Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1993, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1993, Blaðsíða 37
36 LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1993 Þrír fyrrum hnefaleikakappar hitt- ast tvisvar í viku á háalofti sem hefur verið innréttað sem æfingasalur fyr- ir ofan skrifstofu hér í bæ. Þótt 37 ár séu liðin frá því þeir stóðu síðast í hringnum er ekki að sjá það á hreyf- ingum þeirra þegar þeir slá í poka, kúlu og sippa í æfingasalnum. Þeir sem um ræðir eru Guðmundur Arason, íslandsmeistari í þungavigt í hnefaleikum og þjálfari tíl margra ára, Þorkell Magnússon, íslands- meistari í millivigt, léttþungavigt og þungavigt og þjálfari um árabil, og Bjöm Eyþórsson, íslandsmeistari í veltívigt, millivigt og léttþungavigt. Þótt hnefaleikar hafi verið bannað- ir í árslok 1956 hittast þeir enn reglu- lega og æfa eftir föstu prógrammi: Æft í þijár mínútur, hvíld í eina mínútu. Guðmundur féllst á að ræða við blaðamatm í tílefni þess að mikið hefur verið rætt og ritað um hnefa- leika undanfarið. Auk þess bíður þingsályktunartiUaga um lögleið- ingu ólympískra hnefaleika af- greiðslu menntamálanefndar Al- þingis. „Við hættum eiginlega aldrei að æfa. Þegar hnefaleikar voru bannað- . ir fóm sumir okkar að æfa júdó, trimma, spila fótbolta og fleira. Inni í Armannsheimili var þægilegur skúr sem var notaður undir fimleika- kennslu og á kvöldin byijuðum við að slá sekk og sippa, sem er undir- staðan í þessu hjá okkur. En við hættum alveg að boxa með hönskum en létum þetta bann ekkert á okkur fá aö öðra leyti. Við vorum kannski komnir á aldur, sumir okkar. Ég er orðinn 74 ára núna, Þorkell og Bjöm em að vísu talsvert yngri. Þurfti að fara úrbænum Hnefaleikar vom stundaðir á ís- landi aUt frá þriðja áratugnum til ársins 1956 að þeir vom bannaðir eins og fyrr sagði. Guðmundur Ara- son var þjálfari frá árinu 1939, þá aðeins 19 ára gamall, allt til ársins 1956. Hann segir að nokkur hundrað manns hafi æft hnefaleika hér á landi, hjá þremur félögum þegar 'mest var, og var Ármann sennilega stórveldi í þessari íþrótt. Stundum hafi æfmgar farið fram utandyra og einnig var keppt utandyra. „Það var biðlistí að komast að á æfingum. Stundum voru ráðherrar og aðrir mætír menn að biðja mig um að taka syni sína í kennslu. Áhuginn á íþróttinni var geysilegur. Við byijuðum fyrstu mótín yfirleitt í Iðnó eða í íþróttahúsi Jóns Þor- steinssonar en eftir að Andrew’s field house, eða íþróttahúsið að Háloga- landi, var tekið í notkun fengum við afnot af því hjá hemum. Þar fengum við fyrst alvöra upphækkaðan hring með mjúkum mottum undir og ljós- um yfir. Ég man að mest seldum við 1700 hundrað miða og á tveimur tím- um var uppselt. Eftir það þurftí fólk að kaupa miða á svörtum markaði. Það vora tvennar stórar dyr á Há- logalandi og þær vora opnaðar, fyrst og fremst til að fá loft inn en þar vora mörg hundrað manns fyrir ut- an sem rýndu inn til að sjá bardag- ana. Ég varð stundum að fara úr bænum þegar mót vora haldin því að allir vildu vera vinir mínir og fá miða. Þetta gaf mjög mikið af sér peningalega og félögin misstu stóran spón úr askinum sínum þegar hnefa- leikar voru bannaðir," segir Guð- mundur. Tilbúinn að hjálpa þessu af stað Guðmundur er mjög ánægður með að loks nú skuli fariö að rofa til og von sé til að hnefaleikar verði leyfðir á ný. Hann hefur ekki nokkra trú á því að hér verði stundaðir atvinnu- mannahnefaleikar. Þeir séu ekki stundaðir annars staðar á Norður- löndunum nema í mjög litlum mæli. Flestir góðir norrænir hnefaleikarar æfi annaðhvort í Bretiandi eða Bandaríkjunum. Sama mundi senni- lega gilda um íslendinga sem ætluðu að ná verulega góðum árangri í þeirri grein. „Ég er náttúrlega orðinn 74 ára en ég og vinir mínir mundum hjálpa þessum ungu mönnum að koma þessu af stað,“ segir Guðmundur. „Við erum aUt of langt í burtu frá öðrum og einangraðir til þess að hér rísi upp einhver atvinnumannastétt. Hins vegar er ekkert skrýtiö að menn vilji fá núverandi ástandi breytt. Það hafði samband við mig einn af þeim ungu piltum sem æfir þetta. Hann hefur verið karatemeistari. Hann vill ólmur æfa hnefaleika. Hann segir að það sé miklu skemmtilegri íþrótt og miklu hættuminni. Ég er ekki að dæma aðrar íþróttir en að banna hnefaleika og leyfa aðrar íþróttir sem kafiaðar era sjálfsvamaríþróttir er út í hött. Ef þú beitir fótunum í hnefa- leikunum eða ræðst á Uggjandi mann ert þú sendur út af og aðrir hnefa- leikarar fyrirUta þig. I hnefaleikum gfida ákveðnar reglur eins og í öðr- um íþróttum. Þeim verður að hlýða og ef þú æfir undir þessum reglum þá heldurðu þær. Ekki hættulegri en handbolti Hvað hættuna varðar þurfum við ekki annað en að Uta á handboltann. Ég veit ekki betur en að knötturinn í þeirri íþrótt hafi verið mældur á yfir 100 kfiómetra hraða og að nýver- ið hafi markvörður rotast þegar hann fékk boltann í hausinn án þess að verða meint af,“ segir Guðmundur og vonast tU að ólympískir hnefaleik- ar verði leyfðir. „Það er erigin ástæða til að banna þá. Þeir eru miklu hættuminni held- ur en flestar aðrar íþróttir sem iðk- Knockout, hookog swing Guðmundur segir að eftirminnileg- asti bardaginn af mörgum hafi verið á íslandsmótinu í júní 1945 mUli Hrafns Jónssonar og Thors R. Thors. „Þaö var alveg rosaleg stemning í bænum þegar þetta var. Það var í fyrsta skipti sem veðjað var virki- lega. Það var mikið fjallað um bar- dagann í blöðum dagana á undan. Thor hafði fengið bandaríska og breska hermenn hér á landi til að þjálfa sig og rætt var um í blöðum að Thor eða Hrafn hefðu sést hlaupa um í fjörunni úti í Gróttu. Þegar til kom var leikurinn hins vegar stuttur. Ég held að þeir sem sendu Thor til leiks hafi ekki reiknað Hrafn rétt út. Thor átti ekkert í Hrafn. Hrafn var svo sterkur í fótim- um og fljótur með „hookið“ og „swing" jafnvel líka.“ Oft voru sýnd mikil tilþrif í hnefaleikum meðan þeir voru leyfðir. Þorkell Magnússon (t.v.) og Friðrik Clausen, KR, keppa í léttþungavigt 1953. Þmgsályktunartillaga: Býst vlð afgreiðslu á þessu þingi Kristinn Gunnarsson og Ingi Björn. Björn Albertsson alþingismenn Kristinn Gunnarsson er fyrsti fluttu á seinasta þingi þingslálykt- flutningsmaður tUlögunar og Ingi unartillögu um að leyfa ólympíska Bjöm meðflutningsmaður. Hann hnefaleika á Íslandí. Hún var ekki segir að hann hafi alltaf verið mjög afgreidd frá nefnd á seinasta þingi íþróttasinnaður maður. „Mér og var endurflutt á þessu þingi. Nú finnst í hæsta máta óeðlilegt að bíður tUlagan afgiæiðslu memita- þessi grein hnefaleika skuh bönn- málanefridar. uö. Það er meira að segja umhugs- „Nú er bara að bíða og sjá hvort unarefni hvort það bann sem er í þessi viröulega nefnd hleypir því gildi á við ólympíska lmefaleika, út eða ekki. Ég á ekkert sérstaklega sem þingsályktunartiUagan fjallar von á því að nefndin sé að flýta sér um. Oiympískir hnefaieikar fyigja með afgreiðslu þessa máls. Það era þeim siðareglum sem ólympískar raörg öimur stærri sem bíða. Hins íþróttir verða að gera. Það vita nú vegarereðlUegtaðfaraaðspyrjast alhr hver hugsjón ólympíuleik- fyrir um þau í febrúar," segir Ingi amia er,“ segir Ingi Bjöm. Guðmundur, Þorkell og Björn við æfingar. Guðmundur æfir sig á sekknum en Þorkell og Björn halda á móti öflug- um höggunum. DV-mynd Brynjar Gauti aðar eru. Hnefaleikar með hjálmum og undir jafn ströngu eftirUti í sam- bandi við reglur og ólympískir hnefa- leikar eru stundaðir era svo til hættulausir. Það er eiginlega útUok- að að slá mann í gólfið þegar hann er með hjálm. Ég veit að EUert B. Schram, forseta ISÍ, finnst að leyfa eigi þá á sömu forsendum. Þetta er viðurkennd keppnisgrein á ólympíu- leikunum," segir Guðmundur og bætir við að þrátt fyrir að menn hafi ekki verið með hjálm í gamla daga hafi aldrei komið fyrir slys. Hann segir þessa íþrótt ólíka þeim hnefaleikum sem stundaðir era í Bandaríkjunum og á meginlandi Evrópu þar sem menn eru að slást í 8 til 15 lotur. „Þar er verið að berjast um svo háar fjárhæðir að það myndi muna um þær í fjárlögum íslands, samanber Tyson, HoUyfield og fleiri sem hafa um tvo mUljarða í kaup á ári fyrir utan auglýsingatekjur og fleira. Það er annað sem mér finnst að þyrfti að koma fram. Það er að menn deyja ekki í hringnum vegna högga. Heldur vegna þess að þeir fara Ula undirbúnir í erfiða keppni. Það er hjartað sem fer. Menn sem eru í góðri æfingu er í minni hættu en íþrótta- menn í öðrum greinum," segir Guð- mundur Þrír fyrrum hnefaleikakappar 37 ár utan hrings en æfa ennþá: Ut í hött að banna hnefaleika - segir Guðmundur Arason, fyrrum íslandsmeistari í hnefaleikum og þjálfari LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1993 45 Daginn eftir keppnina mátti lesa í Vísi undir fýrirsögninni „Hrafn vann á „knockout" í þungavigt": „Hnefaleikameistaramót íslands fór fram í gærkveldi í Andrews-íþrótta- höUinni við Hálogaland. Leikurinn í þungavigt vakti að von- um mesta athygli. Thor hóf sókn þegar í stað og kom inn nokkrum góðum höggum, en ekki leið þó á löngu þar til Hrafn sló hann niður. Eftir það varð lítið um vörn að ræða frá Thors hálfu og var hann brátt talinn út. Að leikslokum afhenti forseti ÍSÍ, Benedikt G. Waage, sigurveguram verðlaunin." Áttum góða möguleika „Iþróttin er hins vegar í eðli sínu ekki vond heldur einstakir menn sem stunda hana,“ segir Jónas. DV-mynd BG „Við hættum alveg að boxa með hönskum en létum þetta bann ekkert á okkur fá að öðru leyti. Við vorum kannski komnir á aldur, sumir okkar. Ég er orðinn 74 ára núna,“ segir Guðmundur. DV-mynd Brynjar Gauti Bardagi bardaganna Næstu árin vora íslandsmót haldin ásamt Hnefaleikameistarmóti Ármanns og mörgum öðrum mótum. Síðast var keppt í hnefaleikum hér á landi árið 1954. Eitt af síðustu mótirn- um var KR-mótið. Þar kepptu Ár- menningar og KR-ingar við banda- ríska hermenn í öllum þyngdar- flokkum. íslendingar bára sigur úr býtum í þremur þyngdarflokkum, meðal annars þungavigt, og Banda- ríkjamennimir tveimur. Oft vora útiendingar fengnir hingað til lands til að keppa við. Árangur íslending- anna var engu síðri en á KR-mótinu 1954. „Það fór mikið starf í súginn með að banna þetta því við höfðum náð góðum árangri. Við vorum meðal annars famir að keppa hér við Evr- ópumeistara. Við fengum hingað Jót- landsmeistara og þeir steinlágu. Þeir áttu ekki séns, segir Guðmundur. Meðan Fjárhagsráð starfaöi þurfti að sækja um gjaldeyrisleyfi þangað til að kaupa farseðil fyrir útiending- ana. Guðmundur segir að til að halda uppi góðum samböndum hafi þeim sem sátu í ráðinu verið sendir boðs- miðar á keppni og hafi ekki reynst vandkvæðum bundið að fá farmiða. Bann af völdum fordóma Guðmundur segir að hnefaleikar hafi verið í lægð seinustu tvö árin áður en þeir voru bannaðir. - Hvort var þyngra á metunum þeg- ar þetta var bannað: fullyrðingar um ofbeldið, sem þetta skapaði á göt- unni, eða slysahættan innan hrings- ins? „Ég held að fólki hafi verið talin trú um að þetta væri ljót íþrótt og hún skapaði hættu. Bannið var hálfþart- inn stórslys. Það var einhver blaða- maður sem fékk tvo þingmenn, sem jafnframt vora læknar, til liðs við sig. Þessi blaðamaður hafði skrifað Æföi hnefaleika hjá Guðmundi Arasyni: Slóst á skrifstofu föður míns í Landssímahúsinu - segir Jónas Jónasson útvarpsmaöur Hugur minn til hnefaleika hér á landi er sá sem hann hefur alltaf verið. Ég vildi að ungir menn gætu fengið að iðka þetta og æfa undir leiðsögn góðra manna eins og við höfðum Guðmund Arason,“ segir Jónas Jónasson útvarpsmaður. Jónas er einn þeirra sem æfðu hnefaleika hjá Guðmundi. Hann var aðeins 14 til 15 ára þegar hann hóf að æfa en staldraði stutt við. „Ég var einungis í þessu í tvö ár að mig minnir því skólafélagar mínir, Hörður Helgason og Þórður Eydal, fóra að keppa. Eftir það hætti ég að ég held vegna þess að ég var aldrei í þessu til að sýna mig. Auk þess var ég ekki beint íþróttamannslega vaxinn. Ég hygg lika að ég hafi verið dreginn í þetta. Ég man að ég var ekkert allt of ánægður með kennsluna. Mér fannst mér ekkert vera sinnt því þama vora margir töfiarar sem voru betri en ég og virkilega flinkir boxarar og fengu meiri athygli. Það má aUt eins vera að það hafi verið mér að kenna að áhuginn hafi ekki verið nógu mikill. Hins vegar fannst mér mikið til Guðmundar koma og sá mikið eftir því að hann var ekki meira með mig,“ segir Jónas. Ætíð haft mikinn áhuga Þó Jónas hafi hætt að æfa hnefa- leika segist hann aUa tíð hafa haft mikinn áhuga á þeim. „Ég var 17 ára þegar ég byrjaöi sem aðstoðar- fréttamaður hjá útvarpinu og varð síðan fréttamaður í fullu starfi. Ég man eftir að ég fór inn í Hálogaland og lýsti hnefaleikum. Það hefur sennilega verið á lokaárum hnefa- leikanna. Ég man nú ekki lengur hvort þessi lýsing var nokkum tímann notuð en maður talaði inn á stálþráð þama, ég er búinn að vera það lengi hjá stofnuninni," segir Jónas og er sammála blaða- manni að það beri kannski betri vott um reynslu hans en aldur. „Ég æfði box niðri á skrifstofu hjá foður mínum, niðri í Lands- símahúsi og lamdi vini mína og kunningja sundur og saman. Pabbi var útvarpsstjóri og það má vel vera að hann hafi ýtt mér út í þetta. Hann bjó í Kanada í nokkur ár og þurfti þá að beita fyrir sig hnefum. Það var hann sem kenndi mér þá eðlu kúnst að setja steinvölu í lóf- ann áður en ég kreppti hann. Því þá væri hnefinn eins og steinn," segir Jónas. Af hveiju bannaðir? - Afhveijuvoruhnefaleikarbann- aðir? „Það var Túlli Smith blaðamaður sem stóð fyrir því. Það gerðist að menn vora lamdir og það var hvísl- að að það væra þessir boxarar sem kynnu til verka og gengju í skrokk á manni. Ég hef hins vegar ekki trú á því að þeir sem kunnu vel box hafi verið að boxa utan hrings. Ég held hins vegar að það fari eins og fyrri daginn og er að fara í dag að það era örfáir svartir sauðir, vit- leysingar, sem koma óorði á allt hið góða í þessu. Það geta gerst slys og menn sem boxuðu vora dálítið öraggir með sig. Ég var dauð- hræddur við þá þegar ég hitti þá niðri í bæ. Þá teiknaði maður þá með hom, hala og klaufir. íþróttin er hins vegar í eðli sínu ekki vond heldur einstakir menn sem stunda hana,“ segir Jónas. -pp Guðmundur Arason, Islandsmeistari í þungavigt 1944 og þjálfari um ára- bil. Myndin er tekin að loknum sýningarleik gegn Halldóri Björnssyni, KR, árið 1938. vel um hnefaleika til þessa þannig að ég fæ þetta seint skilið. Mér hefur nú verið sagt að umræður um þetta hafi verið ósköp fábrotnar og fáir skipt sér af þessu. Það var enginn spurður álits. Hvorki íþróttafélög né ÍSÍ. Það sjá allir núna hvers slags vit- leysa þessar umræður vora, sérstak- lega þessir ungu menn sem eru að reyna að fá þessu breytt. Það er ekki , hægt að banna mönnum svona nú til dags. Þaö er liðin tíð að svona kreddusjónarmið ríði húsum. -pp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.