Dagur - 12.02.1968, Blaðsíða 32

Dagur - 12.02.1968, Blaðsíða 32
Valtýr Kristjánsson. ályktana gerðar. Helztu verkefni Kjör- dæmissambands Framsóknarmanna í Norðurlandskjördæmi eystra eru þessi: Vinna að áhugamálum Framsóknar- manna og reyndar allra íbúa kjördæmis- ins, þeim sem til framfara horfa. Undir- búa framboð til Alþingis og skipuleggja kosningabaráttu flokksins í kjördæminu. Glæða og skipuleggja starf Framsóknar- félaganna í héruðunum. Tekjur hefur sambandið mjög takmarkaðar og hefur því ekki enn getað sinnt erindis- og út- breiðslustarfi sem skyldi. Þó hefur af og til verið veitt aðstoð við rekstur skrif- stofu flokksfélaganna á Akureyri og lítilsháttar stuðningur við Dag fyrir kosningar. Eins og allir vita, sem _til þekkja, nær Norðurlandskjördæmi eystra yfir Þingeyjarsýslur báðar, Eyja- fjörð og Akureyri. Nánar tiltekið frá Gunnólfsvíkurfjalli að Hvanndalabjargi norðan ■ Olafsfjarðar. Það má því með sanni segja að landamerkjaverðir séu veglegir og ekki hætt við hruni. Ekki eru þó útverðirnir einir um það að vera veglegir í þessum víðáttumikla landshluta. Veðurbitnir tröllkarlar eins og Gunnólfsvíkurfjall og Hvanndala- bjarg eru skemmtileg í fjarlægð, en vantar mýkt og manngæzku. En sem betur fer vantar þetta hérað ekki alla mýkt og manngæzku. Hið græna gras er fegurst af öllu, meðal annars vegna þess að það er lífgjafinn. Leiðin að hjarta mannsins liggur í gegnum magann, og ekki er að því hlæjandi. Þegar hinn framandi gestur spyr börnin í Sumar- 32 DAGUR 50 ÁRA Haraldur M. Sigurðsson. húsum í þokusudda égústmánaðar, hvort sé fallegt hérna í dalnum, þá svarar Nonni litli, sem var svo skynsamur: „Það er nú eftir því hvort hann pabbi hirðir heyið.“ Já við eigum mikið af grænu grasi og höfum mikla möguleika á að auka það, þó þar sé eins og í fleiru við örðugleika að etja, þegar við erum stundum all- harkalega minnt á það að við höfum ekki enn náð samningum við fóstur- jörðina um það að hún hætti að aga okkur með sín ísköldu él, en bót er það í máli að hún á þó til blíðu og meinar allt vel. Gunnólfsvíkurfjall og Hvann- dalabjarg standa traustan vörð um vítt land og fegurt, sem á ærinn auð, ef við kunnum að nota hann og við skulum nota hann og vernda, auka og bæta, bæði til lands og sjávar. Við skulum vera þakklát fyrir að eiga alla þessa miklu möguleika og óleystu verkefni og vona að vel rekist úr verkefnum. Sá sem á óskina, hann á líka vonina og þár með möguleikann til að verða að liði sjálfum sér og sinni þjóð. Sleppum aldrei von- inni og óskinni, jafnvel þó hún kosti okkur kaldsama nótt í dögg miðnætur- sólarinnar á Jónsmessu við Harðbak eða Rif. Það er ósk F.F.N.E. til allra íbúa Norðurlandskjördæmis eystra að við vinnum að vexti og viðgangi okkar fagra og víðlenda byggðarlags, svo við höfum í fullu tré við aðra landshluta, sem nú um sinn hafa boðið betri kjör og haft af okkur fólk og fé. „Eigi mun skuturinn eftir liggja, ef vel er róið fram í,“ sagði Hjörtur E. Þórarinsson. Grettir Ásmundarson og mátti trútt um tala. Ekki skulum við treysta því að þjóðarskútan geti ekki liðast sundur, ef stórir hlutar hennar eru vanræktir, og tekur þá tjónið til allra. Og við skulum engir taglhnýtingar vera og segjum því: Ekki mun skutur eftir liggja, þó vel sé róið fram í. Eitt af okkar verkefnum er einmitt það að efla gengi og velferð afmælis- barnsins, Dags, sem fyllir nú fimmta tuginn. Kjördæmissamband Framsóknar- manna í NorðUrlandskjördæmi eystra flytur hér með Degi fimmtugum árnað- aróskir og þakkir fyrir gott samstarf, sem það vonar að megi haldast. Bækur á Bessastaðamáli Framhald af bls. 11. Erlendir og innlendir snillingar leggja andlegan hátíðaforða á borð okkar. Efnið minnir á ís- lenzka náttúru. Bessastaðastíllinn lifir kynslóð eftir kynslóð, jafnvel í söguköflum í snotrum jólabókum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.