Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1993, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1993, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1993 Janet Jackson leikur unga konu sem vinnur sem hár- greiðslukona í South Centr- al hverfinu i Los Angeles og skrifar Ijóð til að mæta sorgaratburðum í lifi sínu. Ljóðin í Poetic Justice eru eftir Ijóö- skáldið Maya Angelou sem hér sést á myndinni ásamt leikstjóranum John Singleton. Kvikmyndir Poetic Justice - nýjasta kvikmynd John Singleton: „Enginn getur búið einn í þessu hverfi," segir ljóðskáldið Maya Ang- elou um South Central hverfið í Los Angeles en í nýjustu kvikmynd John Singleton, Poetic Justice, er sagt frá tveimur ungmennum og reynslu þeirra í þessu alræmda hverfi. Það var einnig í þessu hverfi sem fyrsta kvikmynd Singletons, Boyz’N the Hood, gerðist. Aðalpersónumar eru Justice, sem er hárgreiöslukona og skrifar ljóð, en þau skrif notar hún til að takast á við fortíðina, og Lucky, sem eins og Justice reynir að vinna fyrir sér á heiðarlegan hátt sem er mig,“ segir Singleton. „I fyrstu kvik- mynd minni vildi ég gera unglinga- mynd, nokkurs konar American Graffiti í mínu hverfi. Þegar ég hóf að velta fyrir mér hvað ég myndi gera næst hugsaði ég mikið um þá sem þjást, verða vitni að atburðum eins og í Boyz’N the Hood. Þannig varð persónan Justice til. Hún er í byrjun ástfanginn af miður góðum karakter sem er drepinn fyrir augum hennar. Þessi atburður beinir lífi hennar á allt aðrar brautir, hún fer að greiða öðrum og senya ljóð. Ég lét hana semja ljóð vegna þess að það form hentar vel þegar hún lýsir þeim þjáningum sem hún verður fyrir.” Janet Jackson varfyrstaval Velgengni Boyz’N the Hood gerði Kviktnyndir Hilmar Karlsson sjaldgæft í þessu hverfi. Hann þarf einnig að sjá um bam sitt þar sem móöirinn er á kafi í krakki. í Poetic Justice eru þessi tvö ungmenni vonin um framtíðina, ungt fólk sem vill meira en götulíf og glæpi sem kunn- ingjar þeirra og ástvinir hafa leiðst út í. Hin þekkta poppsöngkona Janet Jackson heyr í Poetic Justice fnrni- raun sína í kvikmyndum, leikur Justice, en óþekktur leikari, Tupac Shakur, sem einnig er rapp-söngv- ari, leikur Lucky. Poetic Justice er mjög ólík Boyz’N the Hood þótt sama hverfið sé mið- punkturinn. í fyrri mynd Singletons voru það glæpir á götunni sem var þema myndarinnar en Poetic Justice verður best lýst sem rómantískri kvikmynd þar sem það góða stendur upp úr. „Þetta er útskriftarkvikmynd fyrir Tupac Shakur og JanetJackson leika aðalhlut- verkin í Poetic Justice. Regina King og Joe Torry fara með hlutverk vinafólks sem fer með Justice og Lucky í ferðalag til Oakland. það að verkum að vel var fylgst með John Singleton og hvað hann myndi taka sér fyrir hendur næst. Þegar það fréttist að næsta mynd hans yrði um viljasterka stúlku, sem elst upp í hverfinu hans, þá vildu allar svartar leikkonur í Hollywood fá hlutverkið en John segir að hann hafi alltaf ver- ið með Janet Jackson í huga. „Við Janet gengum í sama skóla þegar við voru unglingar. Við hittumst óvænt við gerð kvikmyndarinnar Hook þar sem við vorum bæði í boöi Steven Spielbergs. Janet lét mig vita að Bo- yz’N the Hood hefði haft mikil áhrif á sig. Þegar ég var tilbúinn með handritið að Poetic Justice sendi ég henni það til yfirlestrar og hún sagði að það virkaði sterkt á sig. Þá fyrst spurði ég hvort hún vildi ekki leika Justice. I fyrstu hélt hún að ég væri að gera grín en þegar hún sá að mér var alvara varð hún himinlifandi." Ljóðskáldið MayaAngelou í fyrstu ætlaði John Singleton að nota eigin ljóð í Poetic Justice en féll frá því og hóf lestur ljóða þekktra ljóðskálda á borð við Nikki Gio- vanni, Gwendolyn Brooks og Rita Dove. En það voru ljóð Maya Ang- ' elou sem honum fannst henta best þar sem mörg ljóð hennar eru um konur sem eru haldnar vonleysi og finnst þær vera fastar í gildru. Kom- ið var á fundi þeirra og þar ræddu þau saman handritið og ijóðin og hvemig þau myndu hæfa best per- sónunni sem átti að túlka þau. Maya Angelou er ekki alveg ókunn kvikmyndum. Hún er ein fárra kvenna sem eru meðlimir í Direct- or’s Guild, auk þess hefur hún skrif- að handrit og samið tónlist við kvik- myndina Georgia, Georgia. Þá hafa báðar sjálfsævisögur hennar verið kvikmyndaöar fyrir sjónvarp. Þess má geta að Maya Angelou kemur fram í myndinni í smáhlutverki. Poetic Justice hefur fengið ágætar viðtökur en þó ekki jafngóðar og fyrsta mynd Singletons, Boyz’N The Hood, en hann á framtíðina fyrir sér, er aðeins 25 ára gamall og talinn ein helsta stjama 1 hópi ungra svartra leikstjóra sem hafa sett svip sinn á kvikmyndagerð í Hollywood á und- anfömum ámm. Poetic Justice verð- ur tekin til sýningar í Stjömubíói. -HK ínýrriútgáfu Fyrir nákvæmlega þtjátíu árum gerði Orson Welles kvik- myndina The Trial eftir hinni frægu skáldsögu Franz Kafka. Þótti honum takst vel upp en myndin þótti torskilin. Þá lék Anthony Perkins maiminn sem er handtekinn fyrir glæp sem aldrei er útskýrður. Nú er búið að endurgera þessa kvikmynd með úrvalsleikm-um eins og í fyrri myndinni. Harold Pinter skrifaöi handritið en leikstjóri er David Jones. Með aðalhlutverkið fer Kyle MacLachlan. Aðiir leik- arar em Anthony Hopkins, Jason Robards. Alfred Moiina, Polly Walker og Juliet Stevenson. Meiraumendur- gerðirágömlum 1972 gerði Sam Peckinpah The Getaway með þáverandi hjónum Steve McQueen og Ali MacGraw í aðalhiutverkum. Fjallaði mynd- in um skúrk sem er ekki fyrr laus úr fangelsi en hann tekur upp fyrri iðju. Kvikmynd þessi varð óhemjuvinsæl. Nú hafa önnur hjón, Kim Basinger og Alec Baldwin, leikið i endurgerö myndarinnar og verður hún frumsýnd í janúar. Handritið skrifar leikstjórinn kmmi, Walter Hill, eftir skáldsögu Jim Thomp- son en það var Hill sem skrifaði einnig handritið að eldri mynd- inni. Aðrir leikarar era Michael Madsen, James Woods og Jenni- fer Tilly. Leikstjóri er Rogert Donaldson. óskarsverðlaun? Jurassic Park er langvinsæl- asta kvikmyndin sem sýnd var á árinu og talið er öruggt að hún hirði einhver óskarsverðlaun fyrir tækni. En þar er leikstjórinn Steven Spielberg ekki á blaði. Nýjasta kvikmynd hans. Schindl er’s List, á nær énga möguleika á að fá mikla aðsókn. Það er margt sem kemur í veg fyrír það. Myndin er í svart/hvítu, hún er yfir þriggja tíma löng og fjallar um gyðinga 1 fangabúðum nas- ista. A móti kemur að þama er Ioks komin myndin sem gefur Spielberg færi á óskarsverðlaun- um. Myndin var frumsýnd i vik- unni og þykir mjög góð og kemst Spielberg vel frá erfiðu verki. ekkiumstríð Jon Avnet, sem leikstýrði Fried Green Tomatoes, er nú að leik- stýra kvikmynd sem heitir The War. Hún fjallar sarnt ekki um stríö. „Ég veit að nafnið er vil- landi,“ segir Avnett, „en stríðið í myndinni er um umráðarétt yfir tijám. Kevin Costner leikur í The War en er aðeins í aukahlut- verki, leikur föður sem kemur heim úr Vietnam-stríðinu. Aðal- hlutverkin eru í höndum barna- leikaranna Elijah Wood og Lex Randall og Mare Winningham sem leikur móður þeirra. Vinsælasti rithöf- undurinnhverfur í In the Mouth of Madness leik- ur Sam Neill einkalögreglumann sem fenginn er til að rannsaka hvarf vinsælasta og mest selda rithöfundar í heimi, Sutter Cane, rithöfundar sem eins og segir í texta myndarinnar selur marg- falt meira en Stephen King. Það er John Carpenter sem leikstýrir þessari spennumynd en aðrir leikarar era Charlton Heston og Julie Carmen.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.