Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1993, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1993, Blaðsíða 40
48 LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1993 Iþróttir Vilhjálmur Einarsson Vilhjálmur Einarsson, skóla- meistari Menntaskólans á Egils- stöðum, sló í gegn árið 1956 þegar hann steig fyrstm- íslendinga á verðlaunapall á ólympíuleikum og það hefur aðeins einu sinni verið leikið eftir. Hann hlaut silf- ur í þrístökki í Melboume, stökk 16,26 metra, sem var ólympíumet í klukkustund. Vilhjálmur varð síðan í 5. sæti á ólympíuleikunum í Róm árið 1960 og fyrr á því ári jafnaði hann gildandi heimsmet í þrístökki, stökk 16,70 metra á meistaramóti íslands. „Það sem stendur upp úr þegar ég horfi til baka er verðlaunapall- urinn í Melbourne. Það var stór- kostlegt og jafnframt óvænt og ég hafði ekki áttað mig til fulls á því fyrr en ég kom heim til ís- lands og menntamálaráðherra tók á móti mér. En það gildir bæði um það og þegar ég stökk 16,70 metra að þetta voru léttustu stökk mín á ferlinum. Þegar best tekst til er allt svo auðvelt," sagöi Vilhjálmur við DV. Lokapunkturinn á ferh Vil- hjálms var síðan 5. sætið á Evr- ópumeistaramótinu 1962 en í des- ember það ár ákvað hann að hætta keppni. „Ég var farinn að kenna á Bifröst, fjölskyldan fór stækkandi og ég fann til vanmátt- ar gagnvart erlendum keppinaut- um mínum sem höfðu afit aðra og betri aðstöðu en ég.“ Vilhjálmur hlaut fyrstur titil- inn „íþróttamaður ársins" og var sæmdur honum fimm sinnum á sex árum, frá 1956 til 1961, og hefur enginn hlotið hann oftar. Vilhjálmur, sem var skólastjóri í Reykholti frá 1965 og hefur ver- ið skólameistari á Egilsstöðum frá 1979, hefur lítið lagt stund á íþróttir frá því hann hætti. „Ég hef þó talsvert stundað sund, þá íþróttagrein sem ég kynntist fyrst fyrir alvöru sem bam, og þá sér- staklega í seinni tíð. Síðan fylgist ég vel með því sem gerist, ég er alæta á íþróttir í sjónvarpi og horfi sérstaklega á beinar útsend- ingar. Ég nýt þess að vera austur á landi en um leið áhorfandi að því sem gerist á Wembley og ann- ars staðar í heiminum," sagði VilhjálmurEinarsson. -VS Lukkuhjól HM snýst í Las Vegas annað kvöld: Allir vilja f orðast Dallas og Orlando - og Norðmenn eru liðið sem fæstir vilja mæta Las Vegas, borgin í eyðimörkinni, er heimsfræg fyrir spilavíti sín og þang- að streymir fólk úr öllum heims- homum til að freista gæfunnar. Á sunnudagskvöldið beinist athygh heimsbyggðarinnar að Las Vegas og lukkuhjólunum, sem að þessu sinni ráða því hvaða lið leika saman í riðl- um í úrshtakeppni heimsmeistara-. mótsins í knattspyrnu sem haldið er í Bandaríkjunum næsta sumar. Þar mæta 24 útvalin hð til leiks, 22 sem barist hafa hart fyrir sæti sínu í forkeppni, heimsmeistarar Þýska- lands og svo að sjálfsögðu gestgjaf- amir, Bandaríkjamertn. Enginn vill leika í Dallas eða Orlando Spennan er mikil, alhr bíða í ofvæni eftir því hverjir mótheijar þeirra verða en líka eftir því í hvaða borgum þeir þurfa að spha. Þar getur lofts- lagið ráðið miklu um möguleika Uð- anna og flestir virðast óttast tvær borgir, Dahas í Texas og Orlando í Flórída. Þar gætu hiti og raki orðið erfiðari mótheijar en sjálfur and- stæðingurinn á knattspymuvellin- um. Sjálfir Brasihumenn óttast mest að þuifa að leika í Orlando. Þjálfari þeirra, Carlos Alberto Parreira, segir reyndar borgina hafa einn kost, þar búi margir Brasihumenn. Hins vegar sé alltof heitt og rakastigið um 95 prósent auk þess sem leikir þar fari fram á hádegi vegna sviptivinda sem jafnan gangi yfir svæðið síödegis. Hann vih helst leika í Washington eða Boston og sama er að segja um nágranna hans frá Argentínu. Margir smeykir við Norðmenn Parreira er lika smeykur við þrjú Uð- anna úr fjórða og neðsta styrkleika- flokknum, Noreg, Svíþjóð og Sviss. „Það yrði hrikalegur riðih þar sem bæði Kamerún og Noregur myndu lenda,“ segir Parreira. Jack Charl- ton, þjálfari íra, óttast mest að fá Noreg eða Sviss í sinn riðh og ítalir hafa líka sagt að þeir vhji forðast að mæta Norðmönnum. Þá er Kólombía það Uð í 2. styrk- leikaflokki sem flestir eru hræddir við. Parreira vUdi ahs ekki mæta Þjóðverjar (í bláu) og Bandarikjamenn vita hvar þeir leika í fyrstu umferð HM en aðrir bíða í ofvæni eftir drættinum í Las Vegas annað kvöld. : Kólombíu og verður aö ósk sinni vegna nýrra reglna varðandi drátt- inn. Sviss viil Brasilíu en ekki Bandaríkin Roy Hodgson, hinn enski þjálfari Svisslendinga, tekur í sama streng og Parreira og vih forðast DaUas og Orlando. Hann hefur hins vegar mik- inn áhuga á að lenda í riðli með Bras- ihumönnum en vih ekki mæta Bandaríkjamönnum og segir að Uð þeirra sé mjög vanmetið, sérstaklega á heimavelh. Talsmaður Alþjóöa knattspymu- sambandsins, Guido Tognoni, viður- kennir að það verði erfitt að spUa í umræddum borgum, sérstaklega Dallas. „Hiti og raki verða verstu óvinimir en þetta er sama vandamál í öUum heimsmeistaramótum og við eram vanir sífeUdum kvörtunum frá þjálfurum. Það var heitt á ítaUu, í Mexíkó og á Spáni, þetta er bara eitt af því sem fylgir HM,“ segir Tognoni. Þjóðverjar í Chicago Þjóðveijar og Bandaríkjamenn þurfa ekki að velta sér upp úr áhyggjum af leikstað því ljóst er hvar þeir spila í fyrstu umferð. Þjóðveijar leika tvo fyrstu leiki sína í Chicago en þurfa síðan að fara til DaUas í einn leik. Bandaríkjamenn verða með sinn heimavöll í Los Angeles. ítalir vonast eftir því að leika í New Jersey og era svo vissir um það að þeir era byijaðir að svipast um eftir hóteh og æfmgaaðstöðu á svæðinu. írar vUja helst spUa í Boston en þar búa fjölmargir landar þeirra og ljóst er aö gífurleg stemning yrði á leikj- um írlands þar. Eins og fram kom 1 DV í gær er Uðunum 24 skipt í fjóra styrkleika- flokka sem þó era frekar byggðir á landafræði en styrk og eitt Uð úr hveijum flokki er dregið í hvem riðl- anna sex. Þó geta Uð frá Suður- Ameríku ekki lent saman í riðU, ekki heldur Bandaríkin og Mexíkó og að- eins einn riðUl veröur með þremur Uðum úr Evrópu. Flokkarnir, sem dregið veröur úr í Las Vegas annað kvöld, era þannig skipaðir: 1. flokkur: Þýskaland, Bandaríkin, Argentina, Belgía, BrasUía og ítaha. 2. flokkur: Kamerún, Marokkó, Nígería, BóUvía, Kólombía og Mex- íkó. 3. flokkur: Spánn, Rússland, írland, Rúmenía, HoUand og Búlgaría. 4. flokkur: Suður-Kórea, Saudi- Arabía, Svíþjóð, Noregur, Grikkland og Sviss. Betri dómgæslu lofað Talsmenn FIFA hafa lofað því að dómgæsla verði betri í Bandaríkjun- um en áður á HM. Stærsti Uðurinn í því er aö vera með sérhæfða línu- verði í stað þess að nota bestu dómar- ana í þær stöður. Þijátíu dómarar hafa verið valdir tíl undirbúnings fyrir keppnina og af þeim verða 22 tilefndir í mars til að dæma. Þá hefur FIFA tilkynnt að í fyrsta skipti veröi útnefndur besti mark- vörður keppninnar. Sá hlýtur Jas- hin-bikarinn sem gefinn er til heið- urs Lev Jashin, hinum frábæra markverði Sovétmanna frá því á sjötta og sjöunda áratugnum sem lést fyrir fáum áram. -VS Plús vikunnar fær hand- knattleiksmaðurinn Jón Þór- ir Jónsson sem sýndi einstök tilþrif í bikarleik Selfyssmga við Aftureldingu á miðviku- dagskvöldið. Hann skoraði eUefu skrautleg mörk og hélt í leiðinni sýnikennslu í hvernig á að fagna þeim! MÍNUS Mínus vikunnar fá stuðnings- menn handknattleiksUös Aft- ureldingar í Mosfellsbæ. Þeir sýndu leikmönnum Selfoss fáheyrða óvirðingu í bikarleik Uðanna með óviðeigandi hrópum þegar einhver þeirra meiddist. íþróttamaður vikuimar Davíð Grissom - maðurinn á bak við góðan sigur KR-inga á Haukum Davfð Grissom er lykilmaður hjá KR-lngum í vetur. Davíð Grissom, körfuknattleiks- maður úr KR, er íþróttamaður vik- unnar að þessu sinni. Davíð hefur leikið mjög vel með KR-ingum í vetur og um síðustu helgi var hann maðurinn á bak við góðan útisigur þeirra á Haukum, skoraði 29 stig og tók fjölda frákasta. Hann er ann- ar stigahæsti íslendingurinn í úr- valsdeildinni, hefur skorað 20,6 stig að meðaltali í vetur, og alls 268 stig í 13 leikjum KR-inga. Davíð er frá Bandaríkjunum en hefur verið búsettur á íslandi í fimm ár, á hér fjölskyldu og fékk ríkisborgararétt fyrir ári. Hann lék fyrst með Reyni úr Sandgerði en síðan Val, KR og Breiðabliki, og fyrir þetta tímabil gekk hann til hðs viðKRá ný. Guðni Guðnason, fyrirhði KR- inga, segir að það hafi verið gífur- legur síyrkur fyrir þá að fá Davíð í hópinn. „Hann hefur leikið mjög vel í vetur, skorar grimmt og tekur mikið af fráköstum og við væram í verri málum ef hans nyti ekki við. Davíð er með góð skot og mik- inn stökkkraft og þar sem hann er hávaxinn er erfitt að stöðva skotin hans. Þetta nýtist honum líka vel í fráköstunum. Það sem Davíö mætti helst bæta er að vera jafn- ari, hann á það til að týnast þegar hður á leikina," sagði Guðni. Þótt Davíð sé orðinn íslendingur er ekki fyrirsjáanlegt að íslenska landshðið fái notið krafta hans. Hann þarf að sækja sérstaklega um leyfi til Alþjóða körfuknattleiks- sambandsins, og síðan að bíða í þrjú ár. Um þetta leyfi hefur enn ekki verið sótt og þar sem Davíð er orðinn 29 ára gamah er ólíklegt að hann eigi eftir aö leika með landshðinu. Það er synd því þar mætti svo sannarlega nýta kraíta hans. -VS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.