Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1993, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1993, Blaðsíða 45
53 LAUGARDAGUR 18. DKSEMBER 1993 Laus úr prísundinni. Hér er hún ásamt ömmu sinni árið 1990. „Béatrice Saubin, fædd 7. septemb- er 1959 í Romily-sur-Seine, í Frakk- landi... Ég á enn eftir meira en þúsund dali í veskinu mínu. Hvaðan eru þeir? Ég gef honum upp númerið á bankareikningnum mínum í Frakk- landi. Bankinn minn er Société Gén- érale í París, heimilisfangið er þetta. Þar tek ég út þær upphæöir sem ég þarf hveiju sinni til að standa straum af dvölinni hér. Hann getur auðveld- lega gengið úr skugga um þaö. Ég gef honum einnig heimihsfang A1 Nid- ams. Hann skrifar líka hjá sér nöfn Rachids og Gretel og heimilisfangið í Zúrich. „Hvemig fékkstu ferðatöskuna?" Mér finnst ég vera svikari. Ég neita aö galda líku líkt, með svikum gegn svikum. Ef ég tapa er ekkert við því að gera. Hvar ætti svo sem að vera hægt að ná til Eddys? Ég veit ekki einu sinni hvar foreldrar hans búa! Sannleikurinn kemur allt í einu í ljós svo ekki verður um villst. Ég minn- ist þess að hann skrifaði hjá sér öll mín heimilisfóng, bæði hjá Rachid og í Ztirich. Ég gekk ekki eftir neinu. Ég hugs- aði ekki út í það. Ég lifði bara fyrir hörund hans, hlýjuna, orðin. Ég geri mér grein fyrir því þar sem ég sit þama niðurbrotin manneskja að ég veit ekkert um þennan ókunna mann sem þó var svo óendanlega nátengd- ur mér... Þannig haga sér guðir dauðans og ástarinnar. Eins og monsúninn, vindurinn, hafið... Þeir bregða yfir sig huliðsþjálmi, felast handan við tinda ástríðn- anna... Em þeir til, annars staðar en í brenglaðri ímyndun kvenfólks í ástarsorg? Ég ht niður. Ég er alveg að bresta í grát. Ég stama: „Ég keypti töskuna í búð í George Town. Eg veit ekki hvar búðin er...“ Ég held enn í vonina. Eddy getur ekki hafa gert mér þetta! Kossamir hans, unaðurinn, loforðin, þetta var ekki aht draumur! Bara hann getur hjálpað mér! Bara hann mun gera það! Enga hjálp að fá Maðurinn með gleraugun skrifar gaumgæfilega niður aht sem ég segi. Hann lætur mig undirrita skýrsluna. Ég er í svo miklu uppnámi að ég krota nafniö mitt án þess að hafa rænu á að lesa skýrsluna yfir. Ég skrifa dagsetninguna við: 27. janúar 1980. Hann fer með blöðin. Ég er aftur ein. Aht er fuhkomlega óraunverulegt. Jafnvel svikin eru hluti af brengluðum draumi. Ég hengi mig fast í ástríðufyhstu minn- ingamar um kynni okkar. Þegar kona fhmur hvemig annar líkami svarar hennar eigin líkama. Að finna hold Eddys fast upp við sig var hin algera víma. Hann kemur! Hann kemur! Alveg eins og þegar ég engd- ist af fullnægju í rúminu. Endmm og eins stingur maður höfðinu inn um dyragættina og spyr mig hvort ég sé svöng eða þyrst. Eg man hvorki eftir andhtum né ná- kvæmlega hvað sagt var. Ég BÍÐ, það er aht og sumt. Skýrslumaðurinn kemur til baka. „Þú verður í gæsluvarðhaldi í nótt. Snemma í fyrramáhð kemurðu fyrir héraðsdóminn á þessum hluta eyjar- innar. Effir það verður mál þitt lagt fyrir réttínn í George Town.“ „Ég verð að ná sambandi við sendi- ráðið! Geturðu hjálpað mér?“ „Hafðu ekki áhyggjur. Aht verður gert lögum samkvæmt. Upp á hár.“ Það er komið kvöld. Kona hefur bæst í htla hópinn. Nú er það lög- reglubíh. Mér er skipaö að setjast í aftursætið. Á mihi lögreglukonunn- ar og hinna tveggja. Þau tala saman á sínu máh og hlæja. Við ökum hratt inn í miðborgina. I miðju borgarinn- ar þar sem ég elskaði svo heitt. Við erum komin á leiðarenda. Ég skjögra örmagna út á brennheita gagnstétt- ina. Samt skelf ég af kulda. Eg nísti saman tönnunmn svo mig verkjar í kjálkana. Þetta er lág bygging, aðeins tvær hæðir. Hún stendur í húsagarði með blómum og pálmum. Á neðri hæð- inni sitja nokkrir lögreglumenn og borða núðlur úr brúnum pappírs- pokum. Þeir drekka mjólkurte með. Hræðileg vistarvera Þeir taka síðasta dótið mitt frá mér. Konan fer með mig inn í klefa. Hann er upplýstur af ljósinu á gang- inum. Þetta er stórt skuggalegt her- bergi. Veggimir eru steyptir, grófir og farið að molna upp úr þeim. Við einn vegginn er steypt upphækkun. Stafh af teppum í einu hominu. Það hggur viðbjóðslega fýlu úr ysta homi herbergisins. „Klósettið og sturtan em þama,“ segir lögreglukonan. Eg heyri þegar hún snýr lykiinum í skránni. Þetta hræðhega hljóð mun fylgja mér næstu árin. En það veit ég ekki enn. Ég er úttauguö og hníg niður á steinbekkinn sem á að vera rúm. Ég halla mér upp að múrnum. Ég kjökra. Eddy! Eddy! Kannski er hann rétt handan við vegginn! Mér verður aht í einu svo kalt að ég geng að teppunum. Það leggur af þeim ódaun og ég lem þeim við vegg- inn! Þau em götótt, stíf, og morandi í pöddum ... Mig langar að minnsta kosti til að komast í sturtu á þessum hræðhega stað. Ég geng að básnum innst í herberginu. A honum er eng- in hurð. En þar er slökkvari. Peran gefur frá sér daufa, hvítleita birtu. Það er mannaskítur upp um aha veggi. Mjó vatnsbuna fehur í við- bjóðslega, tyrkneska klósettið fyrir neðan, ofan í iðandi flugnager. Þetta er sturtan. Hvhíkur viðbjóður. Ég loka augunum. Vatn. Þetta er þó vatn, þrátt fyrir aht... Bunan er mjó, guheit. Mér fixmst þetta á við það að fara í bað í forarpytti. Ég hef ekkert handklæði th þess að þurrka mér með, það var gert upptækt vegna þess að sumir varðhaldsfangar nota þau th þess aö hengja sig í rimlunum. Ég hef ekkert annað en vasaklút sem fangavörðurinn afhenti mér. Ég hnipra mig saman, ísköld og blaut, hálfbrjáluð, og móki á steinbekknum sem líkist mest gröf. Klukkan sex heyrist loks lykli snú- ið í skránni. Ég er enn í sömu dragtinni. Ég fór í hreinu skyrtuna sem mér var leyft að taka með. Mér er afhent hhðar- taskan mín. Ég þríf upp ilmvatnið mitt. Ég baða mig í því. Tæmi aha flöskuna. Hvemig á ég að afmá minn- inguna um fýluna? Eg fæ kafii með mjólk. Það er ógeðslegt, þykkt, aht of sætt. Leidd fyrir dómarann Veðrið er dásamlegt. Var þessi nótt bara martröð? Fyrir utan gluggann er ekkert eins og það er vant að vera. Borgin hefur tekið á sig dularfuha hti martraðar- innar... Eg ek aftur eftir veginum th flugvailarins. Við beygjum inn í þorp. Stönsum fyrir framan htla dómshúsið í bænum. Húsagarðurinn er fuhur af blómum, byggingin er ekkert sérstök. Venjuleg. Eg er leidd inn í almennan forsal, þar er fullt af fóhd að koma og fara. Enn bíð ég. Fólk starir á mig eins og ég sé eitt- hvert undarlegt dýr. Ahar þessar manneskjur, sem ég hef aldrei á ævi minni séð, gera miskunnarlaust gys að mér. Það er eins og þær viti miklu meira um ógæfu mína en ég um þeirra... Ég sé vel að fólkið er himin- lifandi yfir að vesturlandabúi hefur fallið í ghdruna og orðið að borga fyrir það: Er það kannski að hefna sín fyrir öh árin undir breska hæln- um? Loksins er ég leidd inn í eitthvað sem sýnist vera réttarsaiur. Það eru myndir af soldánum á veggjunum. Stóh. Nokkrir trébekkir. Aht er mjög fátæklegt. Svo gengur inn maður með hvíta hárkohu. Hvernig getur hann þolað aha þessa uh í hitanum? Þetta er dómarinn. Mér er sagt að standa á fætur. Beygja höfuðið. Vera niðurlút: Ég hlýði. Ef mér verður skipað að leggjast á gólfið þá geri ég það. Aht er fjarstætt, súrreahskt. A barmi hyldýpisins. Dómarinn sest niður. Allir viðstaddir gera slíkt hið sama. Einhvers konar réttarritari byrjar að lesa eitthvað upp. Þaö er á ensku §n vegna þess hve óttaslegin ég er og framburður þeirra undarlegur skh ég ekki orð. Aht gengur mjög hratt fyrir sig. Hvað ætla þeir að gera við mig núna? Aht er mögulegt. Aht er kol- brjálað. Ég er orðin hlutur. Sem hugsar ekki sjálfstætt. Mér er sagt að rísa á fætur. Loksins snýr dómarinn sér að mér. „Þú verður sett í gæsluvarðhald í eina viku í fangelsinu í Penang.“ Rétti er shtið. Ég skhdi ekkert. í heha viku! Th hvers get ég snúið mér, hvar á ég að mótmæla, hvemig á ég aö veija mig? Almenn þögn. Lögreglukonan leiðir mig út í bílinn þar sem mennimir þrír bíða. Svo ökum við í áttina að risastóru dyrunum sem ég gekk einu sinni framhjá af thvhjun: Fangelsiö í Pen- ang.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.