Dagur - 12.02.1968, Blaðsíða 15

Dagur - 12.02.1968, Blaðsíða 15
Eiríkur Sigurðsson: Blaðið, sem alltaf tekur svari bindindismálsins ALKUNNUGT ER hve blöðin hafa mikil áhrif á skoðanir fólks. Það er því mikilvægt, hverja af- stöðu þau taka til almennra vel- ferðarmála. Jákvæð afstaða þeirra til sérhverra siðgæðis- og menn- ingarmála er heilbrigð þjónusta þeirra við samfélagið. Bindindismál eru víða á dag- skrá hjá öllum siðuðum þjóðfélög- um. Það er jöfnum höndum rætt um skeðsemi áfengis, frjáls bind- indissamtök og almennar áfengis- varnir þjóðfélagsins. Eri öll bind- iridisbárátta er sókn; upp á ' móti brekkunni. En þeif sem ’ tilbi'ðja1 naptnina láta sig renna niðuf. OgJ það er miklu léttara. 1 1 • A » ; - "I Hirin frægi læknir og bindindis- hetja Johan Scharffenberg segir á einum stað: „Baráttan móti áfeng- inu er barátta við ill og auðvirðu- leg máttarvöld og því keðja í hinni miklu, eilífu lífsbaráttu.“ Bindindismál hafa jafnan verið ofarlega á baugi hér á Akureyri. Hér hafa tvenn félagasamtök, sem mikið eru kennd við bindindi, átt upptök sín. Fyrsta íslenzka góð- templarastúkan var stofnuð hér 1884 og fyrsta ungmennafélagið að norskri fyrirmynd 1906. Héð- an bárust þessar tvær félagsmála- hreyfingar út um landið. Frá þeim tíma hefur Góðtemplarareglan verið öflugasta bindindishreyfing- in hér á landi og um tugi ára voru ungmennafélögin eindregin bind- indisfélög og vinna enn fyrir bind- indismálið. Þá má nefna það að á Akureyri er eina bindindishótel lapdsins, Hótel Yarðborg, og nýt- ur mikilla vinsælda. Mér er sagt, að „Dagur“ eigi hálfrar aldar afmæli um þetta leyti. A þessum tímamótum tel ég eðlilegt, að fram komi frá okkur bindindismönnum þakklæti fyrir þá afstöðu sem blaðið hefur tekið með bindindismálinu undir rit- stjórn Erlings Davíðssonar. Eg held á engan sé hallað, þó að sagt sé, að þar hefur þetta blað algjöra sérstöðu með bindindismönnum, og oft birt ýmislegt, þar sem það hefur verið metið meira að segja sannleikann, en það hvernig ein- hverjum kann að hafa fallið það. Almenningsálitið virðist ekki með bindindi eins og stendur í þjóðfélaginu. Umbóta- og siðgæð- ismál njóta sjaldan vinsælda á umbrotatímum. Afengis- og tóbaksnautn er oft sungið lof í okkar nýja velferðarríki. Svo vill oft fara, þegar fátæk þjóð fær skyndilega peninga handa á milli. Þá er mikils virði að til skuli vera blað eins og „Dagur,“ sem tekur tæpitungulaust svari bind- indismálsins. Tekur undir með þeim, sem hafa jákvæða lífsaf- stöðu í þessu mikla vandamáli Nú á hálfrar aldar afmæli „Dags,“ vil ég flytja honum þakk- ir fyrir, hve ákveðna afstöðu blað- ið hefur tekið með bindindismál- inu og óska þess að svo megi jafn- an verða. Jafnframt flyt ég hon- um árnaðaróskir með tímamótin, að hann megi ávallt verða örugg- ur málsvari norðlenzkra byggða. DAGUR 50 ÁRA 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.