Dagur - 12.02.1968, Blaðsíða 43

Dagur - 12.02.1968, Blaðsíða 43
Erlingur Davíðsson: Fákurinn og fálkinn ÁRIÐ 1592 bannaði Oddur biskup Ein- arsson „hestaþing." En síðasta slíkt þing var þó haldið í Fnjóskadal árið 1623 og miklu lengur héldust hestaöt í Noregi. En hestaþing, eða hestaöt, voru upp- áhaldsskemmtun forfeðra okkar um langt skeið og er þeirra víða getið. En oft hlutust af þeim illdeilur og mannvig, því hvorki vantaði metnað eða ofstopa á slíkum skemmtisamkomum. Hestaöt fóru þannig fram, að fram voru leiddir tveir hraustir graðhestar og þeim att saman. En oftast eru þeir fúsir Arkle, mesti veðhlaupahestur álíunnar. mjög til áfloga. Hverjum hesti fylgdi maður með stöng til að hvetja og styðja. Reyndu svo hestarnir með séf með sín- um aðferðum, sem vissulega eru marg- vislegar og skaphiti slíkra skepna oft mikill með ólikindum. Ekki er því að neita, að átök slíkra skepna eru tilkomu- mikil, þótt þau séu kannski ekki að sama skapi fögur. Hestarnir beita mjög framfótum og kjafti og grenja oft hátt. Leiknum lýkur þegar afl og atgervi hefur sigrað og legg- ur hinn sigraði þá á flótta og sýningu er lokið. Þannig er það líka úti i náttúr- unni enn í dag. Stóðhestar eru oft grimmir og stjórnsamir. Halda þeir hrj'ssuhópum sínum saman og stjórna „með harðri hendi“ ef þeim þykir þurfa. „Djarftækiri eru þeir til kvenna“ og stela hryssum í hóp sinn er þeir sjá sé fepri. Hesturinn beitir hörku ef, hryssan lýtur ekki vilja hans. Fornmenn létu sér mjög annt um víg- hesta sina og stunduðu kynbaetur til þess að meiri íþróttaárangur næðist í þessari grein. I>að voru fyrstu hrossakynbætur á íslandi. Hvítir hestar og fífilbleikir virð- ast hafa verið uppáhalds litir og svo er raunar enn, einkum hvað hvíta litinn snertir. Og kapp var lagt á að eiga ein- lita hesta. Svo sárt var mönnum um hesta, þótt sjaldan væri mönnum hrossa vant, að í Grágás segir, að ef einhver ríður hesti fram hjá þrem bæjum eða yfir vatnaskil milli héraða eða yfir fjórðungsmót, sé hann sekur skógarmaður. Þetta sýnir ást- ríki það, sem forfeður okkar höfðu á hestum sínum. En þetta ástríki var dá- lítið blendið, því á hörðum vetrum hrundu hrossin niður úr hor og harðrétti, jafnvel þúsundum saman. Það voru þær kynbætur, sem náttúran sjálf annaðist, með því eyddi hún hinu veikbyggða, og fram undir okkar tíma hafa harðir vetur valið og hafnað. Nú er í landinu ótrúlega hraustur stofn, sem þolir vel kulda og getur lifað á sinunni einni veturinn af, á meðan nokkur snöp er, og náð bæði vexti og þroska. Þannig lifa villtar og hálfvilltar hrossahjarðir enn í dag á landsins gæðum — lifa af vetrarhörkurnar á dauðri sinu og sinni eigin líkamsfitu frá sumrinu áður. Litið ræktaður hrossastofn okkar býr yfir meiri og fjölþættari ganghæfi- leikum en nokkurt annað hrossakyn í víðri veröld, er sterkur, fótviss, með ólikindum þolinn og fjör hans endist oft fram til elli. Góðir hestar voru taldir konungsger- semar og á síðasta ári gáfu Islendingar kóngafólki tvo slíka, sem þjóðargjöf og kunnugt er. Kristján 4. Danakonungur bað Johan Vest fálkaveiðara að kaupa fyrir sig fjóra skeiðhesta á Islandi 1637. íslenzki fálkinn. DAGUR 50 ÁRA 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.