Dagur - 12.02.1968, Blaðsíða 13

Dagur - 12.02.1968, Blaðsíða 13
Karl Kristjánsson: Heill Degi fimmtugum 1. ÉG MINNIST þess glögglega, hve ég fagnaði því, er blaðið Dagur hóf göngu sína. Hann kom í sveit mína eins og vorboði með bjarta rödd, sem örvaði unga hugi og framgjarna. Og hvað var þá efst í hugum ungra manna? Það var löngunin til að verða vel og mannlega við morgunkalli tuttugustu aldrainnar. Það kall höfðaði sterklega til hins bezta í fari manna. Tók í hverja mannrænutaug hjá þeim, er skildu iþað. Auðvgldast er að greina frá þessu kajli með því að vitna til ljóðskáldanna, sem þá ortu á ís- landi. Þau beittu áhrifum listar sinnar til þess að efla þrá þjóðar- innar eftir efnahagslegu og stjórn- arfarslegu sjálfstæði og menning- arlífi. Ortu sálubótarsöngva, sem voru í senn vitgandi og örvandi til átaks, hvort sem verið var að verki í sveit eða við sjó. Einar Benediktsson kvað: „Vort land er í dögun af annari öld. Nú rís elding þess tíma er fáliðann virðir.11 Fáliðinn hóf upp sjónir og sá „roðann á hnjúkunum háu.“ Ennfremur kvað Einar til nýju aldarinnar: - „Sé eitthvað satt og rétt, sigra því gjörðu létt, veittu því völd. Auðgaðu anda manns, örvaðu vilja hans, mannaðu menn vors lands menningaröld.“ Sú fagra bæn lét menn sannar- lega ekki ósnortna. Hún hreinsaði sora úr hugarfari. Og enn ljóðaði Einar með áherzluþunga: „Tíminn er kominn að takast í hendur.“ Og menn hófu samtök á fjöl- mörgum sviðum og fundu um leið, að þannig urðu þeir „meiri en þeir sjálfir.“ Hannes Hafstein orti sitt snilld- arlega ljóð: „Aldamót.“ Það er í senn brýning til dáða og raunhæf framtíðaráætlun í formi skáldsýn- ar. Þar er glitofið saman það, „sem ljómar upp andann“ — og hið hagræna. En þetta saman er ein- mitt það, sem fullkomnast mannar menn og gerir þá hæfa til þess að njóta jarðvistar sinnar. Lífstrú og bjartsýni urðu ríkj- andi. Menn „tvinnuðu von við traust“ og vildu af heilum huga „takmark og heit og éfndir saman þrinna.“ Hugsjónir víkkuðu og fegruðu sjónarsviðið og hituðu blóðið. Dagdraumar um alfrjálst ís- land göfguðu mörk og mið. Ættjarðarást og þjóðrækni eyddu sjálfselsku úr hugarfari. Trúin á lífið gaf heilbrigðum athöfnum heillandi tilgang. Manngildismat hækkaði og tengdist önn og iðju. Mannúð, jafnrétti og bræðra- lag urðu vaxandi ljós á vegum. DAGUR 50 ÁRA 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.