Dagur - 12.02.1968, Blaðsíða 35

Dagur - 12.02.1968, Blaðsíða 35
Jónas þau skilyrði að blaðið yrði stækkað um helming og að hann yrði einráður um ritstjórnina. Hvort tveggja var samþykkt. Tókst þessi fer.ð Bergsteins því giftusamlega. Þeir sem enn muna Bergstein frá síðari árum hans munu ef til vill undrast, að hann skyldi þannig reka erindi Fram- sóknarflokksins, en í lýðfrjálsu landi hafa menn fullt leyfi til að skipta um skoðun. Jónas var nokk- uð þekktur hér áður en þetta gerð- ist og því var sóst eftir honum til ritstjórnarinnar. Hann hafði ferð- azt um héraðið veturinn 1916— 17 á vegum ungmennafélaganna og flutt fyrirlestra. Einnig hafði hann skrifað greinar í Tímann, þó ekki margar, en þær vöktu þó eft- irtekt. Líka hafði hann skrifað nokkuð í íslenzku blöðin í Ameríku. Þau blöð munu þó þeg- ar hér var komið lítið hafa verið lesin hér á landi og þær greinar því ekki kynnt hann að ráði. Jónas Þorbergsson hefur nýlega sent frá sér minningar sínar í tveim bindum, þar sem hann segir frá æviferli sínum og störfum. Það væri því að bera í bakkafullan lækinn að fara að segja sögu hans hér í stuttu máli. Vegna þeirra les- enda Dags, sem ef til vill hafa ekki lesið minningarnar skal þó eftir- farandi tekið fram: Jónas er fædd- ur 22. jan. 1885 á Helgastöðum í Reykjadal. Foreldrar hans voru Þorbergur Hallgrímsson bóndi þar og kona hans Þóra Hálfdánardótt- ir. Jónas missti móður sína ungur og ólst eftir það upp á nokkrum hrakningi og fór mjög ungur að vinna fyrir sér. Gekk í Gagnfræða- * skóla Akureyrar (nú Menntaskóli) árin 1906—09 og lauk þar gagn- fræðaprófi. Fluttist fljótt eftir það til Vesturheims og fékkst þar við margvísleg störf. Kom heim aftur 1916 og dvaldi að mestu á heima- slóðum í Þingeyjarsýslu þar til hann gerðist ritstjóri Dags 1920. Hann hafði kvænzt 5. júlí 1917 Þorbjörgu Jónsdóttur frá Arnar- vatni. Sambúð þeirra varð ekki löng, því Þorbjörg veiktist af berklum og andaðist á jólanóttina 1923, áður höfðu þau hjónin misst unga dóttur. Jónas kvæntist í 2. sinn Sigurlaugu Jónasdóttur, síð- ast bónda í Bandagerði og eru þau hjón bæði á lífi. Meðal barna þeirra er Jónas Jónasson útvarps- maður, sem flestir kannast við. Fyrsta tölublað Dags undir rit- stjórn Jónasar kom út 27. apríl 1920. Var það þá þegar stærra og fjölbreyttara að efni, heldur en áður hafði, yerið og hél^t svo síðan. Er mér full kunnugt um, að Dagur hafði mikil og varanleg áhrif til styrktar F ramsókijiarf lokl^num undir ritstjórn Jór^asar., Éinnig til eflingar samvinnustefnunnar, en þetta tvennt var þá enn nátengd- ara en nú er. Jónas var tvímæla- laust einn hinn ritfærasti maður landsins og hinn snjallasti áróðurs- maður. Gaf hann í þeim efnum lít- ið eða ekki eftir nafna sínum frá Hriflu. Að sjálfsögðu urðu áhrif blaðsins þó mest hér á Norður- landi og jafnvel Austurlandi. Er ég t. d. ekki í nokkrum vafa um, að þegar ég lagði út í að því er virtist vonlausa kosningabaráttu árið 1932, var það einkum'stuðn- ingur og áróður Dags, sem gaf mér Dagur 1924. sigurinn, hvort sem það hefur nú orðið til heilla eða ekki. Hér er ekki hægt að nefna ein- stök mál, sem Jónas barðist fyrir * í blaði sínu. Eina undantekningu verður þó að gera. Það er stofnun Kristneshælis. Ég hygg að Jónas hafi fyrstur hreyft því máli og hann gaf áreiðanlega fyrstu gjöf- ina, af frjálsum framlögum til hælisbyggingarinnar. Undir stjórn hpns studdi Dalgur þetta mál ein- dregið ogj Jónas var einn af áðal íorgöngumönnum þess þar til hæl- ið komst upp. Hann átti sjálfur um sárt að binda af völdum berklanna og vildi forða öðrum frá þeim sársauka. Jónas var stundum nokkuð hvassyrtur í blaðadeilum. Það var líka óvægilega að honum sótt af andstæðingum, kom fyrir að það var með þeim hætti, að með ein- dæmum má telja, jafnvel í ís- lenzkri blaðamennsku. DAGUR 50 ÁRA 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.