Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1993, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1993, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1993 11 Þegar litið er á fjölda þeirra rita sem út hafa komið síðustu vikurnar fer þó ekki milli mála að enn eru afar sterk tengsl á milli bókanna og jólanna í hugum íslendinga. DV-mynd GVA Vamarstríð bókanna Unnendur íslenskra bóka hafa síö- ustu misserin haft verulegar áhyggjur af stööu bókarinnar í þjóðfélagi mikilla breytinga sem margar hveijar eru fjandsamlegar bókmenntum í víðasta skilningi þess orð vegna þess að þær draga úr bóklestri. Þegar htið er á fjölda þeirra rita sem út hafa komið síðustu vikurn- ar fer þó ekki á milli mála að enn eru afar sterk tengsl á milli bók- anna og jólanna í hugum íslend- inga. Þrátt fyrir efnahagslega vanhðan þjóðfélagsins, og sífeht gráðugri skattkjaft ríkisstjómarinnar, er htlu minni kraftur í bókaútgáfunni fyrir þessi jól en verið hefur hin síðari ár. Tölur um hehdarsölu hggja ekki enn fyrir, enda mesta söluhelgin rétt gengin í garð. En flest bendir th að bókin haldi enn velh sem vinsælasta jólagjöfin á íslandi. Hátt í fjögur hundruð bækur Fyrir þessi jól hafa útgefendur, stórir og smáir, gefið út hátt í fjög- ur hundrað bækur. í sérblaði um jólabækumar, sem fylgdi DV fyrir hálfri annarri viku, sagði frá 360-370 nýjum bókum. Nokkrir bókatitlar hafa bæst við ahra síðustu daga. Heildarfjöldi útgefinna bóka veröur því nokkra hærri þegar jóhn ganga í garð. Það kæmi ekki á óvart ef jólabækumar næðu að lokum að fyha fiórða hundraðið. Eiginleg bókaútgáfa á árinu er auðvitað enn viðameiri því all- nokkrar bækur koma út á öðrum árstíma - ekki síst þær sem ætlaðar era th fræðslu og kennslu. Ef htið er nánar á skiptingu þess- ara bóka sem frá sagði í bókablaði DV kemur í ljós að af þessum mikla fjölda era rúmlega eitt hundrað bækur nýr íslenskur skáldskapur - sögur, ljóð og leikrit fyrir unga sem aldna. Þar af era bama- og unglingabækur riflega fjöratíu en almennar skáldsögur hátt í þijátíu og ljóðabækur álíka margar. Þýddur skáldskapur er einnig fyrirferðarmikhl; nær sextíu þýdd- ar bama- og unghngabækur og um íjörutíu þýddar skáldsögur. Ævisögur og viðtalsbækur era innan við þrír tugir að þessu sinni en almennar fræðibækur og önnur rit, eins og það heitir, um hundrað og fjörutíu og kennir þar að venju margra ólíkra grasa. Líf í skáldsögunni Þessar tölur segja okkur fyrst og fremst að það er enn kraftur í bóka- útgáfunni. Bókafjöldinn er mikill. En tölurnar gefa okkur líka vís- bendingar um hvað íslenskir rit- höfundar eru öðru fremur að fást við um þessar mundir. Það er th dæmis augljóst að þótt spekingar hafi á stundum verið að tilkynna andlát skáldsögunnar er hún enn með bærhegu lífsmarki hér á landi eins og reyndin er víða erlendis líka. Margir gamalreyndir skáld- sagnahöfundar hafa sent frá sér ný verk fyrir þessi jól. Þeirra á meðal era Guðbergur Bergsson, Steinunn Sigurðardóttir, Álfrún Gunnlaugs- dóttir og Einar Már Guðmundsson. Nokkrir hstamenn, sem hingað th hafa einkum vakið athygli á öðr- um sviðum, hafa einnig snúið sér að skáldsögunni. Þetta á th dæmis við um Sigurð Guðmundsson myndhstarmann, leikskáldið Birgi Sigurðsson og Valgeir Guðjónsson tónhstarmann. Og Bjöm Th. Bjömsson hstfræðingur sýnir enn fjölhæfni sína með nýrri heimhd- arskáldsögu. Unglingaskáldsögur í uppsveiflu Athygh vekur hversu fátt er um skáldsögur eftir nýja, áður óþekkta höfunda að þessu sinni. Kannski era þeir önnum kafnir við aö semja unglingaskáldsögur. Það fer í það minnsta ekki milh mála að mikh uppsveifla er í þeirri bókmenntagrein. Fyrir þessi jól era gefnar út ríf- lega fjörutíu nýjar íslenskar bama- og unglingabækur. Þar af era skáldsögur fyrir unglinga um það Laugardags- pistiU Etías Snæland Jónsson aðstoðarritstjóri bh tveir tugir. Það er gleðhegt hversu margir þrautreyndir höfundar bama- og unglingabóka senda frá sér nýjar bækur fyrir þessi jól. Nægir þar að nefna Andrés Indriðason, Guð- mund Ólafsson, Guðrúnu Helga- dóttur, Heiði Baldursdóttur, Iðunni Steinsdóttur og Þorgrím Þráinsson. Ekki er síður ánægjulegt hversu margir nýir höfundar koma nú fram á sjónarsviðið með sína fyrstu unglingabók. Það er vonandi upp- hafið að frekari skrifum þeirra á þessu mikhvæga en stundum van- rækta sviði bókmenntanna. Ljóðabækurog heimsbókmenntir Mikið er gefið út af ljóðum hér á landi, enda hægt að gefa slíkar bækur út á thtölulega einfaldan og ódýran hátt. Að þessu sinni era tvö af helstu ljóðskáldum samtímans með nýjar bækur; Hannes Pétursson og Sig- urður Pálsson. Og sýnd er ræktar- semi við suma gömlu meistarana, svo sem Davíð Stefánsson, Stein Steinarr og Tómas Guðmimdsson, með sérstökum útgáfum. Hin síðari ár hefur aukist vera- lega útgáfa á íslenskum þýðingum á merkum erlendum skáldverkum. Þetta á að nokkru leyti við í ár þótt vissulega sé langmest þýtt af spennusögum og öðrum afþreying- arbókmenntum, og svo barna- og unghngabókum. Af jólauppskera þýðinga má nefna sérstaklega skáldsögur eftir Mario Vargas Llosa, einn virtasta rithöfund Rómönsku Ameríku, Svíann Per Olov Enquist, sem hér er einkum kunnur sem leikskáld, og pólsk-ameríska nóbelskáldið Isaac Bashevis Singer, smásögur Julio Cortazars frá Argentínu og ljóð og ritgerðasafn eftir mexík- anska nóbelsskáldið Octavio Paz. Forvitni og fróðleiksfýsn Ævisögur, viðtalsbækur og margs konar rit um sögulegt efni, samtímaátök eða einstök áhuga- mál í nútímanum hafa löngum ver- ið vinsæh hluti jólabókaflóðsins. Á því er engin breyting að þessu sinni, enda fróðleiksfýsn íslend- inga enn mikh, að ekki sé nú talað um forvitni um nágrannanna. Af fjölmörgum forvitnhegum fræðibókum má nefna ítarlega samantekt um sögu daganna, veð- urfar á íslandi í hundrað ár, hjátrú íslendinga fyrr og síðar og nokkrar bækur um íslenskar bókmenntir. Hins vegar er minna nú en oft áður um sjálfsævisögur eða við- talsbækur við þekkta landa, enda má segja að sú útgáfa hafi verið komin út í verulega öfga. Nokkrar slíkar bækur vekja þó athygh, einkum frásögn Jóhönnu Krist- jónsdóttur af árunum með Jökh Jakobssyni og viðtalsbækur við Matthías Bjamason, Róbert Am- finnsson, Eirík Kristófersspn, Kar- óhnu Lárasdóttur og Odd Ólafsson á Reykjalundi. Sérstok ástæða er th að fagna tveimur viðamiklum ævisögum; annars vegar lokabindi stjóm- málasögu Jónasar Jónssonar frá Hriflu eftir Guðjón Friðriksson og hins vegar ítarlegri ævisögu Bene- dikts Jónssonar á Auðnum eftir Svein Skorra Höskuldsson. Það kann svo að sýnast glettni örlag- anna að þessi miklu rit koma út einmitt um það leyti sem stórveldi samvinnumanna, Samband ís- lenskra samvinnufélaga, hrundi eins og sphaborg. Vamarstríð Sá mikh kraftur sem nú er í ritun og útgáfu bóka fyrir böm og ungl- inga er einkar mikhvægur vegna þess að prentað mál á nú í afar höröu vamarstríði. Barist er um hugi og hjörtu, áhuga og tíma unga fólksins og tvísýnt um úrsht. Og það er mikið í húfi; einfaldlega hvort komandi kynslóðir verði yf- irleitt læsar á bækur. Kannanir virðast bera það með sér að böm og unghngar hafa sí- feht minni áhuga á að lesa bækur. Aðrir miðlar era sífeht að ýta bókinni meira og meira th hhðar. Það á sérstaklega við um gífurlegt og síaukið framboð á ahs kyns sjón- varpsefni, myndböndum og tölvu- leikjum. í hugum margra bama og unglinga era slíkir skjámiðlar mun eftirsóknarverðari en prentuð rit. í baráttunni gegn þessari þróun skiptir bókin sjálf auðvitað mestu máh, þótt kannanir bendi th þess að sterk dagblöð geti einnig haft umtalsverð áhrif th að auka lestur hinna yngri. Mikhvægast er auðvitað að ís- lendingar haldi áfram að skrifa góðar, skemmthegar og spennandi bækur fyrir unga fólkið og gefi þær út af myndarskap. Ekki má heldur vanmeta hlut for- eldra og kennara. Það er einmitt á heimhunum, í skólunum og á bóka- söfnunum sem kveikja þarf og við- halda áhuga ungu kynslóðarinnar á lestri bókmennta. Það er mikhvægt að bókin vinni þetta vamarstríö. Ef það tapast mun eins fara fyrir íslendingum, sjálfri bókaþjóðinni, og þeim þjóð- um sem þegar hafa að mestu orðið ólæsinu aö bráð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.