Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1993, Page 53

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1993, Page 53
mm LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1993 61 dv_______________________________Menning Barokk í Laugameskirkju Tónleikar voru sl. fimmtudagskvöld í Laugar- neskirkju. Þar lék hópur hljóðfæraleikara sem hefur lagt sig eftir að flytja foma tónlist á hljóð- færi sem talin eru vera eins og þau sem notuð voru er tónlistin var samin. Camilla Söderberg og Ragnheiður Haraldsdóttir léku á blokkflautu, Martial Nardeau og Guðrún S. Birgisdóttir á barokkflautu, Peter Tompkins á barokkóbó, Svava Bemharðsdóttir á barokkfiðlu, Judith Þorbergsson barokkfagott, Ólöf Sesselja Óskars- dóttir á víóla da gamba og barokkselló, Snorri Öm Snorrason teorba og Elín Guðmundsdóttir á sembal. Á efnisskránni voru verk eftir Franco- is Couperin, Georg Phihpp Telemann, Johann Christian Bach og Jean Baptiste Loeiliet. Eitt af því sem einkennir barokktónlist er hve handverk tónsmíðanna, ef svo má að orði kom- ast, er á háu stigi. Svo virðist sem tónskáld þeirra tíma hafi yfirleitt verið mjög vel að sér um öll þekkingaratriði tónsmíðanna og lagt sig fram mn að ná góðri þjálfun í beitingu þeirra. Mörg barokktónskáld náðu miklum afköstum Tónlist Finnur Torfi Stefánsson og voru fljót að semja verk með óaðfinnanlegu handbragði. Hins vegar getur brugðið til beggja vona með listrænt innihald. Verkin á þessum tónleikum bám þessa alls merki. Concert Royal eftir Couperin og Tríósónata í B dúr eftir Tele- mann em iipurlegar og fagmannalega gerðar tónsmíðar sem skilja hins vegar htið eftir í huga áheyrandans. Kvintett Johanns Christians Bachs er hins vegar bæöi tæknilega vel gert verk auk þess sem það hefur töluvert hstrænt ágæti. Það stendur á mörkum barokks og klas- síkur og hefur í sér frækom hins glaðlega yndis- þokka sem átti eftir að blómstra m.a. hjá Moz- art. Kvintett Loeiliets hefur einnig hinn rétta neista. Það verk minnir svohtið á Corelh þar sem tveir dúettar fléttast saman í lipran kontra- punkt. Flutningurinn á þessum tónleikum var vand- virknislegur og og vel útfærður. Einleikaramir stóðu sig yfirleitt með prýði og stundum með glæsi- brag og samleikur var sannfærandi. Hin gömlu hljóðfæri nutu sín vel og sköpuðu gott andrúmsloft. SEIKO dömuúr Pressage, á frábæru verðí. Gyllt, yatns- og m. góð gylling og heft gler SUKO dömuúr pressage, á frábæru verði, tvílit, vatns- og höggþétt. 100 m. Stál, góð gylling og hert gler. SEIKO dömuúr 'Á í á frábæru verði með brúnni kálf- skinnsói, hertu gleri og góðri gyllingu. SEIKO herraúr Chronograph á frábæru verði, leðuról, góð gylling, hert gler, skeið- klukka. Vekj- ari og niður- LORUS herraúr Chronograph tískuúfjðfár. Skeiðklukka, vekjari, niður- teljári, daga- tal, 2 tímar. frábæri verð. r m/M M e r AXEL EIRIKSSON ÚRSMIÐUR ÁlfabakkQ 16, Mjódd Aðalstræti 22, ísafirði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.