Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1993, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1993, Side 24
24 LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1993 Jólamarkaðurinn í Numberg í Þýskalandi: Þar fer enginn í jólaköttinn Jólamarkaðurinn í Niimberg er einn þekktasti markaður sinnar teg- undar í Evrópu. Upphaf hans er rak- ið tU mótmælendatrúar í tengslum við það er það færðist í vöxt að gleðja böm á jólum. í yfir 400 ár hefur tekist að halda í þær hefðir sem fylgja jólamarkaðin- um í Niimberg og hafa vörur þær sem em á boðstólum nánast alltaf verið þær sömu. Kapp hefur verið lagt á að halda sem lengst í hið upp- runalega form markaðarins. í langan tíma hefur fólk ferðast til Niimberg til þess að versla fyrir jóhn því að htið er á markaðinn sem ómissandi þátt í jólahaldinu. í fyrra heimsóttu 2,1 milljón manna jólamarkaðinn sem er fyrirmynd sams konar mark- aða í öðrum borgum í Þýskalandi og á hveiju ári koma þangað sérstakar sendinefndir víða að tíl aö kynna sér hvað búi að baki svo vinsælum og þekktum markaði. Það er því skemmtUeg upplifun að heimsækja jólamarkaðinn í Niimberg og verða vitni að hinni ævintýralegu jólastemmningu og ið- andi mannlífi sem þar er. Það fer enginn í jólaköttinn í Numberg. Texti og myndir: Bryndís Hólm Voisky/ft, N,rfSTAH 3 °S e/on ketill uPIÐ: lUQðrd. M. 10-18 unnud. hl. 13-16 ^Oirneö syfnPa tex kr. 7.700 frá kr. 4.200 kr. 6.500 fyrir verði frá kr. 1.750 L frá kr. 1.580 ÆGIR ^trartí mann frá kr. 2.900 þar sem ferðalagið byrjar! SEGLAGERÐ8N EYJASL0Ð 7 101 REYKJAVÍK S. 91 -621 780 Á markaðstorginu eru hvorki meira né minna en 182 sölubásar á um 2500 fermetra svæði. í aldanna rás hefur tekist að koma í veg fyrir aö jólamarkaðurinn í Niirnberg yrði að eins konar skemmtigarði því að hann hefur svo sannarlega ekki látið undan nútímastraumnum. Og það er kannski aðalsmerki markaðarins að hann er eins og hann hefur alltaf verið. Unga kynslóðin leikur stórt hlutverk á markaðinum sem hefst ávallt 27. nóvember og lýkur 24. desember. Sérstök kyndilganga skólabarna fer alltaf fram 9. des- ember. Síðan er margt á dagskrá, svo sem kórsöngur, konsertar og leikrit. Margir nota tækifærið og láta skira nýfædd böm sin. Annað hvert ár er svo valið sérstakt jólabarn sem gegnir því hlutverki að lýsa yfir formlegri opnun markaðarins frá svölum Maríukirkjunnar í miðbæ Niirnberg. Umgjörð markaðarins er afar falleg enda hefur hróður hans borist langt út fyrir landamæri Þýskalands. Göt- ur miðbæjarins eru fagurlega skreyttar greni og Ijósaseríum og söluborðin flest skreytt greni og lukt- um. Á yfir 40 borðum er boðið upp á hinar geysivinsælu lifkökur eða Lebkucken eins og þær eru nefnd- ar, ásamt ávaxtabrauði, sætindum og ýmsu öðru bakkelsi. Lífkökurnar eru ómissandi í jólahaldinu og er þeim skolað niður með ilmandi heitri jólaglögg eða Gliiwein eins og heimamenn kalla það. Vínið er borið fram t keramikbollum sem verða að eftirsóttum minjagripum eftir hvern jólamarkað. Þess má geta að um 80 prósent bollanna hverfa með gestunum. A öðrum söluborðum má sjá ýmsar hefðbundnar jólavörur á borð við gyllta engla, jötur, kerti og luktir. Að auki er þar að finna mikið magn af barnaleikföngum. Mikil eftirspurn er t.d. eftir dúkkum en þær eru kailaðar Docken á gömlu þýsku máli. Það tengist einkum því að 1564 var sérstakri skímarhátíð barna komið á á jóladag en sú hátíð var í fyrstu ávallt haldin á nýju ári. Hún leiddi siðan til þess að á fyrstu áratugum 17. aldar var farið að selja dúkkur á jólamarkaðinum t Nurnberg. Sú hefð hefur svo haldist óslitið. Það er ótrúlega fagmannlegt hand- bragðið sem sjá má á jólamarkaðin- um í Númberg. Söluvörurnar eru listilega vel gerðar og því varla að ástæðulausu að hróöur markaðar- ins hefur borist víða um heim. Þeir eru sérlega skemmtilegir sveskju- karlarnir sem gestum býðst að kaupa. Þar er sveskjum raðað sam- an á ströngla sem síðan em fallega skreyttir. Við fyrstu sýn virðist vera um litlar dúkkur aö ræða en i Ijós kemur aö dúkkurnar em hreinlega búnar til úr sveskjum. Og sveskju- karlarnir em ein vinsælasta sölu- Jólaenglarnir hafa með tímanum orðið helsta tákn jólanna um gjörv- allt Þýskaland. í tengslum við sér- staka skírnarathöfn á aðventunni er jólaguðspjallið sett á svið en þaðan er sprottin sú hefð að búa til hina frægu jólaengla. Þeír eru gullhúöað- ir og handalausir með stóra og fal- lega vængi. Og þegar Ijósin lýsa upp fjölda engla á markaðstorginu, Mar- íukirkjuna og gamla miðbæinn í Núrnberg, er fegurðin og stemmn- ingin ólýsanleg. Það er ekki hægt annað en að komast í sannkallað jólaskap. vara markaðarins og eru ásamt jólaenglum og ýmsu öðru nokkurs konar tákn jólanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.