Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1993, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1993, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1993 Erlendbóksjá Metsölukiljur Bretland Skáldsögur: 1. Terry Pratchett; Lords and Ladies. 2. Robert James Walier; The Bridges of Madison County. 3. Douglas Adams; Mostly Harmless. 4. Ben Elton: This Other Eden. 6. Sue Townsend: The Queen and l. 6. Wilbur Smith; River God. 7. Danielle Steal: Mixed Blessings. 8. Catherine Cookson: The Maltese Angel. 9. Stephen King; Dolores Claiborne. 10. Joanna Trollope: The Men and„the Girls. R:t aimenns eðlis: 1. Jung Chang: Wild Swans. 2. Paul Merton: History of the 20th Century. 3. Brian Keenan: An Evil Cradling. 4. Bill Watterson: The Days Are Just Packed. B. Carl Giles: Giles Annual. 6. Stephen Fry: Paperweight. 7. Nick Hornby: Fever Pitch. 8. Gary Larson: The Far Side Gallery 4. 9. James Herriot: Every Lfving Thing. 10. Gary Larson: The Chickens are Restless. (Byrjgt á The Sunday Times) Danmörk Skáldsögur: 1. Peter Hoeg: Froken Smitlas fornemmelse for sne, 2. Isabel Allende: Andernes hus. 3. Jette Kjærboe: Albertines fortœllinger. 4. Niels Vinding: Hog over hog. 6. Edith Wharton: Uskyldens Sr. 6. John Grisham: Firmaets mand. 7. Michael Crichton: Jurassic Park. (Byggt á Politiken Sendjg) Afbókmennta- verðlaunum Fyrri hluti vetrar viröist tími bók- menntaverðlauna víða um heim. Hæst ber aö sjálfsögðu nóbelsverð- launin sem Toni Morrison tók við í Stokkhólmi 10. desember. En mörg lönd hafa sín eigin bókmentaverð- laun til að vekja athygh á eftirminni- legum ritverkum og höfundum. Árleg spænsk bókmenntaverðlaun eru kennd við mesta rithöfund Spán- verja, Cervantes. Þau hófu göngu sína árið 1975, fyrir forgöngu menn- ingarmálaráðuneytis landsins, og nema 15 milljónum peseta (um 750 þúsund krónur íslenskar). Að þessu sinni hlaut þau Miguel Delibes, kunnur rithöfundur og blaðamaður. Hann er 73 ára og hefur samið marg- ar skáldsögur. í Bretlandi hefur kunnur skáld- sagnahöfundur, William Boyd, hlotið „Book of the Year Award“ í árlegri samkeppni á vegum blaðsins Sunday Express. Boyd fékk verðlaunin fyrir skáldsöguna The Blue Aftemoon. Verölaunafé Sunday Express er með því hæsta sem þekkist; 20 þúsund sterlingspund eða 2,1 milljón króna. Sænskir bókaútgefendur veita ár- lega Augustverölaunin fyrir skáld- skap, fagbókmenntir og barna- og unglingabækur. Sigurvegarinn á hverju bókmenntasviði fær 100 þús- und krónur sænskar (um 850 þúsund íslenskar). Atkvæðisrétt hafa um 70 gagnrýnendur, bókasafnsfræðingar og bóksalar. Að þessu sinni hlutu eftirtaldir höfundar Augustverð- launin: Kerstin Ekman fyrir skáld- söguna Hándelser vid vatten, Peter Bo Carpelan: hlaut Finlandiaverð- launin 1993. Umsjón Elías Snæland Jónsson Englund fyrir Ofredár, sem fjallar um átök í Svíþjóð á sautjándu öld, og Mats Wahl fyrir unglingaskáld- söguna Vinterviken. Skáldsaga Ek- mans er tilnefnd til bókmenntaverð- launa Norðurlandaráðs. Síðasta áratug hafa Finnar veitt árlega svonefnd Finlandiaverðlaun. Verðlaunafé er 100 þúsund fmnsk mörk (1,2 milljónir íslenskra króna). Vinningshafi að þessu sinni er gam- alkunnur rithöfundur, Bo Carpelan, en hann fékk bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 1978. Verð- launaða sagan heitir Urwind eftir söguhetjunni sem er 53 ára fom- gripasah. Danir hafa efnt til nýrra bók- menntaverðlauna, ALDÁ, til að heiðra rithöfunda frá þróunarlönd- unum. Verðlaunafé er 5000 krónur danskar (um 50 þúsund íslenskar). Fyrsti vinningshafinn er Eduardo Galeano frá Úrúgvæ. Hann fær verð- launin fyrir skáldsagnaröð sem nefn- ist á dönsku Ildens erindring (Minn- ingar eldsins), en þar er í reynd sögð saga suður-amerískrar alþýðu að sögn dómnefndar. Rétt er að enda þessan pistil á breskum verðlaunum í Rússlandi. Aðstandendur Bookerverðlaunanna veittu nú í annað sinn sérstakan Booker fyrir bestu rússnesku skáld- sögu ársins. Þetta fór að vísu mis- jafniega í rússneska menntamenn því sumir töldu það óvirðingu að Bretar væru aö verðlauna bók- menntir í Rússlandi. Hvaö um það, niðurstaða fékkst í vikunni. Vladimir Makanin, sem er 56 ára og löngu kunnur meðal Rússa fyrir sögur sínar, hlaut jafnvirði einnar milljónar íslenskra króna fyr- ir skáldsögu sem nefnist í enskri þýðingu: A Baize-Covered Table with a Decanter in the Middle. Hún þykir snjöll greining á Homo Sovieticus, rituð í stíl Kafka. Metsölukiljur Bandaríkin Skáldsögur: 1. Stephen King: Dolores Claiborne. 2. Danielle Steel: Mixed Btessings. 3. John Grísham: The Pelican Brief. 4. Michael Shaara: The Killer Angels. 5. James Patterson: Along Came a Spider. 6. Amy Tan: The Joy Luck Club. 7. Kazuo Ishiguro; The Remains of the Day. 8. Martin Cruz Smith: Red Square. 9. John Grisham: A Tíme to Kill. 10. Philip Friedman: Inadmissible Evidence. 11. W.E.B. Griffin: Close Combat. 12. Nelson DeMtlle: The General's Daughter. 13. Anne Rice; Interview with the Vampire. 14. Lawrence Sanders: Private Pleasures. 15. Edith Wharton: The Age of Innocence. Rit almenns eðlis: 1. Michaei Jordan: Rare Air. 2. Rush Limbaugh: The Way Things Ought to Be. 3. M. Scott Peck: The Road Less Travelled. 4. Ann Rule: Everything She ever Wanted. 5. Tom Clancy: Submarine. 6. Maya Angelou: I Knowwhythe Caged Bird Sings. 7. Peter Mayle; A Year in Provence. 8. Martin L. Gross; A Call for Revolution. 9. Norman Maciean: Young Men 8i Fire. 10. Benjamin Hoff: The Te of Piglet. 11. Robert Fulghum: Uh-oh. 12. James Gleick: Genius. 13. The President's Health Security Plan. 14. Gail Sheehy: The Sitent Passage. 15. Peter Mayle: Toujours Provence. (Byggt á Ncw York Times Book Revicw) ;:• Vísindi Ný ölduvirkjun fullhönnuð Verkfræðingar hjá bresku fyrirtæki segjast hafa hannað full- komna ölduvirkjun sem gæti komist i gagnið fyrir aldamót. Á næsta ári verður hugmyndin reynd á hafinu norðan Skot- lands. „Þetta er fyrsta ölduvirkjunin sem dugar við orku- framleiðslu til almenningsnota. Viö reiknum með að eftirspum verið mikil þegar viö höfum lokið við síðustu prófanir," segir Allan Thomas, fram- kvæmdastjóri bresks fyirtækis, sem undanfarin ár hefur unnið að hönnum ölduvirkjunar til raforku- framleiðslu. Nú segir Thomas að verkiö sé komið á lokastig og búið að hanna stóra ölduvirkjun sem duga myndi til að svara raforkuþörf meðalstórrar þjóðar. Því er spáð að orka sótt í öldur úthafanna verði farin að nýtast almenningi um aldamótin. Draumurinn um að virkja sjávarföll og öldugang er gamall en til þessa hefur ekki tekist að halda uppi jafnri orkuvinnslu. Því hafa öldu- og sjávar- fallavirkjanir ekki staðist öðrum orkugjöfum snún- ing. ; í nýju ölduvirkjunina er notaður víður hólkur sem komið er fyrir úti á opnu hafi. Öldumar eiga að sjá um að loft dragist á víxl upp og niður í hólkinn og er hugmyndin aö virkja vindorkuna. Enn hafa hönnuðir nýju virkjunarinnar ekki greint frá hugmynd sinni í smáatriðum en ætlunin er að setja upp tilraunavirkjun í hafinu norður af Dounreay í Skotlandi áður en langt um líður. Þá fjTst kemur í ljós hvort Bretarnir hafa loks fundið réttu aðferöina til að virkja öldur hafins. Þá er ög óvíst hvort ölduvirkjanir em hagkvæmari en aðrir kostir. Fæddist Jesús 7 ánun of snemma? Hláturinn er ekkert íyndinn Bandaríski taugasérfræðingur- inn Robert Provine segir að ekk- ert sé fyndið við hlátur. Hann hefur rannsakað þetta fyrirbæri visindaiega í fjögur ár og er ekki hlátur 1 hug. Provine segir aö yflrleitt hlæi fólk án þess að hafa til þess fynd- ið tilefni. Eftir að hafa rannsakað 1200 hlátra (smáfliss er taliö með) er niðurstaðan að flestir nota hlátur til að skreyta mál sitt án þess að húmor komi þar við sögu. I 20% tilvika lilæja menn hins vegar að einhverju broslegu tíl- efni. Provine ætlar að komast að hvaða tilgangi hlátur manna þjóni. Hann segist enn vera grát- lega íjarri niðurstöðu. Enginn hefur séðnýjukúna Breskur dýrafræðingur segir að áöur óþekkt dýr haflst við í frum- skógum Laos og Víetnam. Gena- rannsókn hefur sannað aö dýrið sé af sömu ætt og nautgripir. Nokkrar húðir og hauskúpur em tíl af dýrinu en enginn dýra- fræðingur hefur enn séð það nógu vel til að lýsa þvi. Heima- mönnum þykir fundurinn hins vegar ekki merkilegur. Umsjón Gísli Kristjánsson Stjarnfræðingar láta ekki hða svo jól að þeir reyni ekki að reikna út að nýju hvenær Jesús Kristur fædd- ist. Máliö er þeim skylt því fæðingin er miðuð við komu bjartrar stjömu á himininn. Ef frásögn Mattheusarguöspjalls er tekin bókstaflega er útiiokað aö Jes- ús hafi fæðst á fyrsta ári okkar tíma- tals því þá er ekki vitað um neitt merkilegt fyrirbæri á loftí. Árin þar á uiidan var hins vegar ýmislegt að gerast á himninum og bjartar stjþmur sáust í austri frá Palestínu árin 7, 5,4, og 2 fyrir upp- haf tímatalsins. Vandinn er aö finna út hvert þess- ara ára kemur til greina sem fæðing- arár frelsarans. Samkvæmt nýjustu kenningum er árið 7 fyrir Krist lík- legast því þá bar Venus og Júpíter saman að sjá frá jörðinni. Svo virtist sem ein björt stjama væri á himni og gæti því vel verið Betlehems- stjarnan. Þetta bar til um mitt sumar en ekki á jólunum. í frásögn guðspjallanna voru fjárhirðar við gæslu búpenings þegar Jesús fæddist. Það bendir til sumarstarfa því í Palestínu var sauðfjár ekki gætt um miðjan vetur- inn. Ekkert líf Fyrsta verkefni könnunar- geimíarsins Gahleo, sem sent var tíl Júpíters hér um árið, var að svipast þar um eftír lifi. Niður- staðan var þvi miður neikvæð; engin merki em um að vitsmuna- verur haílst þar við. Þetta hefur orðið mönnum um- hugsunarefni því ailar aörar til- raunir tíl að fmna líf utan stjörn- unnar okkar hafa reynst árang- urslausar. Nú spyrja stjamfræðingar sig hvort aöferöir okkar við leit aö lífi á öðrum hnöttum séu ekki of frumstæðar. Alllr vití að það úi og grúi af lífi á Jörðinni þótt það sjáist ekki úr nokkur hundrað kílómetra íjarlægö. Engin von sé þá heldur til að merki um líf finn- ist á Júpíter úr því könnunarfar- ið er svona frumstætt. Engin gróður- húsaáhrif Veöurfræðingar furða sig á því að á liðnum vetri var meðalhiti á Jörðinni lægri en undanfarin ár þrátt fyrir nýjustu kenningar um svokölluð gróðurhúsaáhrif. Koltvísýringur er nú meiri í andrúmsloftinu en áður en samt hækkar hitinn ekki. Meira að segja var óvenju kalt á öllum meginlöndunum siðasta vetur. Kenningin um gróðurhúsaáhrif gengur út á að koltvísýringurinn dragi úr hitageislun frá Jörðinni þótt sólarljósið komist inn með sama hætti og áður. Nýjustu hita- tölur benda til að eitthvað sé at- hugavert við kenninguna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.