyrir augu bar úti á götu um jólin, gat ég eigi greint hvort var Guðrún eða sólin. Magnús lögmaður Jónsson á Ingjaldshóh átti dóttur þá er Margrét hét. Hún stóð til að erfa Mávahhð og Brimilsvehi og þótti kvenkostur góður. Um hana kvað Gísh Jónsson: Held ég besta hlutskipti hverjum það til félh, mega eignast Margréti Mávahhð og Velli. Jón Magnússson skáld: Ennþá man ég augun þín öhum demant skærri. Heilög varð hver hugsun mín - heimurinn fegri og stærri. Steindór Sigurðsson rithöfund- ur:: Hugur þráir, hjartað slær heitt í barmi mínum. Heyrðu brimnið blóðs míns nær berast eyrum þínum. Katrín Einarsdóttir (Stefánsson- ar stúdents og umboðsmanns á Reynistað í Skagafirði) móðir Ein- ars Denediktssonar skálds, fékk einhveiju sinni, meðan hún var ung stúlka og ógefin, enskan söðul, hinn fyrsta sinnar tegundar, sem kom þar í sveit. Þá kvað Sigvaldi Jónsson „skáldi", bóndi á Sjávar- borg í Skagafirði: Ef auðnan mér til ununar eitthvað vildi gera, klakkur í söðh Katrínar kysi ég helst að vera. Margt hefur breyst frá því sem áður var, þegar flestir unglingar gættu þess að láta ekki í ljós að hverjum eða hverri hugurinn beindist, augun komu þó oft upp um þá. Jón Pétursson, bóndi á Nautabúi í Skagafirði, lýsir því þannig: Þegar kýs sér maður mær munann frýs í kringum, ef ei lýsa augun skær innri vísbendingum. Það vih hrehdri þjaka sál þagnar seldri kjörum, logi eldheitt ástabál innar felldum vörum. Maður bað stúlku en hún hafnaði honum. Þá kvað Árni Gíslason lög- regluþjónn: Skálabrekku Guðný grikk gerði rekk og jók á tregann, svo hann fékk á hrygginn hlykk heldur en ekki bagalegan. Það er haft eftir danska rithöf- undinum Jakob Paludan „að við raunverulega ást skipti manneskj- an innan í fötunum ekki öhu máh, heldur manneskjan innan í líkam- anum“. En er ekki valt að treysta því þar sem „Aht er í heiminum Torfi Jónsson hverfult", og þá ekki síst eigið hjarta. Theódóra Thoroddsen skáldkona svarar spumingunni þannig: Síst má um það saka mig, þó sigri daginn gríma eða ég hætti aö elska þig, allt hefur mældan tíma. Er það ekki í rauninni það sama sem séra Einar Friðgeirsson á Borg á Mýrum segir í þessari stöku? Augun tapa yl og glans, ástin fegurðinni, ef að besta brosið manns botnfrýs einu sinni. En hann sagði einnig: Stundum finnst mér ekkert að og unað lífið bjóða, halhst þú að hjartastað heihadísin góða. Verkamaðurmn og skáldið Gísh Erlendsson lýsir reynslu sinni í þessum efnum á svofehdan hátt: Ástartundri af ég hlaut iha sundrað hjarta, mig í hundrað mola braut moldcUTmdrið bjarta. Æth það verði enn á ný örlög vona minna að drukkna einhvem daginn í djúpi augna þinna. Bhkni vangi og blæði mein, blási í fangið auða, draumsins angan dugir ein daga langa og snauða. Torfi Jónsson Matgæðingur vikurmar_______ Pönnu- steiktur búri - með sælkerasósu og hvítlauksbrauði „Búri er mjög vinsæh héma í matarboðum og því- hku. Það er ekkert langt síðan ég fór að nota hann því hann er svo nýtilkominn héma. En þetta er mjög góð- ur fiskur, stinnur og ljúffengur," sagði Sóley Skarphéð- insdóttir, veitingakona á Tröð í Skarðshreppi, matgæð- ingur vikunnar. Hún gefur uppskrift að pönnusteikt- um búra í sælkerasósu. Uppskriftin er fyrir 4-6 og í hana þarf: 6-700 g af búraflökum, roðdregnum og beinhreinsuð- um 2 tesk. salt 1 tesk. pipar hveiti Mjög gott er að strá saltinu á fiskinn og geyma hann í ísskáp yfir nótt. Piparinn er settur saman við hveit- ið, fiskinum velt upp úr blöndunni og hann steiktur á pönnu, þijár mínútur á hvorri hhö. Síðan er pannan tekin af hehunni og sósan búin tíl. í hana fer: 1 blaðlaukur % dós grænt aspas 1 ds. sýrður ijómi 1 /2 tesk karrí 3 ananashringir 1 paprika 3 hvítlauksrif, smátt söxuð 1 dl hvítvín 1 teningur fiskikraftur 3 matsk. ohvuoha Ohan er sett í pott, blaðlaukurinn, ananashringirn- ir, paprikan og hvítlaukurinn söxuð og sett í ohuna. Karríinu bætt út í. Aht látið krauma í 4-5 mínútur í pottinum. Síðan er sýrði ijóminn, fiskkrafturinn og hvítvínið sett saman við og suðan rétt látin koma upp. ÖUu hellt á fat, fiskinum raðað ofan á sósuna og skreyttur að vild. Með þessu er gott að hafa soðin hrísgrjón og hvítlauksbrauð. Uppskriftin að brauðinu fylgir hér á eftir en í það fer: 5 tsk. þurrger 1 'A bolh vatn 1 msk. sykur 120 g rifinn ostur 1 'A tsk. hvítlaukssalt 1 tsk. basilikum 1 tsk. oregano Sóley Skarphéðinsdóttir matgæðingur. 3 msk. matarolía 5 bohar hveiti Gerið er leyst upp í vatninu og þurrefnunum bætt saman við ásamt rúmlega helmingnum af ostinum. ÖUu hrært saman og látið lyfta sér í hálftíma. Hnoðað í brauð, eitt stórt eða tvö UtU. Það er sett á plötu og afgangnum af ostinum stráð yfir brauðið. Síðan eru skomar í það rákir og það látið hefast í hálftíma. Loks er það bakað við 180° í 30-35 mínútur eða þar til það er fallega brúnt. „Gott er að taka til í brauðið og láta það lyfta sér meðan maður matbýr fiskinn og sósuna," sagði Sóley. „Þá er þetta tílbúið á sama tíma.“ Sóley skorar á Ingibjörgu Hafstað, kennara í grunn- skólanum í Vík í Skagafirði. Hinhliðin Brjalað að gera - segir Berglind Björk Jónasdóttir Borgardóttir „Það er búið að vera alveg bijálað að gera hjá Borgardætrum og verð- ur alveg fram yfir jól. En þetta er alveg hrylhlega skemmtUegt," sagði Berglind Björk Jónasdóttir, ein þriggja Borgardætra, sem sýnir á sér hina hliðina. Fullt nafn: Berglind Björk Jónas- dóttir. Fæðingardagur og ár: 11. febrúar ’59 Maki: Jón Haukur Jensson. Börn Auður Harpa, 16 ára, og Jök- uh Emir, 5 ára. Bifreið: Mitzubishi Lancer ’88. Starf: Söngkona. Laun: Léleg þessa stundina. Áhugamál: Söngur, andleg málefni og svarthvítar myndir. Hvað hefur þú fengið margar réttar tölur í lottóinu? í mesta lagi tvær. Hvað finnst þér skemmtUegast að gera? Vera heima hjá mér, í sól, sjó og sandi með fjölskyldunni og hlægja með skemmtílegu fólki. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Umgangast fýlupúka, þrífa kattasand og tala við kerfiskalla. Uppáhaldsmatur: Vilhbráð og humar. Uppáhaldsdrykkur: Kaffi, sódavatn og kók. Berglind Björk Jónasdóttir. Hvaða íþróttamaður finnst þér standa fremstur í dag? Skólabróðir minn, Siggi Sveins. Uppáhaldstímarit: ÖU slúðurtíma- rit, t.d. Heho og Us. Hver er fallegasti karl sem þú hefur séð fyrir utan maka Mel Gibson. Ertu hlynnt eða andvíg ríkisstjórn- inni? Andvíg, hún skiptir bara um stóla en það gerist ekkert. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? Ég væri til í dinner meö Bono í U2. Uppáhaldsleikari: Dökkhærði gæ- inn í Wanes World. Uppáhaldsleikkona: MicheUe Pfeif- fer og Meg Ryan. Uppáhaldssöngvari: EgUl Ólafsson, Ella Fitzgerald. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Eng- inn eins og er, en verður örugglega Bergur Geirsson ef hann kemst á þing. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Mávurinn í Litlu hafmeyjunni. Uppáhaldssjónvarpsefni: Saturday Night Live og svarthvítar myndir. Ertu hlynnt eða andvíg veru varn- arhðsins hér á landi? Andvíg. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Gufan og rás 2. Uppáhaldsútvarpsmaður: Jónas Jónasson. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Stöð 2. Uppáhaldssjónvarpsmaður?Eng- inn eftir að Ómar Vald. hætti. Uppáhaldsskemmtistaður: Gaukur á 'Stöng á góðum degi. Uppáhaldsfélag í íþróttum: Liðið hans Sigga Sveins. Stefnir þú að einhveiju sérstöku í framtíðinni? Halda sönsum. Hvað gerðir þú í sumarfriinu? Ég fór með fjölskyldunni um landið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.