Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1993, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1993
31
síns og fljótlega fór hann aö leita á
mig kynferöislega. Þá var ég átta ára
gömul. Ég þoröi ekki að segja frá
þessu og hann gaf mér pening til
þess aö segja ekki frá þessu. Upp frá
því misnotaði hann mig þegar móðir
hans fór út á kvöldin."
í fyrrnefndri lögregluskýrslu kemur
meðal annars fram um hina kynferð-
islegu misnotkun þegar stúlkan var
átta ára gömul:
„Grétar hafi síðan komið fram í stofu
og farið að þukla á kynfærum hennar
og bijóstum. Hann hafi beðið hana
að sjúga á sér getnaðarliminn og lof-
aði henni pening fyrir. S. kveðst fyrst
hafa neitað en síðan hafi hún sogið
á honum liminn vegna þess að hún
hafi ekki þorað annað og einnig til
að fá peninginn. S. kveðst ekki hafa
sogið liminn lengi því henni hafi þótt
þetta ógeðslegt.“
- Vissi gamla konan af þessu?
„Hún varð aldrei vitni að þessu en
ég tel líklegt að hún hafi vitað eitt-
hvaö, því að þegar ég var níu ára
gömul kallaði hún mig hóru. Hún var
góð við son sinn og það var alltaf
gefið í skyn að hann væri þroskaheft-
ur, en hann vann úti og keyrði bíl
hjá Granda og gerir það enn þann
dag í dag.“
Viðurkenndi brotið
í fyrmefndri lögregluskýrslu kem-
ur fram, að sonurinn kveðst hafa átt
við stúlkuna annars konar mök en
samfarir. En eftir syninum er meðal
annars haft í lögregluskýrslunni:
„Þá hafi hún verið heima hjá hon-
um þegar að móðir hans var á sam-
komu og hafi hann klætt sig úr
hverri spjör. Þegar þetta átti sér stað,
segir hann að stúlkan hafi verið
heimihsfóst heima hjá þeim og þau
þijú í heimili. Aðspurður segist hann
hafa átt hugmyndina að þessu at-
viki, en hann tekur fram að hún hafi
viljað það sem þarna fór fram. Sjálfur
kveðst hann hafa verið 36 ára þegar
þetta átti sér stað.
Aðspurður segir hann að hann hafi
beðið stúlkuna að klæða sig úr hverri
spjör og hún hafi samþykkt það.
Hann segir aöspurður að hann hafi
vitað það meðan á þessu stóð að hann
var að aðhafast eitthvað rangt. Hann
segir að hann hafi sagt stúlkunni að
þegja yfir þessum atvikum."
- Hvemig kom gamla konan fram
við þig?
„Hún var vond við mig og lamdi
mig þegar ég var óþekk og kleip mig
í handlegginn en barði mig aldrei í
framan."
- Fórstu ekki að gráta þegar hún var
að lemja þig?
„Nei. Ég var alveg orðin ónæm fyr-
ir þessu og sagði henni að berja mig
bara meira. Ég faldi sársaukann inni
í mér. Ég stal frá henni peningum
og hún var ekki sérlega vond yfir
því, en þegar ég fór til langömmu á
Grettisgötu eða reyndi að strjúka til
Hafnarfjarðar til foreldra minna gat
hún verið mjög slæm.“
- En hvemig kom sonurinn fram við
þig?
„Hann barði mig aldrei og var frek-
ar góður við mig en vildi samt ekki
verja mig fyrir móður sinni.“
Erfið í skóla
- í hvaða skóla varstu og hvemig
leið þér þar?
„Ég var í Öskjuhliðarskóla vegna
þess að ég var áhtin vera á eftir í
þroska. Ég var mjög erfið og óhlýðin
í skólanum og réðst á krakkana og
klóraði þau og fór meira að segja
með skæri í skólann og klippti í sund-
ur föt þeirra. Ég var reið og bitur út
í allt og alla og áttu kennararnir fullt
í fangi með að stjóma mér. Einn
kennarinn sem hét Jórunn var mjög
góö við mig og veit ég ekki af hveiju,
þar sem ég kom illa fram við hana.
Hún skynjaði að eitthvað var að á
fósturheimilinu og kallaði til fundar
til þess að kanna aðstæður minar og
leiddi það til þess að ég fékk að fara
heim til mömmu og pabba 1981 og
var ég þá ellefu ára gömul. Hafði ég
þá verið í fóstri í fimm ár.“
- Samkvæmt barnavemdarlögum
eru gerðar mjög strangar kröfur til
fósturforeldra og fyrirmæh um lög-
bundið eftirht með þeim. Hafði
Barnaverndarnefnd Hafnarfjaröar,
sem valdi þessa fósturforeldra, eitt-
hvert eftirlit með þeim?
„Ég varð aldrei vör við neitt eftirUt
af þeirra hálfu. Ef þeir hafa komið
frá barnaverndamefndinni þá hefur
það verið þegar ég var ekki heima.“
- Höfðu bamavemdaryfirvöld ein-
hver afskipti af þér eftir að þú varst
komin tU foreldra þinna?
„Ég hélt áfram í ÖskjuhUðarskóla
og ég lagaðist eitthvað en ekki mikið.
Ég var fegin að vera komin heim
enda vom foreldrar mínir góð við
mig, en þau voru í peninga-'og hús-
næðisvandræðum. Starfsmenn
bamavemdarnefndar skiptu sér
ekki af mér fyrr en ég var fjórtán ára
gömul þegar ég fór að vera með strák.
Á þeim tíma var ég hætt í skóla og
farin að vinna í fiski. Þeir hótuðu
mér að senda mig á upptökuheimiU
og báðu jafnvel gömlu konuna að
taka við mér aftur, en hún vildi ekki
fá mig sem betur fer. Þeir stóðu aldr-
ei við hótunina og höfðu engin frek-
ari afskipti af mér.“
Maðurinn kærður
- Þú kærir ekki manninn fyrr en á
árinu 1990 - hvers vegna gerðir þú
það ekki fyrr en þá?
„Ég hafði ekki þorað að segja
nokkrum manni frá þessu og vildi
varla viðurkenna þetta fyrir sjálfri
mér. Ég skammaðist mín fyrir þetta
en gat ekki bælt þetta og þjáðist af
þunglyndi sem ágerðist. Það er sagt
að tíminn lækni öU sár en hann ger-
ir það ekki í þessu tilfelU. Ef eitthvað
er þá versnar þetta með árunum. Það
er svo erfitt að útskýra það. Ég var
rænd bamæsku minni þegar ég var
í umsjá bamavemdarnefndar. En ég
var ekki eina manneskjan sem lenti
í þessum manni. Frænka hans sagði
mér frá því að hann hafi misnotað
hana þegar hún var sjö til átta ára
og mér finnst að þessi maður eigi að
vera í fangelsi. Það er ómögulegt að
vita hversu margar stúlkur hann
hefur misnotað og hvort hann sé
ennþá að því.“
- ÁUturþú,aðhannséhættulegur?
„Já, en ekki þannig að hann ráðist
á fuUorðið fóUc. Hann getur verið
góður og bamalegur, sérstaklega viö
krakka og gefur þeim sælgæti og
peninga. Svo er sagt að hann sé eitt-
hvað þroskaheftur og þurfi þess
vegna ekki að vera ábyrgur gerða
sinna. En hann er ekki meira þroska-
heftur en svo að hann getur unnið
við að keyra vömbíl hjá Granda og
veit fullkomlega hvað hann er að
gera.“
Þann 21. ágúst 1990 fór unga konan
til Rannsóknarlögreglu ríkisins til
þess að kæra hina kynferðislegu mis-
neytingu, en allt til þess tíma hafði
hún ekki sagt neinum frá þessum
atburðum. Berglind Kristjánsdóttir
tók við kæmnni og kom konan í fylgd
Ásgerðar Sigurðardóttur í vmnuhópi
gegn sifjaspellum frá Stígamótum.
Mistök í rannsókn
í skjölum rannsóknarlögreglunnar
kemur fram að sakborningurinn var
ekki kallaður til yfirheyrslu fyrr en
6. mars 1991, og óskaði hann eftir því
að fá bróður sinn til að vera viðstadd-
an yfirheyrsluna en sá maður er
fyrrverandi lögreglumaður. í þeirri
yfirheyrslu játaði hann að hafa mis-
notað stúlkuna, eins og áður segir,
og hafi hann þá verið 36 ára. Sam-
kvæmt því hefur atburðurinn átt sér
stað á ámnum 1980-1981 þegar stúlk-
an var tíu ára og fullyrðing hans að
hún hafi verið 12 ára stenst ekki enda
var hún þá komin af heimilinu. Sam-
ræmi er í framburði beggja að öðm
leyti en því, að konan segir að mis-
notkunin hafi byijað 1978 þegar hún
var átta ára.
Konan er spurð aö þvf hvemig
málsmeðferðin hafi verið hjá rann-
sóknarlögreglunni.
„Þegar ég kærði máhð fannst mér
gott að lögreglukona hefði máhð með
höndum en ekki karlmaður og ég
hélt að hún myndi rannsaka máhð.
Þegar ég var aftur köhuð fyrir 21.
maí 1991 kom í ljós, að annar rann-
sóknarlögreglumaður var kominn
með máhð, karlmaður að nafni Ei-
ríkur Hreinn Helgason. Mér leið af-
skaplega iha að þurfa að ræða þetta
viðkvæma mál við karlmann enda
kom það á daginn að hann virtist
hafa takmarkaðan skilning á þeim
persónulega skaða, sem ég hafði orð-
ið fyrir. Lögreglumaðurinn reyndi
að gera lítið úr máhnu og sagði að
svo langt væri umliðið síðan atburð-
urinn átti sér stað, að ástæðulaust
væri að taka máhð upp. Það mátti
helst skilja á honum, að hann hálf-
vorkenndi sakbomingnum. Mér
hafði verið sagt að bróðir sakbom-
ingsins sem mætti með honum í yfir-
heyrsluna og þessi Eiríkur hafi unn-
ið saman og verið félagar hjá lögregl-
unni í Reykjavík."
- Hvaða kröfur gerðir þú í máhnu?
„Að máhð yrði rannsakað og sak-
bomingurinn dæmdur til refsingar.
Ég lagði einnig fram bótakröfu, sem
starfsmaður Stígamóta útbjó fyrir
mig og hljóðaði hún upp á kr. 300.000,-
en auövitað getur engin peninga-
greiðsla bætt fyrir þann persónulega
skaða sem ég hef orðið fyrir.“
Bæturgreiddar
í skýrslum rannsóknarlögreglunn-
ar kemur fram, að þann 13. júní 1991
var sakbomingurinn aftur kahaður
th yfirheyrslu og er bótakrafan birt
honum. Hann óskaði eftir þvf að
bróðir sinn yrði viðstaddur yfir-
hevrsluna sem réttargæslumaður
hans. Orðrétt var yfirheyrslan sem
hér segir:
„Mætti les nú bótakröfur dags. 27.
maí 1991. Aðspurður um afstöðu sína
th hennar segir hann eftirfarandi:
Svar: Ég samþykki að greiða kon-
unni einhverjar bætur. Hins vegar á
ég ekki þessa fjármuni núna. Ég
býðst th að greiða henni kr. 100.000,-
fljótlega, í síðasta lagi fyrir n.k. mán-
aðarmót. Ég óska eftir að RLR beri
það undir hana og hafi milhgöngu
um samkomulag í þessum efnum."
í gögnum rannsóknarlögreglunnar
kemur einnig fram, að Eiríkur
Hreinn rannsóknarlögreglumaður
hafi rætt við Ásgerði hjá Stígamótum
og kynnt fyrir henni viðbrögð kærða
við bótakröfunni. Eiríkur segir einn-
ig að Ásgerður Sigurðardóttir hafi
haft samband við kæranda sem hafi
gengið að thboðinu um skaðabætur.
Kvaðst Eiríkur mundu láta hana vita
er fjármunir þessir væru komnir th
RLR.
Þann 3. júh 1991 mætir konan'a'
skrifstofu RLR og segir orðrétt í
skýrslum lögreglunnar:
„Mætta er hingað komin th að veita
móttöku kr. 100.000,- sem kærði
greiddi hér þann 28. júh sl. Segir hún
að með því að kærði hefur greitt
henni þessa fjárhæð geri hún ekki
frekari kröfur í máh þessu."
Hvers vegna samþykktir þú að falla
frá frekari kröfum eftir að hann hafði
greitt 100.000 krónur?
„Þetta var samkomulag um að falla
frá frekari bótakröfu en ekki að saka-
máhð sem slíkt yrði feht niður. Hér
er um kynferðisglæpamann að ræða
sem er hættulegur þjóðfélaginu og
það er ekki einkamál mitt hvort þessi
maður gengur laus. Ég skhdi þetta
þannig, að ég gerði ekki frekari kröf-
ur á því sviði sem ég hefði vald yfir,
þ.e. bótakröfunni, en mér kom aldrei
th hugar að ég gæti á eigin spýtur
tekið fram fyrir hendurnar á ríkis-
saksóknara."
Með bréfi dags. 29. júh 1991 sendi
Rannsóknarlögregla ríkisins ríkis-
saksóknara máhð til ákvörðunar fyr-
ir ætluö skírlífisbrot og segir í bréf-
inu: „.. .en svo sem fram kemur í
gögnum málsins hefur kærandi falhð
frá öllum kröfum á hendur kærða
eftir að samkomulag tókst mhli
þeirra um greiðslu bóta.“
Ríkissaksóknari svaraði bréfi RLR
6. ágúst 1991 og segir þar að eigi sé
krafist frekari aðgerða í máhnu af
ákæruvaldsins hálfu. Engar rök-
studdar ástæður eru færðar fyrir
þessari niðurstöðu hjá ríkissaksókn-
ara.
Ath.! Millifyrirsagnir eru blaðsins
T /1 • • • í” / /
Jolagjofin í ar
er
EKKERT MÁL!
í&ýan á Uk vtö Jöw 'þáí
ISLHHD OG UMHEIHURINN hf
sími 61 82 88
SJ
LANOSVIRKJUN
Dísilrafstöðvar til sölu
Landsvirkjun óskar eftir tilboðum í eftirtaldar dísilrafstöðvar ásamt
varahlutum og rafbúnaði sem þeim fylgir:
a) Dísilrafstöð: Tegund: Ruston 8i Hornby: gerð 18 ATC
Árgerð: 1968
Hestöfl: 4.880
KW: 3.500
Snúningshraði: 600 snúningar/mín.
Keyrslutími frá upphafi: 18.362 klst.
(Komið hefur íjjós leki á kæli-
vatni niður í smurolíu vélarinnar
og selst hún með þeim ágalla)
Rafali: Tegund: AEJ
KVA: 4.375
Volt: 6.600
b) Dísilrafstöð: Tegund: Ruston &. Hornby: gerð12ATC
Árgerð: 1964
Hestöfl: 2.750
KW: 2.000
Snúningshraði: 500snúningar/mín.
Keyrslutími frá upphafi: 15.088 klst.
Rafali: Tegund: AEJ
KVA: 2.500
Volt: 6.600
Vélarnar eru staðsettar á Oddeyri, Akureyri, og þeir sem vilja skoða
þær og fá nánari upplýsingar hafi samband við aflstöðvadeild
Landsvirkjunar, Glerárgötu 30, Akureyri, sími 96-11000.
Tilboð óskast send innkaupadeild Landsvirkjunar, Háaleitisbraut
68, 103 Reykjavík, fyrir 8. janúar 1994.