Dagur - 12.02.1968, Blaðsíða 14

Dagur - 12.02.1968, Blaðsíða 14
Félagshyggja fékk byr undir vængi. — Samvinnufélögin, ung- mennafélögin og búnaðarmála- samtökin urðu skipulegar fylking- ar og í aðalatriðum samátta til framsóknar. 2. Arið 1916 var Framsóknar- flokkurinn stofnaður. Kjarni hans var fólk áðurnefndra fylkinga, sem var þannig „að takast í hend- ur“ í stjórnmálum, — og hlýða með því kallinu. Blaðið Dagur hóf 1918 göngu sína, til þess að vera málgagn þessa fólks á Norðurlandi — og „ei til værðarfriðar.“ Hann skyldi þeyta lúður hinnar nýju aldar, — koma kalli hennar til skila, — bera birtu hennar inn í málefni sona hennar og dætra. Hafa for- ustu orðsins um framfarir og um- bætur. Vera vettvangur sóknar og varnar þess, sem vitað er sannast og réttast og þjóðhollast til vel- megunar og menningar. Gamall athugull maður í sveit minni sagði, þegar Dagur heilsaði þar: „Þetta blað mun gera mikið gagn. Það tekur réttan tón. Ég óska ykkur ungu mönnunum til hamingju með það.“ — Auðvitað tóku ekki allir Degi jafnvel. Ýmsir hafa ekki tónnæmt eyra. Alltaf eru líka einhverjir — stundum margir — sem finnst dögunin of snemma á ferð eða ónotaleg. Hvorki skildu allir kall nýju aldarinnar á sama veg né voru á einu máli um, hvernig væri heppi- legast að.verða við því. Selstöðuverzlanir — eða arf- takar þeirra — áttu sína stuðn- ingsmenn. Gróðahyggja kaupsýslumanna og óþarfra milliliða var ekki vina- laus. Erlendu yfirráðin voru vana- bundin og furðu ítakarík. Tregða íhaldsseminnar vildi 14 DAGUR 50 ÁRA , ekki úr sporunum og spyrnti við fótum. I bókinni „Atök við aldahvöri,“ er út kom á síðastliðnu árj, eftir Jónas Þorbergsson, sem var rit- stjóri Dags frá 1920—1927, er glöggar upplýsingar að fá um þá baráttu, er hann háði sem ritstjóri blaðsins við andstæð öfl og óbil- gjörn. Mættu þær upplýsingar vera hollur lestur þeim, sem nú á tím- um hafa tekið að sér hlutverk þeirra afla, og þrjóskast ennþá við að viðurkenna gildi þeirra stefnu, sem Dagur hefir þjónað frá upp- hafi. 3. Þegar litið er yfir hálfrar aldar ævi Dags, fer ekki milli mála, að hann kemur í afmælisáfangann sem sigurvegari. Hann er höfuðmálgagn Norð- lendingafjórðungs og þar með stærsta kaupstaðarins utan Stór- Reykjavíkur. Hann hefir á bak við sig fjöl- mennasta stjórnmálaflokkinn í landsfjórðungnum. Hann ber sig betur en önnur vikublöð á hunguröld blaðaút- gáfu. Honum hefir jafnan tekizt að fá úrvalsmenn í ritstjórasæti. 4. Hvernig ætli hefði verið ástatt nú í umhverfi Dags, ef hans hefði eigi notið? Þvílíkri sþurningu verður vit- anlega aldrei svarað út í æsár af öruggri vissu. Hins vegar má vafalaust' telja, að ef aðalöflin, sem Dagur héfir átt í höggi við um hálírar aldar skeið, hefðu mátt ráða, væri t. d. hvorki Kaupfélag Eyfirðinga til né Kaupfélag Þingeyinga við lýði. Og hvað væri Akureyri og Eyjafjarðarhérað og Húsavík og Suður-Þingeyjarsýsla án sam- vinnufélaga sinna? Samvinnufélögin hafa verið fólksins helztir skjólstaðir bólfest- unnar í umhleypingum efnahags- og atvinnulífs. Dagur hefir alltaf verið sjálf- sagður skjaldberi samvinnufélag- anna, um leið og hann hefir verið óþreytandi í sókn fyrir Norður- land og dreifbýlið allt. Hann hefir látið til sín taka í umhverfi sínu öll almenn menn- ingar- og hagsmunamál. Enginn ágreiningur mun vera um það, svo dæmi sé nefnt, að ein- hug þann, sem varð á Norðurlandi um byggingu Kristneshælis, hafi Dagur sem málgagn átt mestan þátt í að skapa. Sá einhugur lyfti Grettistaki með skjótri fram- kvæmd, er hefir orðið mörgum til þjáningaléttis og lífs. Viðeigandi tel ’ ég og skylt á þessum tímamótum, að minnast þess með virðingu, að Dagur er eina stjórnmálablaðið í landinu, sem hefir nú ritstjóra, er látið hef- ir blað sitt taka hreina afstöðu gegn áfengisneyzlunni, sem nú er lævísasti og mesti bölvaldur á brautum ungu kynslóðarinnar. 5. Ekki orkar það tvímælis, að tuttugasta öldin á Degi að þakka góða liðsemd við framkvæmdir þeirra bjartsýnis fyrirheita, sem hún gaf, þegar hún hóf innreið sína og heilsaði landinu og þjóð- inni með ljóðum skáldanna. , IJann fæddist til að ganga í þjópustu morgunsanda hennar og hefir ekki frp .þeirri þjþpustu hvikað. ,,, Aldrei þrýtur verkefni fyrir þann anda í landi lífstrúar. Fyrir mitt litla leyti þakka ég Degi fyrir mikilsverðan stuðning, sem ég hefi frá honum notið beint og óbeint við þau aðalstörf félags- mála, sem ég hefi haft með hönd- um, eða tekið þátt í, — allt frá því, að ég fékk fyrstu heimsókn hans 1918. Lengi lifi Dagur!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.