Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1993, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1993, Page 4
4 LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1993 Fréttir Breytingar í skattamálum til umræðu á Alþingi: Heiftarlegar deilur um lækkun matarskatts - Alþýðuflokkur og Framsókn sammála annars vegar en Alþýðubandalag og Sjálfstæðisflokkur hins vegar Afar einkennileg staða er komin upp við 2. umræðu um skattabreyt- ingar á Alþingi varðandi lækkun matarskattsins um næstu áramót. Famsóknarmenn og kratar eru sam- mála um að lækkun matarskatts sé afleitur kostur. Sjálfstæðismenn og alþýðubandalagsmenn veija skatta- lækkmiina aftur á móti. Kvennalist- inn er klofinn í málinu. Framsóknarmenn, undir forystu Halldórs Ásgrímssonar, leggjast af öfium þunga gegn skattinum. HaU- dór Ásgrímsson gekk svo langt í ræðu sinni í gær að kaUa samning- ana við verkalýðshreyfinguna um lækkun matarskattsins klúður. Hann sagði að Friðrik Sophusson fjármálaráðherra ætti að segja af sér þess vegna. HaUdór krafðist þess skriflega í gær að Ríkisendurskoðun gæfi skýrslu um áhrif breytinga í skattamálum samkvæmt frumvarpi nr. 251. Það eru breytingatiUögur HaUdórs, Jóhannesar Geirs og Krist- ínar Ástgeirsdóttur í efnahags- og viðskiptanefnd. Hann hefur einnig látið Þjóðhagsstofnun reikna þetta út fyrir sig. „Það er alveg rétt að við alþýðu- flokksmenn erum óánægðir meö matarskattslækkunina. Hins vegar stóð ríkisstjómin aö þessum samn- ingum við verkalýðshreyfinguna. Þess vegna rnimum við greiöa at- kvæði með Iækkuninni. Orð skulu standa,“ sagði Rannveig Guðmunds- dóttir, formaður þingflokks Alþýðu- flokksins. -S.dór mm m MJm 1 v >* - ^-c ' W «■ mm • - -í; Sendiherra mótmælum Sendiherra Bretlands á islandi, Michael Hone, var i gær boðaður á fund starfandi utanríkisráðherra, Sighvats Björgvinssonar. Kom ráðherra á framfæri eindregnum mótmælum íslensku rikisstjórnarinnar vegna ákvörðunar breskra stjórnvalda um áð heimila rekstur nýrrar endurvinnslustöðvar fyrir geislavirkan kjarnorkuúrgang i Setla- fíeld. Jafnframt var sendiherranum afhent ályktun Alþingis þar sem þessari ákvörðun er mótmælt. Á myndinni tekur Þorsteinn Ingólfsson ráðuneytisstjóri á móti breska sendiherranum, DV-mynd BG Kúvending Framsóknarflokksins í matarskattslækkuninni: Erum ekki að biðla til kratanna - segir Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins Það vekur nokkra athygli hve harður HaUdór Ásgrímsson, vara- formaður Framsóknarflokksins, er gegn lækkun matarskatts í umræð- um á Alþingi. Ekki síst í ijósi þess aö á flokksþingi Framsóknarflokks- ins fyrir ári ályktaði flokksþingið aö lækka bæri virðisaukaskatt á mat- væli. Steingrímur Hermannsson situr ekki á þingi þessa dagana, hann er í veikindafríi. Hann var spurður aö því í gær hvað ylli þessari kúvend- ingu hjá flokknum? Hvort framsókn- armenn væru meö þessu að biðla pólitískt til Alþýðuflokksins sem einnig er andvígur lækkun matar- skatts. „Nei, við erum ekki að biöla til kratanna. Við munum afls ekki biðla til þeirra. Það er hins vegar rétt aö við ályktuðum á flokksþinginu um að við styddum tveggja þrepa virðis- aukaskatt með lægra skattþrep á matvæU. Við erum ekki þeir þöngul- hausar að við viljum ekki skoða leið- ir sem skattrannsóknarstjóri og fleiri hafa bent á að séu skynsamlegri - meira að segja embættismenn fjár- málaráöuneytisins. Við höfum aldrei lagst gegn því að því sama væri náö með því að greiða niður þessar nauð- synjar á heUdsölustiginu eins og gert var. Við teljum að miöaö við það sem verið er að gera núna væri það skyn- samlegri leið. Þeir hafa verið héma hjá mér samflokksmenn mínir og við höfum farið í gegnum þetta aUt sam- an. Mér sýnast hugmyndir HaUdórs Ásgrímssonar vera miklu skynsam- legri en þaö sem ríkisstjómin leggur til,“ sagði Steingrímur Hermanns- son, formaður Framsóknarflokksins. -S.dór ÍM Gallup hættir með íslenska popplistann: Upp kom ágrein- ingur um markmið - DV með elna sölulistann yfir geislaplötur IM GaUup hefur hætt við gerð Is- lenska poppUstans fyrir Morgun- blaðiö, Sjónvarpið, rás 2 og Samband hljómplötuframleiðenda. Birta átti Ustann í Morgunblaðinu og á dag- skrá Sjónvarpins í gær og á rás 2 í dag en ÍM GaUup sendi tilkynningu frá sér seinni partinn á fimmtudag um að Ustinn yrði ekki birtur fyrir söluvikuna 6. tíl 12. desember sl. Hafsteinn Már Einarsson hjá ÍM GaUup sagði í samtaU við DV að ekki hefðu lengur verið forsendur fyrir útgáfu Ustans og samningamál viö aðstandendur Ustans í ólestri. Núna er DV eini íjölmiðiUinn sem birtir poppUsta sem byggður er á sölu aUra helstu hljómplötuverslana í Reykja- vík og úti á landsbyggðinni. „Það var aldrei búið aö skrifa und- ir samninga og þaö kom upp ágrein- ingur um markmið Ustans. Það komu upp áUtamál ems og hvemig ætti að mæla símasölu á geislaplötu. Við hreinlega ákváðum að það væri betra að hætta, íhuga málin og fara þá seinna af stað með skýrari markmiö," sagði Hafsteinn Már. Sigurður Þór Salvarsson hefur séð um gerð söluUstans sem DV birtir á fimmtudögum yfir geislaplötur. „Við erum búin að halda þessum Usta úti í 10 tíl 12 ár. Núna er þetta orðinn eini innlendi plötusöluUstinn sem birtur er og heftir ekkert látið á sjá,“ sagði Sigurður. Listinn er byggður upp á samstarfi við Skífuna, Spor og Japis og úrval nokkurra óháðra verslana á höfuð- borgarsvæðinu og víða um land. „Það er náttúrulega alveg ljóst að söluUstar eru þeim annmarka háðir að sala þeirra platna sem Ustamenn selja sjálfir í gegniun síma, ganga í hús með eða láta einhver féíagasam- tök selja fyrir sig kemur aldrei fram í raunverulegúm tölurn," sagði Sig- urðurÞór.Salvarsson. -bjb Lögreglan leggur hald á tvö grömm af heróíni: Hafði vitneskju um talsvert magn í umferð hér FíkniefnadeUd lögreglunnar lagði hald á tvö grömm af heróíni fyrir nokkru. Kona og karl um þrít- ugt voru handtekin vegna málsins og þau yfirheyrð. Samkvæmt heinúldum DV taldi lögreglan sig hafa upplýsingar um að nokkrir tugir gramma af heróíni væru í umferð hér á landi og voru þau meðal annars yfirheyrð með það til hiiðsjónar. Hins vegar kom ekkert slíkt fram við yfirheyrslur og var þeim sleppt aö þeim loknum. „Málið er það með heróín að hér er kominn talsvert stór og mikill amfetamínmarkaöur þar sem fólk sprautar sig og þá er kominn grundvöllur fyrir heróín. Þannig að þetta getur að vissu leyti komið aöeins í staðinn fyrir annaö. Við höfum heyrt talað um heróínbland- að amfetamín og heróínið er mjög vanabindandi. Af því verða frá- hvarfseinkenni miklu verri en af hreinu amfetamíni," sagði við- mælandi DV innan lögreglunnar. Hann segir jafnframt að menn horfi skelfingaraugum til þess ef heróín nær aö festa sig í sessi hér á landi. Hingaö til hafi þaö ekki orðið vegna óreglubundins fram- boðs af því. Ástæða óttans sé sú að þeir sem séu háðir efhinu svífist einskis til aö verða sér úti um það ef þeir vita af því á markaðnum. Hvers kyns afbrot til að verða sér úti um peninga séu tíður fylgifisk- urheróínneyslu. -pp Kerra rann fyrir fólksbfl Árekstur varð við Árgerðisbrú sunnan við Dalvík um tíuleytið í gærmorgun. Fólksbíll og kerra aftan í sendibíl skúllu saman. Vinnuvél var í kerrunni. Kona, sem var öku- maður fólksbílsins, var flutt með minni háttar meiðsl á heilsugæslu- stööina á Dalvík. Talið er aö kerran hafi nmnið til í hálku og yfir á rangan vegarhelming með fyrrgreindum afleiðingum. -pp

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.