Dagur - 12.02.1968, Blaðsíða 3

Dagur - 12.02.1968, Blaðsíða 3
Erlingur Davíðsson: Norðlenzkt málgagn í hálfa öld DAGUR var til þess stoínaður íyrir hálfri öld að vera opinbert málgagn Norðlendinga og norðlenzkt frétta- blað og hefur verið það síðan. Hann var stofnaður af eytirzkum áhugamönnum, sem höfðu fylkt sér um nýstofnaðan stjórnmálaflokk, Framsóknarflokkinn, og af mönnum, sem treystu úrræðum samvinnustefn- unnar á mörgum sviðum viðskipta. Dagur varð því frá upphafi stuðningsblað Framsóknarflokksins og samvinnufélaganna. Undir stjórn úrvalsmanna varð Dagur brátt út- breitt og áhrifamikið vikublað. Ingimar Eydal, Jónas Þorbergsson og Haukur Snorrason mótuðu stefnu blaðsins í nær fjóra áratugi. En þeir voru allir einarð- ir, gáfaðir og mjög ritfærir hugsjónamenn, þótt ólíkir væru um margt, og um skeið var Jóhann Frimann meðritstjóri og lengi síðan stoð og stytta blaðsins og þá traustastur þegar mest reyndi á. Þessir menn sönnuðu í verki, að unnt var að gefa út lífvænlegt blað hér á Norðurlandi, sem í senn vann norðlerizkum framfara- og menningarmálum fylgi og var opinber vettvangur umræðna á breiðum grunni. Reynslan sýndi fljótlega, að það var beinlínis þört á slíku blaði í þessurn landshluta. Lesendur Dags hafa ætíð gert til hans miklar kröf- ur og margir hafa líka lagt honum lið bæði í orði og verki og eiga sinn þátt í því, að hann varð fær um að þjóna margþættu og þörfu hlutverki. A síðustu árum hafa miklar breytingar orðið á blaðaútgáfu hér á landi. Dagblöð höfuðstaðarins hafa stækkað mjög mikið og geta komið til móts við fleiri óslór lesenda sinna en áður. Dagur hefur ekki getað tekið mikinn þátt í þessu kapphlaupi en hefur þó síðustu árin komið helmingi oftar út en önnur svo- kölluð vikublöð. Við getum nefnt það spor í þá átt að gera Dag að fyrsta dagblaði utan höfuðborgar- innar, svo sem Hauk heitinn Snorrason dreymdi um. En á þessu stigi málsins virðist ekki grundvöllur fyr- ir útgáfu dagblaðs í þessum landshluta, sem fjárhags- lega standi á eigin fótum, þótt draumurinn eigi síðar eftir að rætast, og að því stuðla kröfur manna og óskir um miög aukna útgáfu. Til þess að mæta óskum fólks í blaðaútgáfunni á myndarlegan hátt þyrfti Dagur að vera tíu sinnum stærri en hann er nú og um leið þyrfti hann að finna þrjátíu milíj. kr. árlegan tekjustofn. Oskir um meira og fjölbreyttara útgáfustarf hefi ég fengið í hundruð- um bréfa og viðtala, sem ég þakka kærlega, og óska- listinn er þessi: Fleiri stjórnmálagreinar, stór aukinn fréttaflutningur af innlendum og erlendum vettvangi, ásamt myndum, fastur greinarflokkur frá lesendum, íramhaldssaga, myndasaga fyrir börnin, íastir þættir um landbúnað, sjávarútveg, iðnað, samvinnumál, sveitarstjórnarmál, Ijóð og vísur, kirkju- og trúmál, íræðslumál, almenn félagsmál, verkalýðsmál, skemmtanir, húsmæðrafræðslu, íþróttir, skák, bridge, bókmenntir og listir, dóms- og lögreglumál, trygg- ingamál, heilbrigðismál, fleiri viðtöl o. s. frv. Þótt hér sé engu um það spáð, hvenær þessi verkefni og fleiri DAGUR 50 ÁRA 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.