Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1993, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1993, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1993 Dagur í lífl Eddu Björgvins: Dagurinn hófst upp úr kl. 5 um morguninn, en þá vaknar litla kraftaverkið, Róbert Ólíver - 8 mán- aða gamall sonur okkar, og viU fá fyrsta morgunsopann sinn. Eftir það er hann að rumska á klukkustundar fresti, annaðhvort til að drekka svo- lítið hjá móður sinni eða spjalla við englana og umheiminn. Á bilinu kl. 9-10 er hann tilbúinn að takast á við heiminn - fara í bað - klæða sig - drekka meira og fá grautarspón. Þennan morguninn var óvenju ró- legt hjá mér, vinnunni við áramótas- kaupið næstum lokið, htla áfengis- varnaleikritið mitt farið að lifa sjálf- stæðu lffi í skólum og vinnustöðum og reksturinn á höndum leikhópsins svo ég er eiginlega í jólafríi, að frá- taldri vinnu við daglega sápuóperu á Bylgjunni - sú vinna lendir aö vísu miklu meira á samstarfsaðilanum og eiginmanninum, Gísla Rúnari. Eftir hádegi þennan mánudag þurfti ég að fara í bankaleiöangur. Það er ekki það skemmtilegasta sem ég geri en sem fjármálahöfuð heimil- isins fylgir þetta hinu daglega lffi. Ég fór að hugsa um það í bílnum á leiðinni oní bæ hvað starfsfólk hinna ýmsu bankastofnana er mismunandi og hvað það hefur gífurlega mikið að segja hvemig framkoma hins al- menna afgreiðslumanns er við óbreyttan, skuldum vafinn kúnna. í þeim bönkum sem ég hef átt mest viðskipti við er afgreiðslufólkið nán- ast eins og fjölskylda manns, hlýlegt yndislegt fólk, sem er tilbúið að leggja á sig mikla vinnu til að leysa úr vandamálum mínum. Ég hef líka upplifað hið gagnstæða í ónefndum bankastofnunum - þar sem ég pakk- aði líka saman mínu hafurtaski og skellti hurðum á eftir mér með háv- aða og látum - út af hranalegri fram- komu einhverra afgreiðslumanna! Synd fyrir þá banka þegar ég er orð- in milli! En sem sagt þessi bankaferð var ánægjuleg í mannlegum sam- skiptum og ákveðinn léttir fylgir því alltaf þegar öll launin manns eru far- in út af heftinu og skuldabunkinn hefur lækkað verulega. Litli gleðigjafmn Eftirmiðdeginum gat ég eytt heima hjá litla gleðigjafanum - Róbert Óh- ver, sem er eins og htffi sólargeish alla daga og ég get ekki haft augun af honum á meðan það fer í gegnum huga minn hvað ég stend í ævarandi þakkarskuld við almættið fyrir að senda mér hann núna! Er það ekki ótrúlegt ríkidæmi að eiga þrjú stálp- uð, frábær böm og fá svo sendan ht- inn engil þegar maður er búinn að gefa upp aha von um að það æth fleiri að koma til manns? Enda kvarta ég ekki yfir þessum degi né öðrum dögum. Nú, við Róbert eydd- um sem sagt seinnipartinum í að taka upp jóladót og hlakka til jólanna en um kvöldið var fundur hjá áhuga- hópi um bætta umferðarmenningu. Sá mæti hópur hefur ekki hist í óra- tíma þannig að það voru mörg mál sem þurfti að spjaha um og leysa. Litlar framfarir finnst okkur hafa orðið í samskiptum fólks á ökutækj- um á götum úti. Einhver okkar hafði lesið niðurstöður rannsókna sem gerðar hafa verið á Vesturlöndum og leiða í ljós að þeir sem eru á ein- hvern hátt ofbeldismenn í vunferð- inni - þeir þjáist af greindarskorti! Afskaplega erum við íslendingar þá ffia gefin þjóð! Er það ekki dæmigert fyrir okkur hvað við sýnum mikið umburðarlyndi þegar umferðar- glæpir eru annars vegar. Nú ganga lausir tugir einstakhnga sem hafa óteljandi umferðarbrot á samvisk- unni og eru jafnvel teknir daglega fyrir lögbrot í umferðinni. Þessir aðilar gefa lögreglunni bara langt nef og aka í burtu á sínum tækjum og eru með sín ökuréttindaskírteini ósnert! Skilaboðin sem við fáum eru þau að ef þú ekur á ólöglegum hraða á einhveiju farartæki og verður th þess að limlesta fólk og eyðileggja líf Edda Björgvins og 8 mánaða gamall sonur hennar, Róbert Ólíver. þess þá þarftu ekki að svara fyrir það. En ef þú ræðst á aðra manneskju á götunni og gengur í skrokk á henni þá fyrst heitir það glæpur! Þetta heit- ir að umbera eina tegund af glæpum en refsa fyrir aðra. Tollurgötunnar Það er svo undarlegt hvað margir ráöamenn þjóðarinnar áhta að þaö sé gangur lífsins og nánast náttúru- lögmál að umferðin taki sinn toh! - Sem sagt, það að heitir tohur þegar 20 th 30 manns láta lffið á götum úti af okkar völdum af því að ökutæki er eitthvað sem við þykjumst ekki getað verið án og hefur þ.a.l. forgang í þjóðfélaginu! Það virðist vera eitt- hvað í margumræddri þjóðarsál okk- ar íslendinga sem gerir okkur að hörkutólum og birtist meðal annars í ótrúlegri ósvífhi í mannlegum sam- skiptum. Óhugnanlegasta birtingar- myndin er umferðarómenningin sem við höfum skapað þar sem manneskj- an er lægra sett en blikkbeljan. DV-mynd GVA Við í umferðarhópnum náðum nú ekki að leysa sálarflækjur íslensku þjóðarinnar og kippa samskiptunum í umferðixmi í viðunandi horf á þess- um jólafundi okkar en við höldum áfram að berjast - fyrir bömin okkar - og ykkar. Ég sofnaði við hhðina á yngsta englinum mínum, brosandi og friðsælum, og bað th guðs að hann yrði aldrei tohurinn sem umferðar- ofbeldið tekur ár hvert. Svo sendum við öhum sem eiga um sárt að binda okkar hlýjustu strauma og biðjum um gleðileg jól um ahan heim. Komin í jólafrí Finnur þú fímrn breytingar? 236 Ég hafði ekkert illt I huga, herra lögregluþjónn, ég gleymdi bara aö fara Nafn:.......................... í jólasveinabúninginnl Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum hðnum birtum við nöfn sigurvegar- anna. 1. verðlaun: Rummikub-spil- ið, eitt vinsælasta fjölskyldu- spil í heimi. Það er þroskandi, skerpir athyghsgáfú og þjálfar hugarreikning. 2. verðlaun: Fimm Úr- valsbækur. Bækumar, sem eru í verðlaun, heita: Mömmudrengur, Þrumu- hjarta, Blóðrúnir, Hetja og Banvæn þrá. Bækumar em gefhar út af ' Frjálsri flölmiðlun. Merkið umslagiö með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 236 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík Vinningshafar fyrir tvö hundr- uð þrítugustu og fjórðu get- raun reyndust vera: 1. Vordís Baldursdóttir, Fjarðargötu 40, 470 Þingeyri. 2. Sigtryggur ÞórhaUsson, Teigagerði 14,108 Reykjavík. Vinningamir verða sendir heim. Heimilisfang:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.