Dagur - 12.02.1968, Blaðsíða 58

Dagur - 12.02.1968, Blaðsíða 58
einveldisins, er komið undir samkomu- lagi. 2. Konungur tekur nafn Islands í titil sinn. 3. Akvarðanir þasr, sem standa i grundvallarlögum Danmerkurríkis frá 5. júní 1849, 4.—7. og 9.—17. gr., um kon- ungserfðir, ríkisstjóra, og fl. ná einnig til Islands. Verði þessum ákvörðunum breytt, þá á Island þar í atkvæðisrétt, að ákveða erfðirnar eftirleiðis (grund- vallarl. I. 15. gr. í niðurlagi). 4. Island skal eiga erindisreka af sinni hálfu hjá konunginum. Erindisreki þessi skal vera íslenzkur maður, kosinn af konungi; skal hann eiga setu og atkvæði í ríkisráðinu, eins og aðrir ráðgjafar kon- ungs, í þeim málum, sem kunna að verða sameiginleg og Island varða. 5. I löggjöf um hin sameiginlegu mál tekur Island jafnan þátt í að tiltölu við aðra hluti konungsveldisins eftir því fyrirkomulagi, sem þar á verður. 6. Kostnað til hinna sameiginlegu mála greiðir Island eftir fólksfjölda og efna- hag i samanburði við hvorttveggja í hin- um hlutum veldisins. Upphæð þess, er Islandi ber þannig að greiða, verður fast ákveðin í eitt skipti eftir uppástungu konungs og samþykki Alþingis. Alþingi ákveður, hversu greiða skuli tillag þetta, en ekki má þingið lækka það úr því, sem það verður ákveðið, eða neita því. II. 7. I öllum öðrum málum, er áhræra Island, og ekki verða sameiginleg, þá er löggjafarvaldið hjá konunginum og Al- þingi í sameiningu, framkvæmdarvaldið hjá konunginum, dómsvaldið hjá dóm- endum í landinu sjálfu. 8. Þegar konungur tekur við stjórn, skal hann sverja svofeldan eið: Ég lofa og sver, að vernda réttindi Is- lands, og stjórna því eftir lögum þess: hjálpi mér svo guð og hans heilaga orð. Sama eið skal ríkisstjóri sverja. Eið- inn skal leggja fram skrifaðan i rikisráð- inu og afhenda erindrek Islands: síðan skal birta hann á næsta Alþingi og geyma í skjalasafni þingsins. 9. Konungur er heilagur og friðhelgur. 10. Alyktanir Alþingis hafa því aðeins lagagildi, að konungur samþykki. Þegar konungur hefur samþykkt, lætur hann birta lögin, og sér um, að þeim sé full- nægt. 11. Konungur veitir öll embætti í landinu, eins og hingað til. Allir embættismenn skulu skilja og tala íslenzkt mál til hlítar. 12. Konungur setur íslenzka menn til ráðgjafa, er hafa á hendi alla hina æðstu stjórnarathöfn í landinu. 13. Konungurinn er sjálfur ábyrgðar- laus. Ráðgjafarnir hafa alla ábyrgð stjórnarinnar bæði fyrir konungi og fyr- ir Alþingi. 14. Undirskrift konungs undir ákvarð- anir þær, sem snerta löggjöf og stjórn á Islandi hefur því aðeins fullt gildi, að einn hinna islenzku ráðgjafa skrifi undir með honum. Sá, sem það gjörir, tekst á hendur ábyrgðina. 15. Erindisreki íslands hjá konungi ber fram fyrir hann alla-r ályktanir frá Alþingi og önnur mál, þau er þurfa kon- ungsúrskurðar eða samþykkis, bæði frá ráðgjöfunum og öðrum mönnum í land- inu. Erindisrekinn skal ábyrgjast öll þau verk sín bæði fyrir konunginum og fyrir Alþingi. 16. Konungur getur vikið ráðgjöfun- um og erindisrekunum úr völdum. 17. Ábyrgð ráðgjafanna og erindisrek- ans verður ákveðin með lögum. 18. Konungur getur látið leggja fyrir Alþingi lagafrumvörp og aðrar upp- ástungur. 19. Konungur getur leyst upp Alþingi: beri það að skulu kosningar á ný fram fara um allt land, og Alþingi haldið árið eftir. 22. Þegar brýn nauðsyn krefur, getur konungur gefið út bráðabirgðalög milli Alþinga: eigi mega samt slík lög koma í bága við grundvallarlögin, og ætíð skulu þau lögð undir næsta Alþingi þar á eftir.“ Um þau ákvæði frumvarpsins, sem tekin eru upp orðrétt hér að framan, skal ekki rætt að sinni, heldur aðeins vakin á þeim athygli. En telja má, að með gildistöku sambandslaganna 1918 sé lokið framkvæmd þeirrar stefnu, sem í frumvarpinu fólst, stefnu Jóns Sigurðs- sonar og samherja hans eins og hún kom fram í tillögum meirihluta stjórnskip- unarnefndar á Þjófundinum 1851. Eins og fyrr var sagt voru tillögur nefndarinnar og nefndarálit í heild und- irritað 4. ágúst. Hinn 6. ágúst, sem var miðvikudagur, var svo lokið 3. umræðu um verzlunar- og siglingafrumvarpið, og það afgreitt frá Þjóðfundinum. I fundar- lok þennan dag vakti forseti máls á þvi, að nefndarálitið í stjórnskipunarmálinu væri þá prentað, og var ákveðið „með samþykki þingmanna" að breytingar- tillögur í málinu skyldu koma til forseta um hádegisbil daginn eftir, þ. e. á fimmtudegi. Forseti kvaðst ekki geta ákveðið fund næsta dag. Og á fifmtu- dag og föstudag var enginn fundur boðaður. Hér fer svo á eftir síðasta fundargerð Þjóðfundarins eins og hún var prentuð í Þjóðfundartíðindum. „16. íundur, 9. d. áéústm. Allir á fundi. Gjörðabók frá síðasta fundi lesin og samþykkt. Konungsfulltrúi: Fundur þessi hefur nú þegar staðið í 5 vikur, og er nú sá dagur kominn, að störfum fundarins, eft- ir því sem ég þann 22. f. m. lét yður vita, átti að vera lokið. Fundurinn hefur feng- ið nægan tíma til, að ræða og segja álit sitt um þau 3 mál, sem ég, eftir skipun vors allramildasta konungs, lagði fyrir fundinn. Það er því harla leiðinlegt, að fundurinn hefur ekki lokið ætlunarverki sínu, og má eingöngu um það kenna að- ferð fundarins. Fundurinn hefur varið óviðurkvæmilega löngum tíma, til að búa til þingsköp, og það enda þótt fund- urinn hefði fyrir sér þingsköp Alþingis, og þó nú fundurinn hefði álitið þingsköp Alþingis ónóg fyrir sig, til að búa til öldungis ný þingsköp, og það því síður, sem einungis var um einn fund að gjöra. Fundurinn hefur þar að auki samþykkt þau*þingsköp, sem langt um fremur hafa tálmað aðgerðum hans, heldur en þing- sköp AlþingisTiefðu gjört. Fundurinn hefur ekki notað þá kraft- ana, sem hann hefur haft yfir að ráða, jafnvel þó fundarmenn séu margir, hefur fundurinn þó hartnær falið þeim sömu mönnum, að fjalla um öll þau mál, sem fyrir fundinn hafa verið lögð, þessi að- ferð hefur haft það í för með sér, sem og er eðlilegt, að þeir, sem í nefndirnar voru kosnir, hafa ekki getað lokið af starfa sínum á þeim tíma, sem 3 nefnd- ir, sem hefðu haft sína nefndarmenn hver, hefðu getað leitt málin til lykta. Einungis eitt af þeim málum, sem fundurinn fékk til umræðu, er á enda kljáð, hin tvö önnur: Um stöðu Islands í ríkinu,“ og „Um kosningar til Alþingis,“ eru ennþá óbúin. Um hið síðamefnda mál er ennþá alls ekki komið nefndar- álit til fundarins, og hvað hið fyrrnefnda mál snertir, þá eru að vísu tvö nefndar- álit komin um það til fundarins í fyrra- dag; en álit meirihluta nefndarinnar er svo úr garði gert, að fundurinn ekki hef- ur nokkra heimild til, að taka það til umræðu, og máli þessu gæti því ekki orðið frekar framgengt, nema því að- eins, að því væri vísað aftur til nefndar- innar til nýrrar og löglegri meðferðar. Þessi tvö mál eru þannig líkt á veg kom- in, og þá ég lagði þau fyrir fundinn, og lenging þingtímans um fáa daga, en ekki 58 DAGUR 50 ÁRA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.