Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1993, Page 34

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1993, Page 34
34 LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1993 JOLASPAUG © PIB copenhagen - Gáðu hvort það eru líka hvít jól á Stöð 2! - Oj, höfum við önd? Við viljum miklu frekar hafa pitsu! - Venjulega tökum við ekki við gjöfum en í þínu tilfelli, þá.. .ahhh... Arnheiður var búandi á Jökuldal nokkur ár eftir að hún flutti úr heiðinni. Þessi mynd er frá Mælivöllum þar sem Arnheiður er að gefa lömbum sem urðu móðurlaus í sauðburði. Jól í heiðinni Sigrún Björgvinsdóttir, DV, Egflsstööum; Á fyrri hluta þessarar aldar voru nokkur býli í Jökuldalsheiðinni vest- ur af Jökuldal. Þar hafði verið byggð einnig á 19. öld en hún lagðist af í Pskjugosinu 1875. Um aldamótin fór byggð aftur að rísa á þessum slóðum. Um tíma voru þar þó nokkur býli, svo sem Grunnavatn, Arnarvatn, Veturhús, Sænautasel, Rangalón, Heiðarsel o.fl. Erfið hlýtur að hafa verið búsetan í heiðinni, langt á milli bæja þar sem stysta bæjarleiðin var klukkutímagangur og langt var í kaupstað að sækja nauðþurftir og koma afurðum í verð. Verslunarstað- ur þessarar byggðar var Vopnafjörð- ur og þangað var tveggja daga lestar- gangur frá syðstu bæjum í heiðinni. Það var búið á Jökuldalsheiðinni fram undir miðja öldina. Lengst var búið í Heiðarseli. Sá bær fór í eyði 1946. Þar bjuggu frá 1912 hjónin Guð- jón Gíslason og Guðrún Benedikts- dóttir. Þau eignuðust sex böm og af þeim em nú á lífi fjórar systur. Ein þeirra er Amheiður sem nú býr á EgOsstöðum. Hún er fædd í Heiðar- seli og átti þar heimili aUt til 1945. Hún ætlar að segja lesendum þessar- ar greinar eitt og annað frá lífinu á heiðinni og þá einkum því sem snert- ir jólahald. Fimm ára í ævintýraferð „Auðvitað var þetta afskekkt,“ seg- ir Amheiður, „en ekki mikið meira en víða var þá. Það var fjöldi bæja inn til dala og út um annes sem voru engu betur settir. Við fundum ekki svo mikið fyrir þessu. Við þekktum ekki annað. Ég var fimm ára þegar ég man fyrst eftir að hafa farið af bæ. Þá fór ég með mömmu minni út að Grunnavatni að sumarlagi og það var mikið ævintýri, einkum vegna þess að þá heyrði ég fyrst músík. Björgvin bóndi þar var nýbúinn að fá grammófón og hvílík dýrð. Það var stór viðburður í lífi funm ára bams sem ekki hafði einu sinni haft hug- mynd um yndi tónlistar. Reyndar man ég ekki eftir að við fyndum fyrir frábreytni dags dag- lega. Störfm vom mörg og árstíðim- ar sáu stöðugt fyrir nýjum viðfangs- efnum. Og það varð okkur margt til gleði og dægrastyttingar. Bækur voru fengnar að láni og Einar bróðir las upphátt fyrir okkur. Það vora sögur í dagblöðunum, Lögréttu o.fl. blöðum og mikill viðburður þegar pósturinn kom. Jafnvel svo að mamma gleymdi að elda fyrir blaðalestri. Þá kom pabbi kannski upp á loftskörina og spurði: „Heyrðu, Gunna mín, ætl- arðu ekkert að elda? Mamma stökk þá til að drífa upp matinn. Svo lékum við okkur að því að gera vísur. Mamma var vel hagmælt og oft man ég að hún sagði upp úr eins manns hljóði „Mér datt í hug þessi vísa“ og svo kom vísan. Við systkinin lékum okkur snemma að stuðliun og höfuðstöfum. Þar var Einar okkar slyngastur. Hann var elstur ásamt Sigrúnu en þau vora tvíburar. Já, systkinin frá Heiðarseb era þekkt fyrir hagmælsku og tvö þeirra hafa gefið út ljóðabók en áfram með minningamar. „Það vora olíulampar til ljósa og heima var ágæt eldavél. Hún var í baðstofu og var því líka til upphitun- ar. Þessi eldavél kom frá Laugavöll- um inn af Brú á Jökuldal og hana keypti Sigfús sem bjó í Heiðarseli á undan pabba og ég held að það sé sú eldavél sem lengst hefur komist frá sjó hér á landi. Hún var frístandandi en frekar lítil með tveim stæðum fyr- ir potta og hringjvun en ofninn var eitthvað bilaður. Fyrstu eldavélam- ar, sem komu, voru múraðar fastar og nokkuð stórar. Á Laugavöllum bjuggu um tíma Stefán Andrésson og Guðrún Hálf- dánardóttir, komin þangað af Suður- nesjum. Þar var mikil fátækt á þess- um tíma en á Jökuldal var gott und- ir bú og þar voru margir stórhænd- ur. Stefán dó á Laugavöllum og þá þurfti Guðrún að komast út að Brú, þá ófrísk, með tvö börn um hávetur. Það voru mörg afreksverkin unnin í þá daga.“ Bryddirjólaskór á búrhillu - Undirbúningur fyrir jólahátíð, hver var hann? „Ég held það hafi verið byijað á að gera jólaskóna. Þeir voru úr sortulit- uðu skinni með hvítum bryddingum og ég man eftir hrúgu af jólaskóm á búrhillunni. Hangikjötið hékk uppi í eldhúsinu allan veturinn því auövit- að var hlóðaeldhús þar sem slátrið var soðið og þar var kveikt upp í hlóðum annað slagið og bakað pott- brauð á hlóð. Það var fyrirtaksgott brauð. Hangikjötið úr hlóðaeldhús- inu var líka mjög gott. Nú svo var auðvitað gert hreint, allt borið út úr baðstofunni og viðrað og þvegið eftir aðstæðum. Það var ekki siður aö gera laufabrauð þegar ég man eftir, en það vora bakaðar kleinur og jóla- brauð og kökur seinna þegar Sigrún systir mín fór að tala til hendinni.“ Allir pakkar ofan í kistu - Var ekki reynt að fara í kaupstað fyrir jól? „Það var stundum gert en það var vissara að vera búinn að ná öÚu heim á haustin, sem þurfti til vetrarins, þar á meðal jólavamingi. Það vora fyrst og fremst rúsínur og sveskjur. Steinsykur var líka keyptur, kerti og spil. Þó man ég að tólgarkerti vora búin til heima á dálítið sérstakan hátt. Ef svo „heppilega" vildi til að lampaglas brotnaði um mjósta hlut- ann en lengri hluti þess var heill, þá setti mamma brauðdeig fyrir neðri endann, festi kveikinn í það og renndi volgri tólg í glasið. Þetta var fljótlegt. En ég man eftir einu sinni, það getur hafa verið fyrir jólin 1919, að pabbi segir við Björgvin á Grunna- vatni að það væri ekki amalegt að skreppa til Vopnafjarðar. Þá voru stUlur og svell, ágætis færi. Og það varð úr að farið var með hest og sleða í kaupstað. Þá átti pabbi góðan hest sem hét Vopni. Þetta var jarpskjótt- ur, afskaplega fallegur hestur. Hann átti að verða reiðhestur en vantaði fjörið. Ég man að til baka með þeim komu tvær dætur Þórarins sem þá mun hafa búið á Amarvatni, Signý og Bergljót. Pabbi átti systur á Vopnafirði og hún sendi okkur jóla- gjafir í þessari ferð. En auðvitað þurfti mamma að taka þá pakka og jólasælgætið og setja ofan í kistu frammi á geymslulpfti og í hana var bannað að kíkja. Ég man að Solla systir var aðeins kjarkmeiri en við þau yngstu og var viljug að bjóðast til að fara með mömmu ef hún þurfti á geymsluloftið í von um að sjá eitt- hvaö af dýrðinni. En auðvitað fengum við eitthvað gott í munninn þegar komið var úr kaupstað, rúsínur og sætar kökur með sykri á milli, kallaðar nikknakk,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.