Dagur - 12.02.1968, Blaðsíða 25

Dagur - 12.02.1968, Blaðsíða 25
Stefán Valgeirsson: Verkefnin Á ÞESSUM TÍMAMÓTUM, er við minnumst hálfrar aldar afmælis blaðs- ins okkar Dags, er ekki úr vegi, að staldra við um stund, og hugleiða, hvaða verkefni við Norðlendingar ættum að láta sitja fyrir að framkvæma. Þegar við förum um okkar land, ber margt fyrir augu, sem hrópar á okkur til athafna. Við erum fámenn þjóð, og í saman- burði við fæð okkar er landið stórt. Því fylgja ýms vandamál, þó sérstaklega á sviði samgöngumála. En nútíma þjóð- félag krefst góðra og öruggra samgangna. Bóndinn þarf að koma afurðum sínum á markað þéttbýlisins dag hvern, og hraðvaxandi iðnaður og verzlun bæj- anna krefst öruggra samgangna við landsbyggðina og umheiminn. Samgöng- ur eru slagæðar hvers þjóðfélags. Ef þær eru ekki í góðu lagi, hindrar það eðli- lega starfsemi atvihnuveganna. Norðurland er ekki vel sett, hvað þetta snertir. Þar bíða mörg verkefni, sem ekki verða leyst öll á næstunni, eins og ástatt er í þjóðfélaginu í dag. Stopul atvinna í þéttbýlisstöðunum, hvað þá atvinnuleysi verkar sem brota- löm á eðlilega framþróun þeirra og byggðarinnar í kringum hvern stað. Nú er farið að bera á atvinnuleysi á ýmsum stöðum í landinu. Hvort það er fyrirboði kreppu skal ósagt látið en slíkt ástand hefur í för með sér óvissu og sam- kalla drátt á flestum sviðum ef það varir til lengdar. Og atvinnuleysið er eitt mesta böl mannkynsins. Gegn því verður að vinna með öllum tiltækum ráðum. Þó margt sé ógert, sem okkur finnst að ekki geti beðið úrlausnar, þá verður það að sitja fyrir, sem stuðlar að því, að undirbyggja þá framleiðslu, sem líkleg- ust er að auki sem mest atvinnu á við- komandi ptað. Nú hafa borizt fréttir um það, að Japanir séu farnir að heilfrysta fisk og þíða hann síðan eftir hendinni til vinnslu. Gæti það ekki haft þýðingu fyrir fiskvinnslu og jafnvel niðursuðu á fiski og síld fyrir okkur.?, Það er brýn nauðsyn, að reyna nýjar aðferðir og fjöl- breyttari frámleiþslu úr s'jávarafla okk- ar, sem yrði til þfess að auka Verðmseti hans og ryðja honum inn á nýja mark- aði. En iðnað, sem miðast vjð okkar litla innaniandsmarkað,' þarf að skipuleggja á nýjan hátt. Fari of margir út í sams konar framleiðslu getur það haft í för með sér, að enginn rekstrargrund- völlur verði fyrir neitt fyrirtækið. Sá iðnaður, sem samvinnumenn byggja UPP hér á eftir, þarf að skipu- leggja með þetta í huga. Við erum kom- in inn í öld sjálfvirkninnar. Hún byggist á fjöldaframleiðslu í hverri vörutegund, annars verður henni ekki komið við svo að hagkvæmt sé. Og án sjálfvirkninnar verður iðnaður okkar aldrei samkeppn- isfær við innfluttar iðnaðarvörur hvað verð snertir. Fullkomnari tækni útheimt- ir stærri einingar. Þess vegna er mikið í húfi að hafa rétt viðbrögð. Án skipu- lagningar á þessu sviði verður ekki kom- ið í veg fyrir erfiðleika. Samvinnumenn þurfa að halda áfram á þeirri braut, að byggja uþp iðnaðarstöðvar í landinu. Það þarf að dreifa þeim á hina ýmsu staði, til að byggja upp atvinnulífið og koma í veg fyrir, að minni staðir með takmarkaða möguleika fari í eyði. Hornsteinar undir atvinnulífinu á Ak- ureyri er verksmiðjuiðnaður samvinnu- manna þótt margs konar iðnaður ein- staklinga komi þar einnig til. Á þann sama hátt þyrfti að renna stoðum undir atvinnulífið á fleiri stöðum á Norður- landi, annað hvort af samvinnufélögun- um sjálfum, eða með stuðningi þeirra og samstarfj. Þeir fjárhagsfjötrar, sem sam- vinnufélögin eru nú í af völdum við- reisnarinnar, geta ekki orðið varanlegt ástand. Gjaldþrot viðreisnarinnar er ekki langt undan að óbreyttri stefnu í efnahags- og fjármálum. Hvað við tekur skal ósagt látið. En hitt er ljóst, að uppbygging nýrra framleiðslustöðva á Norðurlandi er mjög aðkallandi. Það þarf að styðja við slíkar framkvæmdir með ráðum og dáð, því fyrr því betra. En þó er annað vandamól, sem einnig þarf að leysa sam- hliða. Það er að koma á öruggum sam- DAGUR 50 ARA 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.